Alþýðublaðið - 19.01.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.01.1993, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 19. janúar 1993 Stjómleysið, sem ríkir í Rússlandi eftir hrun kommúnismans, hefur meðal annars Ieitt til vaxandi viðskipta með skinn og eftirsótta líkamshluta úr ýms- um dýrategundum í útrýmingarhættu, sem veiðiþjófar útvega ófyrirleitnum kaupendum. Einkum er sóst eftir feld- um af bjömum, sem em að vísu tiltölu- lega útbreiddir, en fyrirhyggjulausir safnarar em líka reiðubúnir til að borga háar upphæðir fyrir feldi Síberíutí- granna, en einungis örfá dýr er ennþá að ftnna villt á sínum uppmnalegu slóðum í skógum Síberíu. Maurice Homocker, forsvarsmaður nýlegs rannsóknarleiðangurs rússneskra og amerískra vísindamanna sem var á ferð í nágrenni við borgina Plastun á strönd Kyrrahafsins kvaðst hafa miklar áhyggjur af þessari þróun: „Það er kaldhæðnislegt, að alræðisstjóm kommúnismans tókst að vemda þessi dýr, en hið nýja lýðræðisfyrirkomulag Rússlands kann að leiða til útrýmingar á þeim.“ Tígrisfeldir „Vantar þig tígrisfeldi? Ilmkirtla úr moskusuxa? Eða viltu kannski bara venjulega bjamarfeld? - Ég get útvegað þetta allt,“ sagði þéttvaxinn veiðiþjóf- ur, Sergei að nafni, við amerískan ferðalang, Eric Sievers í Plastun fyrir nokkrum vikum. Sievers ferðaðist und- ir því yftrskini að hann væri áhuga- maður um villt dýr, og hefði mikinn áhuga á að festa kaup á skinnum af Síb- eríutígrinum eftirsótta. í reynd var hann hins vegar ekki á eftir skinnunt, heldur veiðiþjófum. Rússneska lög- reglan, sem hefur átt í erfiðleikum með að hafa hendur í hári glæpamanna, sem láta freistast af háu verði á ólöglegum skinnum, hefur í vaxandi mæli gripið til þess ráðs að fá til liðs við sig erlenda Sibemtiqurm í útrýminqarhœttu (/eiðiþjófnaður á sjatdgœfum dýrum i hröðum óerti í Rússtandi. Af2-300óiittum Siberiutigrum fettrtu óeiðiþjófar 50 dýr i fyrra. Skógarfiögg og genafœð ógna stofninum. a'/t {$£ r><'Ss " i f/ /ír^ 1 Gó-p M — V/ c xT V 50 oí -— * MS'\ - Launamiðum berað skila í síðasta lagi 21. janúar Allir sem greitt hafa laun á árinu 1992 eiga nú að skila launamiðum á þartil gerðum eyðublöðum til skattstjóra. Skilafrestur rennur út 21. janúar. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI ferðamenn til að hafa hendur í hári veiðiþjófanna. Ferðamennimir láta í Ijós áhuga á þvf að kaupa feldi sjald- gæfra dýra, og leiða þannig ófyrirleitna kaupmenn með vörur veiðiþjófanna í gildrur lögreglunnar. Sievers er einn af þeim, sem aðstoðar lögregluna við þetta, en dollarar og útlent yfirbragð em árangursríkasta meðalið til að kom- ast í tæri við ólöglega skinnasala. Eftir að samband komst á milli Ser- geis og Sievers taldi hinn fyrmefndi lít- il vandkvæði á því að selja honum skinn á tígrisdýrinu sjaldgæfa. „Ég get útvegað þér fjóra tígrisfeldi innan sól- arhrings; fái ég viku get ég selt þér 10, kannski 15 feldi." Síðar þann dag hitt- ust þeir í íbúð vinar Sievers, og þar breiddi Sergei hinn rússneski úr tvegg- ja metra löngu gullfallegu skinni af ný- felldum tígri, með örsmáu kúlugati viðhjartastað dýrsins. „Þú færð feldinn á 4 þúsund dollara, og í kaupbæti læt ég fylgja 18 kíló af beinum úr dýrinu.“ Sievers hikaði; sagði að lokum að hann þyrfti að ráðfæra sig við peninga- menn sína í Vladivostok. Þeir mæltu sér mót daginn eftir. Sievers sagði þá Sergei, að hann þyrfti að fara af skynd- ingu frá Rússlandi í býtið morguninn eftir og þrýsti á um meiri kaup en þenn- an eina feld. „Gjörðu svo vel,“ sagði Sergei, sallarólegur, og dró upp verð- lista: „4-6 þúsund dollara fyrir tígris- feldi, eitt þúsund dollara fyrir bjamar- feld, 150-200 dollara fyrir gallblöðm vinningstöiur 16. janúar 1993 laugardaginn VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁ HVERN VINNINGSHAFA 1. 5a)5 0 2.422.154 4af 5™ ijif 2 210.516 3. 4af5 74 9.814 4. 3al5 3.221 526 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 5.263.668 iPPLVSINGAR: SlMSVAni91-681511 LUKKUllNA 991002 úr bimi.“ Daginn eftir réðust 20 lög- regluþjónar til inngöngu í íbúðina, og handtóku Sergei og tvo aðstoðarmenn hans: lögreglan hafði unnið sinn fyrsta mikilvæga sigur í baráttunni við veiði- þjófana. Útrýmingarhætta Enn að minnsta kosti eiga náttúm- vemdarsinnar við ofurefli að etja þar sem veiðiþjófamir em annars vegar. Amm saman hefur Síberíutígurinn ver- ið í mikilli útrýmingarhættu og meðan miðstjómarvaldið í Moskvu var við Iýði á dögum Sovétstjómarinnar lágu mjög þung viðurlög við drápum á tígr- um, auk þess sem markaðurinn var ekki fyrir hendi því afar fáir erlendir ferðamenn og kaupahéðnar fengu að fara á þær slóðir, sem tígurinn lifir. Nú er það breytt; útlendir ferðalangar streyma um þessi svæði, og safnarar á Vesturlöndum sækja fast í skinnin. Þó um 800 Síberíutfgrar séu til í dýragörðum vítt og breitt unt heiminn, em einungis um 2-300 villt dýr eftir í skógum Síberíu. Af þeim drápu veiði- þjófar um 50 dýr á síðasta ári. Engum dylst því, að grípa verður tafarlaust og harkalega í taumana til að koma í veg fyrir algera útrýmingu á tegundinni. Tígrisdýmm hefur ekki famast vel síðustu áratugina í Asíu; unt 1940 vom alls um 50 þúsund tígrisdýr af mismun- andi tegundum í Bengal, Súmötru og víðar. Nú er talið að einungis um 5 þús- und tígrar séu eftir; af þeim er Síberíu- tígurinn í langmestri hættu. Valdimir Valichka er foringi hóps veiðimanna, sent lifir af því að fara um skóga Síberíu og skjóta dýr, en margar dýrategundir er leyfilegt að fella. „Það er auðvelt að falla í þá freistni að láta skotið ríða, þegar maður stendur allt i einu andspænis tígrisdýri í rjóðri langt inni í skógi,“ segir Valichka. „Fyrir einn tígrisfeld getur fjölskylda veiði- mannsins lifað góðu lífi í fimm, kannski tíu ár.“ Afdrif tígrisynjunnar Lenu A síðasta sumri var leiðangur amer- ískra og rússneskra vísindamanna á ferð um Sikhote-Alin vemdarsvæðið utan við Plastun. Tilgangur þeirra var meðal annars að fanga tígrisdýr, festa á þau kraga með útvarpssendi, til að fylgjast með ferðum þeirra gegnum gervihnött. Leiðangrinum tókst að veiða með svæfibyssu fullorðna tígris- ynju og setja á hana útvarpskraga; það var í fyrsta sinn sem fullorðið dýr var merkt með þeim hætti. í síðasta mánuði þótti þeim, sem fýlgdust með merkjum Lenu, undarlegt hversu hægt hún hafði um sig. Dýra- fræðingar voru sendir út af örkinni, og um síðir fundu þeir kragann undir fimm þumlungum af snjó; í grenndinni hímdu fjórir skjálfandi tígrishvolpar en Lena var á bak á burt. Ummerkin sýndu, að veiðiþjófar höfðu unnið á henni; stærsta kattardýr heimsins lá flegið og úrbeinað í valnum. Handtökur lögreglunnar í Plastun á Sergei og félögum leiddu í ljós net af veiðiþjófum, sem voru á höttunum eft- ir Síberíutígrisdýrum. En það er fleira, sem ógnar tegundinni; mikið skógar- högg eyðir hratt þeim svæðum, sem tígrisdýrið hefur lifað af, og enn meiri vinnsla á skógum er fyrirhuguð á svæðunum þar sem tegundin lifir. Erfðagildra Dýrafræðingar velta því jafnframt fyrir sér, hvort ofveiði á tegundinni kringum 1930 hafi komið henni í „erfðagildru", - þeas. að ör fækkun dýra á þeim tíma hafi leitt til þess að genin í stofninum séu orðin það fá- breytileg, að leiði til enn frekara hruns á stofhinum. En genafæð gerir stofnin- um erfiðara um vik að laga sig að nýj- um aðstæðum, vinna bug á sjúkdóm- um, og veldur um síðir hárri tíðni erfðagalla og ófrjósemi. Af fjórum hvolpum Lenu voru tveir með erfðagalla, sem leiddu þá til dauða áður en þeir komust á legg. Hinum tveim var flogið til dýragarðsins í Omaha í Bandaríkjunum, sem hefur sérhæft sig í tæknifrjóvgun stórra katt- ardýra. (Byggt á Newsweek)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.