Alþýðublaðið - 10.02.1993, Page 2

Alþýðublaðið - 10.02.1993, Page 2
2 Miðvikudagur 10. febrúar 1993 HVERHSGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK — SÍM1 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Fréttastjóri: Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarveró kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Ný menntastefna er nauðsyn Þeim sem fylgjast með skólamálum er ljóst að ýmissa róttækra breyt- inga er þörf á menntastefnu Islendinga. Nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins sem unnið hefur að endurskoðun á lögum um grunn- skóla og framhaldsskóla skilaði fyrir stuttu áfangaskýrslu. Þar er kom- ið inn á ýmis þau atriði sem vert er og brýnt að endurskoða. Eitt af því sem velt er upp í skýrslunni er að færa grunnskólann yfir til sveitarfélaganna. Vissulega ynnist margt með því að fela sveitarfé- lögunum umsjón og rekstur grunnskólans, enda mat margra að sveit- arfélögunum muni farast það betur úr hendi en ríkisvaldinu. Sveitarfé- lögin og stjómendur þeirra eru í miklu meiri nálægð við nemendur og foreldra en miðstýrt ríkisapparat með höfuðstöðvar sínar í Reykjavík. Auk þess er fyrirsjáanlegt að grunnskólinn mun á næstu árum tengjast í auknum mæli beint ýmsum þeim þáttum sem eru á verksviði sveitar- félaganna, eins og vinnuskólum og æskulýðs- og íþróttamálum. Eitt af því sem nú er gjörsamiega úr tengsium við þjóðfélagið er lengd skólatímans í grunnskólum. Það er ekki raunhæft lengur að ætla nemendum undir 16 ára aldri að halda út í atvinnulífið yfír sumartím- ann. Hverfandi hluti grunnskólanemenda á þess kost að fá vinnu á hin- um frjálsa vinnumarkaði á sumrin. Til að mæta þörfinni fyrir sumar- vinnu hafa sveitarfélögin starfrækt svokallaða vinnuskóla yfir sumar- tímann, en miklu nær væri að tengja slíkt starfsnám eða starfskynning- ar sjálfu grunnskólanáminu. Það er því fyllilega tímabært að lengja skólann um mánuð eða svo fram á sumarið. Það er hvorki hægt að bjóða bömum á grunnskólaaldri né foreldrum þeirra upp á að bömin séu meira og minna verkefnalaus á fjórða mánuð samfleytt. V erknám er sá hlutur sem hvað mest hefur verið vanræktur í íslenska skólakerfinu. Úr því þarf sannarlega að bæta. Þá má færa rök fyrir því að allt of mikil áhersla er lögð á stúdentsprófið og að það vanti sérhæft nám á framhaldsskólastiginu sem gefi starfsréttindi og bjóði auk þess upp á frekara nám á háskólastigi, án þess endilega að viðkomandi hafi lokið formlegu stúdentsprófi. V íða er grunnskólinn í reynd tveir skólar. Annars vegar bamaskóli með nemendur upp að 12 ára aldri og hins vegar unglingadeildir, þótt svo þeir séu undir einu þaki og með einn skólastjóra. Þegar komið er upp í unglingadeildimar þarf að bjóða upp á fleiri valkosti en verið hefur, bæði hvað varðar verkefni og hraða yfirferðar. Eigi að vera raunhæft að bjóða upp á mismunandi valkosti á unglingastiginu er nauðsynlegt að tilskilinn nemendafjöldi sé til staðar. Það hlýtur því að vera fyllilega tímabært að skoða hvort ekki sé rétt að taka upp aftur gamla gagnfræðaskólann eða eitthvert ígildi hans. /\uk lengingar skólaársins hefur mikið verið um það rætt á undan- fömum ámm að koma á samfelldum heilsdagsskóla. Lítið hefur hins vegar miðað í þá átt, fyrir utan hvað sveitarfélögin hafa verið að feta sig inn á þá braut að bjóða upp á heilsdagsskóla í einhverjum mæli og formi, og bjóða þá upp á tómstundastarf, aðstöðu og aðstoð við heima- nám og gæslu eða eftirlit með bömunum. Með því móti hafa sveitarfé- lögin verið að reyna að koma til móts við þarfir sem ríkisvaldið hefur ekki sinnt. Nokkuð hefur borið á því að forystumenn kennara hafi farið í hnút þegar þessi mál ber á góma. Segja þeir að ekkert verði hægt að gera nema laun og kjör kennara verði endurskoðuð frá gmnni. Það er að vísu rétt, en undir engum kringumstæðum má láta kjaramál stéttarinn- ar tmfla þá faglegu umræðu og mótun nýrrar skólastefnu sem nú á sér stað. Kennarar eiga og verða að koma og taka þátt í að móta skólastarf- ið og þá menntastefnu sem framtíðin kallar á, því vissulega er nauðsyn á nýrri og markvissari menntastefnu á íslandi. Rætt við frambjóðendur til formanns í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur Kosið milli Valgerðar og Þorláks í kvöld Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn í Ró- sinni í kvöld klukkan 20.30. Mest at- hygli bcinist að formannskosningum þarsem kosið verður á milli Valgerð- ar Gunnarsdóttur og Þorláks Helga- sonar. Uppstillingarnefnd lauk störfum fyrir skömmu og gerði tillögu um eftirtalda í stjórn og varastjórn: Að- alheiði Franzdóttur, Ásgerði Bjarnadóttur, Cecil Haraldsson, Gunnar Inga Gunnarsson, Halldór Kristjánsson, Jónas Þór Jónsson, Ólínu Þorvarðardóttur og Rúnar Geirmundsson. Þá gerði uppstillingarnefndin til- lögu um að kosið yrði millum Val- gerðar og Þorláks. Ekki er búist við að aðrir taki þátt í þeim slag, en ekki er ólíklegt að stungið verði uppá fleirum í stjórnina. Alþýðublaðið ræddi lítillega við formannsframbjóðendurna í gær, og spurði fyrst um hvað kosningarn- ar snerust að þeirra mati. Þorlákur: „Ég hef sem starfandi formaður í nokkra mánuði unnið að því að gera félagið virkara, bæði inní Al- þýðuflokknum og gagnvart Reykvík- ingum. Ég er reiðubúinn að starfa áfram af fullum krafti og býð fram þá reynslu sem ég hef af pólitísku starfi.“ Valgerður: „Að vissu leyti snúast kosningamar um persónur. Fólk í flokknum þekkir okkur og hvað við leggjum áherslu á. Öðrum þræði snýst þetta líka um það, hver á að leiða félag- ið í komandi borgarstjómarkosning- um.“ - Hver veröa svo helstu áliersluat- riðin í starfinu? Þorlákur: „Ég vil gera Alþýðu- flokksfélagið virkara. Stjómin hefur haldið ágæta fundi en við þurfunt að fá fleiri til starfa. Ég hef lagt áherslu á að fá fólk í starfshópa um sérstök mál. Það hefur gefið góða raun. Málefnastarfið má ekki einskorðast við bláköld efna- hagsmálin og þannig er í undirbúningi ráðstefna um málefni fjölskyldunnar sem væntanlega verður haldin í lok febrúar. Ég vil að við eflum samstarfið við hin Reykjavíkurfélögin: um daginn héldum við góðan fund með Félagi ungra jafnaðarmanna. Vaxtarbroddur- inn í starfi Alþýðuflokksins hefur verið meðal unga fólksins og við þurfum að fá það til liðs við okkur. En á sama hátt er líka mikilvægt að rækta sambandið Þorlákur: Mikilvægt að efla samvinnu við önnur félög Alþvðuflokksins í Reykjavík... Útiloka ckki framboð til borgarstjórnar. við göntlu kratana sem hafa fylgt þess- um flokki gegnum þykkt og þunnt. í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur eru yftr þúsund manns og við þurfum að virkja sem flesta með okkur.“ Valgerður: „Ég mun leggja mesta áherslu á að glæða félagsstarflð, hljóti ég kosningu. Þá er ég ekki að tala um einhverjar kúvendingar í pólitíkinni, heldur þarf fyrst og fremst að reisa fé- lagslífið úr þeirri lægð sem það hefur verið í að undanfömu. f þessu sam- bandi er ég til dæmis að tala um skemmtiferðir og aðrar samkomur. Síðasta sumar var þannig ekki efnt til neinnar ferðar á vegum félagsins. Ég vil líka að félagslífið verði eflt með spilakvöldum, árshátíð og öðm þess háttar. Ég tel lmikilvægt að efla sam- starf við önnur félög Alþýðuflokksins í Reykjavík. Hvað pólitíkina varðar skiptir miklu máli að við getum átt frjó- ar untræður með tilliti til þeirra kosn- inga sem verða á næstunni. Það er orð- ið áríðandi að taka ákvörðun um lista flokksins og framboð.“ -Að undanförnu hafa verið nokkr- ar umrœður um framhoðsmál vegna borgarstjórnarkosninga og Nýr vett- vangur hefur óskað eftir viðrœðum við minnihlutafiokkana í Reykjavík. Alþýðuhlaðið bað frambjóðendurna að skýra afstöðu sína í þessu máli. Þorlákur: „Alþýðuflokkurinn ber ákveðna ábyrgð á því sem gerðist fyrir síðustu kosningar, þegar við gengum til liðs við Nýjan vettvang. Því er auð- Valgerður: Vil að Alþýðuflokkurjnn bjóði fram eigin lista við næstu borgar- stjórilarkosningar... Þarf að efla fclagslíf- ið sem verið hefur í lægð að undanförnu. vitað ekki að leyna að niðurstaðan olli vissum vonbrigðum, enda tókst ekki að sameina minnihlutaflokkana þá. Ég tel eðlilegt að tala í rólegheitum við Nýjan vettvang. Mér kæmi hinsvegar ekki á óvart þótt niðurstaðan yrði sú að Al- þýðuflokkurinn byði fram. Ég skil vel þær sterku raddir sem það vilja.“ Valgerður: „Ég vil að Alþýðuflokk- urinn bjóði fram eigin lista. Mér fannst sú tilraun sem gerð var fyrir síðustu borgarstjómarkosningar eiga rétt á sér. Hún leiddi margt gott af sér fyrir Al- þýðuflokkinn. Eg er reiðubúin í sant- starf við þá sem vill vinna með Al- þýðuflokknum. Við erum alltaf til í að sameina jafnaðarmenn." - Ætlar nœsti formaður Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur að fara í framboð við borgarstjórnarkosning- arnar á nœsta ári? Valgerður: „Nei, það mun ég ekki gera.“ Þorlákur: „Síðan ég gekk í Alþýðu- flokkinn, að tilstuðlan Vilmundar Gylfasonar, hef ég unnið í pólitík með það fyrir augum að vinna að áhugamál- um mfnum. Ég fer í framboð til borgar- stjómar hljóti ég til þess byr og ef niér finnst að þar sé vettvangur þarsem ég get unnið að áhugamálum mínum. Ég vil ekki útiloka neitt. En á þetta ntyndi að sjálfsögðu reyna í opnu prófkjöri sem er sjálfsagt og eðlilegt að fram fari.“ HJ Atburðir dagsins 1354 Stúdentaóeirðir í ensku háskólaborginni Oxford. Blóðið litar götumar þegar stúdentar berjast við bæjarbúa. 1763 Parísarsáttmálinn undirritaður og þarmeð er endi bundinn á sjö ára stríð sem teygði sig um allan hnöttinn. Bretar eru sigurvegarar, fá Kanada og Flórída í sinn hlut og úyggja ítök sín í austri. Frakkar missa fótfestu í Norður- Ameríku, að undanskildum tveimur nýlendum við fljót heil- ags Lawrence. Spánn endurheimtir Louisiana, Kúbu og Fi- lipseyjar. Rússar hafa á hinn bóginn hætt afskiptum af stríði Evrópulandanna og knýja þarmeð Austurríkismenn til að semja við sigursælan kóng Prússa, Friðrik mikla. 1837 Alexander Púskín, mesti rithöfundur Rússa um sína daga, fellur í einvígi. 1840 Viktoría drottning giftist frænda sínum, prins Albert. 1913 Þrettán mánaða gamall leyndardómur upplýsist þegar lík Róberts Scotts höfuðsmanns og félaga hans finnast á Suðurpólnum. Þeir töpuðu kapphlaupinu við Norðmanninn Amundsen sem varð fyrstur á Suðurpólinn. Dagbækur og Ijósmyndaplötur sem finnast í tjaldi Scotts segja hörmulega sögu af ótrúlegum mannraunum. Scott dó úr hungri ásamt tveimur félaga sinna, áður höfðu aðrir tveir helst úr lestinni. Þremenningamir höfðu aðeins átt 18 kílómetra ófama til björgunar. 1923 William Röntgen deyr; nafn hans varðveitist sem heiti á gegnumlýsingargeislunum sem allt afhjúpa. 1932 Edgar Wallace safnast til feðra sinna; höfundur frægra leynilögreglusagna og kvikmyndahandrita. 1962 Njósnaflugmaðurinn frægi, Gary Powers, gengur á vit frelsisins í dramatískum skiptum Bandaríkjamanna og Rússa á njósnumm. Bandaríkjamenn leystu úr haldi KGB ofurstann Rudolf Abel sem var handsamaður í New York fyrir fimm árum og dæmdur til 30 fangelsisvistar fyrir njósnir. Powers var flugmaður hinnar frægu U2 njósnaflug- vélar sem Sovétmenn skutu niður í grennd við Sverdlosk. Atvikið varð til að auka ntjög spennu í samskiptum risa- veldanna; Bandaríkjamenn játuðu um síðir að Powers hefði verið í njósnaleiðangri. Afmœlisbörn dagsins Boris Pasternak 1890: rússneskur rithöfundur; kunnasta verk hans er Doktor Zhivago. Berthold Brecht 1898: þýskurmarxisti, ljóðskáld, leikrita- höfundur. Robert Wagner 1930: bandarískur kvikmyndaleikari; kvæntist Natalie Wood í tvígang. Greg Normann 1958: ástralskur golfmeistari; kallaður hvíti hákariinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.