Alþýðublaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 9. mars 1993 n i'tiium min HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóöur Sigurðsson Prentun: Oddi nf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuði. Verö í lausasölu kr. 90 Verkföllum hafnað Opinberir starfsmenn höfnuðu með ótvíræðum hætti tillögum forystu sinnar um að beita verkföllum til kjarabóta. Úrslitin voru einkar skýr: Næstum 50% kennara voru andsnúnir verkföllum en 45% voru þeim fylgjandi. Innan BSRB var munurinn ennþá meiri; þar greiddu aðeins 41% atkvæði með forystu sam- takanna en 55% lögðust gegn tillögum hennar. Ovenju góð þátttaka í kosn- ingunum og afdráttarlaus niðurstaða speglar vel, hversu rækilega viðskila for- ystumenn samtakanna, einkum BSRB, hafa orðið við grasrótina í félögunum. Verkföll við þær aðstæður, sem nú ríkja, hefðu verið glapræði. Leiðir vinnu- stöðvun til meiri afla úr sjónum? Koma verkföll í veg fyrir stórstígar verð- lækkanir á afurðum okkar erlendis? Borga þau erlendar skuldir? Að sjálfsögðu ekki. Verkföll hefðu ekki leitt til neins, nema enn meira atvinnuleysis og enn minni tekna þjóðarbúsins. Þetta skilur fólkið í landinu, líka þeir sem því miður fá sorglega lág laun fyrir mikilvæg störf í þágu hins opinbera. Það skilur, að ein- ungis með samstöðu og samvinnu megnar íslenska þjóðin að vinna sig út úr þeim vanda sem hún er f, og virðist því miður fara dýpkandi ef marka má freg- nir af mörkuðum okkar erlendis. s A tímum vaxandi atvinnuleysis koma vissar þverstæður í málflutningi sumra verkalýðsleiðtoga í ljós með nöturlegri hætti en áður. Þeir krefjast hærri launa - fyrir þá sem hafa vinnu. Þeir krefjast erlendra lána - sem stuðla að atvinnuleysi næstu kynslóða. Það er holur tónn í svona málflutningi, og fólkið, sem hugsar líka um framtíð bamanna sem eiga að borga reikninginn, skynjar það. Þess vegna felldu opinberir starfsmenn hinar bemsku verkfallstillögur forystu sinn- ar, og þessvegna munu reyndari ieiðtogar ASI fara aðrar leiðir, sem örugglega munu skila samtökum þeirra öðru en vonlausri vígstöðu. s I aðdragandanum að kosningunum um verkföll gerði forysta BSRB þrenn afdrifarík mistök, sem hljóta að vekja upp spurningar á meðal óbreyttra félaga: s I fyrsta lagi lagði hún til verkföll, áður en viðræður um samninga voru hafnar af einhverri alvöru. Ástæðan sem hún gaf var sú, að samninganefnd ríkisins hefði neitað öllum eftirgjöfum. En hvenær hafa samningar byrjað öðru vísi? Dettur mönnum í hug, að meðan þjóðfélagið er i djúpri lægð opni samninganefnd ríkisins á kjarabætur þegar í upphafi samninga? Að sjálfsögðu ekki! Gagnvart opinberum starfsmönnum, sem í eðli sínu er friðsamt og skyn- samt fólk verkaði þetta einsog róttæklingar áttunda áratugarins væru að hvetja til verkfalla, -verkfallanna vegna. s I öðru lagi mátti skilja það á máli sumra forystumanna opinberra starfsmanna að tilgangurinn með verkföllum væri sá, að koma ríkisstjórninni frá. Sú afstaða er fráleit: í dag fer fólk ekki í pólitísk verkföll, og lætur einfaldlega ekki nota sig í slíkum tilgangi. Án efa hafði það áhrif á niðurstöðuna. I þriðja lagi, þá gerði forysta BSRB þau mikiu mistök, að setja kröfugerð sína fram með einkar óskýrum hætti, þannig að þegar dró að sjálfum kosningunum var tilgangurinn með verkföllum lítt skiljanlegur. í upphaft var lögð fram krafa um 5% kauphækkun, og út af fyrir sig hefði fólk ef til vill verið reiðubúið til að leggja nokkuð á sig fyrir slíka kröfu. En þegar leið að atkvæðagreiðslunni dró formaður samtakanna, Ögmundur Jónasson, kauphækkunarkröfuna skyndilega til baka. Um hvað var þá barist? Átti fólk að leggja á sig miklar þrautir með verkfalli, sem átti ekki að leiða til kauphækkana? Forysta af þessu tagi er óskiljanleg. Hinn afgerandi meirihluti gegn verkfalli innan BSRB vekur athygli fyrir þá sök, að forysta samtakanna hefur að eigin sögn lagt mikið upp úr að hlusta á yminn í grasrótinni, rækta tengslin við fólkið á vinnustöðunum. Niðurstaðan vekur upp þá spumingu, hvort verið geti að forystan sé svo upptekin við að afla sér athygli með því að hrópa á torgum að hún haft einangrast, - hafi misst tengslin við sitt eigið fólk? Sterk verkalýðshreyfing er burðarás í hinu margslunga lýðræðissamfélagi nú- tímans. Það er rangur skilningur, sem gætir stundum hjá stuðningsmönnum stjómarinnar, að henni sé akkur í því að verkalýðshreyfmgin sé veik. Það tekst einfaldlega ekki að ná samstöðu hjá þjóðinni um viðbrögð við efnhagsvand- anum nema sterk og samstiga verkalýðshreyfing leiki þar lykilhlutverk. Frumhlaup forystu samtaka opinberra starfsmanna hefur hins vegar ekki aðeins veikt hana sjálfa, heldur hreyfinguna alla. Pessvegna ríður á miklu, að ríkisstjómin bregðist ekki við þeim sigri, sem hún hefur nú óneitanlega unnið, með því að látakné fylgja kviði. Það er enn mikil- vægara en áður, að hlusta nú grannt eftir því sem hin jarðbundna forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur að segja, - og bregðast við með jákvæðum hætti. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá næst ekki Iending í þeim ólgusjó sem þjóðarskútan er stödd í, nema bærileg samstaða náist með þjóðinni. Samstaða næst hins vegar ekki nema verkalýðshreyfingin sé með í för. PALLBORPIP Stöðvum þjóðarmorðið í Bosníu-Hersegóvinu! Eru alþjóðastofnanir áhrifalausar? Þetta er hókstaflega sláturtíð að serbneskum hœtti! Róbert Árni Róbertsson skrifar: „ Við, almennir borgarar hins vestrœna heims, höfum að mestu gleymt hörmungum íbúa lýðvelda fyrrum Júgóslavíu og erum afturfarin að hugsa um okkar ei fiða „lífsgœðakapphlaup“. Gamla, „góða frumskógarlögmálið enn ífullu gildi... “ Hve lengi ætli múslimar í Bosníu- Herzegóvínu þurfi að bíða eftir að Vest- urlönd geri sér grein fyrir að á þeim er verið að fremja skipuíegt þjóðarmorð? Hve lengi ætlar umheimurinn að láta Serba blekkja sig með þessari svokölluðu þáttttöku þeirra í tilgangslausum friðar- viðræðum? Á meðan á þeim stendur halda þeir fulluin atköstum við að út- rýma múslimum. Með þcssu áframhaldi efast ég um að það verði nokkur múslimi eftir í Bosníu- Herzegóvinu þegar (og ef...) friðarviðræðum loksins lýkur. Furðulegt finnst mér hve líf múslima eru lítils virði í huga leiðtoga Vesturlanda. Við, almennir borgarar hins vestræna heims, höfum einnig að mestu gleymt hörmungum íbúa í lýðveldum fyrmm Júgóslavíu og er- um aftur farin að hugsa um okkar „erfiða“ lífsgæðakapphlaup. Gamla, „góða“ fmm- skógarlögmálið enn í fullu gildi... A meðan Vesturlönd gráta minnkandi hagvöxt og atvinnuleysi þarl' þjóð múslima í Bosníu-Herzegóvinu að búa við að úr þeim sé smám saman murkuð líftóran með hryllilegum hætti. Hve lengi ætlar umheimurinn að umbera það að í Bosníu- Herzegóvinu sé framið þjóðarmorð og að heilu landsvæðin séu hreinsuð af múslimum svo Serbar fái eigna sinna að njóta? Umheimurinn virðist hreint ekki gera sér grein fyrir stöðu Múslima í Bosníu-Herzeg- óvinu og hve miklu ofurliði þeir em bomir. Em alþjóðaslofnanir áhrifalausar? Þetta er bókstaflega sláturtíð að serbneskum hætti. Serbar og vopnasölubannið Vopnasölubann hefur verið í gildi á sölu vopna til Júgóslavíu og hefur það breytt stríðinu mikið til hins verra. Ástæðan lyrir því er sú að skæmliðahreyfingar Serba njóta stuðnings júgóslavneska sambands- hersins og hafa fengið afnot af vopnabirgð- um hans í sumum tilvikum. Múslimar hafa hins vegar haft slæman og í sumum tilvik- um engan vopnakost. Til að bæta gráu ofan á svart hefur Serb- um orðið að einni sinni helstu ósk. Nefni- lega þeirri að nú em þeir flóttamenn mús- lima sem náð hafa að komast úr landi dreifðir um alla Evrópu. Líklega sameinast múslimar aldrei aftur sem þjóð í lýðveldum fyrmm Júgóslavíu. Mikið af þessu flótta- fólki mun aldrei stiúa aftur til heimbyggða sinna sem núna erp á valdi Serba. Stefna umheimsins gagnvart þessu stríði virðist því helst hafa komið Serbum til góða. Bein hernaðaríhlutun Nú mun umheimurinn þurfa að taka raunhæfa ákvörðun hver breytt stefna hans á að vera gagnvart þessu stríði. Þar hefur hann tvo möguleika. Sá fyrri er að að halda sömu stefnu í sam- bandi við friðarviðræðumar og veita Serb- um þar með tækifæri til að halda áfram þeirri viðurstyggilegu iðju sinni að útrýma hinu múslimska þjóðarbroti í Bosníu- Herzegóvínu á meðan á friðarviðræðunum stendur. Seinni möguleikinn er að stöðva þetta stríð með beinni hemaðaríhlutun og þá með fullu samþykki Sameinuðu þjóðanna líkt og var gert þegar Irakar voru hraktir frá Kú- veit. Seinni möguleikinn ætti auðvitað að vera síðasta hálmstráið til að binda endi á þetta stríð. Athugum þó að ef einhvem tímann hafa verið aðstæður fyrir beina hemaðarí- hlutun þá er það núna. Ef ekkert verður að gert þá mun góður hluti Balkanskagans loga í blóðugu ófriðarbáli innan skamms. Höfundur er varaformaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. 9. Atburðir: 1562 Lögð dauðarefsing við kossunt á almannafæri í Nepal. 1796 Napoleon Bonaparte giftist Jósefínu sem hafði veriö ekkja um tveggja ára skeið eftir að fyrri maður hennar hafði farið undir fallöx- ina. 1831 Franska útlendingahersveitin stofnuð til að þjóna nýlendum Frakka í Afríku 1888 Vilhjáimur I. keisari af Prússlandi deyr en hann var fyrstur Þjóðverja til að taka sér þann titil frá árinu 1806: 1918 Frank Wedekind, leikritahöfundur, leikari, ljóðskáld, söngvari og ritgerðasmiður deyr 54 ára að aldri. 1923 Vladimir Ilich Lenin fær alvarlegt hjartaáfall og lætur af öllum opinberum embættum í Sovétríkjunum 1932 Eamonn de Valera kosinn forseti írlands 1946 Þrjátíu og þrír enskir fótboltaáhangendur farast þegar stálbitar gáfu sig í áhorfendastúku Bolton Wanderers. 1967 Svetiana Alliluyeva, dóttir Stalíns, flýr til Vesturlanda. 1990Mótmæli og óeirðir brjótast út í Bretlandi út afóvinsælum nel- skatti sem forsætisráðherrann, Margaret Thatcher, setti á. Afmceli: Amerigo Vespucci 1454: ítalskur sæfari sem uppgötvaði rnynni Amazonárinnar og gaf Amerfku nafn sitt. André Courréges 1913: Franskur kventískuhönnuður og höfundur- inn að mínipilsunum árið 1964. Yuri Gagarin 1934: Sovéskur geimfari sent fór fyrstur manna út í geiminn. Bobby Fischer 1943: Bandarískur skákmeistari sem vann heims- meistaratitillinn í skák af Boris Spasský í Reykjavík árið 1972 og lagði hann aftur á dögunum í nýju einvígi. Micky Dolenz 1945: Bandarískur leikari og popphljómlistarmaður sem stofnaði hljómsveitina Monkees á sínum tíma.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.