Alþýðublaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.03.1993, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 11. mars 1993 unilBlilIB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Flermóöur Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90 Atvinnuleysisbætur Atvinnuleysi var til skamms tíma óþekkt á íslandi, og sjaldan meira en svaraði til þess fjölda sem hverju sinni var á milli starfa. Aðrar þjóðir litu öfundaraugum til íslands, þar sem atvinnurekendur slógust um hverja vinnandi hönd, og heilar atvinnugreinar voru í sumum landshlut- um háðar því, að erlent vinnuafl fengist. Nú er annað uppi; atvinnuleysi fer vaxandi, og svo er nú komið, að fimm af hundraði vinnufærra manna eru skráðir án atvinnu. Fátt er einstaklingnum jafn dýrmætt og að finna, að samfélagið hefur þörf fyrir framlag hans, óskar eftir þátttöku hans í framleiðslu og þjónustu. Fyrir íslendinga, sem að eðlisfari hafa ríkari einstaklings- kennd en margar aðrar þjóðir, er atvinnuleysið jafnvel enn þungbærara en fyrir ýmsa aðra. Þessvegna ríður á miklu, að samfélagið geri allt sem það getur til að gera atvinnulausu fólki kleift að lifa mannsæmandi lífi. Eitt af því þýðingarmesta í þessu tilliti em atvinnuleysisbætur. Til skamms tíma var Iandlægt að segja, að atvinnulaust fólk væru letingjar sem nenntu ekki að vinna, og atvinnuleysisbætur væru óþarfar. Blákaldur veruleikinn hefur ýtt þessu gáleysishjali út í hafsauga. I dag þarf enginn að efast um að atvinnuleysið er raunverulegt. Hjá frjálshyggjumönnum á ysta væng Sjálfstæðisflokksins eimir þó eftir af þeim hugsunarhætti að atvinnuleysisbætumar séu of háar, og letji fólk til vinnu. Fátt er þó fjær sanni. Atvinnuleysisbætur duga ekki nema rétt til að fólk dragi fram lífið, og eru því miður miklu lægri en gerist og gengur í velferðarsamfélögum nágrannaþjóðanna. Hitt er staðreynd, að það er í dag lítill munur á dagvinnutöxtum og bótum til atvinnulauss fólks. Þetta á sér skýringu: Til skamms tíma var eftirspum eftir vinnuafli með þeim hætti, að taxtakaup var nánast óþekkt. Launaskrið langt umfram taxta, sem fóðrað var með margvíslegum hætti, var regla fremur en undantekning. Dagvinnutaxtar höfðu á dögum sællar atvinnugnóttar lítið gildi annað en sem viðmið í kjarasamningum. En sárafáir tóku laun eftir þeim, - sem betur fer. Á tímum vaxandi atvinnuleysis hafa hins vegar ófyrir- leitnir atvinnurekendur gengið á lagið, og freistað þess að knýja fram launalækkanir með því að láta fólk velja á milli þess að taka laun eftir strípuðum töxtum en sæta því ella að hverfa inn í hina myrku veröld atvinnuleysisins. Það er svívirðileg framkoma, sem löggjafinn ætti að taka á með myndarlegum hætti. Því er stundum haldið fram, að á atvinnuleysisskrám séu margir, sem í rauninni eiga þar ekki heima. En hverjir eru það? Fólk, sem býr meira og minna við einhvers konar örorku til líkama eða sálar. Á ekki sam- félagið líka að sjá um velferð þess? Ber okkur ekki líka að gæta þeirra smæstu bræðra? Vissulega! Það breytir því í sjálfu sér litlu fyrir sam- félagið hvort það fólk fær sitt lifibrauð af atvinnuleysisbótum, eða gegnum aðrar félagslegar stofnanir. Okkur ber að sjá um það líka! Hitt er svo rétt, að það þarf að laga þær reglur sem gilda um atvinnule- ysisbætur. Það er til dæmis fráleitt að viðhalda kerfí, þar sem einstakl- ingur getur í senn þegið örorkubætur, bætur úr lífeyrissjóðum, - og atvinnuleysisbætur í ofanálag. En þess eru dæmi, að einstaklingur, sem úr öðrum áttum þiggur í bætur á annað hundrað þúsund krónur eigi líka kost á atvinnuleysisbótum. Agnúa af því tagi þarf að sníða burt. ✓ I dag komast þeir einir á atvinnuleysisbætur, sem hafa áður verið í vinnu. Þetta kann í fyrstu að virðast fullkomlega eðlilegt. En hér er rétt að staldra við: Hvað með námsmenn sem koma úr löngu námi með þunga byrði námslána á herðum sér og fá ekki starf? -1 dag fá þeir ekki atvinnuleysisbætur. Á hverju eiga þeir þá að lifa? Hefur ekki samfélag- ið lfka skyldur við þá? Þessu þarf að breyta. Fólk, sem er að koma úr skólum, fer í vaxandi mæli á atvinnuleysisskrár, og löggjafínn þarf að gæða kerfíð sveigjanleika til að það geti líka fengið atvinnuleysisbætur á meðan það er að fóta sig, og fínna atvinnu. Atvinnuleysið er böl. Það nagar sálimar sundur. Við eigum að gera allt til að hjálpa fómarlömbum þess. Jóhann Bergþórsson í Hagvirki-Kletti segir að það að ríkisvaldið skuli leggja fram slíka tryggingu, hjóði heim hœttu á að opinbert vald sé notað í annar- legum tilgangi, hann talar um PÓUTÍSKAR OFSÓKNIR „Það að ríkisvaldið skuli leggja fram slíka tryggingu býður heim þeirri hættu að opinbert vald sé notað í annarlegum til- gangi, jafnvel til pólitískra ofsókna, þótt um slíkt sé tæpast að ræða í þetta skiptið", seg- ir Jóhann Bergþórsson, en hann er flokks- bróðir fjármálaráðherrd, eins og kunnugt er. Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur Hagvirki-Klettur lagt fram beiðni hjá Hér- aðsdómi Reykjaness þess efnis að fá heim- ild til að leita til nauðasamninga við kröfu- hafa sína. Samkvæmt upplýsingum Jó- hanns Bergþórssonar, forstjóra Hagvirkis- Kletts felst það í beiðninni að aðrir kröfu- hafar en þeir sem eiga trygg veð fyrir kröf- um sínum og þeir sem eiga svokaliaðar for- gangskröfur, þ.e. til dæmis lífeyrissjóðir og launþegar, fá greidd 40% af kröfum sínum. Hinir fá greiðslu að fullu. Riftunarkrafan styðst ekki við lög „Ástæður þess að Hagvirki-Klettur hf. leitar nú nauðasamninga við kröfuhafa sína er fyrst og fremst óvægin aðför þrotabús Fómarlambsins hf. að félaginu, með full- tingi ríkisvaldsins. Þar er átt við kröfugerð þrotabús Fómarlambsins hf. um riftun á samningum þess við Hagvirki- Klett hf. um kaup á ýmsum vélum, búnaði og fasteign- um frá desember 1990 og kröfu um kyrr- setningu eigna félagsins vegna þeirrar kröfu. Þeirri gerð er nú lokið með uppskrift á eignum félagsins“, sagði Jóhann Berg- þórsson í gær. Forráðamenn Hagvirkis-Kletts hafna því alfarið að riftunarkrafan styðjist við lög, né að hún eigi nokkra stoð í veruleikanum. Þvert á móti hafi kaupverð eigna þrotabús Fómarlambsins, sem þá var Hagvirki hf., verið raunvirði f það minnsta. Greiðslur Hagvirkis-Kletts hf. hafi falist í afhendingu eigna til Hagvirkis hf. og yfirtöku skulda Hagvirkis hf. Samningamir hafi ekki rýrt hag búsins nema síður væri. Eigið fé Hag- virkis hl'. haft aukist um 240 milljónir króna við samningana. „Fullyrðingar skiptastjóra þrotabús Fóm- arlambsins hf. um gjafir og greiðslur með óeðlilegum greiðslueyri eiga því ekki við nein rök að styðjast. Islandsbanki hf. mat enda samningana með sama hætti í bréfi í október 1991. Þessu til stuðnings má enn- fremur benda á að Hagvirki-Klettur hf. hef- ur lagt 200 milljónir króna til Hagvirkis hf. til að standa straum af rekstrarkostnaði Hagvirkis hf., nú Fómarlambsins hf„ frá gerð samninganna til gjaldþrotaúrskurðar. Þessir fjármunir og vinna vom reiddir af hendi til að tryggja áframhaldandi rekstur Hagvirkis hf. Kröfum vegna þessara fram- laga hefur verið lýst í bú Fómarlambsins, en ekki hefur verið tekin endanleg afstaða til þeirra", segir Jóhann Bergþórsson og vísar á bug fullyrðingum skiptastjóra um að gjaldþrot hafi verið fyrirsjáanlegt við gerð samninganna í desember 1990. Dómstólar skeri úr um réttmæti samninganna Jóhann segir að fyrirtæki sem fyrir slíkri kröfugerð verður, fjárkröfu upp á 373 millj- ónir króna, hljóti að finna fyrir því, meðal annars vegna skerts lánstrausts. Hluti þess að búa í réttarríki felist hinsvegar f því að menn verði að una því að réttmæti ráðstaf- ana þeirra sé borið undir dómstóla. Sé Hag- virki-Klettur hf. reiðubúið að láta reyna á réttmæti samninganna fyrir dómstólum, enda áskilinn allur réttur til bótakrafna síðar vegna afleiðinga riftunarkröfunnar. Forráðamenn Hagvirkis-Kletts hf. segja að þau íslensk fyrirtæki sem gætu bent á eignir til kyrrsetningar fyrir svo hárri kröfu, sem þrotabú Fómarlambsins hf. hefur nú sett firam, verði talin á ftngmm annarar handar. I nauðungarsölu verði mat eigna alltaf mjög lágt. Hafa beri í huga að ekki hefðu margir bolmagn til að leggja fram þá tryggingu fyrir kyrrsetningargerðinni, sem sýslumaður krafðist, það er 115 ntilljónir króna. Hættulegt vald sem nota mætti til pólitískra ofsókna „Það að ríkisvaldið skuli leggja ffarn slíka tryggingu býður heim þeirri hættu að opinbert vald sé notað í annarlegum til- gangi, jafnvel til pólitískra ofsókna, þótt um slíkt sé tæpast að ræða í þetta skiptið", seg- ir Jóhann Bergþórsson, en hann er flokks- bróðir fjármálaráðherra, eins og kunnugt er. Bendir Jóhann á að þrotabú Fómar- lambsins hf„ áður Hagvirki hf„ hefur staðið í langvinnum deilum og málaferlum við ríkisvaldið vegna umdeildrar skattheimtu, uppgjörs vegna verksamninga og fleira. Skiptastjóri Fómarlambsins hefur ekki kos- ið að halda áfram þessum málaferlum á kostnað búsins. Það hefur hinsvegar Hag- virki-Klettur gert á eigin kostnað. Jóhann segir að takist að knésetja Hagvirki-KIett sé hætt við að niðurstaða fáist aldrei í þessum ágreiningsmálum. Vinnist þessi mál hins- vegar, koma um það bil 750 milljónir inní þrotabú Fómarlambsins hf, með þeim af- leiðingum að kröfur í þrotabúið greiðast að verulegu leyti og Hagvirki-Klettur fengi þar með inneignir sínar endurgreiddar. Tilgangurinn að koma tyrirtækinu á kné Tilganginn með kyrrsetningarkröfunni var að mati forráðamanna Hagvirkis-Kletts „að koma fyrirtækinu í gjaldþrot, enda kom fram í beiðninni að fjárhagsstaða Hagvirk- is-Kletts væri að mati skiptastjóra mjög veik“, segja þeir Hagvirkis-Klettsmenn. Þeir benda á að án áframhaldandi verk- efna sé framtíð fyrirtækisins ráðin. Og fáist ekki nauðasamningar samþykktir blasi ekki annað við en gjaldþrot Hagvirkis-Kletts. Næsta víst sé að þá fengist ekkert upp í al- mennar kröfur og verulegar kröfur féllu á búið vegna ólokinna verkefna, samninga við undirverktaka, auk krafna um laun í uppsagnarfresti, sem kynnu að falla á end- anum á ríkissjóð. 'pútuutccetayun- 11. Athurðir dagsins Afmœlisdagar 1702 Fyrsta dagbladið í Englandi sér dagsins Ijós. Það hét Daily Courant. Marius Pepita, 1819,franskur dansahöfundur, sem samdi ballett- inn Svanavatnið og Þymirósu. 1844 Maóríar á Nýjasjálandi rísa upp gegn Bretum og leggja eld að nýlendu þeirra. 1926 Eamonn de Valeira lœtur afstaifi sem leiðtogi Sinn Fein á ír- landi. Raoui Walsh. 1892,amerískur kvikmyndaleikstjóri, sem gerði myndir eins og White Heat og The Naked and the Dead. Dorothy Gish, 1898,stjama frá tímabili þöglu kvikmyndanna, einkum mynda sem D.W. Griffith stjómaði. 1957 Erle Stanley Gardner, amerískur lögfrœðmgur og rithöfundur lést það ár. Hann skapaði þann frœga saka- málalögfrœðing Perry Mason, sem flestir þekkja án efa. 1985 Hin frœga Harrods verslun í Lundúnum í heimsfréttunum, þegar ríkir bómullarkaupmenn frá Egypta- landi, Fayedbræður, kaupa „verslun fína fólksins". 1985 Gorbasjof tekur við völdum I Sovétríkjunum, - yngsti leiðtogi risa- veldisins aðeins 54 ára gamall. 1988 Pundsseðlar Englandsbanka eru ekki lengur gildir, þeirra í stað er tekin upp pundsmynt. Harold Wilson 1916,forsætisráðherra Breta 1964-70 og síðan aftur 1974-76. Hann var breskur krati og naut almennra vinsælda. Rupert Murdoch, 1931,ástralskur fjölmiðlakóngur, sem nú er all- ur. 1945 Hið risastóra iðjuver Krupps í Þýskalandi eyðilagt, þegar eitt þúsund sprengjuflugvélar bandamanna gera stærstu sprengjuárás að degi til í seinni heimsstyrjöldinni. 1955 Sir Alexander Fleming, skoskur sýklafrœðingur, er látinn. Honum á heimurinn mikið að þakka, - hannfann upp penisillín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.