Alþýðublaðið - 09.07.1993, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 09.07.1993, Blaðsíða 12
Pallboröiö Fóstuda igur9. jult 1993 Verðum að efla nýsköpun og auka framkvæmdir í vegamálum Bolli R. Valgarðsson skrifar Það ætti ekki að vera ný frétt fyrir neinn að íslenskt þjóðfélag á við efna- hagslega erfiðleika að stríða. Orðið hefur að skera niður heildarafla í sjávarútvegi, sem hefur verið undirstaða efnahagsh'fs og atvinnu í landinu og skapað ríkissjóði einnar mestar tekjur um áratuga skeið. Einnig hefur gengi íslensku krónunnar verið fellt öðru sinni á skömmum tíma þrátt fyrir það að það hefur ekki verið jafnhagstætt fyrir sjávarútveginn í lan- gan tíma og nýgerða kjarasamninga. Ráðstöfunartekjur ríkissjóðs til að stan- da straum af samneyslunni fara enn minnkandi og ríkissjóðshallinn vaxandi, afkomuhorfur fjölda byggðarlaga fara versnandi, atvinnuleysi vaxandi og erlendar skuldir landsmanna eru komin á mjög hættulegt stig. Þetta er vissulega dökk mynd sem hér hefur verið dregin upp en er þó engu að síður sÖNN. Rfkissjóður virðist því þurfa að skera enn niður útgjöld ef takast á að halda sjó við þau tröllauknu vandamál, sem þjóðin stendur frammi fyrir. Mikil umræða hefur átt sér stað um atvin- nuþróun í landinu síðustu áratugi og ástæður þess að íslendingar eru ekki kom- nir lengra fram á veg í efnahagslegri vel- sæld, sem væri byggð á einhverjum öðrum iðnaði en þeim að moka fiski upp úr sjó. Síðan fiskafli fór að dragast verulega saman hefúr okkur miðað nær lóðrétt niður á við efnahagslega og eru skuldir sjávarútvegsins og ríkissjóðs nú orðnar slíkar að í Seðlaban- ka og Þjóðhagsstofnun halda menn um höfuð séraf ótta um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Margþættar ástæður Astæður skuldasöfnunar okkar eru auðvitað margþættar. Fyrir utan þær sem margbúið er að benda á, s. s. aflabrest og verðlækkanir á mörkuðum, má telja víst að höfuðorsök hans liggi í gegndarlausum offjárfestingum í sjávarútvegi og landbú- naði, þar með talið fiskeldi og loðdýrarækt. Ofljárfestingarvandinn er hins vegar afleiðing, í fyrsta lagi öflugs ríkisafskiptak- erfis, í öðru lagi lélegra vegasamgangna og í þriðja lagi þess að hér hafa stjómvöld aldrei mótað heildstæða skynsamlega atvinnustefnu með framtíðarsýn, sem tæki mið af fleiru en næstu vetrarvertíð, að maður tali ekki um aukinni og haftalausri samvinnu við nágrannalöndin á meginlandi Evrópu og Ameríku en hér á landi er hræðsla í garð útlendinga landlæg. Eins og málum er í dag háttað er allt of stór hluti landsmanna starfandi í fiskvinnslu sem hefur í raun að engu að hverfa þegar afli bregst. Atakanlegasta dæmið er Bolungarvík, þar sem er um tvo kosti að velja, annars vegar að koma fiskvinnslunni af stað aftur eða atvinnuleysi íbúanna. Á sama tíma og verið er að koma útgerðinni af stað aftur tala stjómvöld um að nauðsynlegt sé að stuðla að fækkun fiskvinnslustöðva. Hvemig á að koma þessum þverstæðum heim og saman? Meira fé til vegamála Atvinnustefnu er naumast unnt að marka og halda til streitu hér á landi nema með því að setja framkvæmdir í vegasamgöngum í forgangsröð. Það hefur aldrei verið gert. Sköttum sem beinlínis hefur átt að verja til vegamála hefur aldrei verið skilað þangað sem þeir áttu að renna, ekki frekar en Vegagcrð í Öxnadal 1992. Þjóðarbókhlöðuskattinum fræga, sem átti að veija til þess að ljúka framkvæmdum við þá byggingu á skömmum tíma. Né heldur hefur nægilega traustum stoðum verið skotið undir öflugan smáiðnað hér á landi. Óvitrænn fjáraustur Byggðastefnan fólst til margra ára í því að halda samgöngulausu landi í byggð með samfélögum, einangruðum hver frá öðrum. Til þess að geta það varð að ausa milljörðum króna með niðurgreiðslum til ýmissa verkefna, hvort sem þau voru arðbær eða ekki. Við höfum byggt allt of mörg frystihús og togara í allt of mörgum byggðarlögum og lagt áherslu á fátt annað. Við höfum eytt milljörðum króna til að viðhalda óhagkvæmum rekstri allt of mar- gra bújarða í landinu. Síðasta tilraunin í því efni, eftir að kom til niðurskurðar á sauðfé og takmörkun á mjólkurframleiðslu, var þegar ómældu fé var ausið í loðdýrarækt og fiskeldi. Sá fjáraustur leiddi til gífurlegrcu- offjárfestingar og síðan gjaldþrots ljölda bænda. Niðurgreiðlsukerfið hefur leitt til reksturs óhagkvæmra eininga í landbúnaði. Komast mátti hjá þessu Telja má víst að ef betur hefði verið staðið að málum í vegagerð á undanfömum áratugum, sérstaklega í dreifbýli, hefði verið hægt að komast að miklu leyti hjá þeim ofljárfestingum sem við sitjum uppi með í dag. Nú er hægt að vinna allan þorskafla sem berst á land á einu ári á u. þ. b. 10 dögum í frystihúsum landsins miðað við full afköst. Ljós í myrkrinu Á allra síðustu ámm hefur þó verið all mikið gert til þess að snúa þessari óheillaþróun við. Meðal annars hefur aðild Islands að Evrópsku efnahagssvæði verið tryggð, breytingar hafa verið gerðar í frjál- ræðisátt á viðskiptasviðinu og í bankamálum þó að þar hafi alls ekki verið nóg að gert, tekist hefur að sigrast á verból- gunni og ljúka samningum um nýtt álver, sem eru tilbúnir þegar betur árar í heims- búskapnum. Þá em miklar vonir bundnar við sölu á rafmagni til meginlands Evrópu en þeir hagkvæmniútreikningar, sem unnið er að, benda ennþá til þess að rafmagnssala geti verið hagkvæm. En þetta er ekki nóg. Það verður að takast að auka fjölbreytni atvinnutækifæranna til langframa og þar verða margir samhangan- di þættir að spila saman. Umsókn að EB Erlent fé í fískvinnslu Enn bólar ekkert á lækkun vaxta þrátt fyrir linnulaus loforð ráðamanna þar um. Það er í raun útilokað að átta sig á þessari vaxtaumræðu þegar til að mynda Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfamarkaðar fslandsbanka, sem að undanförnu hefur ritað afar athyglisverðar „Eina raunhæfa leiðin fyrir íslendinga er að ganga til liðs við Evrópubandalagið." greinar í Morgunblaðið um vaxtaþróunina í landinu, og Jóhannes Nordal, Seðla- bankastjóri, em algerlega á öndverðum meiði þegar lýtur að skilyrðum til vax- talækkunar. Það bólar heldur lítið á lækkun vömverðs þrátt fyrir lægri verðbólgu og að matur sé hér dýrari en víðast annars staðar á byggðu bóli. Ef okkur á að takast að komast út úr þessum vítahring verður að byija á því að aflétta hömlum á fjárfestingum erlendra aðila í fiskvinnslu og fá þannig nauðsynlegt erlent fjármagn inn í undirstöðuatvinnu- grein landsins, það verður að auka sam- keppni á matvömmarkaðnum, m. a. með því að auka samkeppni á mörkuðunum og koma í veg fyrir að miililiðir haldi verði uppi. Það em miklar vonirbundnar við EES og vonandi kemst hann á sem fyrst. Ég er þó þeirrar skoðunar að aðild íslands að Evrópubandalaginu sé eini raunhæfi kos- turinn fyrir okkur þegar til langframa lætur. Eflum iðnmenntun fslenskt þjóðfélag þarf að hefja undirbúning að þátttöku í opnad Evrópu og væri ekki úr vegi að byrja á menntakerfi landsins. Við verðum þvi að leggja meiri áherslu á gæði skólakerfisins og tryggja að þeir skili vel menntuðum ungmennum út í lífið eða til annarra menntastofnana. Það verður einnig að leggja meiri áherslu á iðnmenntunina í landinu. Það lýsir í raun skammsýni ráðamanna hvemig hún hefur verið látin drabbast niður á undanfömum ámm, meðal annars með því að draga úr lánshæfni hennar gagnvart Lánasjóði íslen- skra námsmanna. I góðri iðnmenntun getur einmitt vaxtabroddur smáiðnaðarins falist og hann verður að eflast. Það verður að skapa atvinnulífinu gmndvöll til að leggja meira fé til vísinda og þróunarrannsókna, sem er gmndvöllur nýsköpunar. Stærri atvinnusvæði Það verður að hraða framkvæmdum í vegagerð. Greiðar vegasamgöngur stuðla að myndun stærri atvinnusvæða og auka atvinnuöryggi fólks. Þær geta ýtt undir og flýtt fyrir sammna fyrirtækja eða hag- ræðingu og fækkun sveitarfélaga. Stór sveitarfélög em mun betur í stakk búin til að mæta efnahagslegum ytri áföllum, t. d. aflaskerðingu, og íbúar þeirra eiga kost á betri þjónustu en íbúar þeirra sem lítil em og Ijárhagslega vanmáttug. í þessu sam- bandi má benda á Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Selfoss og Hvergerði sem em í raun eitt atvinnusvæði, þar sem samgöngur milli þéttbýlisstaðanna em mjög greiðar og fólk sækir vinnu milli þeirra. Auk þess aka tugir manna til vinnu 50 kílómetra leið til höfuðborgarsvæðisins á hverjum degi. Á vetuma eykst straumurinn enn þegar skólar byrja því margir sækja háskólanám til Reykjavíkur og aka milli kvölds og morgna. Nýr og varanlegur vegur um Krísuvík milli Þorlákshafnar og Grindavíkur myndi tengja atvinnusvæðin á Suðurlandi og Suðumesjum saman, m. a. fiskmarkaðina, minnka kostnað við flut- ninga og auðvelda fólki að sækja vinnu milli staða. Færri sveitarfélög Sameiningarþróun sveitarfélaga og framkvæmdum í vegamálum verður að hraða á fleiri stöðum á landinu og beina Ijármagni til þeirra með hliðsjón af því. Það getur jafnvel verið nauðsynlegt að setja lög um fækkun sveitarfélaga ef eðlileg framþróun lætur á sér standa. Jafnhliða þessu er mjög biýnt að taka nú þegar til endurskoðunar kosningalögin með það að markmiði að jafna atkvæðavægi kjósenda og gera landið að einu stóm kjördæmi. Það er ein þeirra leiða, sem hægt er að fara til að afnema pólitíska fyrirgreiðslu þingmanna, sem oft á tíður verða að sæta því að vera gíslar kjósenda í eigin kjördæmi. Vegatollar I vegamálum verður að taka af skarið og fara nýjar leiðir. Við þær aðstæður sem ríkja í atvinnumálum þjóðarinnar nú, tel ég mjög brýnt að nú þegar verði verktökum gefinn kostur á að fjármagna sjálfir Flýta verður framkvæmdum í vegagerð og fækka sveitarfélögum. framkvæmdir í vegamálum á ákveðnum stöðum á landinu með eigin lánum og innheimtu vegatolla. Þessi þróun er þegar hafin við göng undir Hvalfjörð og halda ber áfram á sömu braut. Ég tel ekki vafa leika á því að landsmenn séu tilbúnir til að greiða aukalega fyrir þá bættu þjónustu og auknu möguleika í atvinnumálum í strjálbýli, sem góðar heilsárs samgöngur myndu hafa í för með sér víðast hvar á landinu. Hlutur rík- isins í þessu sambandi getur verið í formi sömu framlaga til vegagerðar og verið hefúr undanfarin ár auk þess sem gera verður þá lágmarkskröfu til ríkisvaldsins að það skili tilætluðum skattpeningum til veg- aframkvæmda. Stuðningur við nýsköpun - Með þessum hætti ætti, undir eðlilegum kringumstæðum, fiskvinnslufyrirtækjum að fækka og fiskiskipaflotinn að minnka. Það ætti að vera Ijóst að varla er lengur þörf á stórfelldum Ijárfestingum til viðbótar f sjávarútvegi umfram eðlilega endumýjun. Við Islendingar verðum hins vegar að fara að leita fleiri leiða til að auka ijölbreytni í atvinnulífinu og minnka þær stórfelldu hagsveiflur sem hljótast af duttlungum heilalausra fiska allt í kringum landið. Þar getur diggur stuðningur við frumheija á sviði nýsköpunar, sem sýnt hafa árangur, skipt miklu máli. Til eigenda aö skyldusparnaðar- reikningum. Sendar hafa verið út ávísanir til eigenda skyldusparnaðarreikninga í innlánsdeild Byggingarsjóðs ríkisins, sem eiga 30 þús. króna innistæðu eða lægri, í samræmi við ákvæði nýsettra laga um niðurfellingu á skyldusparnaði ungmenna. Nokkuð er um að ávísanir hafi ekki komist til skila, þar sem heimilisföng eru röng eða hlutaðeigandi sparandi búsettur erlendis samkvæmt upplýsingum í þjóðskrá. Skyldusparendur eða umboðsmenn þeirra, sem telja sig eiga innistæðu er nemur 30 þús. kr. eða lægri fjárhæð og ekki hafa fengið ávísanir sendar, eru hér með hvattir til að hafa samband við veðdeild Landsbanka íslands, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, í síma 60 60 55. húsnæðisstofnun ríkisins SUÐURLANDSBRAUT 24 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI69 69 00 |kl. 8 -16) - BRÉFASÍMI68 94 22 Aflétta vcrður hömlum á erlendum fjárfestingum í fiskvinnslu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.