Alþýðublaðið - 10.11.1993, Page 2

Alþýðublaðið - 10.11.1993, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI, RÖKSTÓLAR & BÍLASTÆÐABLÚS Miövikudagur 10. nóvember 1993 HIMBIÍMIHÍIII HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Samstaða stj órnarflokkanna Rfkisstjórnin hefur styrkt sig mikið í sessi eftir nýgerðar efna- hagsaðgerðir sem einkum hafa falist í lækkun vaxta. Markaður- inn hefur þegar brugðist jákvætt við nýjum skilyrðum. Bankar og lánastofnanir hafa lækkað vextina jafnt því sem Seðlabank- inn hefur stórbætt viðskiptakjör viðskiptabanka og sparisjóða með því að lækka bindiskyldu þeirra og rýmka lausafjárkvaðir um 8,4 milljarða. Þessi aðgerð stórbætir ávöxtunarmöguleika bankanna auk þess sem húsbréfaeign telst að ákveðnu marki til lausafjár. Niðurstaða launanefndar aðila vinnumarkaðarins um að ákveða óbreytta kjarasamninga til ársloka 1994 vegna vaxtalækkunar ríkisstjómarinnar er einnig mikilvægt lóð á vogarskálar jafn- vægis í atvinnulífi og efnahagslífí í landinu. Ríkisstjómin stendur því á sterkum gmnni til að heíja nýja sókn í efnahagsbata þjóðarinnar. Það er þess vegna afar mikilvægt að stjómarflokkamir sýndi hvomm öðmm fyllsta traust og vinni saman að málum en láti ekki skyndiupphlaup og friðarspilli stjómarandstöðunnar leiða sig í gönur. Samhugur ríkir milli stjómarflokkanna í flestum málaflokkum. Þó hefur verið deilt um útfærslur í atvinnumálum, einkum í landbúnaðarmálum og sjávarútvegi. Alþýðuflokksráðherrum hefur mörgum hveijum þótt sjálfstæðisráðherrar sýna hinu staðnaða landbúnaðarkerfí mikið langlundargeð og vera tals- menn einstaka hafta í frjálsri verslun búvara. Ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins hafa hins vegar deilt á ráðherra samstarfsflokks- ins fyrir bráðlyndi og óþolinmæði. Etlaust hafa báðir nokkuð til síns máls, en það mikilvæga er að höftin í landbúnaðarkerfínu em á undanhaldi. GATT- samning- urinn mun tryggja byltingu á sölu og innflutningi á búvöm. Það er því ástæðulaust fyrir stjómarflokkana að heyja opinberar deil- ur um breytingar sem þegar em í góðri geijun. Stjómarflokkamir hafa ekki heldur verið samstíga í sjávarút- vegsmálum. Alþýðuflokkurinn hefur barist flokka mest í gegn- um tíðina fyrir veiðileyfagjaldi. Um það mál hefur ekki náðst samstaða innan Sjálfstæðisflokknum. Hreyft var þó rækilega við þessum hugmyndum á nýafloknum landsfundi Sjálfstæðis- flokksins og þótt talsmenn veiðileyfagjalds innan raða sjálfstæð- ismanna hafi ekki haft fullan sigur í því máli, er ljóst að málið er komið á vemlegan skrið innan Sjálfstæðisflokksins. Ekki ber heldur að gleyma því, að Morgunblaðið berst hart fyrir veiði- leyfagjaldi líkt og Alþýðuflokkurinn. Það er því mjög líklegt að stjómarflokkamir nái saman um þetta viðkvæma mál þegar fram í sækir. Talsverður skoðanamunur er á afstöðu stjómarflokkanna til þeirra fyrirætlana að setja krókaleyfisbáta á aflamark. Alþýðu- flokkurinn hefur verið afhuga slíkum hugmyndum en Sjálfstæð- isflokkurinn ekki. Það er afar mikilvægt að stjómarflokkamir Ieggi ekki hinn mikla árangur af ríkisstjómarsamstarfinu að veði þegar slík ágreiningsmál skjóta upp kollinum. Ekkert er eðlilegra en að stjórnarflokkana greini á um einstök atriði eins og aflamark á krókaleyfisbátana. Það er því brýnt að menn fari fram með gætni og freisti þess að ná sáttum um slík viðkvæm pólitísk mál, gjaman á lengri tíma í stað þess að þvinga í skyndingu fram samþykktir eða ákvarðan- ir í stjómarflokkunum sem bindur hendur ráðherra. Hér er um marga hagsmunahópa að ræða og útilokað að gera öllum til hæf- is. Þetta verða menn að skilja. Stjómarflokkamir verða að sýna styrk og samstöðu þegar að slíkum málum kemur og láta hvorki Ijölmiðla né stjómarandstöðu reka fleyga í stjómarsamstarfið. RÖKSTÓLRR X - G(eimverur) verið mesta skammaryrðið í orðabók þeirra. En tímamir breytast og mennimir með. Þrátt fyrir hið nýja heiti gat söfnuðurinn ekki vanið sig af því að bíða; bíða eftir einhveiju yfirnáttúmlegu sem kæmi og bjargaði íslensku þjóðinni frá auðvaldi, am- erískum her og for- manni landi, Skúli Alexandersson, þrautþjálfaður vonbiðill. Skúli lagði undir sig helstu fjölmiðla landsins og talaði tungum sem fyrr: Nú væri von á geimverum og hann hefði aldrei nokkum tímann efast um tilvem þeirra. Skúli hafði einnig um það forystu að skjóta rauðum blys- um og ra- ,- \ kettum upp í Sjálf stæðisflokks- blauta og kalda vetrar- nóttina Það hafa alltaf verið til menn sem trúa á hið yfirskynvitlega. í pólitíkinni hefur þessa menn verið að finna í Kominúnista- flokknum gamla, síðan arftak- anum Sósíalistaflokknum og loks í Alþýðubandalaginu. ís- lenskir kommúnistar sem af hagræðingarástæðum kölluðu sig síðar sósíalista og loks alla- balla, trúðu nefnilega alltaf því að mátturinn og dýrðin kæmi frá hinum yfirnáttúmlegu Sovétríkjum. Þetta fólk sem trúði á furðu- leg fyrirbæri beið í marga ára- tugi eftir að sovéski guðinn kæmi svífandi úr háloftunum og frelsaði þá og aðra íslendinga undan oki auðvalds og kúgunar. „Sovét-ísland, óskaland, hve- nær kemur þú?“ spurði hirð- skáld sósíalistanna. Það varð bið á að guðimir úr austri birtust. Seint og síðar meir bámst þær fféttir til hins vongóða safnaðar að guðimir væm dauðir, hofin hmnin og brennd og fyrirhugað að jarðsyngja sjálfan Lenín sem hingað til hafði verið alheimi til sýnis, smurður og síungur í glerkistu sinni eins og Mjallhvít í gersku ævintýri. Hinn bíðandi söfnuður ákvað þá í skyndingu að kalla sig jafn- aðarmenn, þótt það hafi löngum Það ráku því margir upp fagn- aðaróp þegar fregnir kvisuðust út um að hópur manna ætlaði að bíða eftir lendingu geimvera á Snæfellsjökli. Og þurfti engan að undra að þar færi fremstur í flokki fyirum þingmaður Al- þýðubandalagsins á Vestur- til að auðvelda geimverunum lendinguna og varð mörgum að orði að þetta atriði hefði greini- lega verið vel æft gegnum ára- tugina. En geimvemmar brugðust fyrrum þingmanni sósíalista. Kannski hefur þeim ekki litist á móttökunefndina. Ef til vill gmnaði geimvemmar, sem ku vera gáfaðri en við mennimir, að Skúli ætlaði að styrkja at- kvæðin í kjördæminu sínu. Hver veit? Geimvemmar lentu ekki. Nú hefðu flestir gleymt þess- um atburði og ekki sagt múkk um þetta flopp. En ekki Skúli Alexandersson. Hann er vanur þeirri hefð að guðimir bregðist og kann svör við öllum slíkum vonbrigðum. Því var það að Skúli hringdi í ljósvakamálgagn Alþýðubanda- lagsins, Rás 2, heilsaði Sigurði aðalritstjóra með vinakveðju og þakkaði honum fyrir síðast. (Sigurður aðalritstjóri ljósvaka- málgagnsins var að sjálfsögðu einnig staddur á Snæfellsjökli og beið). Síðan hóf Skúli að út- skýra það fyrir Sigurði en aðal- lega fyrir íslensku þjóðinni, að geimverumar hefðu birst á himni eftir að allir vom famir. Það hafði verið undarlegur ljósagangur á himni fyrir enni fjallsins þegar allir vom komnir í rúmið. Og mörg önnur teikn á næturhimni sem flokksbræður hans í sveitinni hefðu séð. Það er því allt útlit fyrir að sveitungar Skúla kjósi X - G(eimverur) næst. fiLÞÝÐUBLfiÐIÐ í BÍLfiSTfEÐfiHÚSUM BORGfiRINNfiR - LÝSANDI DÆMIUM ÁSTANDIÐ: FYRIR UTAN NÝJASTA BÍLASTÆÐAHÚS REYKVÍKINGA VIÐ VITATORG... LAGT UPP Á ÖLLUM GANGSTÉTTUM! Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.