Alþýðublaðið - 10.11.1993, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
GOTT BÍÓ & SKILABOÐ
Miðvikudagur 10. nóvember 1993
KVIKMYNDIR
syrrir myrrd Hrcrfrrs Grrrrrzlcrrc^sscÞrrctr
HIN HELGU VÉ - GÓÐ MYND
Ráðstefna um
samræmda slysaskráningu
Föstudaginn 12. nóvember nk. kl. 9.39-15.00 heldur Slysavarna-
félag íslands ráðstefnu um Samræmda slysaskráningu
í ráðstefnusal ríkisins að Borgartúni 6, Reykjavík.
Dagskrá:
Kl. 9.30 Setning.
Einar Sigurjónsson, forseti Slysavamafélags íslands.
Ávarp.
Fulltrúi heilbrigðisráðherra.
Slysaskráning - Staðan í dag. Hvernig er hægt að bæta hana.
- Sigurður Helgason, upplýsingafulltrúi Umferðarráðs.
- Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir Slysa- og sjúkravakt Borgarspítalans.
- Júlíus Valsson, læknir Tryggingastofnun ríkisins.
- Daníel Hafsteinsson, deildarstjóri SÍT/Vátryggingafélögin.
- Friðrik G. Gunnarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Lögreglunnar
í Reykjavík.
- Kristinn Ingólfsson, fulltrúi Siglingamálastofnunar ríkisins.
- Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins.
Öflun upplýsinga um slys. Reynslusaga.
Kristján Þon/aldsson, dagskrárgerðarmaður.
Kl. 13.00 Léttur hádegisverður.
Kl. 12.00 Viðhorf landlæknis, Ólafs Ólafssonar.
Samræmd slysaskráning - forsenda markvissra slysavarna.
Ólafur Hergill Oddsson, héraðslæknir.
Að ná árangri með upplýsingatækninni/uppbygging og rekstur slysa-
skráningakerfis.
Gunnar Páll Þórisson, rekstrarhagfræðingur.
Viðhorf alþingismanns, Láru Margrétar Ragnarsdóttur.
Umræður og ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjóri: Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði.
Þeir, sem hafa áhuga á að sækja ráðstefnuna, vinsamlegast til-
kynni þátttöku á skrifstofu SVFÍ, sími 91-627000, í síðasta lagi
miðvikudaginn 10. nóvember nk.
Slysavarnafélag íslands.
Aðalhlutverk: Steinþór
Matthíasson, Alda Sig-
urðardóttir, Tinna Finn-
bogadóttir, Helgi Skúla-
son og Valdimar Örn
Flygnering - Leikstjórn:
Hrafn Gunnlaugsson -
Handrit: Hrafn Gunn-
laugsson og Bo Jons-
son - Kvikmyndataka:
Per Kállberg - Fram-
leiðendur: Hrafn Gunn-
laugsson og Bo Jons-
son
Eftir nokkuð langa bið
fá íslenskir kvikmynda-
húsagestir að sjá bíómynd
eftir íslenskan mann.
Loksins. Þó að alþýða
manna viti hvers vegna
frónskar myndir eru svo
fáséðar er alltaf jafn erfitt
að gera sér grein fyrir
ástæðunni. í fjárlitlu landi
er ekki mikið til handa
eyðslusömum listgreinum
svo sem kvikmyndagerð.
Það er grátlegt að kvik-
myndagerðarmenn hér á
landi þurfi að standa í stöð-
ugu stríði við sjóði víðs-
vegar um heim til þess að
geta hrundið af stað jafn
viðamiklu verkefni. Sorg-
legast er þó þegar menn
hafa byrjað á mynd og
vantar fjármagn til að geta
klárað verkið. En eins og
flestir listamenn láta kvik-
myndagerðarmenn ekki
stöðva sig þegar þeir trúa
virkilega á verk sín. Hrafn
Gunnlaugsson er einn slíkur
baráttumaður. Hann lætur list-
ina ekki líða fyrir ijárskort og
útkoman varð Hiit helgu vé.
Myndin ijailar um átta ára
polla að nafni Gestur sem er
mikill áhugamaður um víkinga-
tímabilið. Hann er sendur úr
venjulegu borgarsamfélagi í
sveit til þess að dvelja þar sum-
arlangt hjá frændfólki sínu. Þar
fær hann tækifæri til þess að láta
ímyndunaraflið leika lausum
hala þar sem engin tölvuspil eða
önnur heilaskemmandi leikföng
nútímans eru til staðar.
í sveitinni kynnist hann því
hvernig fjölgun mannkyns fer
fram. Lítil frænka Gests sem
hefur lært mikið af njósnastarf-
semi ýmiskonar fræðir pilt og
sýnir honum til fræðslu heima-
sætuna Helgu og verðandi eig-
inmanni hennar Hjálmtý í ýms-
um kynlegum leikjum. Strákur
hrífst af Helgu og fyllist reiði í
garð tilvonandi eiginmanns
hennar.
í myndinni fléttast margt
saman til þess að gera áhorfand-
anum grein fyrir tilfinningum
pollans. Til dæmis er sérstak-
lega skemmtilegt hvemig teikn-
ingar pilts og draumar veita
mönnum innsýn í hugsanir
hans. Oftar en ekki voru teikn-
ingarnar allgamansamar. Einnig
er notaður tölvuleikur sem
drengurinn hafði mikið stundað
tii þess að túlka hugarangur
hans.
Handrit myndarinnar hlýtur
að vera gott því að mjög
skemmtilega er gjörðum og til-
finningum blandað saman.
Mörg atriði myndarinnar eru
eðalgóð og mjög fyndin og
bjarga myndinni frá því að vera
langdregin. Nektar- og ástarat-
riði myndarinnar er bæði hægt
að flokka sem erótísk og perver-
tísk og þá í jákvæðum skilningi
hvort heldur það er. Upplifði
Hrafn sveitarómantíkina eins og
myndin sýnir hana?
Yngstu leikaramir standa sig
ótrúlega vel. Tinna Finnboga-
dóttir leikur litlu stúlkuna
hreint frábærlega og má segja
að leikur hennar sé myndinni
mikil upplyfting. Virðist sem
hún sé fædd inn í hlutverkið.
Gestur er leikinn af Steinþóri
Matthíassyni og sýnir hann
einnig góðan leik og oft á tíðum
sérstaklega góð svipbrigði.
Alda Sigurðardóttir og Valdi-
mar Öm Flygnering sýndu eng-
in gífurleg tilþrif í hlutverkum
sínum en urðu sér þó ekki til
mikillar minnkunar. Helgi
Skúlason fékk ekki mikið tæki-
færi til að brillera eins og hann
gerir jafnan en var engu að síð-
ur allgóður.
Niðurstaða: Allir ættu að
geta skemmt sér á myndinni.
Hún höfðar til jafnt ungra sem
aldraðra.
- Barði Jóhannsson
Bændaskólinn
á Hvanneyri
Bændadeild auglýsir:
Innritun á vorönn stendur yfir,
1. önn og 5. önn.
í bændaskólanum á Hvanneyri getur þú lært flest það er
viðkemur nútíma búskap í sveit, hvort heldur þú kýst hinar
hefðbundnu búgreinar eða leggja á nýjar brautir.
Þú getur valið um þrjú svið:
Búfjárræktarsvið
Landnýtingarsvið
Rekstrarsvið
Umsókn um skólavist sendist skólanum
fyrir 1. desember nk.
Við veitum nánari upplýsingar í síma 93-70000.
Skólastjóri.