Alþýðublaðið - 19.11.1993, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 19.11.1993, Qupperneq 3
Föstudagur 19. nóvember 1993 HEILBRIGÐISMAL ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Vinnuhópur um málefni sjúkrahúsa skilar áliti eftir tugi funda og mikla vinnu - byltingarkenndar breytingar eru boðaðar í áliti hópsins - lœkningar fœrast stöðugt meira yfir á herðar háskólasjúkrahúsanna í Reykjavík LMu sjúkrahúsin í dreifbýlinu FOKDÝR OG VANMÁTTUG Sjúklingar hvaðanæva af landinu sækja sér þjónustu sérfræðinga í síaukn- um mæli til stóru sjúkrahúsanna, ekki síst í Reykjavík. Stórbættar samgöngur á síðari árum hvetja mjög til þessarar þróunar. Sérfræðingar í læknisfræðum fást líka trauðla til starfa úti á lands- byggðinni. Minni sjúkrahús landsins eru að mestu nýtt sem dvalarrými fyrir aldr- aða og fá meira fé en eðlilegt getur talist. Nefnd heilbrigðisráðherra sem fjallaði um sjúkrahúsin og hjúkrunarrýmið í landinu hefur skilað af sér störfum. Greinilegt er að tími var til kominn að taka á málum, margt býsna undarlegt kemur á daginn, þegar sjúkrahús lands- ins og starfsemi þeirra eru skoðuð. Stórkostlegur sparnaður — bætt þjónusta „Við endurskipulagningu þjónustunnar er þess þannig vænst að spara megi allt að 700 miíljónir króna þegar tillögumar em komnar að fullu í framkvæmd", segir í skýrslu vinnuhóps um starfsemi sjúkra- húsa, sem fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, setti á fót í fyrra. Guðjón Magnússon, læknir og skrif- stofustjóri greindi í fyrradag frá niðurstöð- um nefndarinnar. Samkvæmt skýrslunni er ljóst að bæta má þjónustuna og gera hana skilvirkari þrátt fyrir að kostnaður verði minni. Nú er þaðGuðmundar Ama Stefáns- sonar núverandi heilbrigðisráðherra að vinsa úr tillögunum og gera spítalakerfi landsntanna straumlínulagaðra, skilvirkara og ódýrara en það greinilega er í dag. Ljóst er að samkvæmt tillögunum em að- eins fimm sjúkrahús á landinu með allgóða sérfræðiþjónustu, alvöru sjúkrahús, ef svo má segja, Landspítali, Borgarspítali, Sjúkrahús Akureyrar, Sjúkrahús Akraness og Sjúkrahúsið á Selfossi, svokölluð fjöl- greinasjúkrahús. Tvö fyrstnefndu sjúkrahúsin mundu ein- hverjir telja einu alvöm sjúkrahúsin í land- inu, enda háskólasjúkrahús, Akureyri kem- ur síðan á hæla þeim og þjónar Norðurlandi vel, og á Akranesi hefur byggst upp þjón- usta með 13 sérfræðingum, sem jafnvel Reykvíkingar sækja til, klukkustundar sigl- ingu yfir Faxaflóa. Samkvæmt tillögunum er ætlunin að sjúkrahúsunum á Akranesi, Akureyri, Isa- firði, Selfossi, Vestmannaeyjum og í Kefla- vík verði falin svæðisbundin hlutverk. Tal- að er um hjúkmnarsjúkrahús í skýrslunni, sem starfa eiga í tengslum við heilsugæslu hvers staðar, í Stykkishólmi, Patreksfirði, Bolungarvík, Hólmavík, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Húsa- vík, Egilsstöðum, Seyðisfirði og í Neskaup- stað. Þessi sjúkrahús eiga einkum að sinna móttöku og fyrstu meðferð bráðveikra, meðferð á einföldum sjúkdómstilvikum og legu eftir sjúkrahússdvöl. Að öðm leyti verði þar hjúkmnarrými og þessum sjúkra- húsum framvegis þjónað af heilsugæslu- læknum. Hjúkrunarsjúkrahúsin eiga að starfa í tengslum við svæðissjúkrahús eða fjölgreinasjúkrahús. Lítil sjúkrahús og dýr Nefndin segir að rekstur sjúkrahúsa í dreifbýli kosti um 800 milljónum króna meira á ári en samsvarar meðalkostnaði við rekstur sjúkrahúsa með sömu þjónustu og einmitt á þessum lið má spara verulega, allt að 700 milljónir. í skýrslunni segir að tlest rúm á litlum sjúkrahúsum á landsbyggðinni séu hjúkr- unarrúm en fá rúm notuð fyrir almenna sjúklinga. Sérfræðiþjónustan er að ntiklu leyti sótt til Reykjavíkur. Samt fá sum þess- ara sjúkrahúsa mun hærri fjárveitingar en starfsemi þeirra gefur tilefni til. Þetta stafar af daggjaldakerfmu sem byggðist á þvf að greiða kostnað við rekstur, ekki fyrir unnin verk. Sama aðferð hefur verið notið í kerfi fastra fjárlaga. Litið hefur verið á útgjöld síðustu ára en ekki tekið tillit til verka sjúkrahúsanna. A þann hátt fá sjúkrahús í anna þar sem örfáar fæðingar eiga sér stað. Svo er komið að konur frá nánast öllu Iand- inu velja fæðingardeild Landspítalans. Af um það bil 4.200 fæðingum árlega eiga sér nú stað 2.600 fæðingar við Barónsstíg í Reykjavík þar sem fæðingardeildin er til LANDSPÍTALINN, - stærsti og öflugasti spítaii landsins, búinn bestu tækjunum og mestri sérfræðiþekkingunni. dreifbýli gnótt fjár meðan alvöru sjúkrahús eru nánast í svelti. „Niðurstöður útreikninga benda til að nógu mörg hjúkrunamím séu í landinu í heild. Þau eru of mörg úti á landi en of fá í Reykjavík og nágrenni þar sem 60% þjóð- arinnar búa. Jafnframt eru of mörg sjúkra- rúm á nokkrum stöðum úti á landi. Kostn- aður við rekstur litlu sjúkrahúsanna er hár miðað við þá þjónustu sem þau veita. Al- mennar sjúkrahúsainnlagnir aldraðra virð- ast tiltölulega fleiri hér en í nágrannalönd- unum, líklega vegna skorts á þjónustu við aldraða, meðal annars heimaþjónustu, og veldur það sjúklingum óþægindum og auknum tilkostnaði fyrir samfélagið. Telja má víst að viss skipting á hjúkrunarrúmum milli landsbyggðar og Reykjavíkursvæðis valdi þessu að verulegu Ieyti“, segir í skýrslu nefndarinnar. Óþarflega mikil uppbygging Gleggsta dæmið um óhóflega uppbygg- ingu segir vinnuhópurinn að sé sjúkrahúsið á Seyðisfirði. Fæðingar fara ekki fram þar, sérfræðiþjónusta er ekki í boði og íbúamir eru ungir. Áætla megi, miðað við íbúa- Ijölda, að á Seyðisfirði þurfi eitt almennt sjúkrarúm, sex hjúkrunarrúm og fjögur dvalarrúm. Sjúkrahúsið hefur hinsvegar 26 rúm. Samkvæmt Frjálsri verslun voru stöðu- gildi í heilsugeiranum á Austfjörðum árið 1990 samtals 161 á Neskaupstað, Egils- stöðum og á Seyðisfirði. Inni í þeim tölum eru starfsmenn heilsugæslustöðva bæjanna, en óneitanlega er þetta há tala í fámennu kjördæmi, enda má bæta hér við heilsu- gæslunni í Hornafirði. Einmitt Austfirðingar munu reka upp rantakvein yfir tillögum vinnuhópsins. Þeim er í framtíðinni ætlað að leita sér sér- fræðiþjónustu í Reykjavík. Þeir Austfirð- ingar búa illa í þessu efni, vegna kolrangra pólitískra ákvarðana fyrr á árum. Aðal- sjúkrahús þeirra er í Neskaupstað og yfir einn versta Ijallveg landsins að fara, eigi að flytja sjúklinga frá öðrum byggðarlögum þangað. Flugferð frá Egilsstöðum til Reykjavíkur þykir flestum betri kostur, enda sækja Austfirðingar að stærstum hluta til Reykjavíkurog nokkuðtil Akureyrar eft- ir sjúkrahússþjónustu. Sjúkrahúsið á Nes- kaupstað hefur verið búið hinum bestu og dýruslu tækjum - en því miður, þau nýtast ekki sem skyldi. Sjúkrahúsið hefur leitað með logandi ljósi að skurðlækni til starfa en verður ekkert ágengt. Reykvíkingar til Akraness og Keflavíkur Varðandi Reykjavík og nágrenni er lagt til að sjúkrahúsum fækki, en sérhæfing auk- in og hjúkrunarrýmum fjölgað; eftir verði Landspítali og Borgarspítali. Sjúkraþjón- usta á mörgunt stöðum í borginni kostar mikið fé vegna fjölda þjónustudeilda og margfaldra vakta sérfræðinga og annars starfsfólks og stendur í vegi fyrir þróun öfl- ugra deilda. Sjúkrahúsið í Hafnarfirði og Landakotsspítala á að nýta við skammtíma- legur án bráðaþjónustu, auk þess sem þar á að vera öldrunarþjónusta og hjúkrunar- heimili. / í tillögunum er reiknað með að nokkur sjúkrahús utan höfuðborgarsvæðisins verði eild með aukinni sérfræðiþjónustu. Þannig er það með ísafjörð og Vestmannaeyjar. Hinsvegar þykir nefndinni ekki ástæða til að efla þjónustuna í Keflavík og á Selfossi, enda samgöngur góðar við Reykjavík. Einnig er reiknað með að auka þjónustu sjúkrahúsa á Reykjavíkursvæðinu í heild. Áustfirðingar sæíd í meira mæli til Reykja- víkur, en Vestlendingar og Norðlendingar ntinna en verið hefur. Hér má skjóta því inn að talsverður fjöldi sjúklinga frá höfuðborgarsvæðinu leitar sér sérfræðiaðstoðar á sjúkrahúsinu á Akranesi, enda stutt að fara. Einnig hafa reykvískar konur sótt til Keflavíkur til að fæða böm sín, enda hefur tekist þar að skapa heimilis- lega og vinsæla fæðingardeild við sjúkra- húsið. Öryggistilfinningin „Nefndin bendir á að rekstur minnstu sjúkrahúsanna sé óhagkvæmur en vissulega er umdeilanlegt við hvaða stærð eigi að miða í þessu sambandi. Þá er óljóst hversu marga sérfræðinga þarf eða í hvaða sér- greinum, þannig að sjúkrahús á lands- byggðinni verði raunhæfur valkostur við Reykjavíkursjúkrahúsin. Öryggistilfmning fólks af veru sérfræðings á staðnum verður ekki metin til fjár, hvort sent öryggið er raunvemlegt eða ekki. Kostnaður af vem sérfræðingsins er hinsvegar reiknanlegur", segir í áliti vinnuhópsins. Öryggistilfinningin höfðar ekki síst til kvenna sem eiga von á barni. Nefndin bendir á úrræði í þeim efnum, til dæmis ráðningu hjúkrunarkvenna sem einnig em menntaðar ljósmæður til minni sjúkrahús- húsa, og stefnt að því að fjölga þeim í 2.800 á ári. Starfssamur vinnuhópur Vinnuhópurinn var skipaður þeim Guð- jóni Magnússyni, sem var formaður, Ingi- björgu R. Magnúsdóttur, skrifstofustjóra, Matthíasi Halldórssyni, aðstoðarlandlækni, Skúla Johnsen, héraðslækni og Þorkeli Helgasyni, þáverandi aðstoðarmanni Sig- hvats Björgvinssonar. Símon Steingríms- son, verkfræðingur, var starfsmaður hóps- ins og hefur greinilega unnið merkilegt starf. Hópurinn kom saman á 27 fundum auk fjölmargra samráðsfunda eins eða fleiri nefndarmanna með starfsmanninum. Fyir á þessu ári skipaði Sighvatur Björgvinsson samvinnunefnd ráðuneytís, Háskólans, Landspítala og Borgarspítala, til að gera til- lögur um samvinnu þessara tveggja sjúkra- húsa og verkaskiptingu þeirra. Vinnuhóp- urinn hélt áfram störfum sínum en lagði áherslu á greiningu sjúkrahúsaþjónustu dreifbýlisins. Snerta tillögur vinnuhópsins hvað varðar Reykjavíkursvæðið aðallega heildarrýmisþörfina, auk nokkurra ábend- inga um hagræðingu. Svo furðulegt sem það kann að hljóma, þá vann vinnuhópurinn algjöra frumvinnu. Aldrei fyrr hafði starfsemi sjúkrahúsa landsins verið kortlögð eins og hér hefur verið gert. Engurn steini hafði verið lyft í heilbrigðiskerfinu til að kanna hvað aðhafst var í raun á hverju sjúkrahúsi fyrir sig. Kerfið sent er svo dýrt fyrir skattborgarann, hafði áratugum saman verið látið í friði. Eins og fram hefur komið er full ástæða til að sjúkrahúsakerfið gangist undir upp- skurð, og sú aðgerð er afar brýn og hlýtur að hafa forgang. Samþjöppun á þjónustu við sjúka gctur þýtt 700 milljóna króna sparnað fyrir skattgreiðendur landsins, að mati starfshópsins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.