Alþýðublaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.12.1993, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 2. desember 1993 LEIÐARI, SJÓNARMIÐ & HLÁTUR mimiiin HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Misnotkun kvótaframsals Undirstaða þess að kvótakerfið nái tilætluðum árangri til hagræðingar í flotanum er að til staðar sé réttur til ffamsals veiðiheimilda á milli skipa. An framsals væri kvótakerfið í rauninni einskis virði. Nú hafa sjómenn hins vegar lagst gegn kvótakerfínu af miklum þunga, einmitt vegna framsalsins, sem þeir staðhæfa að sé gróflega misnotað til að rýra kjör sjó- manna. Því miður benda dæmi til að staðhæfingar þeirra eigi við vaxandi rök að styðjast. I síauknum mæli kaupa útgerðir veiðiheimildir innan fisk- veiðiárs af öðrum fyrirtækjum, og gangverð þorskkílós í dag er ótrúlega hátt, eða 35—40 krónur. Nokkrar útgerðir hafa far- ið þá leið að neyða sjómenn til að taka þátt í kaupunum með því að draga kaupverð kvótans frá skiptum, og fyrir vikið get- ur hlutur áhafnarinnar rýmað um 3040%. Þess eru því mið- ur dæmi, eins og nýlega hefur verið rakið í fjölmiðlum að sjó- menn hafi hreinlega verið reknir úr plássi, hafi þeir leyft sér að andæfa þessari ósvinnu. Sjómenn em hlutfallslega einn stærsti hópurinn í röðum atvinnulauss fólks. Við slíkar að- stæður er ósvífnum útgerðarmönnum auðveldara en ella að knýja þá til þátttöku í kvótakaupum. Það er hörmuleg þróun, - framsal veiðiheimilda var aldrei ætlað til misnotkunar af þessu tagi. Kerfið er í rauninni galopið fyrir misbeitingu. Fræðilega ÖNNUR SJÓNfíRMIÐ SAMEINING A-FLOKKANNA HAUKUR HELGASONIDV: „Enn er ekki útséð um, hvortAlþýðu- bandalagið fœr staðist tU lengdar sem flokkur. Þar eru margir „armar“ og „kUkur“. En fáiflokkurinn staðist, án þess að tilvistarkreppa verði honum að fjörljóni, stefnir greinilega íflokk „hœgri krata“, þar sem einungis ágreiningur urn menn mundi greina hann frá hinum krataflokknum. Sameining þessara flokka yrði þá œskileg. “ Önnur sjónarmið líta í dag á leiðara sem annarað- stoðarritstjóra DV, Haukur Helgason, skrifaði í gærdag í blað sitt Fyrirsögnin var „ Vegur kratanna". Athug- um skrifm: „Alþýðubandalagsmenn deila hart á alþýðuflokks- menn, eins og væm þeir erkiféndur, en sjálfir eru þeir að verða „Alþýðu- flokkur". Þetta var augljóst á nýafstöðnum landsfundi Alþýðubandalagsins. Fundurinn markaði víða spor í þessa átt. Nú höfðu fulltrúar fé- lagsins Birtingar áhrif á stefnu landsfundarins. Birt- ingarmenn unnu með al- þýðufiokksmönnum í borg- arstjómarkosningunum fyr- ir tæpum fjórum árum, þeg- ar „Nýr vettvangur" bauð fram. Forystumenn Birting- ar komu fram með ítarlega fijálshyggjustefnu, til dæmis í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Hvorki alþýðuflokksmenn né fitjálshyggjuarmur Sjálf- stæðisflokksins hafa gert betur á því sviði.“ Afnofagjaldið, auðlindaskatfurinn „Tillaga fulltrúa Birting- ar á landsfundinum um „af- notagjald" af fiskveiðiauð- lindunum náði inn í ályktun landsfundar Alþýðubanda- lagsins. Þar segir: „Meðal þeirra leiða, sem þarf að skoða, eru hugmyndir um að taka upp afnotagjald, sem staðfestir, að fiskurinn í sjónum sé sameign þjóð- arinnar, og kanna verður rækilega aðrar leiðir en nú- verandi fiskveiðistefnu, þar á meðal hugmyndir um sóknarstýringu og/eða veiðistýringu." Með þessu hefur hugmyndin um auð- lindaskatt sótt fram í Al- þýðubandalaginu, eins og raunar víða annars staðar að undanfömu. Af stjómmálamönnum vom það löngum einkum alþýðuflokksmenn, sem mæltu með auðlindaskatti, en birtingarmenn hafa haft þá stefnu á oddi. Þama virðist stefna í, að líúll munur verði á „A-flokkun- um“ í gmndvallarmáii.“ Gamla stefnan mun lúta lægra haldi ,J3nn meiri athygli vakti umfjöllun landsfundarins um vamarmálin. Formaður flokksins, Olafur Ragnar Grímsson, tók upp hansk- ann fyrir Atlantshafsbanda- lagið, svo að um munaði. Hann lenú að vísu í minni- hluta að þessu sinni, en menn gmnar, að þess verði skammt að bíða, að hin gamla stefna flokksins í vamarmálum lúti í lægra haldi. Andstæðingar Nato á landsfundinum áttu í vem- legum þrengingum við að koma úllögu um úrsögn Is- lands úr Atlantshafsbanda- laginu inn í ályktun fundar- ins. Hvergi var á þetta minnst í drögum að álykt- un, sem lögð var fyrir landsfundinn. Andstaðan við Nato komst heldur ekki inn í tillögu starfshóps fundarins, sem var lögð fyr- ir fundinn. Loks var tillaga um andstöðu við Nato-að- ild samþykkt á landsfund- inum sjálfúm, en formaður flokksins sat hjá við þá at- kvæðagreiðslu. Olafur Ragnar sagði, að sú úllaga væri „einfeldnislega" orð- uð og úr takú við það sem væri að gerast í heiminum. Hann komst þannig að orði, að það yrði breyúng af hinu góða, ef alþjóðlegt öryggis- kerfi þróaðist á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. And- stæðingar Nato á fúndinum svöraðu með því að kalla skoðanir formannsins ein- feldnislegar. Að öðm leyú samþykktu fundarmenn, með tregðu, svonefnda „útflutnings- leið“ í efnahagsmálum, þar sem sett em á blað allmörg fogur, en líúð útfærð, fyrir- heit.“ Sameining A-flokka yrði þó æskileg „Enn er ekki útséð um, hvort Alþýðubandalagið fær staðist til lengdar sem flokkur. Þar em margir „armar" og „klíkur“. En fái flokkurinn staðist, án þess að tilvistarkreppa verði honum að fjörtjóni, stefnir greinilega í flokk „hægri krata", þar sem einungis ágreiningur um menn mundi greina hann frá hin- um krataflokknum. Sameining þessara flokka yrði þá æskileg." opnar það leið til þess að allur úthlutaður kvóti væri fluttur á milli skipa, einungis í þeim tilgangi að lækka hlut sjómanna. Þannig býður kerfið í raun upp á möguleika til að lækka ár- legan hlut sjómanna um 6-7 milljarða, - ef allir misnotuðu kerfið. Vitanlega væri brostin á styrjöld í landinu áður, en hinn fræðilegi möguleiki er eigi að síður fyrir hendi, sem und- irstrikar hið stóra gat kerfisins. A síðasta ári voru færð 104 þúsund tonn af þorski á milli skipa af heildarafla, sem náði 237 þúsund tonnum. Þaraf flutt- ust 64 þúsund tonn á milli óskyldra útgerða. Það liggja ekki fyrir upplýsingar um, hve stór hluti þessara 64 þúsund tonna var keyptur með þátttöku sjómanna, en fræðilega hefðu laun þeirra getað lækkað um 800 milljónir króna. Hins vegar hef- ur komið fram opinberlega að frá síðasta fiskveiðiári er hægt að benda á hóp skipa, sem samtals keyptu til sín 48 þúsund tonn af þroski, en seldu jafnframt frá sér um 11 þúsund tonn. Hvað er þetta annað en aðferð til að lækka laun sjómanna? ✓ A sínum tíma byggðist aflahlutdeild skipa á veiðireynslu, og þá var viðurkennt af framkvæmdavaldinu, að veiðireynslan var meðal annars til komin vegna atgervis og dugnaðar sjó- manna. Þetta kom meðal annars fram í því að í upphafi var heimilt að auka kvóta skips, ef á það kom áhöfn af öðru skipi, sem hafði betri veiðireynslu. Þetta viðhorf lfamkvæmda- valdsins undirstrikaði það viðhorf, að veiðireynslan byggðist ekki síst á dugnaði og fiskni áhafnanna. Nú hefur hins vegar kerfið úrkynjast með þeim hætti, að rétturinn til veiðanna er alfarið kominn í handhöfn útgerðanna, og kerfið meira að segja misnotað til að lækka laun starfsmanna þeirra, sjó- manna. Þessi þróun er fráleit. Kvótakerfið sem opnar glufu til að misnota framsal veiðiheimilda með þessum hætti er ekki þess virði að styðja. Hvað sem líður skoðunum manna á gildi eða göllum kerfisins þá er ljóst, að forsenda þess að lágmarkssátt náist um það er að Alþingi festi í lög bann við því að sjómenn séu knúðir til þátttöku í kvótakaupum í þeim tilgangi að lækka kostnað útgerðanna. Þingmenn verða að taka á sig rögg og sjá til þess. Annars eru þeir úr takti við fólkið í landinu. RLÞÝÐUBLfiÐIÐ - RLLTfiF G INQÓLFST0RQI - FALLEGUR STÚLKNAHLÁTUR Á INGÓLFSTORGI í FYRRADAG. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.