Alþýðublaðið - 22.12.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.12.1993, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 22. desember 1993 195.TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk ICENET-hópurinn leggur fram hagkvœmniathugun á raforkusölu um sœstreng fyrir borgarráð RAFORKA UM SíSTRENG TIL HOUANDS ALDAMÓTAÁRIÐ? Útflutningur á raf- orku með sæstreng til Hollands er mjög já- kvætt mál fyrir Islend- inga, segir í skýrslu sem lögð var fyrir borgarráð í gær. Reykjavíkurborg I/.afði frumkvæði að' því að láta kanna möguleika á slíkum útflutningi í samvinnu við þrjú hol- lensk fyrirtæki. Hag- kvæmniathugun á svo- nefndu ICENET- verkefni er jákvæð. Helstu þættir forathug- unar fólust í könnun á hagkvæmni þess að byggja vatnsaflsstöðvar meðsamtals 1000 til 1200 megawatta afli og tlylja raforkuna til Hollands um sæstrengi. Oll veigamestu atriðin varðandi sæstreng, þar með talin strengja- framleiðsla í Reykjavík, voru könnuð. Tekið var tillit til nauðsynlegra mannvirkja og orkullutn- ingstækni vegna hinnar löngu vegalengdar til Hollands. Miðað var við að fyrri áfanga fram- kvæmda lyki árið 2005 en hinum síðari árið 2009. Samkvæmt skýrslunni er fremur ráðlagt að flýta framkvæmdum á fyrsta áfanga til ársins 2000. Það yrði gert með því að nýta raforku sem þegar er fyrir hendi, fyrirliggjandi áætl- anir urn aukna nýtingu núverandi virkjana og áætlanir um nýjar virkjan- ir. Þessi þáttur verður skoðaður í samvinnu við Landsvirkjun. Þrátt fyrir tiltekna áhættuþætti sem bent hef- ur verið á, einkum varð- andi sæstrenginn og strengleiðina, komu engar veigamiklar hindranir í ljós í könnuninni. Þá kom frant að stytta má heildar- framkvæmdatíma um nærri 4 ár ef nýttir eru möguleikar á að auka framleiðslugetu núver- andi virkjana og áætlanir sem þegar hafa verið gerðar um nýjar virkjanir. Könnunin sem lögð var fram í gær tekur til allra þátta, þar á meðal tækni- legra, lögfræðilegra og fjárhagslegra þátta. Alþingi komið íjólaleyfi „Tókst að afgrelða öll mikilvæg mól" — segir Rannveig Guðmundsdóttir formaðurþingflokks Alþýðuflokksins sem segir alla þingmenn hafa farið sátta úr húsi LOKSINS FUNDUM VIÐ ÍSLENDING SEM ÓSNORTINN ER AF ÖLLU JÓLA-ANNRÍKINU! Alþýðublaðsmynd / Einar Óla. „Það er alltaf þannig að reynt er að ná samkomu- lagi um afgreiðslu mála áður en farið er í jólaleyfi en þetta er mikil lota síð- ustu dagana þegar verið er að afgreiða fjárlög. Ríkisstjórnin féllst á að falla frá sumum þeirra aðgerða sem boðaðar voru og við vorum mörg hver sátt við ýmislegt það sem féll út. Það tókst að afgreiða ýmis stór mál sem er mjög mikilvægt og ég held að allir hafi farið sáttir úr húsi,“ sagði Rannveig Guðmunds- dóttir alþingismaður, for- niaður þingflokks Al- þýðuflokks og varafor- maður Alþýðuflokksins í samtali við Alþýðublaðið í gær. Hlé vegna jólaleyfis var gert á þingstörfum á Ijórða tímanum aðfaranótt þriðju- dags. Um tíma leit út fyrir að þingmenn kæmust f jóla- leyfi síðastliðið laugardags- kvöld en sú von brást þegar hluti stjómarandstöðunnar stóð ekki við það sem sam- ið hafði verið um varðandi lokaafgreiðslu mála. „Á fyrri þingum sem ég hef setið hefur þing jafnan þurft að konia saman eftir áramót og afgreiða stór mál sem ekki náðust fram fyrir „Það tókst að afgreiða ýmis stór mál sem er mjög mikil- vægt og cg hcld að allir hafl farið sáttir úr húsi,“ sagði Kannveig Guðmundsdóttir í jólaskapi í gærdag. Alþýðublaðsmynd / Einar Óla. jólaleyfi. Nú tókst hins veg- ar að afgreiða öll mikilvæg mál eins og skattamálin sem er mjög gott. Síðasta lotan í þinginu var Iöng og ströng og fundir iðulega á kvöldin og fram á nætur. Þingmenn allra fiokka hafa oft rætt um að það sé slæmt að vera að breyta skattalög- unum á þessum árstíma og ég er sammála því. Það væri betra að afgreiða þær breytingar á vorin. Hér er oft um afdrifarík mál að ræða og mikilvægt að hægt sé að setja málin upp með skýrum dæmum svo allir þingmenn viti nákvæmlega hvað felst í þessum breyt- ingum. Það er hætta á að menn skorti nauðsynlega yfirsýn þegar svona mál em afgreidd á síðustu stundu,“ sagði Rannveig ennfremur. Þótt þingmenn verði í leyfi frá þingstörfum þar til Alþingi kemur aftur saman þann 24. janúar þurfa stjómmálamenn að sinna ýmsum málum sem setið hafa á hakanum í annríkinu á Alþingi að undanförnu. En Rannveig var spurð hvað liði jólaundirbúningi á heimilinu: „Eg hef ekki getað kom- ið nálægt jólaundirbúningi fyn- en í dag. Makar þing- manna læra hins vegar að bjarga sér í desember og við hjónin emm löngu búin að skera niður tímafrekan undirbúning fyrir jólin. Núna er ég hins vegar að strauja eldhúsgardínur til að setja jólasvip á eldhúsið og í kvöld ætlum við fjöl- skyldan að baka saman smákökur. Það vill reyndar svo vel til að Sverrir eigin- maður minn og Jón Einar sonur okkar bjuggu til deig- in fyrir smákökumar í gær þannig að á mínu heimili taka allir þátt í jólaundir- búningnum," sagði Rann- veig Guðmundsdóttir. Gunnlaugur Stcfánsson vill efla hlutverk sýslumannsenibadtanna á landsbyggðinni |mnnig að fiau veiti mciri þjónuslu en |mu gcra í dag. Fœkkun sýslumannsembœtta Gunnlaugur Stefúnsson bjargar störfum - og vill auk þess efla hlutverk embœttanna Ekki náOist sanistaúa á Alþingi uni þá tillögu dúinsmála- ráðherra að fækka sýslumannsembættuni í landinu. TÍUag- an var hluti af fjárlagafrumvarpinu og var þar gert ráð fyr- ir fækkun um níu emhætti. Ef tillagan hefði náð fratn að ganga þá hefði það þýtt verulega fækkun starfa á Austurlandi, því gert var ráð fyrir að þrjú emb- ætti sameinuðust. Þelta eru sýslumannsskrifstoluniar á Seyðis- lirði, Neskaupstað og Eskifirði. Gunnlaugur Stefánsson, þingmaður Alþýðuflokksins á Aust- urlandi og fulltrúi í ijárlaganefnd Alþingis, var einn þeirra fjöl- mörgu þingntanna sem var mótfailinn fækkun embætta. Meðal annars á Ix'ini forsendu að slfict tnyndi hafa í för með sér aukið atvinnuleysi, þar sent störfum myndi stórlega fækka. Gunnlaugur vill hins vegarefla hlutverk sýslumannsembætt- anna á landsbyggðinni þannig að þau veiti meiri þjónustu en þau gera í dag. Þannig vill hann færa ýmsa þjónustu til emb.ett- anna sem landsbyggðarfólk þarf að nú að sækja til Reykjavíkur. Gunnlaugur og GísJj Einarsson hafa lagt fratn þingsályklunar- tillögu um þetta ntál. ; fflþýðublaðinu í dag ] ; fylgir aukablaðið ; ; JAFNflÐflRMflÐURINN - ; ; málgagn jafnaðarmanna ; ; á fiusturlandi! ; I-------------------------1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.