Alþýðublaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIÐARI, GUÐMUNDUR & GABB Fimmtudagur 6. janúar 1994 MMMBIITO HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprenl hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Herhvöt Hofsæsings Alþýðuflokkurinn hefur síðustu misseri átt á brattann að sækja. Það helgast fyrst og fremst af því, að hann hefur tekið að sér erf- iðustu verkefnin í landsstjóminni. Sighvatur Björgvinsson hóf uppstokkun á heilbrigðiskerfinu í því augnamiði að draga úr kostnaði, án þess að veikja þjónustu kerfisins við sjúklinga. Það tókst ótrúlega vel, eins og var staðfest í sérstakri úttekt Ríkisend- urskoðunar. Það hefur komið í hlut ungs og snaggaralegs stjóm- málamanns úr Hafnarfirði að halda því verki áfram. Eins og við mátti búast hefur hann, eins og Sighvatur, sætt gagnrýni fyrir erfið en óhjákvæmileg verk. En eflist við hveija raun. Formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur einnig staðið í fólkormstunni miðri. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er pólitískt þrekvirki, sem mun skrá nafn hans í Islandssöguna. Samningurinn um GATT, sem sigldi í höfn gömlu og nýju baráttumáli Alþýðuflokksins, fijálsum innflutn- ingi á landbúnaðarvamingi, er sömuleiðis sögulegt afrek. En eins og ævinlega, þegar straumurinn er brotinn, þá fyssar um steininn. Jón Baldvin Hannibalsson hefur sætt gagnrýni fyrir þessa sögulegu áfanga. Við öðm er heldur ekki að búast. Þó samtíminn kunni ef til vill ekki enn að meta þau að verðleikum, þá hafa verk Jóns Baldvins eigi að síður skipað honum í röð þeirra örfáu íslenskra stjómmálamanna, sem sköpuðu straum- hvörf. Við þessar aðstæður hefur gefið á Alþýðuflokkinn. Hvað er þá til ráða? Sókn er besta vömin. Alþýðuflokkurinn á að sækja fram með sín málefni, en ekki láta undan hopa í málefnalegri baráttu. En það hefur skort á, að liðsmenn flokksins fylgi eftir sínum foringjum. I Alþýðublaðinu í gær birtist grein, þar sem kvað við annan tón. Formaður kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra, Stefán Gunnarsson frá Hofsósi, slær þar herhvöt, sem allir liðsmenn Alþýðuflokksins ættu að fylkja sér um. PALLBORÐIÐ: GUÐMUNDUR A. ÓLAFSSON SKRIFAR A NV.| LJ ARI! GUÐMUNDUR A. OLAFSSON: * „A þeim erfiðleikatímum sem ein- kennt hafa stöðu íslenska þjóðarbús- ins undanfarin ár, er það virðingar- vert að Alþýðuflokkurinn og sam- starfsflokkur hans í ríkisstjórn, Sjálfstœðisflokkurínn hafa ekki hlaupist undan merkjum og skilið við vandann, sem við er að etja, af- skiptalausan. Þvert á móti hafa stjórnarflokkarnir ráðist á vandann og reynt að leysa hann eftir megni. “ Nú þegar nýtt ár er geng- ið í garð, má segja að staða Alþýðuflokksins miðað við hina stjómmálaflokkana sé viðunandi - ef tekið er tillit til ástands þjóðarbúsins í dag. Ráðist á vandann Á þeim erfiðleikatímum sem einkennt hafa stöðu ís- lenska þjóðarbúsins undan- farin ár, er það virðingar- vert að Alþýðuflokkurinn og samstarfsflokkur hans í ríkisstjóm, Sjálfstæðis- flokkurinn hafa ekki hlaup- ist undan merkjum og skil- ið við vandann, sem við er að etja, afskiptalausan. Þvert á móti hafa stjómar- flokkamir ráðist á vandann og reynt að leysa hann eftir megni. Verkefnið er ekki vin- sælt meðal kjósenda. Al- þýðuflokkurinn, ásamt Sjálfstæðisflokknum, hafa þurft að grípa til aðgerða sem ekki em ofarlega á vin- sældalista kjósenda. En með því að grípa til aðgerða eins og skattahækkana og niðurskurðar í ríkisfjármál- um, hefur Alþýðuflokkur- inn sýnt og sannað að hann er ábyrgur flokkur. Tekist á við ábyrgðina Freistandi hefði verið fyrir forystu Alþýðuflokks- ins að viðhalda síðasta stjómarsamstarfi með Framsókn og Alþýðu- bandalagi og vera í forsæti þeirrar stjómar. En eins og kunnugt er bauð Ólafur R. Grímsson formanni Al- þýðuflokksins forsætis- ráðuneytið ef það yrði til þess að viðhalda stjómar- samstarfi flokkanna eftir kosningar 1991. Forysta Alþýðuflokksins sá hinsvegar effir þriggja ára stjómarsamvinnu við áðurgreinda flokka, að þannig stjómarsamstarf skilaði litlu nema stærri vanda. Ríkisstjóm Stein- gríms Hermannssonar frá 1988 til 1991 tókekkiáerf- iðleikunum og skildi eftir sig svo gríðarleg vandamál að núverandi stjómarflokk- ar em enn að vinna úr þeim. Alþýðuflokkurinn hefur tekið ábyrgð á þessum vanda og enn hef ég ekki séð forystumenn Fram- sóknar og Alþýðubanda- lagsins gera slíkt hið sama. Ábyrgð hefur Alþýðu- flokkurinn til að mynda sýnt með því að fara í stjóm með þeirri flokki sem tilbú- inn var að takast á við vand- ann, það er Sjálfstæðis- flokknum. EES-samningurinn stærsta afrekið Nú hafa núverandi stjómarflokkar verið saman í stjóm á þriðja ár. Árangur hennar hefur verið viðun- andi. Rikisstjómin hefúr skorið niður ríkisútgjöld varanlega, en á móti hefur hún gert skattabreytingar. Hún hefur hækkað skatta, svo sem tekjuskatt, en lækkað skatta atvinnulífs- ins, til dæmis með afnámi aðstöðugjalds. Ríkisstjóm- in hefur staðið fyrir lang- þráðri vaxtalækkun sem bæði heimilin í landinu og atvinnulífið mun njóta góðs af. Stærsta afrek ríkisstjóm- arinnar að mínu mati er þó EES- samningurinn. Hann tók gildi nú um áramótin og mun hafa gríðarleg áhrif hér á landi. Það kostaði blóð, svita og tár að tryggja aðild Islands að samningn- um. Andstæðingamir vom öflugir og gripu oft til ómaklegra aðferða, sem er engum sæmandi, til að berj- ast gegn aðild Islands að samningnum. En samning- urinn er staðreynd í dag og því ber okkur Islendingum að halda vel á spilunum til að geta nýtt okkur samn- inginn til fulls, þjóðinni til heilla og framfara. Fylgi í skoðanakönnunum Þó svo að Alþýðuflokk- urinn hafi undanfarið mælst með lítið fylgi í skoðana- könnunum, þá er það skoð- un mín að fylgi flokksins sé meira og að ástæðulaust er að óttast. Eg minni á að þegar stjóm Steingríms Hermannssonar var við lýði, mældist Alþýðuflokk- urinn oft með minna fylgi í skoðanakönnunum en í dag, en samt fékk flokkur- inn 15% atkvæða í síðustu kosningum. Skoðanakannanir em eitt og kosningar em annað og þegar fólk þarf að gera upp hug sinn í næstu kosning- um hvaða flokk það styður, mun Alþýðuflokkurinn halda hlut sínum á þingi. Kjósendur munu meta það við Alþýðuflokkinn að hann hefur ekki bmgðist á örlagatímum. Hins vegar tel ég áhyggjuefni fyrir forystu- menn stjómarandstöðunn- ar, það er Framsóknar og Alþýðubandalags, hversu lítið fylgi þeirra flokkar hafa samkvæmt skoðana- könnunum, því miðað við að þeir em í stjómarand- stöðu ætti fylgi þessara flokka að vera meira. Hvað Kvennalistann varðar, þá mælist sá flokkur með mikið fylgi núna í dag - en hann mældist jafnvel með meira fylgi á miðju síðasta kjörtímabili og ekki naut hann þess í síðustu kosningum. Kvennalistinn er flokkur óljósrar stefnu og hefur aldrei verið í ríkis- stjóm. Því hefur stefna hans aldrei sannfært kjósendur þegar á hólminn er komið og tel ég það fylgi sem Kvennalistinn mælist með í dag muni minnka, sem nær dregur að kosningum. Gott starf má alltaf bæta Að lokum vil ég endur- taka að staða Alþýðu- flokksins í dag er viðunandi en gott starf má alltaf bæta. Eg er bjartsýnn á að Al- þýðuflokkurinn komi til með að fá meira fylgi í skoðanakönnunum á kom- andi ári af því að fólk sér það í hendi sér að störf hans í ríkisstjórn em störf sem unnin em af ábyrgð og festu. Með nýárskveðju! Höfundur er forseti mál- stofu Félags ungra jafnað- armanna íReykjavík um stjórnmál. -N ú er sótt að flokknum,“ skrifar Hofsæsingur. „Kannski ekki síst vegna þess að mörgum svíða yfirburðir formannsins, sem hefur veitt foringjum annarra safnaða marga skráveifuna í stór- orrustum síðustu missera...Og mér finnst satt að segja að flokksmenn standi sig illa í vöminni. Alþýðuflokkurinn hefur undir forystu Jóns Baldvins náð ótrúlega góðum árangri síðustu árin. Eg hirði ekki um að telja upp ávinningana nema í stikkorð- um, - Staðgreiðslubyltingin frá 1987, verðbólgudraugurinn kveðinn niður, erlendar skuldir að minnka, húsnæðisátakið, vaxtalækkunin, EES - og landbúnaðarstefnunni gjörbylt með GATT.“ Og Hofsæsingur heldur áfram: „Andspænis öllum þessum sigr- um sem aðrir flokkar myndu berja sér á bijóst yftr í sigurvímu, þá hanga jafnaðarmenn í keng, finnast þeir hafa áorkað Iitlu, fara á taugum í hvert einasta skipti sem kemur ný skoðanakönnun. .. .Menn verða að meta sín eigin verk að verðleikum, ef þeir ætla að hafa sjálfstraust. Og tapi þeir sjálfstraustinu, þá tapa þeir líka trúnaðartrausti annarra. Alþýðuflokkurinn nær sér aldrei upp úr lægðinni nema flokksmenn skilji hvað hefur áunnist og hafí kjark til að fara út og prédika. Þeir eiga ekki að hengja haus, heldur standa uppréttir og gleðjast yfír því sem vel hefur verið gert, - og segja þjóðinni það!“ Orð hins djarfa Hofsæsings eru í tíma töluð. Liðsmenn Alþýðu- flokksins eiga að gera þau að sinni herhvöt. Jafnaðarmenn hafa unnið þrekvirki á mörgum sviðum þjóðlífsins á undangengnum misserum og árum; þeir hafa náð í höfn stórmálum. Þeir verða hins vegar að kunna þá list að gleðjast yfír eigin verkum, skilja þegar áfangarnir vinnast. Vetja sinn flokk, sinn foringja, og sín málefni þegar þörf krefúr. ALÞYÐUBLAÐIÐ - SAKLAUST AF SYNIKENNSLUI GERVI- SPRENGJUGERÐ! - Strákar, er’etta ekki „eins og bökuð kartafla í álpappír með þræði út úr“?!? Alþýöublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.