Alþýðublaðið - 18.02.1994, Side 2

Alþýðublaðið - 18.02.1994, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ TIÐIKDI Föstudagur 18. febrúar 1994 HíMfllíBÍHBÍB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurðsson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð f lausasölu kr. 140 Ringulreið í Ráðhúsinu Innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík magnast nú spenna og óróleiki vegna dapurs gengis flokksins í skoðanakönnunum vegna kosninga til borgarstjórnar. Það er að vonum. Allt frá því í nóvember hafa niðurstöður kannana bent til þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn tapi hinum mikilvæga meirihluta sínum í borginni. Flestir gerðu ráð fyrir því, að sú mikla athygli sem beindist að fjölmennu prófkjöri flokksins um framboðslista myndi auka fylgi flokksins umtalsvert. Þær væntingar efldust meðal sjálf- stæðismanna þegar prófkjörið var afstaðið, enda var það almenn skoðun jafnt þeirra sem annarra, að listinn sem kom út úr kjörinu hefði verið mjög sterkur. Niðurstaðan varð hins vegar önnur; tvær skoðanakannanir sem birtust í kjölfar prófkjörsins sýndu áfram, að allt benti til yfirburða sigurs Reykjavíkurlistans. Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa því æma ástæðu til að skelf- ast. Enda leita þeir nú dymm og dyngjum að ráðum til að bæta stöðu sína. A síðustu vikum hefur þannig gætt róttækra stefnu- breytinga í liði borgarfulltrúanna í þeim málum, sem umdeildust em. Staðsetning Hæstaréttarhúss er eitt dæmi, og augljóst. Miklar mótbámr gegn því að setja húsið niður aftan við Safnahúsið við Hverfisgötu. En bygging þess á þeim stað myndi rýra allt í senn; Amarhvál, Safnahúsið sjálft og Amarhól, sem hafa verið gróin kennileiti í landslagi borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó dauíheyrst við öllum kröfum um breytta staðsetningu. Eftir síð- ustu kannanir greip hins vegar þvflíkt fát um sig í Ráðhúsinu að borgarfulltrúamir settu forystu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn úrslitakosti; annaðhvort yrði húsið byggt annars staðar, eða ráð- herrar flokksins yrðu gerðir ábyrgir fyrir væntanlegum missi meirihlutans í borginni. Niðurstaðan varð eins og menn þekkja; óttinn við kjósendur leiddi til þess að húsið var flutt. SvR hf. er annað dæmi. Framkoma flokksins við starfsmenn SVR er auðvitað hneyksli, og loforð forystu borgarinnar við þá margbrotin. En nú hefur það loksins mnnið upp fyrir borgarfull- trúum flokksins, að SVR hf. er eitt versta málið, sem sjálfstæðis- menn í Reykjavík hafa lent í. Nú ryðjast þeir hver um annan þveran í fjölmiðla og keppast við að lýsa því yfir, að málið verði „lagfært“ og það verði „staðið við gefin loforð.“ En hvar em efndirnar? Þær sjást ekki enn. Sjálfstæðismenn koma sér einfald- lega ekki saman um hvemig eigi að lagfæra sárin, sem SVR hef- ur veitt þeim. Og kanski er það ekki hægt. Afstaðan til Markúsar Arnar, borgarstjóraefnis flokksins, er þriðja dæmið. Auðvitað blandast engum hugur um, að hann er veikasti frambjóðandinn á lista flokksins í vor. Fjórðungur harð- asta fylgisins, flokksmannanna sjálfra, hafnaði honum í próf- kjörinu á dögunum. Borgarfulltrúamir sjálfir tala leynt og ljóst um það, að nauðsynlegt sé að fá annað borgarstjóraefni. í þeirra eigin röðum em nú uppi hugmyndir um að fá Ellert B. Schram í stað Markúsar Amar. Auðvitað em svona vangaveltur innan Sjálfstæðisflokksins ekkert annað en staðfesting á því útbreidda viðhorfi að mannkostir Markúsar Amar - sem em umtalsverðir - njóti sín betur í öðra en kastljósi fjölmiðla á hásæti borgarstjór- ans í Reykjavík. Hins vegar er staðan sú, að það myndi litlu skipta fyrir úrslitin, þó Ellert B. Schram verði sjanghæjaður sem borgarstjóraefni. Það em einfaldlega önnur lögmál að verki í borginni, sem hafa molað gmnninn undan styrk sjálfstæðismanna í borginni. Kosn- ingafléttur af því tagi verða úr þessu einungis til að undirstrika, að í herbúðum sjálfstæðismanna í Reykjavík ríkir ringulreið og fát, þar sem enginn skipstjóri virðist stinga út kúrsinn. Og fram- undan em boðar og sker, - eins og mun koma fram í kosningun- um í lok maí. LÆKKANIR SKILA SÉR EKKITIL NEYTENDA - kúabændur lækka verðið stöðugt, en salan eykst ekki meðan útsöluverðið hreyfist ekki Frá nautakjötsveislu Jónasar Þórs Jónssonar kjötiðnaðarmanns ífélagsmiðstöð jafnað- armanna í Reykjavíkfyrir stuttu. Sigurgeir Þorgeirsson, aðstoðarmaður landbúnaðarráð- herra, virðist hlakka til átsins. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Kúabændur eru arg- ir út í kaupmenn, kjö- tvinnslur, og samtök neytenda. Þeir segjast hafa tekið á sig hundr- uð milljóna skerðingar með Iækkuðum verð- um á nautakjöti. Lækkanir framleið- endanna hafa ekki skil- að sér alla leið til neyt- enda. Kaupmenn hafa nánast ekkert lækkað verðið í búðum sínum og Neytendasamtökin hafa sofnað á verðin- um. Nautakjöt hefur því ekki selst í þeim mæli sem bændur höfðu vænst. Meðalverðið hefur lækkað um 25% Hagstofa íslands tekur mánaðarlega saman veg- in meðaltöl á gúllasi og nautahakki í fjölmörgum verslunum vegna út- reikninga á vísitölu framfærslukostnaðar. Bændur benda á þessa útreikninga máli sínu til stuðnings, auk þess sem Samtök kúabænda hafa fylgst náið með verðþró- un á afurðunum í smá- söluverslunum. Gúllas og hakk segja bændur því vera mjög áreiðan- lega vömflokka til mæl- inga á verðbreytingum í smásölu á nautakjöti til neytenda. Meta megi af öryggi heildarþróun verðsins í smásölu yfir langt tímabil. Síðan í mars 1992 hef- ur meðalverð til bænda lækkað um fjórðung, 25%, á ungneytakjöti miðað við meðaltal fyrir janúar og febrúar í ár. Verð á UNl kjöti, besta flokki nautakjöts, hefur til dæmis lækkað um 35%. Smásöluverð á gúllasi og nautahakki hefur hinsvegar ekki lækkað nema um 2%. Meðalverðið allt tíma- bilið á þessum kjötvör- um hefur hinsvegar ekki lækkað. Vilja ekki benda á „sökudólga“ Valdimar Einarsson, bóndi á Skarði í Lunda- reykjadal, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda, sagði í sam- tali við Alþýðublaðið að sér virtist að lækkanir bænda gæfu tilefni til 15-20% lækkunar á út- söluverði nautakjöts. Sagði Valdimar for- ráðamenn Landssam- bands kúabænda ekki vilja benda á einstaka milliliði eða verslanir varðandi hversu illa verðlækkanir hafa skilað sér til neytenda. Það eft- irlit eigi að vera á könnu Neytendasamtakanna. Hvar eru Neytendasamtökin? Bændur telja að þau samtök hafi bm'gðist illa væntingum félaga sinna og sýnt andvaraleysi. Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neytendasam- takanna, vísar þessum ákúmm á bug, og segir að bændur hafí látið undir höfuð leggjast að láta Neytendasamtökin vita af þeirri verðlækkun sem bændur hafa staðið fyrir á nautakjöti. Bænd- ur segja á móti að Jó- hannesi hafi verið full- kunnugt um lækkanir framleiðenda nautakjöts. Þeir vilja nú efna til sam- starfs við verkalýðsfé- lögin varðandi verðeftir- lit á nautakjöti. Bændur benda einnig á að í landinu ríkir frjáls verðlagning á kjötvör- um. Því er heimilt að leggja á vömmar eftir því hvemig samkeppnin þróast á kjötmarkaðnum. En bændur benda einnig á að það hljóti að vera áleitin spuming hversu öflug samkeppni hefur verið á milli verslana við sölu á nautakjöti og kjöt- vömm almennt, miðað við þá hörðu samkeppni sem er í verðum til bænda. Ekki við kaupmenn að sakast Magnús E. Finnsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna, sagði í samtali við Al- þýðublaðið í gær að ekki væri við kaupmenn að sakast í þessu máli. í verslunum innan sam- takanna hefðu átt sér stað stórfelldar verð- lækkanir á nautakjöti og þær auglýstar í fjölmiðl- um. Það væri helst í verslunum bændanna sjálfra úti á landsbyggð- inni sem pottur hefði reynst brotinn. Magnús sagði að vitað væri að álagningin sem kaup- menn höfðu á sínum tíma hefði verið aðeins rúm 17% og sala á kjöti hefði varla staðið undir kostnaði. Allir hefðu vit- að að þarf þyrfti meiri álagningu. Magnús sagði að kaupmenn vildu fyrir alla muni hafa gott sam- band við bændur. Það samband hefði því mið- ur verið of lítið, bændur hefðu ekki sýnt vilja eða áhuga á að kynnast mál- efnum verslunarinnar. Það hlyti þó að vera af hinu góða að bændur og kaupmenn kynntust, enda ættu þeir sameigin- legra hagsmuna að gæta, þegar grannt væri skoð- að. STORUTSALA! Gluggatjaldaefni frá kr. 200 Rúmteppaefni kr. 995 Handklæði og fleira. 20% afsláttur af öórum vörum Opið ki. 10-18, laugardaga kl. 10-16. GARDINUBUÐIN Skipholti 35, sími 35677.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.