Alþýðublaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.03.1994, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 2. mars verður haldinn opinn íundur um sjálf- stæði Seðlabankans á vegum Sambands ungra jafnaðarmanna og Vcrðandi - féiags ungs Alþýðubandalagsfólks. Fundurinn verður haldinn á Hótel Holiday Inn, jarðhæð, og hefst klukkan 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Fyrirlesarar verða Steingrímur Hermannsson alþingismaður, Már Guðmundsson hagfræðingur og Arnór Benónýsson leikari og varaformaður fulltníaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík. Fundarstjórar verða BoIIi Runólfur Valgarðsson vara- formaður SUJ og Helgi Hjörvar varaformaður Verðandi. Austfjarðabændur vilja að árnar verði á sínum stað AUSTFIRSKIR bændur fluttu í gær erindi á búnaðarþingi þar sem þeir mót- mæla „I1utningi“ á Jökulsá á Fjöllum og Jökulsá á Dal, austur í Fljótsdal, vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda þar sem það muni valda ófyrirséðri um- hverfisröskun og loftslagsbreytingu. Tilliigu um þetta efni samþykki Félag skógarbænda á Fljótsdaishéraði í fyrra, og nú er hnykkt á hcnni. Náttúruverndarsamtök Austurlands ítrekuðu á dögunum fyrri samþykktir um þessa fyrirhuguðu stórviricjun norðan Vatnajökuls og varar við ófyrirsjáanlegum afleiðing- um þess að veita hluia af rennsli stóránna tveggja til austurs. Ennfremur vara samtiik- in við aflciðingum uppistöðulóns á Eyjabakkasvæðinu vcgna sérstöðu þess svæðis. Virkjunin sem bændur tala um sem fyrirhugaða, er Fljótsdalsvirkjun. Hún er reynd- ar ekki inni í myndinni enn um stundir og ekki sýnilegt að neinar breytingar verði þar á, á næstu árum. Allir settir í einkennisbúning í Kópavogi BÆJARSTJÓRINN í Kópavogi vinnur þessa dagana við að semja reglugerð um notkun einkennLsbúninga starfsfólks bæjarins. Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram tillögu þess efnis að bærinn útvegi fastráðnu starfsfólki sínu einkenn- isfatnað. Gcrt er ráð fyrir að starfsl'ólki við afgrciðslustörf á bæjarskrifstofu, tæknidcild, fræðslu- og menningarskrifstofu og félagsmálastofnun, verði afhentur einkennisfatn- aður í fyrsta áfanga og síðar samkvæmt sérstakri reglugerð og samkomulagi við Starfsmannafélag Kópavogs. S A M ,T O K UM ADSKILNAD RÍKIS OG KIRKJU JSjorgvin upplýsingar og skráning stofnenda s: 95-22710 (kl. 17-191 MÞYDU6UBI9 T | 1 UM ADSKILNAD RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda JJjorgvin s: 95-22710 Ikl. 17-191 Miðvikudagur 2. mars 1994 34. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR STUTTFRETTIR Félag ungra jafnaöarmanna stofnaó á Norðurlandi Eystra UM SÍÐUSTU hclgi var stofnfundur Félags ungra jafnaðarmannu á Norðurlandi Eystra haldinn á Húsavík. Formaður þess var kjörinn Benóný Valur Jakobsson matreiðsluncmi. Að sögn Benónýs mun féiagið sækja um aðild að Sambandi ungra jafnaðar- manna og væntir þess að vera tekið inn í það á næsta sambandsstjórnarfundi sem verður væntanlega í þessum mánuði. Magnús Ámi Magnússon, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, kveðst fagna þvf að vcrið væri að stofna félög út um landið. „Við erum óðum að fylla í þær eyður sem eru á Islandskortinu okkar. Ég vona að það verði starfandi Félög ungra jafnaðarmanna um allt land þegar næsta haust. FUJ á Norðurlandi Eystra nær til ekki til Eyjafjarðar- svæðisins, heldur eingöngu til Þingeyjarsýslna. Heimili þess og vamarþing er á Húsavík. BENÓNÝ VALVR. MAGNÚSÁRNL Hundrað nýir ffélagar gengu í Félag ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði GRÉÐARLEG fjölgun varð í Félagi ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði um helgina í'tengslum við prófkjör Alþýðuflokksins þar í bæ. Þegar allt kom til alls munu hafa skráð sig um 100 nýir félagar, flestir ungir að árum. Það er talið hafa haft áhril' að fólki á aldrinum 16 til 18 ára var gefinn kostur á að kjósa í prótkjörinu, ef það skráði sig í Féiag ungra jafnaðarmanna. Félagið mun ef að líkum lætur nú hafa innan sinna raða um 300 félaga og því er það stærsta aðildarfélag Sambands ungra jafnaðannanna. Sanú háttur var viðhafður í prótkjöri Alþýðuflokksins í Kópavogi, en þar munu heimturekki hafa veriðjafn góðar, enda ekki eins mikið af ungu fólki f framboði. Að siign Hreins Hreinssonar, formanns FUJ í Kópavogi munu nýir félagar í tengslum við prófkjörið hafa verið vel á þriðja tuginn. SUJ og Verðandi halda opinn fund um sjálfstæði Seðlabankans Þingflokkur jafnaðarmanna álvktar: Rangur fréttaflutningur DV SERSTAKUR þing- flokksfundur var hald- inn hjá jafnaðarmönn- um í gær þar sem fyrst og fremst var fjallað um rangan fréttaUutn- ing DV af búvörudeilu stjórnarflokkanna. Þingflokkurinn sam- þykkti einróma mjög harðorða ályktun þar sem árásum DV er mótmælt. Ályktunin fer hér á eftir: „Vegna rangs frétta- flutnings DV í dag af af- Fréttaflutningur D V í gœr. stöðu þingflokks Al- þýðuflokksins til deilu stjómarflokkanna um búvömlögin vill þing- flokkurinn taka fram eftirfarandi: Þingflokkurinn var einróma í þeirri afstöðu að hafna algjörlega til- lögu formanns landbún- aðamefndar til breyt- inga á búvörulagafrum- varpi ríkisstjómarinnar. Þingflokkurinn hefur staðið á bak við mál- flutning formanns Al- þýðuflokks og stutt hann. Enda hefur hann flutt sjónarmið þing- llokksins í málinu. Þingflokkurinn lýsir ánægju með málalok sem hann telur að sé í samræmi við afstöðu þingflokksins og upp- haflegt samkomulag stjómarflokkanna. Fullur einhugur hefur ríkt frá fyrstu tíð í þing- flokki Álþýðuflokksins um afstöðuna lil bú- vörulagabreytinganna og fullyrðingar um hið gagnstæða em ósannar." Félagsmálaráðunevtið: Mikill fjöldi umsókna um starfsmenntastyrki Að þessu sinni verður 48 milljónum króna úthlutað ur starfsmenntasjóði MIKILL fjöldi um- sókna barst um styrki frá félagsmálaráðu- neytinu vegna starfs- menntunar í atvinnu- Iítinu. Umsóknarfrest- ur rann út 28. febrúar. Eftir er að fara yfír umsóknirnar en búist er við að sótt sé um styrki til allt að eitt hundrað verkefna líkt og í fyrra. Til úthlut- unar eru 48 milljónir króna. Starfsmenntastyrkj- um er úthlutað sam- kvæmt lögum frá 1992 um starfsmenntun í at- vinnulífínu og það ár var fyrst úthlutað úr starfsmenntasjóði félagsmálaráðuneytis- ins. I fyrra var einu sinni úthlutað úr sjóðnum en þá var sótt um styrki fyr- irnær 100 verkefni. Halldór Grönvold hjá ASI, sem á sæti í starfs- menntaráði sagði að yfirleitt væru flestar um- sóknir um styrki vegna samstarfsverkefna sam- taka atvinnurekenda og stéttarfélaga. Ráðið myndi fara yfir umsókn- ir á næstu vikum og stefnt væri að því að ljúka úthlutun styrkja í síðasta lagi fyrir 1. maí. Ekki er gert ráð fyrir að úthlutað verði aftur úr sjóðnum á yfirstandandi ári. Jafnan kæmu fleiri umsóknir en hægt væri að sinna og áhugi á end- urmenntun væri mjög að aukast. Halldór Grönvold sagði að eftir að úthlutun lyki væri haldinn opinn fundur með umsækjendum þar sem þeim væri gert grein fyrir úthlutun og hvaða rök lægju að baki hverjum styrk. I starfsmenntaráði sitja tveir fulltrúar til- nefndir af ASI, einn frá BSRB, tveir frá VSÍ, einn frá Vinnumálasam- bandi samvinnuféiaga og einn er skipaður af félagsmálaráðherra. VlÐ KÓPAV OGSKIRKJU: „Sá sem laugast hefur, þarf ekki að þvost, heldur er hann allur hreinn.“ Alþýðublaðsmynd /Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.