Alþýðublaðið - 09.03.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.03.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ YMISLEGT Miövikudagur 9. mars 1994 VERA er komin út. Blaðið er að þessu sinni tileinkað konum á barmi kynfrelsis Ný VERA er kornin út. Þetta fyrsta tölublað árs- ins er tileinkað konum á barmi kynfrelsis. I blað- inu eru kynþarfir og kyn- hvöt kvenna til umfjöll- unar ásamt meyjarhaftinu og meydómnum sem skoðuð eru í nýju Ijósi. I kynningu útgefenda á þessu nýja tölublaði VERU segir meðal ann- ars: „Eru íslenskar konur kynfrelsaðar? Hversu opinskátt tala konur um unaðssemdir kynlífs, sjálfsfróun, kynferðislega draumóra eða hverskonar fullnægingu þær fái? Geta konur talað blygð- unarlaust um þessi mál? Er þessi umræða þörf innan kvennahreyfingar- innar? I nýjasta tölublaði VERU er leitað svara við þessu og mörgu öðm er viðkemur líft kynverunn- ar. „Kynlífsbyltingin er rétt að byrja,“ segir Jóna Ingibjörg meðal annars í ítarlegu viðtali við VERU um kynlífsum- ræðu okkar tíma. Mýtan um meyjar- haftið. Hvert er gildi meydómsins? Hvað er meyjarhaft? Minningar kvenna og karla um „- Auglýsing um framlagningu skattskrár 1993 og virðisaukaskattsskrá fyrir rekstrarárið 1992 í samræmi við 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt er hér með auglýst að álagningu skatta og kærumeðferð er lokið á alla aðila sem skattskyldir eru skv. framangreindum lögum, sbr. 1. kafla laga nr. 75/1981. I samræmi við 46. gr. laga nr. 50/1988, með síðari breytingum, um virðisaukaskatt, er hér með auglýst að virðisaukaskattur fyrir rekstrarárið 1992, liggur frammi en í henni er til- greindur ákvarðaður virðisaukaskattur eða endurgreiddur virðisaukaskattur hvers skatt- skylds aðila. Skattskrár og virðisaukaskattsskrár verða lagðar fram í öllum skattumdæmum miðviku- daginn 9. mars 1994 og liggja firammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi og hjá umboðs- mönnum skattstjóra í hveiju sveitarfélagi dagana 9. mars til 22. mars að báðum dögum meðtöldum. 9. mars 1994 Skattstjórinn í Reykjavík. Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi. Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestf jaröaumdæmi. Elín Arnadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi Vestra. Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi Eystra. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi. Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi. Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum. Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Sigmundur Stefánsson. KYNFRELSUN f (D KYENNA fyrsta skiptið" og viðtal við unga lesbíu sem „vildi afineyja sig sjálf". V A L D A - FEMÍNISMI er nýjasta slagorðið vestanhafs. Um- fjöllun um nýj- ustu bók banda- ríska rithöfundar- ins og femfnist- ans Naomi Wolf. Hún segir kvenfrelsisbarátt- una vera að ganga í end- umýjun lífdaga og konur geti öðlast mikil völd ef þær hætti að li'ta á sig sem fómarlömb og temji sér þess í stað hugsunarhátt sigurvegarans. Og mott- óið er: Ef byltingin þarf að vera leiðinleg, tek ég ekki þátt í henni!" VERA lítur einnig að venju á jafnréttis-bar- ómeterinn, tekur í sfðu Adams, gluggar í les- endabréfin og Elísabet Jökulsdóttir spinnur framhald sögunnar um mæður og dætur. Að auki er að finna í blaðinu: Kryddlegin hjörtu í (maga)máli og myndum; strákana og Evu Lunu; viðtal við leikkonur fram- tfðarinnar; nýtt „tíma- mótaverk" um íslenska þjóðfélagsþróun og margt fleira. Ritstýmr VERU em Nína Helgadóttir og Ragnhildur Vigfúsdóttir. Samtök um kvenna- lista gefa VERU út. Hún fæst á blaðsölustöðum og kostar 570 krónur. Askriftarsíminn er 22188 og er opinn allan sólar- hringinn. RAÐAUGLVSINGAR Vatnsveita Reykjavíku BM félagsmálastofnun reykjavíkurborgar I Síðumúla 39,108 Reykjavík, 2.678500 Samkeppni um útilistaverk /vatnslitaverk Vatnsveita Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum frá þeim, sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í lokaða samkeppni um gerð útilistaverks/vatnslistaverks. Þeir, sem hafa áhuga, sendi umsókn sína ásamt upplýs- ingum um listferil (sýningarskrár og bækur) til trúnaðar- manna dómnefndar fyrir 21. mars nk. Utanáskrift; Sam- keppni um útilistaverk/vatnslistaverk, c/o Ólafur Jónsson, túnaðarmaður dómnefndar, pósthólf 1115, 121 Reykjavík. Heimilt er að láta Ijósmyndir og skyggnur fylgja umsókn. Dómnefnd, skipuð af fulltrúum útboðsaðila og SÍM, mun velja fimm aðila úr hópi umsækjenda til að gera tillögur að umræddu verkefni í lokaðri samkeppni. Samkeppnin er lokuð hugmyndasamkeppni; samkeppni þar sem einvörðungu er gert ráð fyrir að þátttakendur skili inn frumdrögum ásamt stuttri lýsingu á hugmynd. Sam- keppnin verður- haldin samkvæmt samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna. Tilgangur sam- keppninnar er að fá fram tillögur (að útilistaverki/vatnlista- verki), sem til þess eru fallnar að útfæra í fullri stærð. Ákvörðun verður- tekin, að lokinni samkeppni um hvaða verk verður valið til útfærslu, ef um framkvæmd verksins semst. Gert er ráð fyrir að val á þátttakendum og samkeppnislýs- ing liggi fyrir 25. mars nk. Stefnt er að því að gerð lista- verksins og uppsetningu verði lokið á hausti komanda. Nánari upplýsingar gefur trúnaðarmaður í símum 37452/681770, kl. 17-18. Alþýðublaðið sími 62-55-66 Styrktar fósturfjölskyldur (professional) fyrir unglinga óskast Við óskum eftir samstarfi við fjölskyldur í Reykjavík og næsta nágrenni sem tilbúnar eru til að fóstra ungling tíma- bundið á heimili sínu. Við leitum að fólki með menntun í uppeldis-, sálar- eða fé- lagsfræðum og/eða reynslu af vinnu með unglingum. Námskeið fyrir verðandi fósturfjölskyldur verður haldið á næstunni. Nánari upplýsingar veita Rúnar Halldórsson og Harpa Sigfúsdóttir, félagsráðgjafar vistunarsviðs, í síma 678500 milli kl. 9.00-12.00 næstu daga. BORGARVERKFRÆÐINGURINN í REYKJAVÍK GARÐYRKJUSTJÓRI Skúlatúni 2,105 Reykjavík, s. 632460 Húsverndarsjóður í apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndarsjóði Reykja- víkur. Hlutverk sjóðsins ejað veita lán til viðgerða og end- urgerðar á húsnæði í Reykjavík sem hefur sérstakt varð- veislugildi af sögulegum eða byggingasögulegum ástæð- um. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikning- ar og umsögn Árbæjarsafns. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1994 og skal umsóknum stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur komið á skrif- stofu Garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík. HAFNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Útboð Sjóvörn á Seltjarnarnesi Hafnamálastofnun ríkisins óskar eftir tilboðum í gerð um 300 metra langs sjóvarnargarðs á norðanverðu Seltjarn- arnesi. Innifalið í verkinu er öll efnisútvegun, sem er áætl- uð 2.500 til 3.000 m3 af grjóti, 0,2 til 3,01 og um 1.000 m3 af kjarna, flutningur og röðun í garð. Vinna við verkið getur hafist strax að samningum gerðum. Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. maí 1994. Útboðsgögn verða afhent á Vita- og hafnamálaskrifstofunni, Vesturvör 2, Kópavogi, frá 8. mars, gegn 5.000,- greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 22. mars 1994, kl. 11.00. Hafnamálastofnun ríkisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.