Alþýðublaðið - 15.03.1994, Page 1

Alþýðublaðið - 15.03.1994, Page 1
ffliniio Þriðjudagur 15. mars 1994 41 .TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk Markús Örn Antonsson segir af sér sem boniarstióri og hættir í borgarmálapólitík - Arni Sigfússon hefur verið útnefndur eftirmaður hans og boðar nviar áherslur: ÍHALDH) í Kreppu Við getum alveg leyft okkur að kalla það kreppu, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í núna upp á síðkastið,“ segir Markús Örn „ÞAÐ VAR mitt mat á nið- urstöðum skoðanakannana og þess stutta tíma sem er til kosn- inga að þessi ákvörðun mín gæti orðið mikilsverður þáttur í því að við næðum flokkslega nýju útspili til að brjótast út úr þeirri kreppu, við getum alveg leyft okkur að kalla það kreppu, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur verið í núna upp á síðkastið með tilliti til borgar- stjórnarkosninganna. Eg held að það fari ekki milli mála að það ástand hafi verið hér til staðar og mjög umtalað og all- ir gert sér grein fyrir því,“ sagði Markús Örn Antonsson borgarstjóri er hann tilkynnti afsögn sína á blaðamanna- fundi í gær og brotthvarf sitt úr borgarmálapólitík. Ami Sigfússon borgarfulltrúi, sem Markús tilnefndi sem eftir- mann sinn, tekur við staríi borgarstjóra á fimmtudaginn og leiðir lista sjálístæðismanna við borgarstjórnarkosningarn- ar. Árni sagði á blaðamanna- fundinum að þessi ákvörðun kynni að virka illa á kjósendur en hann vonaði einlæglega að svo færi ekki. Markús Öm Antonsson borg- arstjóri kvaðst hafa boðað borg- arstjómarflokk Sjálfstæðis- flokksins á fund klukkan átta í gærmorgun. Þar hefði hann lesið bréf frá sér sem stflað var á kjör- nefnd Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjómarkosninganna í vor. í bréfinu reifar Markús Öm til- drög þess að hann tók við starfi borgarstjóra í júní 1991 og fyrri störf sín sem borgarfulltrúi. Hann segist vera þakklátur fyrir þá við- urkenningu sem hann hafi hlotið fyrir störf sín með útkomunni í nýafstöðnu prófkjöri flokksins. Síðan segir í bréfinu: Hagsmunir höfuðborgarinnar „Það hefur á hinn bóginn valdið mér miklum vonbrigðum að skoðanakannanir hafa nú að loknu prófkjöri ítrekað bent til að Sjálfstæðisflokkurinn eigi undir högg að sækja í borgarstjómar- kosningunum í vor. Eg get ekki hugsað mér að persónulegir hagsmunir mínir eða metnaður standi í vegi þess að kjömefnd nái að stilla upp eins sigurstrang- legum lista og verða kann. Hags- munir höfuðborgarinnar em í húfi og allt annað verður að víkja þegar sú hætta vofir yfir að stjóm borgarinnar falli í skaut fimm til sex flokka og flokksbrota á vinstri væng og dagleg hrossa- kaup þessara afla við stjóm borg- arinnar verði henni til stór skaða. Eg hef litið á stöðu mína á vett- vangi borgarmála í þessari seinni lotu sem tímabundið ástand er gæti tekið enda jafn fyrirvaralítið og til þess var stofnað. Síst af öllu vil ég sitja sem fastast og koma í veg fyrir breytingu sem full ástæða er til að ætla að geti nýst flokknum vel við þau erfiðu skilyrði sem nú er við að etja. Með hagsmuni Sjálfstæðis- flokksins og borgarbúa að leiðar- ljósi hef ég eftir vandlega íhugun komist að þeirri niðurstöðu að kjömefnd, fulltrúaráðið og fram- bjóðendahópurinn þurfi að hafa óbundnar hendur um skipan for- ystunnar við þessar sérstæðu kringumstæður. Nýtt útspil með endumýjaðri forystu gæti gert gæfumuninn í borgarstjómar- kosningunum. Því hef ég ákveð- ið að draga mig í hlé og gefa ekki kost á mér til setu í framvarða- sveit flokksins við kosningamar í maí. Vænti ég þess að samhentur frambjóðendahópur undir nýrri forystu geti snúið vöm í sókn og stuðlað að sigri Sjálfstæðis- flokksins sem hlýtur að \tera tak- mark okkar allra." Markús Öm sagði að í frarn- haldi af kynningu þessa bréfs á fundinum hafi verið ákveðið samkvænrt tillögu sinni að Ámi Sigfússon borgarfulltrúi tæki við embætti borgarstjóra. Ami tæki við að loknum borgarstjómar- fundi á fimmtudaginn en hann hefði fengið mjög glæsilega út- komu í prófkjörinu: Með nýjum mönnum koma nýjar áherslur Ámi Sigfússon sagði að það hefði komið sér mjög mikið á óvart þegar Markús Öm hefði komið til sín á laugardaginn og sagt sér frá ákvörðun sinni. „Með nýjum mönnum koma eðlilega nýjar áherslur. Við Markús höfum starfað vel saman og hann hefur stutt mig vel í þeim málum sem ég hef verið að glíma við. Nú vil ég fá að gera enn betur. Nú vil ég fá að sjá mína drauma rætast. Það er stutt til kosninga og mikilvægt að við nýtum tímann vel. Við Markús vonum að þessar ákvarðanir okk- ar verði til þess að efla stuðning við sjálfstæðismenn," sagði Ámi Sigfússon. Ámi sagði sjötíu og fimm daga til kosninga. Þann tíma þyrfti að nota til að vinna á það forskot sem sameiginlegi listinn virtist hafa. Ámi sagðist líta svo á að það væm tvö meginverkefni sem þurfti að vinna að. Annars vegar væm það atvinnumálin þar sem þyrfti að fjölga vellaunuðum störfum og útrýma atvinnuleysi, I þessu máli væri mjög mikil- vægt að ná samstöðu með fulltrú- um launþega og atvinnuveitenda. Hinn þátturinn tengdist málefn- um Ijölskyldunnar. Það væri mjög mikilvægt að byggja upp umhverfi Qölskyldunnar sem verði meira fræðandi, ömggara og skemmtilegra heldur en nú er. Varðandi einkavæðingu borg- arfyrirtækja sagði Ámi Sigfús- son að sala á Bæjarútgerðinni og Pípugerðinni hefði gefist vel. Hins vegar sæi hann ekki rökin fyrir því að breyta þjónustufyrir- tækjum borgarinnar sem ekki byggju við samkeppni yfir í einkafyrirtæki. Ákvöröun Markúsar á sér ekld fordæmi Markús Öm Antonsson sagð- ist hafa tilkynnt Davíð Oddssyni ákvörðun sína á fimmtudaginn. Davíð hefði orðið mjög undrandi og þeir rætt málið lengi en for- maðurinn fallist á það sjónarmið sitt að þetta gæti orðið til að opna nýjar leiðir fyrir flokkinn í þess- ari hörðu kosningabaráttu sem framundan væri. Markús taldi að margar ástæð- ur lægju að baki slæmu gengi flokksins í skoðanakönnunum. - Þrátt fyrir ákveðnar vísbend- ingar um það að staðan hjá okkur hefði versnað síðustu vikumar fyrir prófkjörið þá væntum við þess að með því umtali sem fylg- ir prófkjörinu gæti það virkað sem lyftistong fyrir okkur. Hins vegar komu skoðana- kannanir fram þar sem niður- stöður bentu til hins gagnstæða og var raunverulega ekkert að gerast í framhaldi af ptpkjörinu. Það var í ljósi þeirra atvika sem ég fór að skoða þetta mál upp á nýtt af minni hálfu og lagði mjög raunsætt mat á það að til þess að ná þeirri uppsveiflu sem flokkur- inn þarf þyrfti að breyta ímynd forystunnar. Það er það sem ligg- ur hér til grundvallar, kalt og raunsætt mat mitt, sagði Markús Öm. Hann sagðist ekki vita dærni þess að stjómmálaleiðtogi hér- lendis hefði áður sagt af sér vegna niðurstöðu skoðanakann- ana. Markús Öm Antonsson sagð- ist ekki vita hvað hann tæki sér fyrir hendur í framtíðinni en hann ætti inni nokkuð sumarfn' hjá borginni. MARKÚS ÖRN ANTONSSON og ÁRNISIG- FÚSSON koma til blaðamannafundar í gœr- dag á Hótel Borg þar sem Markús Örn til- kynnti að hann œtlaði ekki að gefa kost á sér í framvarðasveit Sjálfstœðisflokksins við borg- arstjórnarkosningarnar í vor. Árni Sigfússon tekur við embœtti borgarstjóra nœstkomandi fimmtudag. Alþýðublaðsmynd /Einar Ólason Vegna gífurlegrar eftirspurnar bjóöum við uppá 27 daga aukaferð til Gran Canaría þann 14. apríl -11 maí. 14. apríl til 11. maí L Verð frá: ©Kr. 63.400,- Sérverð fyrir AÐEINS 22 SÆTI LAUS Overð miðast við tvo fullorðna í smáhýsi á BEACH FLOR. Föst aukagjöld innifalin. URVALS-FOtK ©Kr. 60.400,- Páskaferð 29. mars - 05. apríl ú. Olnnifalið: 6 nætur á Sachas Hotel, morgunverðarhlaðborð, Islensk fararstjórn, lerðir til og frá flugvelli. Ekki innifalið: Flugvallarskattur, forfallagjald, miðar á völlinn og skoðunarferðir. 30. mars: Uppseit - biðlisti 21. apríl: 22 sæti laus (Úrva!s*fólk) 18. maí: Örfá sæti laus 25. maí: Uppselt - biðlisti 01. júnf: Sæti laus 15. júnf: Sæti laus (2 vikur) 15. júní: Örfá sæti laus (3 vikur) 23. maí: Uppselt, biðlisti 30. maí: 17 sæti laus 06. júni': Sæti laus 13. júní: Sæti laus 20. júni: 4 sæti laus Áhugaverðar skoðunarferðir um viskíhéruð Skotlands, Edinborgarkastala, Skosku hálöndin, að ógleymdu skosku hátíðarkvöldi, og að sjálfsögðu gefum við farþegum kost á smá verslun í leiðinni. Verð: Kr. 42.655,- Páskaferð 30. mars - 05. apríl Old Trafford, góðir veitingastaðir, verslanir og fjölbreytt næturlíf. Verð frá: ©Kr. 48.925,- / / URVAL* UTSYIM Tryggingfyrir gœdum 1 Lágmúla 4, s: 699300 • Hafnarfirði, s: 652366 • Akureyri, s; 25000 • Umboðsmenn um land allt

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.