Alþýðublaðið - 29.03.1994, Side 2

Alþýðublaðið - 29.03.1994, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Þriðjudagur 29. mars 1994 HIMBIIBmiíIB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Hin óvægnu öfl sérhagsmunanna Morgunblaðið birti síðastliðinn sunnudag athyglisvert viðtal við Jón Ásbjömsson fiskverkanda. Árangur Jóns í sölu salt- fisks hefur vakið mikla athygli en hann seldi meðal annars um 2,6 tonn af saltfiski á Spánar- og Portúgalsmarkað og var söluverðmætið 819 milljónir króna. Það sem vekur ekki síður athygli er að Jón er tiltölulega nýbyijaður í saltfiskssölu. Hann hefur því ekki aðlagast því fiskveiðikerfi sem ríkt hefur á íslandi og ekki hefur hann hagsmuni af því að viðhalda því. Sjónarmið Jóns Ásbjömssonar einkennast því fremur af heil- brigðum athugasemdum en kjami máiflutnings hans er sá, að núverandi fiskveiðistefna skapi beinlínis atvinnuleysi og því sé brýnt að skipt verði um stefnu sem allra fyrst. Jón segir í Morgunblaðsviðtalinu meðal annars að þótt vel hafi gengið hjá sér, sé helsta vandamálið núverandi fiskveiði- stefna sem sé að drepa niður alla fiskvinnslu hér á landi: „Þró- unin annars staðar hefur orðið sú, að útgerðin hefur orðið við- skila við framleiðsluna en hér á landi hafa stjómvöld gengið ötullega fram í því að viðhalda þeirri samtengingu sem lengst af hefur verið hér á milli útgerðar og vinnslu fisks. Þetta veld- ur því að fyrirtæki sem ekki eiga útgerð og kvóta eiga í mikl- um erfiðleikum með að fá fisk að vinna úr.“ Jón segir ennfremur í viðtalinu að forsenda þessarar þróunar sé núverandi kvótastefna: „Hún hefur gert sterkum aðilum kleift að kaupa til sín æ meiri fiskkvóta frá hinum ýmsu stöð- um á landinu. Fiskinn láta þeir svo frystitogara veiða og láta vinna aflann um borð. Þetta veldur því að æ minni fiskur kem- ur á fiskmarkaðina sem svo aftur veldur atvinnuleysi í fisk- vinnslu víða um land. Þessi þróun skapar beinlínis atvinnu- leysi.“ Þegar ísland gerði samninginn um hið Evrópska efnahags- svæði á sínum tíma undir forystu Jóns Baldvins Hannibals- sonar utanríkisráðherra vom ein helstu rökin fyrir samningn- um varðandi hagsmuni íslands, að erlendir tollar Evrópusam- bandsríkjanna á unnum fiskvömm frá Islandi myndu leggjast af. Þetta þýddi að sjálfsögðu stóreflingu á fiskvinnslu innan- lands sem aftur leiðir af sér meiri atvinnu í landinu. Þannig var EES-samningurinn í reynd raunhæf byggðastefna. Því var það athyglisvert að fylgjast með andstæðingum samningsins á Alþingi sem fundu samningnum allt til foráttu. Það er einn- ig athyglisvert að skoða EES- samninginn í ljósi orða Jóns Ásbjömssonar. Skyldu hagsmunir kvótakónganna vera sam- tengdir áherslum þeirra í Evrópumálum? Það er spuming sem þyrfti athugunar við. Alvarlegasta málið er auðvitað að ríkjandi sérhagsmunaöfl á íslandi séu að stofna framtíð íslands í voðameð dyggri aðstoð ráðamanna. Þannig fara saman hagsmunir fárra útvaldra sem skapað hafa sér einokunaraðstöðu í spilltu kvótakerfi og ein- angrunarsinna sem hafa hag af því að loka landinu fyrir sam- keppni og heilbrigðum og nútímalegum verslunar- og við- skiptaháttum. ✓ I Evrópumálum eiga til dæmis sægreifar og kerfiskarlar land- búnaðarmyllunnar samleið. Það eru einmitt þessi óvægnu öfl sérhagsmunanna sem hika ekki við að framfleyta sjálfum sér á kostnað heildarinnar, sem þarf að uppræta í íslensku þjóðfé- lagi. Það hafa ekki allir einstaklingar dugnað, úthald og fram- sýni Jóns Ásbjömssonar að beijast gegn hinum óvægnu ein- okunar- og sérhagsmunaöflum. Hinn almenni borgari leggur framtíð sína í hendur þeirra einstaklinga sem hann kýs í lýð- ræðislegum kosningum. Ef kosnir fulltrúar almennings bregðast kjósendum er fátt eftir. UTAMRÍKISMAL - EVRÓRA / Mand á krossgötum - eftirjón BaJdvin Hanmbalsson utanrúdsráðherra * „A næsta ári gætu aðildarríkin að EFTA verið orðin aðeins þrjú; Island, Sviss og Liechtenstein.“ „Þau rfld, sem staðfesta ekki Urúgvæ-samninginn, hefðu þar með enga tryggingu fyrir því að þau njóti þeirra kjara sem tryggð eru með núgildandi GATT-samningi, hvað þá að þau njóti þeirra auknu réttinda sem * Urúgvæ-samningurinn myndi skapa þeim.“ Mun EFTA leysast upp? (3. grein) Innganga Islands í EFTA var á sínum tíma gæfuspor. Þar með var stigið stórt skref frá hefðbundinni haftastefnu og landið tengt fnversl- unarsamstarfi Vestur-Evrópuríkja. Nú er framtíð samtakanna óviss eftir að flest aðildamkin hafa lokið samningum um aðild að Evrópu- sambandinu. Á næsta ári gætu að- ildarríkin verið orðin aðeins þrjú; ísland, Sviss og Liechtenstein. Stofnskrá EFTA, Stokkhólmssátt- málinn, er sveigjanleg og hindrar ekki að stofnanir og starfslið EFTA sé aðhæft nýjum aðstæðum. Séð hefur verið til þess að ráðningar- samningar séu aðeins framlengdir eitt ár í senn og verið er að ræða hvemig áfallinn kostnaður skuli skiptast milli aðildarríkja. Það er þvf ekki tilefni til að óttast að fjár- hagslegar skuldbindingar EFTA verði Islandi óbærileg byrði, þótt aðildarríkjum fækki. Hins vegar verða verkefni íslenskrar stjóm- sýslu erfiðari viðfangs, þcgar sá bakhjarl, sem starfslið stofnunar- innar og önnur aðildarríki hafa ver- ið, er á braut. Þótt ekki beri að úti- loka að EFTA geti bæst liðsauki og ný aðildarríki, lítur þó út fýrir að flest þau ríki, sem til greina gætu komið, kjósi heldur að stefna beint á Evrópusambandsaðild. Síðasta spölinn í núverandi mynd verður EFTA undir leiðsögn Islands; ís- land tekur við formennsku samtak- anna l. júlí næstkomandi og Kjart- an Jóhannsson, sendiherra, verður aðalframkvæmdastjóri þeirra I. september. / Ahætta / Mandsef staðfesting Alþingisá GATT dregst (4. grein) f næsta mánuði verður skrifað undir lokatexta Úrugvæ-viðræðn- anna í Marrakesh og lýkur þar með 7-8 ára samningaferli með þátttöku á annað hundrað ríkja. Ekki er ákveðið hvenær Úrúgvæ-samning- urinn tekur gildi, en ráðgert er að það verði ábilinu l.janúartil l.júlí 1995. Bandaríkin leggja áherslu á að samningurinn taki gildi um næstu áramót og fara nú fram við- ræður um það mál. Úrúgvæ-samningurinn hefur grundvallarþýðingu bæði fyrir ís- land og fyrir heimsbúskapinn. Áætlað er að tekjuaukning í heim- inum vegna samningsins muni nema um 270 milljörðum Banda- ríkjadollara árlega innan tíu ára. Nauðsynlegt er að tryggja hlutdeild íslands í þessum búhnykk, sem gæti orðið einn helsti hvatinn til að leiða heimsbyggðina úr ríkjandi efnahagslægð. Bættefnahagsástand mun leiða til betra efnahagsum- hverfis og bættra viðskiptakjara íyrir Island. Stofnun sérstakrar alþjóðavið- skiptastofnunar, sem mun bæði sjá um framkvæmd þeirra alþjóðavið- skiptasamninga, sem undir hana heyra, og hafa eíitirlit með fram- kvæmd þeirra er eitt helsta nýmæli Úrúgvæ-viðræðnanna. Til þessa hafa verið takmarkaðir möguleikar á að framfylgja úrskurðum GATT í deilumálum. Stofnanaþáttur Úrúgvæ-samningsins hefur mikla þýðingu fyrir smærri ríki eins og ís- land, sem hafa takmarkað svigrúm til þess að knýja á um efndir samn- inga af þessu tagi. Áhætta íslands ef staðfesting GATT dregst Hafi einstök þátttökuríki Úrúgvæ-viðræðnanna ekki sam- þykkt samninginn við gildistökuna hafa þau tveggja ára frest til þess. Fyrr fá þau ekki aðild að alþjóða- viðskiptastofnuninni, né hlutdeild í þeim réttindum sem Úrúgvæ-samn- ingurinn veitir. Að tveggja ára frestinum liðnum verða þau ríki, sem vilja gerast aðilar að stofnun- inni, að semja um aðildina sérstak- lega. Þau aðildarríki, sem draga það að samþykkja nýja Úrúgvæ-samning- inn, taka mikla áhættu. Bandaríkin hafa lýst því yfir að við inngöng- una í alþjóðaviðskiptastofnunina muni þau jafnframt segja núgild- andi GATT-samningi upp. Með því hyggjast þau þrýsta á önnur ríki að fullgilda samninginn strax í upp- hafi. Talið er líklegt að fleiri ríki muni íylgja Bandaríkjunum eftir hvað þetta varðar. Þannig hafa þær hugmyndir verið uppi innan Norð- urlandahópsins, að rétt sé að fylgja fordæmi Bandaríkjanna. Þau ríki, sem staðfesta ekki Úrúgvæ-samninginn, hefðu þar með enga tryggingu fýrir því að þau njóti þeirra kjara sem tryggð eru með núgildandi GATT-samningi, hvað þá að þau njóti þeirra auknu réttinda sem Úrúgvæ-samningurinn myndi skapa þeim. Ávinningur íslands afGATT Á tímabili virtist sem ávinningur Islands af Úrúgvæ-samningnum varðandi sjávarafurðir yrði lítill. Áhöld voru jafnvel um hvort samið yrði um nokkrar tollalækkanir á fiski. Þetta breyttist hins vegar í desember síðastliðnum. Þá sendi Evrópusambandið inn tilboð um 33% lækkun að meðaltali á tollum á fiskafurðum og er nú reiknað með að þetta verði niðurstaðan almennt. Ekki er unnt, að svo stöddu, að reikna út þann ávinning, sem Island hefur af Úrúgvæ-samningnum í beinum tollalækkunum á sjávaraf- urðum eða öðrum útflutningsafurð- um Islands, eins og gert var með EES-samninginn, þar sem tilboð aðildarríkjanna hafa ekki enn verið gerð opinber. Þetta mun skýrast á allra næstu dögum. Skrifstofa GATT hefur þó reikn- að út til bráðabirgða hversu miklar tollalækkanir felast í tilboðum þeirra ríkja sem ísland gerði kröfur á í viðræðunum. Gefa þeir útreikn- ingar jregar nokkra vísbendingu. Þar kemur fram að tollar á sjáv- arafurðum þeim, sem fluttar hafa veríð frá Islandi til Banda- ríkjanna, lækki um 99%, en toll- ar til Kanada, Japan og Suður- Kóreu lækki á bilinu 30-40%. Sóknarfæri Eins og við á um EES-samning- inn, felst ávinningurinn af Úrúgvæ- samningnum ekki síst í þeim auknu útflutningstækifærum sem samn- ingurinn skapar. I mörgum tilfell- unt hafa tollmúrar staðið íslenskum útfiutningi fyrir þrifum. Með Úrúgvæ-samningnum ættu því að skapast aukin tækifæri og skilyrði til meiri hagvaxtar. Varðandi áhrif Úrugvæ-samn- ingsins á landbúnaðarmál setur samningstextinn nýjar leikreglur í viðskiptum með landbúnaðarafurð- ir og mun í fyllingu tímans draga úr þeim óeðlilegu viðskiptaháttum sem þar hafa tíðkast með niður- greiðslum og undirboðum. Textinn gefur hins vegar mjög rúmt svig- rúm til vemdar, þótt ætlast sé til þess að markaðir opnist frá því sem nú er. Frá alþjóðlegu sjónarmiði er mest um vert að samkomulag hefur náðst, ekki aðeins um landbúnað heldur einnig þjónustuviðskipti og stofnun alþjóðlegrar viðskipta- stofnunar, sem verður í ffamtíðinni einn helsti vettvangur samskipta ríkja heims á viðskiptasviðinu. Höfundur er uíanrödsráðherra og formaður Alþýðujlokksins Jafnaðarmmnaflokks íslaruis.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.