Alþýðublaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.05.1994, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 4. maí 1994 TIÐINDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Siðaneftid Blaðamannafélags íslands úrskurðar í kærumáli vegna viðtals í Tímanum: Blaðamaður og frétta- stjórí Túnans brutu í bága við siðareglur BI PALLBORÐIÐ: Sigrúrt Magnúsdóttir Lyklabam í óskilum „...nær helmingur þeirra loforða sem borgarstjóri gaf á göngustígn- um forðum eru á kostnað ríkis- sjóðs.“ Ámi Sigfússon borgar- stjóri heldur áfram að vand- ræðast með lykla. Nú er það loforðaskrá sjálfstæðis- ntanna í fjölskyldumálum. Lyklakippa ríkissjoös Borgarstjóri er einkenni- lega seinheppinn með þessa lykla. Það er engu líkara en að hann haldi að hann hafi f höndum lykla að ríkissjóði af því að nær heimingur |reirra loforða sem borgar- stjóri gaf á göngustígnúm forðum eru á kostnað ríkis- sjóðs. Mcr þykir ekki líklegt að þcir lyklar passi. Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur ekki verið sérstaklega örlát við sveitarfélögin í landittu. hcldur gcngið einhliða á rétt þeirra. Þó er Davíð borgar- fulllrúi í Reykjavík. Smekkvís borgarstjóri Það vil ég segja Áma Sig- fússyni til hróss að hann er smekkmaður. Hann tekur mörg af baráttutnálum okk- ar, aðstandenda Reykjav- íkurlistans, frá liðnunt mán- uðum og ámm og segist nú vilja betjast fyrir þeim þótt hann liafi ýmist barist á móú þeim cða ckki viljað taka undir með okkur þegar við báinm þau fram. Ég lagna þessum sinna- skiptum og vona að hann hjalpi okkur við að koma þeim í framkvæmd efúr kosningar í vor. Hitt cr ofrausn þegar hann tiikynnir sem kosn- ingaloforð verkefni sem þegar hafa vcrið ákveðin og framkvæmdir cru hafnar. Síðbúin fjölskyldupólitík Borgarstjóri lætur ttúna mikið yfir íjölskyldupólitík sinni. Óhjákvæmilcgt er að spyrja: „Hvers vegna hefur Ami og íhaldið ekki beitt sér fyrir fjölskyldumálefnum fyn?“ Þeir höfðu til þess bæði afi og tíma undanfarin kjör- tímabil. Hvers vegna hafa þeir ekki stytt biðlistana á ieikskólunum síðastliðin tóir ár? Stuðreyndin er sú að sjálfstæðismönnum hefur ekki einu sinni tekist að halda í horfinu. Átján barna , faðir úr Álíbeimum Það þýðir ekkert að láta málefni fjölskyldunnar sitja á hakanum í 60 ár og snúa svo við blaðinu nokkmm vikum fyrir kosningar. í þjóðsögum okkar ersagt frá umskiptingnum Átján bama föður úr Alflieimum. Umskipti þessa „lykla- barns“ Sjálfstæðisflokksins minna óneitanlega á þessa þjóðsögu. Svona umskipti em sann- arlega ekki trúverðug þegar haft er í huga að það eru borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sem stjóma bæði borg og ríki. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 1. sæti Reykjavíkurlistans. SIÐANEFND Blaða- mannafélags Islands hefur nú úrskurðað í kæru sem lögð var fram á hendur Árna Gunnarssyni, blaða- manni á Tímanum, vegna viðtals sem hann tók við Geir Snorrason og birt var í Tímanum 22. janúar 1994. Kærandi var Valborg Þ. Snævarr, fyrir hönd Vigdís- ar Violetu Rosento. Árni Gunnarsson og Birgir Guð- mundsson, fréttastjóri Tím- ans, teljast hafa brotið ákvæði 3. og 4. greinar siða- reglna Blaðamannafélags Islands. Brotið er ámælis- vert að mati nefndarinnar. Úrskurður Siðanefndar BÍ er á þessa leið (leturbreyting- ar eru blaðsins): „Málið var kært með bréfi dagsettu 21. rnars 1994, og barst siðanefnd 23. mars 1994. Nefndin fjall- aði um málið á fundum sínum 30. mars og 6„ 13. og 20. apr- fl 1994. Á fund nefndarinnar komu Árni Gunnarsson og Birgir Guðmundsson, fréttastjóri á Tunanum. auk þess sent þeir sendu nefndinni skrillega greinargerð. Þeir teljast báðir bera ábyrgð á hinu kærða efni. Valborg Þ. Snævarr studdi kæru sína fylgiskjölum, og svaraði spumingum formanns siða- nefndar í síma. Málavextir Viðtal Áma Gunnarssonar við Geir Snorrason birtist í Tímanum laugardaginn 22. janúar 1994 undir fyrirsögn- inni „Mér þykir vænt unt barnið mitt“. Blaðamaðurinn segir í formála að viðtalinu: Þetta er frásögn hans (Geirs). Það er að sjálfsögðu enginn dómari í sjálfs sök, en þetta er málið eins og það snýr að honum.“ Síðan rekur Geir hjúskaparsögu sína, og ber þá fyrrverandi konu sína ýmsum þungum sökum. Hann nafn- greinir bæði konuna og dóttur þeirra í viðtalinu. I kæm Val- borgar Þ. Snævarr em flest efnisatriði þeirrar frásagnar rengd. I greinargerð Áma Gunn- arssonar og Birgir Guð- mundssonar lil siðanefndar er viðtalinu lýst sem lífsreynslu- sögu eins manns sem segi með sínum eigin orðunt. Þeir undirstrika að blaðið sé ekki að segja frétt. En blaðamaður- inn grennslaðist fyrir um livort viðmælandi hans teldist ekki áreiðanlegur í frásögn- unt. I því skyni átti hann við- töl við mágkonu Geirs og lög- mann, og las að auki greinar- gerð um hann frá bamar- vemdamefnd. Enn fremur birti blaðið með viðtalinu fréttaklausu um Kvennaat- hvarf, en þangað hafði kona Geirs SnoiTasonar leitað eins og hann hafði kannast við. I þeirri klausu em atriði sem ekki konia alls kostar hcim við frásögn Geirs. Valborg Þ. Snævarr skrif- aði ritstjóra Tímans bréf 2. febrúar 1994 og fór fram á leiðréttingu mála umbjóð- anda síns um tilvísun til 6. greinar siðareglna. Óskaði Valborg þess að blaðið bæði umbjóðanda hennar afsökun- ar, svo og aðrar konur af as- ískum uppmna sem hún taldi vegið að í viðtalinu. Tíminn neitaði að verða við þessum óskum, en bauð Valborgu að birta í blaðinu leiðréttingu á efnisatriðum í viðtalinu. Val- borg lýsti því þá yfir, að eigin sögn, að hún muni kæra birt- ingu viðtalsins til siðanefnd- ar. Jafnframt birti hún í Tím- anum 22. febrúar „Athuga- semd við viðtal“ þar sem hún andmælti viðtalinu og birt- ingu þess, en leiddi hjá sér „leiðréttingu einstakra atriða, enda væri með þeim hætti far- ið að ræða einkamál umbjóð- anda míns með þeim hætti sem ekki er viðeigandi í fjöl- miðlum og koma í raun eng- um við.“ Válborg Þ. Snævarr kærir röng og meiðandi ummæli um eiginkonu Geirs Snotra- sonar. það að Ámi Gunnars- son hafði ekki samband við eiginkonuna eða Valborgu áður en viðtalið var birt, og loks það að nöfn eiginkon- unnar og ungrar dóttur hjóna skuli hafa komið fram í við- talinu. Meginvöm Áma Gunnarssonar og Birgis Guð- mundssonar gegn fyrstu tveimur kæmatriðum erþessi: Það að tala við mann um mannlega liiuti þar sem við- komandi lýsir persónulegrí reynslu er í sjálfu sér vel jrekkt fyrirbceri í fjöimiðlwn (buman interest stories). I slíku tilviki eru nœr alltaf ein- hver „fórnarlömb “ sem eru hluti af þeirrí reynslu sem viðmœlandinn segir frá ... Raunar ntá benda á að mað- urinn veldur sjálfum sér ekki síður vanvirðu en koiui sinni með því að rceða um þessi 'tnál. Varðaitdi furðulegar ásakanir um óvönduð vinnu- brögð virðast þœr beinast að því að lögmaðurinn telur að blaðið Itefði átt að tala við hatm áður en við birtum við- talið. Eins ogfram kemur hér að ofan töldum við aðalatriði að fá vitnisburð manna um persónu þess sem við vorum að tala við en ekki endilega um einstök efnisatriði máls- ins. Lögmaðurinn hafði að okkar dómi ekkert fraitt að fœra í þeim efnum, auk þess sem okkar upplýsingar hermdu að hann vœri nýkom- inn að málinu. Um þriðja kæmatriðið seg- ir þeir Ámi og Birgir þetta: Mat okkar var einfaldlega, að úr því að talað var við manninn undir tutfni haft það engum tilgangi þjónað að breyta eða birta ekki nöfnin á konunni eða baminu. I þessu tilfelli „tilheyrir" konan ein- faldlega manninum með allt öðrum hœtti en í annars kon- ar hjónaböndum, því hún kemur hingað á hans yegum og öll tilvist hemuir á Islandi er skilgreind út frá þvíað hún er kona þessa manns. Þess vegna Itefði það í rauninni verið afkáralegt að birta nafn mannsins en ekki konunnar. Umfjöllun Það er ekki í verkahring siðanefndar að taka afstöðu til ásakana Geirs Snorrasonar á hendur konu sinni. Og nefnd- in hefur áður kannast við „að í svokölluðum persónuviðtöl- um sé ekki leitað staðfesting- ar á einstökum ummælum viðmælandans“. En þá bætti hún við: „Þó er ekki hægt að halda því fram að viðmæland- inn einn sé ábyrgur. Um slík viðtöl gilda siðareglur ekki síður en urn annað efni sem blaðamenn vinna." (Úrskurð- ur í máli 2/1993, 18. júm 1993). í máli því sem nú liggur fyrir virðist ljóst að blaða- maður og fréttastjóri við- höfðu ýmsa gát í viðtali sfnu við Geir Snorrason. Þeir spurðust nokkuð fyrir um við- mælandann, og f inngangi að viðtalinu er það brýnt fyrir lesandanum að enginn er dómari í sjálfs sín sök. En þeir virðast ekki hafa gætt þess að kringumstæðurnar eru að þvf leyti sérstakar að kona Geirs hefur sótt um skilnað frá hon- um, og þau hjón deila hart um forræði yfir einkadóttur sinni. Við slíkar kringumstæður gerist það stundum að heiftar- legar og óréttmætar ásakanir dynja á báða bóga, jafnvel hjá dagfarsprúðasta fólki. Samt talar blaðið aðeins við lög- mann Geirs, en ekki við lög- mann eiginkonunnar, í því skyni að komast nær sann- leikanum í rnálinu. Hér vantar á að til upplýsingaöflunar sé vandað svo sem kostur er, og að tillitssemi sé sýnd í vanda- söniu máli, eins og krafist er af blaðamönnum í 3. grein siðareglna. Vöm Áma Gunnarssonar og Birgis Guðmundssonar gegn þriðja kæruliðnum um nafnbirtingu er undarleg. Hún virðist fela í sér að útlending- ar sem giftast til islands búi við önnur réttindi og jafnvel annars konar tilvist en aðrir landsmenn. Siðanefnd sér enga ástæðu til að fallast á þetta sjónarmið. Geir Snorra- son ber alvarlegar sakir á konu sína. í 4. grein siða- reglna er það lagt á blaða menn að meta hvenær öryggi borgaranna eða almannaheill krefjast þess að nöfn þeina sem bomir em þungum sök- um séu birt. Ekki verður séð að það hafi þjónað neinum til- gangi í þessu máli að birta nafn konunnar og hvað þá bamsins. Úrskurður Arni Gunnarsson og Birg- ir Guðmundsson teljast Itafa brotið ákvœði 3. og 4. grein- ar siðareglna Blaðamanna- félags Islands. Brotið er ámœlisvert.“ Undir úrskurðinn, dagsett- an 20. apríl 1994, skrifa Þor- steinn Gylfason, Hjörtur Gíslason, Róbert Haralds- son, Mörður Árnason og Sigurveig Jónsdóttir. Kjamakona á Skólavörðustíg 5 JÓHANNA HELGADÓTTIR heitir kjarnakona sem frá árinu 1985 hefur rekið verslunina HOF og höndlar þar með prjónagarn og ýmsar hannyrðavörur. Við tókum hús á Jóhönnu fyrir stuttu: „Þetta var nú bara œvintýramennska í mér að fara út íþetta. Eg var búin að vera þræll í banka íþrettán ár og um þetta leyti var verið að tölvuvœða bankakerfið. Mér leist nú hálfilla á þessi fyrirbœri og hreinlega Jlúði undan þeim, vildi ekki vera háð vélum. Og sé ekki eftir þessum umskiptum. Eg hóf síðan verslunarreksturinn í Ingólfsstrœti í nóvember 1985 og flutti mig svo nýlega hingað uppá Skólavörðustíg 5. Eg er með frábœra nágranna, gull- smið og fatahönnuði.“ En livernig er að reka verslun í miðbœnum á þessum síðustu og verstu?„Miðbærinn erallurað lifna við. Fólk erorðiðþreyttá hávaðanum, djöfulganginum og þessum sífellda erli í Kringlunni. Menn vilja geta gengið niður Laugaveginn og upplifað þar stemmninguna sem hvergi annars staðarJyrirfinnst.“ Alþýðublaösmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.