Alþýðublaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 2
2 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. maí 1994 t POLITIK MMÐlfBLMB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Dæmið frá Svíþjóð Alþýðublaðið greindi frá því í forsíðufrétt síðastliðinn föstudag, að íslenskt lambakjöt rokseldist í Svíþjóð. Ein- ar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Interland Product AB, skýrði frá því í fréttaviðtali við Alþýðublaðið, að fyrirtækið yrði búið að selja 420 tonn í júníbyijun en það er sá sölukvóti sem fyrirtækið hefur leyfí til að selja ár- lega. Fyrirtækið sem er að hluta til í eigu íslendinga hef- ur náð athyglisverðum árangri á skömmum tíma í sölu á kjöti frá Islandi. Interland Product AB er þegar orðið stærsta innflutningsfyrirtæki á lambakjöti með 9% markaðshlutdeild í allri lambakjötssölu í Svíþjóð. Árleg sala fyrirtækisins á íslensku lambakjöti nemur um 5% af allri framleiðslu á lambakjöti á íslandi. Áhugi Svía á ís- lensku lambakjöti hefur einnig stóraukist eftir að Islend- ingamir hófu að reka fyrirtækið í Svíþjóð. Markaðssetn- ing og dreifíng fyrirtækisins á íslensku lambakjöti hefur þegar skilað umtalsverðum árangri og fyrirtækið með söluskrifstofur og frystigáma í tveimur stórborgum í Svíþjóð, Stokkhólmi og Gautaborg. Það kemur einnig fram af fréttaviðtali Alþýðublaðsins við Einar Þorsteinsson framkvæmdastjóra, að íslenskir bændur fá nú helmingi meira fyrir kjöt sitt en þeir gerðu fyrir nokkrum árum þegar sænska slátursamsalan (Slak- eteriförbundet) SCAN sá um sölu á íslensku lambakjöti. Sænska slátursamsalan er í eigu samtaka sænskra bænda og var íslenska kjötið selt í heilum skrokkum. Eftir að ís- lenskir söluaðilar tóku að hasla sér völl í Svíþjóð og yfir- tóku sölu á íslensku lambakjöti, hafa vinnubrögðin orð- ið önnur. Hætt er sölu heilla skrokka til Svíþjóðar en ís- lenskir aðilar sjá um að pakka kjötinu í loíttæmdar neyt- endaumbúðir á íslandi og verðmerkja vöruna einnig. Fyrir bragðið fæst miklu hærra verð fyrir vöruna sem skilar sér ekki síst til bænda á íslandi. Fyrirtæki Einars er nú byijað að selja nýjar afurðir frá Islandi með góðum árangri og íhugar nú fiskinnflutning frá Islandi í neytendaumbúðum. Frétt Alþýðublaðsins af söluátaki íslenskra aðila í Sví- þjóð er afar athyglisverð. Hún segir ekki aðeins frá þeirri miklu viðhorfsbreytingu sem nú er að eiga sér stað á framleiðslu og markaðsmálum á íslenskri búvörufram- leiðslu, heldur opnar sýn inn í þá miklu möguleika sem þessi ágæta vara gefur Islendingum á erlendum markaði. Það dylst engum sem til íslenskrar búvöruframleiðslu þekkir, að íslenska lambakjötið er í sérflokki. Markaðs- setning og kynning á íslensku lambakjöti sem vistvænu kjöti hefur þegar vakið mikla athygli víða erlendis og á ugglaust eftir að skila sínu. Sérstaða íslands er ekki síst sú, að landið er hreint og ómengað. í hinni megnuðu ver- öld nútímans er hreinleiki íslands mikilvæg auðlind. Það er auðlind sem er þýðingarmikil fyrir ferðaþjónustu en ekki síst fyrir íslenska matvöruframleiðslu og útflutning á henni. Framtak íslendinga í Svíþjóð er dæmi um ný vinnu- brögð í markaðssetningu og sölu á íslenskum búvörum. Hið staðnaða nkisforsjárkerfi hefur verið þung byrði á skattgreiðendum og íslenskum neytendum. Því er það ekki aðeins tímabært heldur einnig nauðsynlegt, ef ís- lendingar vilja varðveita búvöruframleiðslu landsins, að fylgja eftir minnkandi ríkisforsjá í landbúnaði með raun- hæfri markaðssetningu og markvissum útflutningi. Með réttum vinnubrögðum og stórauknum útflutningi á ís- lenskri búvöru geta þjóðartekjur okkar aukist til muna. SVEKKTIR SJALFSTÆÐISMENN KJÓSA REYKJ AVÍKURLISTANN: „Rökstólar hafa það fyrir satt að inargir svekktir sjálfstœðismenn kjósi Reykjavíkur- listann. Margir sjálfstœðismenn eru svekktir með að hafa misst Davið úr borgarastjóra- stólnumj þvínœst Markús og loks að öllum Iffc- indum Ama. Svo eru allir svekktu sjálfstœðis- mennimir sem náðu ágœtu kjöri í prófkjöri sjálfstceðismanna en vom látnir húrra niður listann. Eða allir sjálfstœðismennimir sem vom látnirfjúka eftirprófkjörið?í( ^ Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason I I I J Á tímum óánægjuíylgis og óákveðinna hefur það færst mikið í vöxt, að fast- ir fylgismenn stjómmála- flokka kjósi annan flokk en sinn eða lýsi yfír stuðn- ingi við formenn annarra flokka en sinna. Tíðindi gærdagsins fyrir krata em þau að Bjami Pé styður sjálfstæðismenn í borgar- stjóm (sem teljast varla tíðindi) og sé genginn yfir í Sjálfstæðisflokkinn (sem óneitanlega verða að telj- ast tíðindi fyrir sjálfstæð- ismenn). Tíðindi gærdags- ins fyrir alla vinstri menn em þau að Egill Skúli, fymim borgarstjóri vinstrimeirihlutans í Reykjavík, styður Áma Sigfússon og Sjálfstæðis- flokkinn (sem varla teljast tíðindi ef Egil Skúla lang- ar aftur til að verða borg- arstjóra). Margir framsóknar- menn kjósa D-listann Þá vakti auglýsing í Tímanum athygh Rök- stóla, en í heilsíðuauglýs- ingu í íjallgrænum fram- sóknarlitum frá Sjálfstæð- isflokknum er bent á að margir framsóknarmenn kjósi D-listann og því haldið fram að „þessir umburðarlyndu kjósendur vilja ekki leiða ringulreið og hrossakaup fjölflokka- stjómar yfír borgina sína.“ Myndin sýnir alvömgef- inn, ungan framsóknar- mann í grænum jakka frá fatadeild KEA með bláma í augunum. Heilsíðuaug- lýsing frá Sjálfstæðis- mönnum sem höfðar til alþýðuflokksmanna birtist á öðmm stað í Alþýðu- blaðinu í dag að sögn kunnugra. Þannig benda sjálfstæðismenn réttilega á, að flokksmenn kjósa ekki alltaf flokkinn sinn. „Flokkar eiga ekki kjós- endur. Kjósendur em sjálfráða," segir í auglýs- ingu. Sem er auðvitað hár- rétt. Þetta hefði Bjami Pé betur átt að athuga. Þá hefði hann ekkert þurft að segja sig úr Alþýðu- flokknum. Vera bara áfram í flokksstjóm og forystu Alþýðuflokksins. Og kjósa sjálfstæðismenn. Margir sjálfstæðismenn kjósa bara sjálfa sig Tíðindamaður Rökstóla vill benda áróðursdeild Sjálfstæðisflokksins á, að hið sama gildir um þá sjálfa. Margir sjálfstæðis- menn kjósa A-listann, B- listann eða jafnvel G-list- ann og V-listann. Rökstól- ar hafa það fyrir satt að margir svekktir sjálfstæð- ismenn kjósi Reykja- víkurlistann. Margir sjálf- stæðismenn em svekktir með að hafa misst Davíð úr borgarastjórastólnum, þvínæst Markús og loks að öllum líkindum Áma. Svo eru allir svekktu sjálf- stæðismennimir sem náðu ágætu kjöri í prófkjöri sjálfstæðismanna en voru látnir húrra niður listann. Eða allir sjálfstæðismenn- imir sem vom látnir íjúka eftir prófkjörið? Kýs Anna Jóns D-listann? Kýs Júlíus D- listann? Munum hvað sjálfstæðismenn sjálfir segja: Flokkar eiga ekki kjósendur. Þess vegna er svo gott að kjósa Reykjavíkurlistann. Af því að Reykjavíkurlistinn er ekki flokkur. Og við skulum ekki gleyma einu: Það er til einskis íyrir fallkandidata að kjósa gamla listann sinn. Þeir em jú ekki lengur á Ustan- um. Hvers vegna ætti til dæmis Bjami Pé að kjósa Reykjavíkurlistann? Ekki er hann lengur í framboði íyrir krata í Reykjavík. Og hvers vegna í ósköpunum ætti Egill Skúli að kjósa Reykjavíkurlistann? Ekki verður hann borgarstjóri Reykjavíkurlistans. Þetta liggur í augum uppi. Margir svekktir alþýðuflokks- menn kjósa D-listann Þess vegna eiga allir flokkar að auglýsa að þeirra flokksmenn kjósi alls ekki sinn flokk heldur yfirleitt aðra flokka. Sem sýnir auðvitað best að flokkakerfið er fyrir löngu hmnið. Þess vegna munu svekktir sjálfstæðismenn kjósa Reykjavíkurlistann. Og svekktir alþýðuflokks- menn munu kjósa D- list- ann. Og svekktir borgar- stjórar munu kjósa alla aðra en gamla vinnuveit- endur sína. F

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.