Alþýðublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.06.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FLOKKSÞING Föstudagur 10. júní 1994 HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Manngildið ofar öllu Flokksþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks ís- lands, hið 47. í röðinni, fer nú fram í Suðurnesjabæ. Dag- skrá þingsins er viðamikil og málefnahópar hafa lagt mikla vinnu í að móta stefnu og leggja fram tillögur í hinum ýmsu málaflokkum. Þjóðin fylgist með því sem fram fer á flokksþingi Alþýðuflokksins, enda er jafnaðarstefnan fé- lagshyggja í besta skilningi þess orðs og yfirgnæfandi meirihluti landsmanna aðhyllist jafnaðarstefnuna. Eins og bent er á í drögum að stjómmálaályktun flokks- þingsins hafa jafnaðarmenn ætíð barist fyrir tvennu: Bætt- um lífskjörum og almennum lýðréttindum umbjóðenda sinna. Gmnntónn jafnaðarstefnunnar frá öndverðu hefur verið frelsi, jafnrétti og bræðralag. Maðurinn er annað og meira en markaðsvara; manngildið er ofar öllu. Alþýðuflokkurinn hefur í starfí sínu lagt áherslu á að skapa öllum möguleika til að njóta þjónustu og lífsgæða án tillits til efnahags. Heilsugæsla, menntun, mannsæmandi húsnæði og atvinna fyrir alla hafa ávallt verið baráttumál Alþýðuflokksins. Til að tryggja öryggi launafólks fyrir duttlungum markaðarins hafði flokkurinn forgöngu um lífskjaratryggingar fyrir sjúklinga, fatlaða, atvinnulausa og aldraða. Velferðarríkið er því skilgetið afkvæmi jafnaðar- stefnunnar. Alþýðuflokkurinn er stoltur af þessari arfleifð og mun ekki hvika af verði sínum um þau gildi sem vel- ferðarríkið grundvallast á. Samhliða áherslunni á mannlega samábyrgð, réttlæti og jöfnuð leggur Alþýðuflokkurinn áherslu á frelsi einstak- lingsins, ábyrgð hans á eigin gjörðum og nauðsyn þess að fmmkvæði og áræðni einstaklinganna fái að njóta sín á öll- um sviðum samfélagsins. Baráttan fyrir almennum mann- réttindum alþýðufólks er samofin sögu hreyfingar jafnað- armanna. Nútíma jafnaðarstefna setur jafnrétti kynjanna í öndvegi. Alþýðuílokkurinn leggur áherslu á jafna þátttöku karla og kvenna á öllum sviðum samfélagsins og að karlar og kon- ur axli jafna ábyrgð á heimili og uppeldi bama. Hér er mik- ið verk að vinna. Fjölskyldustefna hins opinbera þarf að stuðla að jafnrétti kynjanna og hlúa að uppeldi bama í sam- félagi þar sem báðir foreldrar vinna utan heimilis. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á, að jafnaðarstefnan er siðferðileg lífsskoðun, en ekki kreddufull kennisetning um hið fullkomna samfélag. Jafnaðarmenn hljóta því ávallt að endurskoða þær aðferðir sem þeir vilja nota til að ná því markmiði sínu að skapa mannúðlegt og réttlátt samfélag. Grundvallarmarkmið jafnaðarstefnunnar breytast ekki, þó tímamir breytist. Leiðirnar að þessum markmiðum hljóta hins vegar að taka stöðugum breytingum í takt við nýjar aðstæður. Á erfiðleikatímum krefst það áræðni að hugsa gagnrýnt um leiðimar, en það krefst jafnframt siðferðis- styrks og þolgæðis að hvika í engu frá markmiðunum. Hvomtveggja verður hreyfing jafnaðarmanna að rækta. Alþýðublaðið óskar jafnaðarmönnum velfamaðar á 47. flokksþingi Alþýðuflokksins, Jafnaðarmannaflokks ís- lands, og ber þá von í bijósti að þetta muni reynast happa- dijúgt þing fýrir hreyfingu jafnaðarmanna - fyrir þjóðina alla. Víst er að málshátturinn „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér,“ hefur sjaldan átt betur við en núna á þessari ögurstundu íslenskrar þjóðar - og íslenskrar jafnað- armannahreyfingar - sem fikrar sig í átt til framtíðar og þarf á styrkri og öruggri stjóm að halda. ✓ Alyktun Sambands ungra jafnaðarmanna: Atvmnumál ungs fólks - frelsi, jafnrétti og bræðralag Á aukaþingi Sambands ungra jafnaðar- manna sem haldið var um síðustu helgi var mikið rœtt um atvinnumál ungsfólks. Vinnu- hópur var starfrœktur með það að markmiði að móta stefliu SUJ í atvinnumálum. Ljóst er að atvinnumál verða œ fyrirferð- armeiri ídaglegri umrœðu og telurSUJþað vera skyldu sína að marka sér skýra og virka stefnu í atvinnumálum með sérstaka áherslu á atvinnumál ungsfólks. Eftir að þinginu lauk hélt vinnuhópurinn áfram störfum og skilaði af sér ályktun í gœr. Ætlunin er svo að fara með þessa ályktun inn á flokksþingið og hafa þannig bein áhrif á stefnu Alþýðuflokksins í at- vinnumálum ungs fólks. Vinnuhópurinn var skipaður Jóni Þór Sturlusyni, Hreini Hreinssyni, Benóný Val Jakobssyni og Aðalheiði Sigursveinsdóttur. Atvinn.umál ungs folks Hugmyndafræði Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannafokks Islands - hefur lengi byggt á hug- myndinni um frelsi, jafnrétti og bræðralag, öllum til handa. Nú þegar atvinnuleysi hefur verið stað- reynd á íslandi í nokkur ár, sérstaklega hjá yngra fólki, er mikilvægt að skoða hvort þessi hug- mynd sé sá raunveruleiki sem blasir við fjöl- mörgum einstaklingum sem eru á án atvinnu í dag. Frelsi Frelsi má skilgreina á margan hátt en jafnaðar- menn hafa löngum skilgreint það sem frelsi ffá skorti, þvf enginn rnaður sem lfður skort getur verið alfrjáls. Þeir einstaklingar sem em án at- vinnu em ekki frjálsir. Þeir em hnepptir í fjötra fátæktar og skorts, sem smám saman dregur úr þeim kjark og vilja til að lifa innihaldsríku og skapandi lífi. Jafnrétti Jafnrétti felst í því að allir eigi jöfn tækifæri burtséð frá því hvemig aðstæðum þeinra er hátt- að. Ungir jafnaðarmenn vilja ekki að fjármagn, búseta eða heilsufar, komi í veg fyrir að allir ein- staklingar fái jöfn tækifæri, til þess að rækta sig og þroska og gera sig þannig betur í stakk búna til þess að takast á við lífið. Þeir einstaklingar sem em án atvinnu, njóta ekki jafnréttis. Þeir eiga ekki kost á þvf að afla sér tekna og þeirrar reynslu sem atvinnulífið færir. Það erekkert jafnrétti sem felst í því að menn séu dæmdir til þess að búa við þau skertu kjör sem atvinnuleysistryggingakerfíð býður upp á. Bræðralag Bræðralag er homsteinn jafnaðarstefnunnar og felst í því að allir menn séu bræður og eiga að rétta hver öðmm hjálparhönd þegar erfiðleikar og áföll steðja að. Atvinnuleysi felur í sér erfið- leika og áföll og því eiga jafnaðamrenn að vera í forystu Jreirra seni vilja taka á þeim vanda sem atvinnuleysi er. Það er okkar hlutverk að skapa það umhverfi sem þarf til þess að allir geti unnið fyrir sér. Meðan atvinnuleysi er staðreynd eigum við að skapa atvinnulausum þær aðstæður að þeir geti lifað sínu lífi nreð reisn og stolti. Það er bræðralag í sínu sannasta eðli. Atvinnuleysi Atvinnuleysi snertir ungt fólk á tvennan hátt. I fyrsta lagi horfir unga fólkið til framtíðar og vill sjá uppbyggingu atvinnulífs á Islandi, þannig að tryggt verði að sköpuð verði arðbær störf sem munu færa okkur þá afkomu sem væntingar okk- ar standa til. f dag er það hins vegar þannig að unga fólkið hefur verið rænt framtíð sinni þar sem það fær ekki tækifæri til að sanna sig á vinnumarkaði og fær því ekki tækifæri til þess að skapa sér þau lífskjör sem óskað er eftir. I öðm lagi snertir atvinnuleysi ungt fólk á þann hátt að þeir sem em atvinnulausir eiga ekki kost á öðm en að sitja með hendur í skauti. Það kerfi at- vinnuleysistrygginga, sem verið hefur í gildi hér á landi, er ekki sniðið að því atvinnuástandi sem nú er ríkjandi. Þetta kerfi miðast við þann tíma Svipmynd frá aukaþingi Sambands ungra jafnaðarmanna sem haldið var um síðustu helgi í Reykjavík: I rceðustól er MAGNUS ÁRNI MAGNÚSSON, formaður SUJ, að flytja setningarrœðu síita. Rœðan sú vakti mikla athygli og það gerði sömuleiðis mál- flutningur ungra jafnaðarmanna fyrir (á) og eftir þingið. Það er sannarlega fítons- kraftur í ungu kynslóðinni í Alþýðuflokkn- uni þessi misserin. Aiþýðublaðsmynd / Einar Ólason þegar atvinnuleysi var hverfandi og atvinnuleys- istryggingar áttu að vera lágar til þess að hvetja fólk til vinnu. Nú em hins vegar breyttir tímar og annar raun- vemleiki blasir við því unga fólki sem er að koma út á vinnumarkaðinn. Unga fólkið vill vinna og þarf enga hvatningu til þess. Unga fólk- ið krefst þess að fá að vinna til þess að eiga sér framtfð. Horft til framtíðar 1994 er sjöunda ár efnahagslegrar stöðnunar á íslandi. Ástæður em fyrst og fremst samdráttur í fiskafla og efnahagslægð í okkar helstu við- skiptalöndum. Ekki bætir úr skák að nýverið hef- ur verð á útflutningsafúrðum okkar verið mjög óhagstætt. Lausn á atvinnuleysisvandanum liggur því ekki í því að halda áfram að vemda óhagkvæma atvinnuhætti. Stórfelldar umbætur eru nauðsyn- legar. Endurskoðun fiskveiðistjómunar þar sem gjaldtaka fyrir aðgang að auðlindinni er gmnd- vallaratriði og markaðsvæðing allra framleiðsl- ustiga í landbúnaði em mikilvægar aðgerðir sem stuðla að aukinni hagkvæmni í framleiðslu þjóð- arinnar til langframa. Hafa ber í huga að hafið er takmörkuð og ótrygg auðlind. Velferð þjóðarinn- ar hefur hingað til að stærstum hluta byggst á fiskveiðum. Nú stöndum við á tímamótum því að lengra verður varla gengið í sókn í auðlindir hafs- ins. Hefja verður öflugt starf til nýsköpunar í öðr- um atvinnugreinum um leið og framleiðni í gmnnatvinnugreinum er aukin. Nýsköpun verð- ur að byggja á þeim tækifæmm sem landið og þjóðin hefur upp á að bjóða. Velferð á íslandi í framtíðinni hlýtur að byggja á vel menntuðu og sérhæfðu vinnuafli. Þekking og mannauður em og verða helsta vopn Islend- inga í alþjóðlegri samkeppni um vel launuð störf. Því þarf að leggja mikla áherslu á menntun og rannsóknir. Strax í gmnnskóla þarf að bjóða upp á fjöl- breyttari námsleiðir. Starfs- og verknám þarf að styrkja á öllum skólastigum. Öllum skal gefið tækifæri á menntun á háskólastigi sem uppfylla lágmarksskilyrði. Sveitarfélög á landsbyggðinni ættu að hvetja ungt fólk til nýsköpunar í heima- byggð með styrkjum til rannsóknatengds fram- haldsnáms. Endurmenntun er nauðsynleg til að tryggja þróun í stað kyrrstöðu. Enn fremur skal gefa þeim sem hafa verið atvinnulausir lengi kost á styrkjum til endurmenntunar. Hið opinbera hefur skyldum að gegna við að efla nýsköpun sem byggir á þeim mannauði sem til staðar er. Koma þarf upp aðstöðu fyrir nýiðn- aði og virkja þar þá sem vilja koma á fót eigin at- vinnurekstri með fræðslu og öflugum stuðningi. Gefa þarf atvinnulausum kost á að stofna til eig- in atvinnurekstrar án þess að missa rétt til bóta, í ákveðinn tíma, til dæmis sex mánuði. Endurskoða þarf skipulag á vinnumarkaði. íhuga þarf gaumgæfilega nýtt form kjarasamn- inga. Vinnustaðasamningar eru áhugaverð hug- mynd sem vert er að skoða. Aðgerða er þörf Athuganir benda til að tíðni atvinnuleysis sé mun meiri á meðal ungs fólks en hjá öðrum ald- urshópum. Á Islandi er atvinnuleysi á meðal þessa hóps tvisvar til þrisvar sinnum algengara en annarra. Samkvæmt nýlegri vinnumarkaðs- könnun virðist hlutfall atvinnulausra ungmenna vera um það bil 17%. Taka þarf hraustlega á þessu misræmi með virkum aðgerðum. Atvinnuleysi ungs fólks sem ekki hefur komist í snertingu við vinnumarkaðinn er sérstaklega al- varlegt. Það getur haft áhrif á líf viðkomandi um alla framtíð. Tryggja verður að allir fái menntun og/eða starfsþjálfun sem þeint hentar. SUJ vill að: ★ starfsemi vinnumiðlana verði efld. Þær eigi ekki eingöngu að vera afgreiðslustaðir atvinnu- leysisbóta, þeirra hlutverk sem atvinnumiðlun þarf að vera fyrirferðarmeiri. Ráðgjöf fyrir at- vinnulausa þarf að vera markvissari. Á meðan vinnumiðlanir standa ekki undir nafni er lítil hvatning fyrir þá er ekki hafa rétt á bótum að skrá sig atvinnulausa. ★ lagður verði aukinn kraltur í vinnumarkaðs- aðgerðir í því augnamiði að draga úr skaðsemi at- vinnuleysis. Þær verða þó alltaf að taka mið af langtímaatvinnustefnu. Vinnumarkaðsaðgerðir eiga ekki að mismuna eftir kyni. ★ eðlilegt er að framkvæmd sértækra aðgerða á vinnumarkaði sé á hendi sveitarfélaga. Sveitar- félögin í landinu eru hins vegai' misjafnlega í stakk búin til að taka á vandanunt. Hlutverk rík- isvaldsins er því ekki aðeins að leggja til almenna löggjöf heldur líka að styðja við bakið á smærri sveitarfélögum. ★ aðstoð við þau ungmenni sem nú þegar eru í hópi atvinnulausra verði aukin. - Námsstöður er áhrifarík leið til að virkja ungt fólk sem ekki hef- ur fundið sig í hinu staðnaða skólakerfi. Náms- stöður er verkefni sem samanstendur annars veg- ar af hnitmiðuðu námskeiði og hins vegar lær- lingsstöðu á vinnustað. Slík verkefni hafa gefið góða raun á Norðurlöndunum en em aðeins á til- raunastigi hér á landi. - Bjóða þarf námsfólki upp á þann möguleika að stunda nám yfir sumar- tímann. Um leið þarf að heimila Lánasjóði ís- lenskra námsmanna að veita fleiri hópum náms- manna námsaðstoð. Þeir framhaldsskólanemar sem búa við sérstakar aðstæður og geta ekki framfleytt sér eiga að hafa aðgang að námsað- stoðarkerfi. ★ að skammtíma átaksverkefni verði lögð strax niður. Ekki hefur verið sýnt fram á að átaks- verkefni skili því hlutverki sem þeim er ætlað og oft má ætla að þau færi aðeins atvinnuleysi til. Skapi til að mynda vinnu fýrir ákveðinn hóp, en verði til þess um leið að annar hópur missir vinnu á meðan, þar sem verkefnin hefðu verið fram- kvæmd hvort sem var. Auk þess henta þessi verkefni ekki öllum. ★ að tekið verði á þeim rnikla galla á núver- andi kerfi og hagkvæmt geti verið að hafria at- vinnutilboði og þiggja þess í stað atvinnuleysis- bætur. Sérstaklega á þetta við um einstæða for- eldra. Nauðsynlegt er að skoða þetta vandanrál mcð tilliti til launastefnu og dagvistarnrála. Eins og staðan er í dag getur það verið íjárhagslega óhagkvæmt fyrir einstæða foreldra að fara af at- vinnuleysisbótum í vinnu þar sem dagvistar- kostnaður verður meiri en ávinningurinn af laun- aða starfinu vegna þess að hann nemur oftast hærri upphæð en mismunurinn milli launa og at- vinnuleysisbóta. ★ að fólki verði gefinn kostur á ellilífeyri fyrr en nú er gefinn kostur á. Þetta þarf ekki að hafa í för með sér aukin útgjöld fyrir samfélagið því draga ntyndi úr atvinnuleysi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.