Alþýðublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞJÓNUSTA Vökvaleiðslur og Tengi, Sigtúni 3 í Reykjavík: - sá fjöldi sem leitar til fyrirtækisins vegna ráðlegginga segir allt um gæði þjónustunnar Eitt þeirra vandamála sem oft hafa komið upp hjá bændum og það í miðj- um heyskap er leki á rörum eða slöngum og það þegar verst stendur á. Því er ekki að neita að nokkuð oft hefur komið fyrir að þessir hlutir hafa ekki verið fá- anlegir hjá umboði viðkomandi tækis eða véla og menn þá orðið að leita á önnur mið. Það gefur ekki alltaf til heyskapar og er því hver þurrkdagur dýrmætur og illt að verða stopp þegar hæðst stendur. Eitt þeirra fyrirtækja sem Raufarhöfr lúsavik Souðörkróki induós Egilstaðir \'>'SeyðisfjörðuT Neskaupstoðurj Reyðorfjörður \ Fóskrúðsfjöfður Stöðvarfjörður m ^Gruniíarfjörði Hornafjörður Reykjavík Selljamarnes | Kópovogur fŒtfb Kirkjubæjorklc rolsvölli FjármÖgnunarleiga er ein af mörgum greinum íjármálaþjónustu, sem fyrirtækjum stendur til boða við m.a. véla- og tækjakaup. Lýsing hf. er eina eignarleigan sem býður fjármögnunarleigusamninga um atvinnuhúsnæði. hf. þar semfærin gefast!" í Fáðu upplýsingabxkling í nxsta útibúi Landsbanka íslands eða Búnaðarbanka íslands ALLTAÐ 100% AF KOSTNAÐARVERÐI TÆKIS BINDUR EKKI REKSTRARFE SKATTALEGT HAGRÆÐI MINNI KROFUR UM TRYGGINGAR EN VIÐ LÁNTÖKUR SKERÐIR EKKI AÐRA LÁNAMÖGULEIKA EINFOLD OG FLJOTLEG FJÁRMÖGNUN GREIÐSLUR A SAMA TIMA OG TEKJUR Styrkleiki eigenda um Iand allt endurspeglar traustan grunn Lýsingar hf. /Xnbúnaðarbanki V3/ÍSLANDS Landsbanki P'jH ' \J íslands aMtgALMENNM VÁTRVfiCINCAFÉIAC ÍSIAMISIIF Lýsing hf. Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík sími 68 90 50 fax 81 29 29 Föstudagur 24. júní 1994 Þessi skemmtilegi „pípari“ setur svip á af- greiðslu Vökvaleiðslna og Tengja í Sigtúninu. Helga Lúthersdóttir horfir íbyggnum augum á þennan þögla og sterka mann. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason komið hafa á móts við bændur í gegnum tíðina er Vökvaleiðsl- ur og Tengi sem staðsett er að Sigtúni 3 í Reykjavík. Var því vel við hæfi að leita til þeirra um frekari upplýsingar og forvitnast um þá þjónustu sem þeir bjóða uppá og þann afgreiðslufrest sem er alla jafna hjá þeim. Rör og slöngur eftir sér- pöntunum Það var Garðar Skarphéðinsson sem tók á móti mér og skýrði starfsemi fyrirtækisins. Eins og nafnið bendir til þá einbeita þeir sér fyrst og fremst að því að smíða rör og slöngur eftir þörfum þeirra sem þurfa á sérsmíði að halda. Og gildir einu hvort um minni eða stærri tæki er að ræða. Fyrirtækið hefur lagt metnað sinn í að eiga á lager allt það sem viðkemur hinum mismunandi slöng- um og leiðslum. Að sjálfsögðu eru þeir með allar venju- legar stærðir og gengjur sem ganga jafnt og þétt en að auki eru þeir með ýmsar afbrigðilegar gengjustærðir á lager þó ekki sé mikil hreyfmg í þeim. Hvað spíssarör og bremsurör varðaði þá skiptir auðvitað höf- uðmáli að fá gamla rörið á staðinn svo allar beygjur og snúningar séu rétt, en þá er vandalaust að afgreiða þá stærð sem hveijum og einum hentar. Góð sambönd höfuðatriði Hvað slöngur varðar er oftast nægilegt að fá stærð og mál uppgefin í gegnum síma, sé tím- anlega hringt eða komið þá er afgreiðsla á þeim hlutum sem beðið er um almennt samdæg- urs. Þeir hjá Vökvaleiðslum og Tengjum gera sér fulla grein fyrir að hver vinnudagur er dýr- mætur. Garðar sagðist nú stundum hafa bent ágætum viðskiptavin- um á að skífmál væri nauðsyn- leg íjárfesting á hverju heimili sem væri með vélarekstur. Að vísu væru menn nokkuð glöggir á málin en fyrir hefði komið að sú stærð sem mæld væri með húslyklinum passaði ekki alveg, og hefðu vandræði vegna þess orðið ómæld áður en upp væri staðið. Fyrir utan slöngur og rör eru ýmsir smáhlutir og pakkningar fáanlegir á staðnum fyrir utan hraðtengi, sem sumir kalla bændakúpplingu en þau eru til í miklu úrvali. Allmargir bændur hafa sýnt þá fyrirhyggju að eiga samteng- ingu á lager heima hjá sér og getað nýtt hana ef slanga hefur gefið sig á álagspunktum. Vökvadælur og box em þeir ekki með en eru í góðu sam- bandi við ágæt fyrirtæki og eiga því góðan aðgang að þeim hlut- um ef á þarf að halda. Eftirspurnin segir allt um gæði þjónustunnar Garðar benti á að sá fjöldi sem hafi leitað til þeirra vegna ráðlegginga vina eða kunningja segi allt sem fyrirtækið þarf að vita varðandi gæði þjónustunn- ar. Garðar Skarphéðinsson vildi að lokum ítreka að fái þeir pönt- un að morgni þá á viðkomandi hlutur að vera kominn í notkun að kvöldi ef ferðir gefast.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.