Alþýðublaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 5
EVROPUMALIN Þriðjudagur 9. ágúst 1994____ bandsins sé ekki það skilvirk- asta sem hugsast getur, skilar það sama árangri. Að afloknum samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hefur ESB sýnt þetta og sannað enn bemr með því að ljúka Úrúgvælot- unni á réttum tíma og með því að sýna meira innsæi og sveigj- anleika í samningaviðræðunum um stækkun sambandsins en ég hefði talið það fært um. Starfið að EES-samningnum hefur ennfremur sýnt mér að meintur frumskógur reglugerða og tilskipana ESB er í raun þrunginn heilbrigðri skynsemi. Þegar við pældum í gegnum mörg hundruð síður af laga- texta við aðlögun íslenskra laga að þeim gerðum ESB sem sett- ar hafa verið á síðustu 30 árum komumst við að því að íslensk lög samrýmast þeim að stórum hluta. M. Jourdain í leikriti Moliére, Le Bourgeois Gentil- homme, komst að því sér til mikillar gleði að hann hafði tal- að í prósa alla ævi sína án þess að vita það. Við komumst að því að við höfum starfað eftir evrópskum lögum árum saman. Reyndar skyldi engan undra að lög sem hafa verið samþykkt allt frá Danmörku til Portúgal, frá Hjaltlandi til Krítar, skuli þykja boðleg á Islandi. Nú nýverið hafa endurbætur verið gerðar til að sníða af verstu vankantana á sameigin- legu landbúnaðarstefnunni, en meira verk er óunnið. Umræð- an um fiskveiðar verður æ at- hyglisverðari innan sambands- ins eftir því sem nær dregur skiladegi á heildarendurskoðun á sameiginlegu fiskveiðistefn- unni. Eg fæ ekki dulið vissa gremju yfir því að eiga þess ekki kost að taka þátt í þeirri umfjöllun, þar sem ég tel að Is- land hafi sitthvað gagnlegt til málanna að leggja. Sú aukna áhersla sem nýverið er farið leggja á dreiffæðisregluna og sveigjanleika innan ESB gerir einnig að verkum að aðild að því er enn vænlegri kostur en verið hefur. Þegar við þetta bætist að nánustu samstarfsmenn okkar á undangengnum árum, nágrannar okkar á Norð- urlöndunum, eru reiðubúnir að ganga í Evrópusambandið, er auðvelt að skilja hvers vegna almenningsálitið á íslandi er nú verulega hliðhollara umsókn um aðild. Fyrir örfáum árum leit einungis fjórðungur íslend- inga á aðild að ESB sem raun- hæfan kost. Þessi misserin kemur í ljós í einni skoðana- könnun af annarri, að 60% styðja umsókn. Sú tala hækkar í 70% að þeirri försendu gef- inni að Norðurlöndin muni sækja um aðild. Sé forsendunni um viðunandi samninga um fiskveiðar bætt við eru 80% ís- lendinga hlynntir því að sótt verði um aðild að Evrópusam- bandinu. Að vísu ber að taka þessu með nokkrum fyrirvara ennþá þar sem alvarleg um- fjöllun um þessi mál er tiltölu- lega skammt á veg komin á ís- landi. Skammt er síðan aðild að ESB átti ekki upp á pallborðið hjá neinum stjómmálaflokki á íslandi. Almennt töldu menn að aðild að Evrópusambandinu væri ekki á dagskrá. Slík er reyndar stefna ís- lensku ríkisstjómarinnar opinberlega. Við höfum ekki haft neina fyrirvara á um samvinnu á stjómmálasviðinu, ■ ólíkt þvf sem er um samstarfs- lönd okkar í EFTA, Austurríki, Finnland, Svíþjóð og Sviss. Sameiginleg stefna í utanríkis- og vamarmálum er að okkar mati aðeins til bóta fyrir ESB. ísland hefur alltaf lagt mikla áherslu á þátttöku í vamarmála- samstarfi Evrópuþjóða. Island var á meðal þeirra þjóða sem stofnuðu Atlantshafsbandalagið og hefur á vettvangi þeirra samtaka stutt dyggilega við efl- ingu Evrópu. Á sama tíma hef- ur tvíhliða vamarsamningur okkar við Bandaríkin verið homsteinn í vamar- og öryggis- málum okkar. Af þeirri ástæðu er óhjákvæmi- legt að tengslin við banda- manninn í vestri hafa notið for- gangs í utanríkismálum ís- lenskra ríkisstjóma á eftirstríðs- ámnum. Island og aðildarlönd Evrópusambandsins eiga sam- leið í stjómmálum og vamar- málum. Þar að auki erum við enn háðari evrópska mark- aðnum en nokkurt hinna EFTA-ríkjanna. Hvers vegna höfum við þá ekki fylgt fordœmi hinna Norðurlandanna? (1) Aðalástæðan fyrir því er sameiginlega fiskveiðistefnan sem gengur út frá þeirri megin- forsendu að auðlindir hafsins séu sameign aðildarríkja Evr- ópusambandsins. I ffamkvæmd er þetta þó þannig að einstök aðildarlönd njóta óskoraðs að- gangs að tilteknum fiskitegund- um á gmnnslóð og byggist slíkt þá á sögulegri hefð. En reglan um jafnan aðgang og skortur á pottþéttum tryggingum fyrir því að hin gjöfúlu fiskimið undan íslands ströndum lúti áffam íslenskri stjóm hefur gert okkur erfitt um vik að mæla með umsókn. Útilokað er að halda úti nútímasamfélagi á ís- landi án fiskveiða. Árið 1992 vom 80% útflutnings okkar fiskafurðir. Það er athyglisvert til samanburðar að fiskafurðir em um það 5-7% af vömút- flutningi Norðmanna. Ámm saman hafa íslensk stjómvöld reynt að auka fjöl- breytni efnahagslífsins en fisk- veiðar em álfam grandvöllur íslenska efnahagslífsins í svo ríkum mæli að menn á megin- landinu skilja það trauðla. Á ís- landi hefur verið byggður upp vel samkeppnishæfur fiskiðn- aður. Fiskveiðamar njóta engra opinberra styrkja eða ríkisað- stoðar en þeim er ætlað að vera gmndvöllurinn að velferð alls samfélagsins. Ájafnréttis- gmndvelli hefðum við ekkert að óttast í samkeppni. En ann- ars staðar í heiminum hafa fisk- veiðar haft á sér yfirbragð byggðastefnu ffekar en at- vinnugreinar. essi hindmn gegn aðild þarf ekki að vera óyfir- stíganleg. í viðræðum sínum við Noreg hefur Evrópusambandið sýnt meiri tilhliðmnarsemi en vænta mátti þegar til þess er litið hve lítið vægi fiskveiðar hafa í norsku efnahagslífi. Loforð vom gefin um að í framkvæmd giltu norskar reglur áfram undir eft- irliti ESB. Við munum fylgjast náið með þessu þar sem það hefur úrslitaþýðingu fyrir fram- tíðarsamskipti okkar við Evr- ópusambandið. Málefnið er þrangið spennu á Islandi, jafnvel frekar en í Norður-Noregi, vegna þess að þau þorskastríð sem við höfum orðið að heyja við ofurefli Bretlands og Þýskalands til að tryggja okkur yfirráð yfir 200 „Ég tel það óráð fyrir nokkurt Evrópuríki, sem heftir einhverjar samstarfí, að standa utan Evrópusambandsins. Lsland heftu' tekið ftillan þátt í ýmsum alþjóðastoftiunum allt frá því það hlaut fiillt sjálfstæði. Þátttaka þessi hefur fráleitt miimkað sjálfsákvörðmiarrétt þess en gefíð íslandi kost á að beita þessum sjálfsákvörðunarrétti á alþjóðavettvangi.a mflna fiskveiðilögsögu em mönnum enn í fersku minni. Mönnum hitnaði í hamsi á þeim tímum. Og til em þeir menn á íslandi sem sjá í Evr- ópusambandinu tröll, reiðubúið að hrifsa lífsbjörgina úr hönd- um íslenskra fiskimanna. Það kann að reynast þrautin þyngri að sannfæra samlanda mína um að ESB láti það einfaldlega ekki viðgangast að einstaka að- ildarlönd taki sig saman um að níðast á lífsviðurværi annars. (2) Hin helsta röksemdin gegn aðildammsókn er einfald- lega óttinn við að verða gleypt- ur af risanum. f júní á þessu ári er haldið upp á 50 ára afmæli annars lýðveldisins á íslandi. Hugmyndir um valdaframsal, sem njóta nokkurra vinsælda á meginlandinu, hafa af söguleg- um orsökum lítt átt upp á pall- borðið hjá íslendingum. Heildarmyndin kann að breytast á allra næstu árum. Því má með nokkmm sanni halda fram að fyrstu merki um nýjan sveigj- anleika hafi komið í ljós að af- loknum EES-samningi. Fyrsti prófsteinninn á stækkun sam- bandsins er blessunarlega að baki, að minnsta kosti hvað ESB áhrærir, þó að þrjú land- anna sem sóttu um eigi eftir að bera umsóknina undir dóm kjósenda. Milliríkjaráðstefnan sem boðað er til 1996 mun vonandi gera Evrópusamband- inu kleift að fást við löndin í Mið-og Austur-Evrópu. Ef Evrópusambandið þróast í sannkölluð allsheijar samtök Evrópu verður æ örðugra fyrir evrópskt lýðræðisríki, með þró- að markaðshagkerfi eins og ís- land, að réttlæta ákvörðun sína um að standa alfarið utan við slík samtök. Þess vegna hef ég haíf fmm- kvæði að því innan míns flokks, Alþýðuflokksins, að hefja formlega umræðu um kosti og galla aðildar og af sömu ástæðu hefur ríkisstjómin farið þess á leit við Háskóla ís- lands að hann láti ffam fara fræðilega úttekt á málinu. Sjálf- ur hallast ég að þeirri skoðun að Island gæti gegnt jákvæðu hlutverki í sameiningu Evrópu og að hag okkar væri í lengd best borgið með fullri aðild. Það er ekki þar með sagt að fúll aðild sé auðsótt mál. En ég er sannfærður um að sigrast megi á þeim hindmnum sem ég hef vikið að í máli mínu. Samt er þetta enn mikið hitamál og ekki rétti tíminn að leggja fram um- sókn núna. Niðurstaðan úr þjóðaratkvæðagreiðslu í Finn- landi, Svíþjóð og Noregi gæti skipt sköpum í þessu tilliti. Eins og er rflcir samstaða, eða að minnsta kosti þegjandi samþykki við því að nauðsynlegt sé að við- halda samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið. Samn- ingurinn sjálfúr með þeim rétt- indum og skyldum sem honum fylgja er þannig úr garði gerður að hann getur staðið óbreyttur eins þótt á EFTA-hlið hans séu aðeins eitt eða tvö ríki. Samn- ingar þeir sem EFTA-ríkin hafa gert sín á milli um stofnum EFTA-dómstólsins og Eftirlits- stofnunarinnar þurfa breytinga við en starfsemi þeirra getur í megindráttum haldið áfram í einfaldaðri mynd. Menn gátu séð fyrir í samningaviðræðun- um að þessi staða kynni að koma upp og samningurinn sjálfur var staðfestur í öllum ___________ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 tólf aðildarríkjum Evrópusam- bandsins og á Evrópuþinginu. Engin ástæða er til að ætla ann- að en að framkvæmdastjómin og aðildarríkin muni standa við skuldbindingar sínar. EES- samningurinn mun gilda með- an samningsaðilar beggja vegna borðs finnast. Hvað síðar kann að verða er önnur saga. EES-samningurinn, svo ágætur sem hann er, veitir ekki sömu möguleika og aðild. Hann er úr því sem komið er hálfgildingslausn í samanburði við fulla aðild. Meðan samn- ingsins nýtur við mun ísland ekki neyðast til að sækja um aðild. Helstu viðskiptaþörfun- um er fullnægt þótt talsvert skorti á um jafnræði við aðild- arríki. En ég tel það óráð fyrir nokkurt Evrópuríki, sem hefur einhverjar væntingar um þátt- töku í alþjóðlegu samstarfi, að standa utan Evrópusambands- ins. ísland hefur tekið fullan þátt í ýmsum alþjóðastofnunum allt frá því það hlaut fullt sjálf- stæði. Þátttaka þessi hefur frá- leitt minnkað sjálfsákvörðunar- rétt þess en gefið Islandi kost á að beita þessum sjálfsákvörð- unarrétti á alþjóðavettvangi. Nú þegar Evrópusambandið hneigist til þess að verða sam- evrópskt í æ ríkara mæli, ekki bara í málefnum viðskipta og atvinnulífs, heldur líka á sviði öryggis- og vamarmála, tel ég sjálfur ólíklegt að ísland muni una því lengi að sitja hjá. Um- ræðan er þegar hafin. Flokkur minn, íslenski jafnaðarmanna- flokkurinn, samþykkti nýlega ályktun þar sem það er viður- kennt að hagsmunum íslands væri best þjónað með því að sækja um aðild að ESB. Flestar gerðir ESB á samn- ingssviðinu hafa nú verið felld- ar inn í íslensk lög. Ræða þarf nánar um þau málefni sem ekki hafa verið tekin fyrir, eins og sameiginlegu landbúnaðar- stefnuna og sameiginlegu fisk- veiðistefnuna. En ég er sann- færður um að hægt er að finna lausn sem tekur fullt tillit til helstu hagsmuna íslands, án þess að brigður séu bomar á gmndvallarreglur laga Evrópu- sambandsins. Islands bíður hlutverk; ísland er hluti af framú'ð Evrópu. Evrópa yrði snauðari án hins sérstaka tungumáls þess, bókmennta og þúsund ára lýðræðishefðar; gnóttar endumýjanlegrar orku og ósnortinnar náttúm. Athygli mín var nýlega vakin á því með hveijum hætti erlend menningaráhrif geta styrkt þjóðlegar hefðir í stað þess að kæfa þær eða útmá. Þegar há- tíðahöld í tilefni af 50 ára af- mæli íslenska lýðveldisins vom í undirbúningi, kom Wolfgang Wagner, bamabam Richards Wagners, til landsins til að líta eftir uppsetningu á styttri út- gáfu af Niflungahringnum. Þegar ég sá hvemig Wagner hafði endurmótað hugmyndir úr norrænni goðafræði öðlaðist ég nýja sýna á minn eigin menningararf. í þessari sér- stöku uppsetningu var sótt í gömul íslensk föng til að varpa nýju ljósi á þankagang Wagn- ers. Ég vona því að hinir þýsku gestir okkar hafi haldið heim ríkari að skilningi á hluta sinnar eigin menningar. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.