Alþýðublaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.08.1994, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. ágúst 1994 TIÐIMDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 VERÐBÓLGAN síðustu 12 mánuðí aðeins 23 prósent: A Islandí er iniiuii verðbólga en að meðaltali í löndum Evrópusambandsins Verðbólgan á lslandi frá júní 1993 til júní 1994 var að meðaltali 2,3% en var á sama tíma að meðaltali 3,2% í löndum Evrópusam- bandsins. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitala fram- færslukostnaðai- hér hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ári. Þessar upplýsingar koma fram í frétt frá Hagstofunni. Vísitala framfærslukostnaðar í ágúst reyndist vera 170,5 stig og hækkaði um 0,1% frá júlí. Vísitala vöru og þjónustu í ág- úst hækkaði um sama hlutfall milli mánaða og er 174,4 stig. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 0,8% og vísitala vöru og þjónustu um 0,9%. Undanfama þrjá mánuði hefur vísitala framfærslukostnaðar hækkað um 1,4% verðbólgu á ári. Sambærileg þriggja mán- aða breyting á vísitölu vöm og þjónustu svarar til 1,6% verð- bólgu á ári. Grikkir verðbólgnastir af Iöndum Evrópusambandsins Með frétt Hagstofunnar fylg- ir ný tafla um verðbólgu í nokkrum löndum frá júní 1993 tiljúní 1994. Verðbólgan í aðildarlöndum Evrópusambandsins var að meðaltali 3,2%. Af einstökum aðildarlöndum má nefna að verðbólga er mest í Grikklandi þar sem hún var 10,9%, í Portúgal 5,6%, á Spáni 4,7%, Ítalíu 3,9% en 3,0% í Hollandi og Þýska- landi. í öðrum aðildarlöndum Evr- ópusambandsins var verðbólga undir tveimur af hundraði, lægst í Frakklandi 1,8% og 1,9% íDanmörku. 1 Lúxem- borg var verðbólgan 2,1 %, á Bretlandi 2,6%, á írlandi 2,7% og loks er það Belgía þar sem verðbólga var 2,8%. Af löndum utan Evrópusam- bandsins má nefna að engin verðbólga mældist í Kanada á þessum 12 mánuðum. I Sviss var verðbólga aðeins 0,5% og litlu meiri í Japan eða 0,7%. I Noregi var verðbólgan 1,1% og 1,3% í Finnlandi. Sem fyrr segir var verðbólgan á Islandi 2,3% en í Bandaríkjunum og Svíþjóð var hún 2,5%. Að lok- um má nefna að í Austurríki var verðbólga á þessum tíma 3%. Bændur, sækjum þá heim! - um land allt, næstkomandi sunnudag Asunnudaginn milli klukkan 13 og 20 munu bændur á 43 býlum víðs vegar um landið bjóða fólki á öllum aldri að líta við og komast í snertingu við lífið í sveitinni. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskir bændur ráðast í heimboð af þessu tagi en ef vel tekst til er vonast til þess að bændadagur geti orðið að árleg- um viðburði. Bæimir sem um er að ræða tengjast hinum ólíku búgrein- um með mismunandi hætti. Kúabúskapur er ráðandi á mörgum þeirra og þar eða ann- ars staðar getur einnig verið sauðfé, hestar, svín, loðdýr, ali- fuglarækt, eggjaframleiðsla, skógrækt, fiskeldi, garðyrkja, komrækt, ferðaþjónusta, margs konar smáiðnaður og fleira. A hveijum bæ munu húsráð- endur veita í sérstökum ritlingi helstu upplýsingar um búrekst- ur sinn, bústærð, fjölda heimil- isfólks, helstu tekju- og gjalda- liði við búreksturinn og svo framvegis. Böm verða leyst út með lítilli gjöf og öllum gest- komandi boðinn nýr bæklingur um íslenskan landbúnað þar sem upplýsingar koma fram um helstu viðfangsefni hans og framtíðarsýn. Þau 43 býli sem um er að ræða em staðsett víðs vegar á landinu. Flest em þau í nálægð þéttbýlisstaða og stutt frá þjóð- vegi númer 1. Fánar með merki íslensks landbúnaðar verða dregnir að húni sem tákn fyrir gestgjafabýlin. Það er von ís- lenskra bænda að sem allra flestir notfæri sér þetta boð og kynni sér í dagblaðaauglýsing- um heiti og staðsemingu þeirra bæja sem standa landsmönnum opnir næst komandi sunnudag. Bæir sem bjóða fólki heim em þessir: 1. Dalsgarður, Mosfellsdal 2. Gijóteyri, Kjós 3. Feijukot, Borgarfirði 4. Brúarland, Hraunhreppi 5. Bjamarhöfn, Snæfellsnesi 6. Langholt/Garðar, Snæfellsnesi 7. Botn/Birkihlíð, Súgandafirði 8. Fossá, Barðaströnd 9. Búrfell, Vestur-Húnavatnssýslu 10. Stóra-Giljá, Austur-Húnavatnssýslu 11. Flugumýrarhvammur, Skagafirði 12. Litía-Brekka, Skagafirði 13. Asgeirsbrekka, Skagafirði 14. Keta, Skagafirði 15. Egg, Skagafirði 16. Stóm-Akrar I, Skagafirði 17. Saurbær, Skagafirði 18. Syðra-Skörðugil, Skagafirði 19. Hátún, Skagafirði 20. Garðakot, Skagafirði 21. Þórisstaðir, Eyjafirði 22. Víðigerði, Eyjafirði 23. Hríshóll, Eyjafirði 24. Möðruvellir, Hörgárdal 25. Sakka, Svarfaðardal 26. Laxamýri, Reykjahreppi 27. Pálmholt, Reykjadal 28. Hraunkot I, Aðaldal 29. Gunnarsstaðir, Svalbarðshreppi 30. Hóll, Kelduhverfi 31. Engihlíð, Vopnafirði 32. Möðmdalur, Jökuldal 33. Bemnes, Bemfirði 34. Hof, Öræfum 35. Fagridalur, Mýrdal 36. Þorvaldseyri, Eyjafjallahreppi 37. Stóra-Hildisey II, Austur-Landeyjum 38. Selalækur, Rangárvöllum 39. Hrosshagi, Biskupstungum 40. Reykir, Skeiðahreppi 41. Reykjahlíð, Skeiðahreppi 42. Reykhóll, Skeiðahreppi 43. Gljúfur, Ölfúsi r|ir|i jj j rjirji j jj ÍSLANDSKVÖLD í kvöld Tónskáldið og kvæðakonan Bára Grímsdóttir heldur fyrir- lestur um islenskan rímnakveðskap á íslandslcvöldi sem hald- ið verður í Norrœna húsinu í kvöld. Dagskráin er einkum sniðin fyrir Norðurlandabúa og fyrirlestrar á slíkum kvöldum haldnir á einhveiju norrænu tungumálanna. Fyrirlesturinn sem hefst klukkan 20:00 í kvöld er á norsku. 1 næstu viku, þann 18. ágúst, verður Kristín Bjarnadóttir, sagnfræðingur, með fyrirlestur um Reykjavík sem á afmæli þann dag. Á sunnudaginn mun Sigrún Stefánsdóttir flytja yfirlit um gang þjóðmála á íslandi á sænsku... SIGRÚN og SELMA Án efa mun marga fýsa að hlusta á tónleikana í Sigurjónssafni á Laug- amesi á þriðjudagskvöldið kl. 20.30. Þá munu þær Sigrún Eðvaldsdótt- ir. fiðluleikari, og Selma Guð- inundsdóttir. píanóleikari, enn einu sinni Ieggja saman krafta sína, nú f klukkustundar löngum konsert. Stórgóðir kraftar og skemmtileg efnisskrá... Heimsborgir FLUGLEIÐA Flugleiðir ætla sem fyrr að bjóða upp á hagstæð verð á snöggum ferðalögum til ýmissa heimsborga, austan hal's og vestan, í haust og vetur. Hjá fyrirtækinu eru komnir út viða- miklir bæklingar um heimsborgimar og kosti þeirra. Verðlag er almennt afiir hagstætt, og vert að benda á að það er líka hægt að hafa gaman af ferðalögum að vetri til, enda [xítt menn komi ekki sólbrúnir til baka... Kostir EVRÓPUSAMBANDSAÐILDAR Níu af hveijum tíu fyrirtækjum í sjávarútvegi í Noregi sjá hag landsins vel borgið innan Evrópusambandsins sam- kvæmt könnun sera gerð var. Þelta átti jafnt við um fyrirtæki í norðurhluta landsins sem og á vesturströndinni. Útgerðar- menn í Noregi sjá fram á aukinn hagnað, aukna verðmæta- sköpun og fleiri störf í greininni, gangi Noregur í Evrópu- sambandsins... EYJAR Evrópusambandsins Gefin hefúr verið út bók um eyjar Evrópusambandsland- anna. HeildaiHataimál þeirra er um 5% af landsstærð Evr- ópusambandsins. Fram kemur að smæsta eyjan er Bome- holm við Danmörku (ekki Borgundarhólmur), 0,1 ferktló- metri að stærð, og þar býr einn íbúi. Við Danmörku em 408 eyjar. Við írland eru 308 eyjar á 31 kilómetra svæði. Fram kemur að á eynni Krít hefiir hótelrúntum ijölgað um 700% á síðustu 15 ámm. Þá kemur fram að andrúmsloftið er ungiegt á eyjunum Madeira, Azoreyjum og Kanaríeyjum. Þar em 45% íbúanna undir 25 ára aldri. Og flesfiir eyjar laða og lokka fólk af meginlandinu. Þannig tvöfaldast fólksfjöldinn á Wight-eyju við Bretland á suinrin, þegar túristar tjölmenna þangað... Opnun í NÝLISTASAFNI Á laugardaginn opna sýningu í Nýlistasafninu þær Lilja Björk EgUsdóttir, Arngunnur Yr og Krlstín María Ingi- marsdóttir. Lilja Björk sýnir miða, pjötlur, snifsi - allt unn- ið beint á vegg í setustofu safnsins. Amgunnur Ýr er með verk unnin með olíu á striga og léreft og einnig blandaða ljósmyndatækni. Kristín María sýnir verk unnin á pappír með blandaðri tækni. Listakonumar em mennutðar hér heima og erlendis. Sýningamar em opnar frá klukkan 14 til 18 daglega og standa til 28. ágúst... PERÚBÚI á Sólon Rhony Alhalel, myndlistannaður frá Lima í Perú, 35 ára að aldri, sýnir um þessar mundir í GalleríSólon íslandus Hann hefur starfað undanfariö sem ge- stakennari við Myndlista- og handtða- skóla íslands. Alhalel hefur tekið þátt í yfir 50 samsýningum víða um heim. Þetta er 14. einkæsýning listamannsins. Hann á víða verk sem em í eigu opin- berm aðila... LUNDINN myndaður Dagskráin í Vestmannaeyjum segir frá því að lundinn er nú kvikmyndaður í bak og fyrir. Sex manna hópur kvikmynda- gerðarmanna frá BBC hefur að undanfómu verið við tökur í Álsey. Þá hefur National Geographic tímaritið þekkui verið með þtjá menn í myndatökum og greinasmíð um lundann og lundaveiðina í Ystákletti...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.