Alþýðublaðið - 07.10.1994, Page 1

Alþýðublaðið - 07.10.1994, Page 1
Heildarfjárþörf LÁNASJÓÐS ÍSLENSKRA NÁMSMANNA 5,5 milljarðar: Þrír milljarðar í útlán á næsta ári - Ríkissjóður þarf að leggja sjóðnum fé sem nemur helmingi áætlaðra lánveitinga Gauti Gunnarsson dýrahirðir sérumað baða olíublautu æöar- kollurnar í Húsdýra garðinum. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Gert er ráð fyrir að lán- veitingar Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna nemi þremur milljörðum króna og sjötíu milljónum betur á næsta ári, samkvæmt því sem fram kemur í íjárlagafrumvarp- inu. Endurskoðuð áætlun bend- ir til að lánveitingar verði um 2.830 milljónir króna á þessu ári. Heildarfjárþörf sjóðsins verður 5,5 milljarðar á næsta ári. Framlag úr ríkissjóði til lánasjóðsins verður 1.500 millj- ónir á næsta ári samanborið við 1.550 milljónir króna í ár. Framlag ríkissjóðs er tæp 49% af áætluðum lánveitingum, 3.070 milljónum. Hagfrœði- stofnun Háskóla Islands hefur í samráði við Ríkisendurskoð- un metið það svo að raunkostn- aður ríkissjóðs vegna námsað- stoðar, það er niðurgreiðsla vaxta, afföll af útlánum og svo framvegis nemi 54% af veittum námslánuin hjá lánasjóðnum. Þá er miðað við útlán á grund- velli laga frá 1992 um sjóðinn, gildandi úthlutunarreglur og 6% raunvexti á ári. Við gerð fjárlaga fyrir árin BYGQNGANEFND REYKJAVÍKUf samþykkti „óleyfishús" EE^GPS: Vinnubrögð Eimskips átalin harðlega Afundi byggiitganefndar Reykjavíkur þann 29. september voru tekin fyrir erindi Eimskipafélags Is- lands þar sem sótt er um leyfi fyrir allmörgum húsum sem félagið hefur þegar reist og tekið í notkun við Sunda- höfn. Umsóknir Eimskips voru samþykktar en vinnu- brögð félagsins átalin harð- lega. Við afgreiðslu þessara mála gerði bygginganefnd Reykjavíkur eftirfarandi bókun: „Eimskipafélag Islands hf. hefur nú sótt um bygginga- leyfi vegna þeirra óleyfis- húsa sem reist hafa verið eða flutt á lóðir félagsins í Sundahöfn. Byggingamefnd telur mál- ið upplýst en átelur harðlega þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið vegna byggingar húsanna. Byggingamefnd mun, verði um ítrekuð brot á ákvæðum byggingareglu- gerðar að ræða taka á slíkum brotum af fullri hörku. Bygginganefnd felur byggingafulltrúa að rita stjóm Eimskipafélags ís- lands hf. bréf þar sem þess- um sjónarmiðum nefndar- innar er komið til skila.“ 1993 og 1994 ákvað ríkis- stjórnin að miða við þetta hlut- fall og festa þar með í sessi þá reglu að fjárveitingar skuli ákveðnar með tilliti til þess kostnaðar sem hverju sinni er talinn falla á ríkissjóð vegna námsaðstoðarinnar. Menntamálaráðherra hefur sett á laggimar starfshóp sem er skipaður fulltrúum mennta- málaráðuneytis, ljármálaráðu- neytis, Rflcisendurskoðunar og Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Hópnum er falið, með aðstoð Hagfræðistofnunar Há- skólans, að meta að nýju þetta kostnaðarhlutfall ríkissjóðs að fenginni reynslu af framkvæmd laga og reglna um sjóðinn. I fjárlagafrumvarpinu er fjár- veiting vegna námsaðstoðar ákveðin um 150 milljónum króna lægri upphæð en sam- svarar 54% af áætlaðri námsað- stoð. Reynslan af nýju lögun- um bendir til þess að hlutfallið megi nú lækka um þessa fjár- hæð. Þar að auki er unnið að lækkun lántökukostnaðar sjóðs- ins. Leiði endurmat á kostnað- arhlutfallinu til annarrar niður- stöðu verða útlánareglur og vaxtakjör sjóðsins endurskoðuð í samræmi við stefnu ríkis- stjómarinnar. Greiddar afborg- anir sjóðsins á næsta ári um- fram innheimtur em 1,4 millj- arðar króna og vaxtagjöld um- fram vaxtatekjur 947 milljónir. Rekstrarkostnaður er áætlaður 91 milljón og fjárfest verður fyrir 12 milljónir. Heildarfjár- þörf sjóðsins verður því 5.530 milljónir króna sem mætt verð- ur með 4.030 milljóna lántök- um og 1.500 milljóna króna framlagi úr ríkissjóði. Borgaryfirvöld ósammála HEIMDELLINGUM sem vilja frjáls eituriyf í stað boða og banna: Reykjavík hafnar uppgjöf Ungir sjálfstæðismenn í Heimdalli ályktuðu nýlega um uppgjöf í fíkniefnamálum. Þeir telja bann við sterkum vímugjöfum skapi fleiri vanda- mál en það leysir. Snjólaug Stefánsdóttir, forstöðumaður unglingadeildar Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur er á öðru máli: „Það er brýnast að leggja allt kapp á forvarnir“, segir Snjólaug í samtali við blaðið Ahrif. Hún segir að Reykjavík hafni uppgjöf í fíkni- efnamálum. Tveir fulltrúar Reykjavíkur- borgar, Snjólaug og Guðrún Zoega, þá formaður félags- málaráðs borgarinnar, sóttu Evrópuráðstefnu Borga gegn fíkniefhum sem haldin var í lok apríl í Stokkhólmi. A þessari ráðstefnu undirrit- uðu fulltrúar borgarinnar af- dráttarlausa stefnu Reykjavíkur þess efnis að yfirvöld munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að spoma við fíkni- efnaneyslu. Snjólaug segir það mikilvægt að fram komi ákveðin og af- dráttarlaus andstaða við Frank- furt-yfirlýsinguna þar sem nokkrar borgir í Evrópu lýsa yfir stuðningi við lögleiðingu kannabisefna og hugsanlega annarra efna einnig. Alls undirrituðu fulltrúar fyr- ir 21 borg í Evrópu sameigin- lega yfirlýsingu þess efnis að vísa á bug öllum hugmyndum um að lögleiða neyslu fíkni- efna. Vaxandi kröfur í þessa veruna em mjög víða uppi í Evrópu um þessar mundir. Auk Reykjavíkur undirrituðu yfirlýsinguna höfuðborgimar: Stokkhólmur, Helsinki, Osló, London, París, Berlín, Madrid, Moskva, Riga, Tallinn, Búda- pest, Prag, Dublin og Varsjá. Einnig borgimar Gdansk, Mal- mö, Gautaborg, Lugano, Val- etta og St. Pétursborg. Fulltrúa Kaupmannahafnar var saknað á fundinum, en í þeirri gömlu höfuðborg íslands er einmitt Kristjanía, með opna fíkniefnasölu, sem framin er með samþykki borgaryfirvalda. Forsætisráðherrar Belgíu og Luxemborgar hafa bent á að Islendingar ættu að geta fengið undanþágu frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins með sama hætti og Norðmenn, Svíar og Finnar fengu und- anþágu frá landbúnaðar- stefnu Evrópusambands- ins. Þeir hafa sagt að form- lega væri ekkert sem mælti gegn því að slík undanþága yrði veitt. Það væri bara spurning um pólitískan vilja. Niðurstaða af álitamál- um að þessum toga fæst ekki nema menn láti á það reyna í samningaviðræð- um. Við Alþýðuflokks- menn erum langt í frá að vera einir um þá skoðun. Nýlega fóru nokkrir for- svarsmenn í íslensku at- vinnulífi til Brússel til við- ræðna til forsvarsmenn Evrópusambandsins. Að ioknum fundum með þeim kváðu tveir, þeir Kristinn Björnsson, forstjóri Skelj- ungs, og Friðrik Pálsson, forstjóri SH, upp úr með það að þeirra skoðun væri sú að nú eigi að hætta að skoða, nú eigi að taka ákvörðunina. Bjarni heitinn Bene- diktsson, fyrrverandi for- sætis- og utanríkisráð- herra, hafði forystu um að gerbreyta íslenskri utan- ríkisstefnu þegar landið hvarf frá hlutleysisstefn- unni og gerðist virkur og fullgildur aðili í samstarfi vestrænna þjóða og síðan í EFTA-samstarfinu. Sú ákvörðun var umdeild á sínum tíma en nú munu allir sammála um að Bjarni hafði rétt fyrir sér. Orðtak Bjarna heitins Benediktssonar var gjarn- an að allt orki tvímælis þá gert er. Þannig var það á sínum tíma með aðildina að Atlantshafsbandalag- inu. Þannig var það með inngönguna í EFTA. Þann- ig var það með þátttökunni í Evrópska efnahagssvæð- inu og þannig er það einnig í þessu máli. Á ísland kost á að gerast aðili að þessu samstarfi og fá þar áhrif til jafns við önnur ríki á forsendum sem eru Islendingum að skapi? Það er álitamál. Þeirri spurningu hefur ekki verið til fullnustu svarað. En hvemig eiga menn að vita hvort þeir eru velkomnir gestir öðru- vísi en að menn knýi dyra?“ -Sjáþingræðu Sighvats Björgvinssonar á blaðsíðu 5.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.