Alþýðublaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.10.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. október 1994 SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMAN NA 41. þing SUJ - Ölfusborgir 4. til 6« nóvember 1994 Föstudagur 4. nóvember: 19:00 - 20:30 Greiðsla þinggjalda og afhending þinggagna- 20:30 - 20:45 Þingsetning. Magnús Ámi Magnússon, formaður SUJ, flytur ávarp. 20:45 - 21:00 Ávarp gests. 21:00 - 21:15 Kosning starfsmanna þingsins: Þingforseta, varaforseta, aðalritara, 3 manna kjörbréfa- nefndar, 7 manna nefndanefndar, forstöðumanna starfshópa. 21:15 - 22:00 Skýrsla framkvæmdastjómar SUJ, skýrsla framkvæmdastjóra SUJ, skýrsla gjaldkera SUJ, skýrsla formanna fastanefnda SUJ, skýrsla formanns Styrktarsjóðs SUJ. 22:00 - 22:30 Umræður um skýrslur. 22:30 - 23:00 Lagabreytingar, fyrri umræða. 23:00 - ??:?? Létt spjall og léttar veitingar. Laugardagur 5« nóvember: 09:00 -10:00 Sameiginlegur morgunverður. 10:00 -10:30 Lagabreytingar, seinni umræða. Afgreiðsla. 10:30 -11:10 Skýrslur forstöðumanna málefnahópa SUJ, tillögur að ályktunum kynntar. 11:10 -12:20 Skipað í málefnahópa. Fundir málefnahópa. 12:20 -13:00 Matarhlé. 13:00 -15:20 Fundir málefnahópa. 15:20 -16:20 Álit málefnahópa. Umræður. 16:20 -17:20 Almennar umræður. 17:20 -18:00 Kosning framkvæmdastjómar SUJ. 18:00 -19:00 Hlé. 19:00 - ??:?? Hátíðardagskrá. Sunnudagur 6* nóvember: 09:00 -10:00 Sameiginlegur morgunverður. 10:00 -11:00 Fundir starfshópa. 11:00 -12:20 Álit starfshópa. Umræður. 12:20 -13:00 Matarhlé. 13:00 -13:30 Almennar umræður. 13:30 -14:30 Umræður. Afgreiðsla ályktana. 14:30 -15:00 Kosningar: Málefnanefndir, stjóm Styrktarsjóðs SUJ, 2 endurskoðendur og 2 til vara. 15:00 -17:00 Stjómmálaályktun 41. þings SUJ. Umræður. Afgreiðsla. 17:00-17:15 Þingslit. Nánari upplýsingar gefur Baldur Stefánsson, framkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna. Skrifstofur SUJ eru að Hverfisgötu 8-10, II. hæð, 101 Reykjavík. Sími 91-29244, fax 629155. Forsvarsmenn Vinnuveitendasambands íslands, Samtaka iðnaðarins og Verslunarráðs íslands kynntu jyrir stuttu skýrslu samtakanna um tengsl Islands við umheiminn; áhrif alþjóðasamninga á samkeppnishœfni og lífskjör. F.v.: VILHJÁLMUR EGILSSON, SVEINN HANNESSON, HANNES G. SIGURÐSSONog JÓN STEINDÓR VALDIMARSSON. Alþýðublaðsmynd/Einarólason EVRÓPA í BRENNIDEPLI: Vinnuveitendasamband íslands, Samtök iðnaðarins og Verslunarráð íslands hafa um nokkurt skeið unnið að ítarlegri skýrslu um tengsl íslands við umheiminn; áhrif alþjóðasamninga á samkeppnishæfni og lífskjör hér á landi. Skýrsla þessi er nú komin út og var kynnt síðastliðinn fimmtudag. Umfangsmesti hluti hennarfjallar um samskipti íslands við Evrópusambandið og kosti og galla aðildar, bæði almennt og út frá sértækum sjónarmiðum atvinnuveganna. Hér að neðan er rakin forsaga skýrslunnar og til hliðar í opnunni, á blaðsíðu 5, er birtur lokakafli skýrslunnar þar sem fjallað er um hugsanlegan aðildarsamning íslands við Evrópusambandið: Stærsta hagsmunamál atvinnulffs og þjóðar Vinnuveitendasamband íslands, Samtök iðnað- arins og Verslunarráð Islands hafa um nokkurt skeið unnið að ítarlegri skýrslu um tengsl Islands við umheiminn; áhrif alþjóðasamninga á sam- keppnishæfni og lífskjör hér á landi. Síðastliðinn fimmtudag kynntu forsvarsmenn samtak- anna efni skýrslunnar á blaða- mannafundi. Hér á eftir fer for- saga og kynning á skýrslunni en til hliðar í opnunni, á blað- síðu 5, er birtur lokakafli henn- ar þar sem fjallað er um hugs- anlegan aðildarsamning Is- lands við Evrópusambandið. „Efnahagsleg velgengni þjóða ræðst ekki síst af að- gangi þeirra að erlendum mörkuðum fyrir framleiðslu sína og þjónustu. Ef atvinnulíf er einhæft er mikilvægi utan- ríkisviðskipta öllum ljóst en áhrif greiðra milliríkjavið- skipta á hagvöxt og vaxandi velmegun í iðnvæddum ríkjum hefur á síðustu árum og áratug- um grundvallast á sívaxandi utanríkisviðskiptum. Það eru því engin tíðindi að greiður að- gangur að mörkuðum skipti sköpum fyrir atvinnulíf og lífs- kjör á Islandi," segir í inngangi skýrslunnar. I innganginum segir að síð- ustu áratugi hafi íslensk stjóm- völd tekið virkan þátt í alþjóð- legu samstarfi sem miðað hef- ur að greiðari viðskiptum landa í milli. Þar hefur þátttak- an í GATT, Almenna sam- komulaginu um tolla og við- skipti, skipt mjög miklu en einnig aðildin að Fríverslunar- samtökum Evrópu, EFTA. I inngangi segir að stærsta ein- staka skrefið til að tryggja inn- lendu atvinnulífi samkeppnis- hæfa starfsaðstöðu og mark- aðsaðgang hafi verið þátttakan í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið sem sett var á stofn í byijun þessa árs. „Með fyrirhugaðri inngöngu hinna EFTA-ríkjanna í Evr- ópusambandið breytast for- sendur EES-samningsins með margvíslegum hætti. Það er því fullt tilefni til að endurmeta stöðu íslands á alþjóðavett- vangi og óhjákvæmilegt að bregðast við þeim margvíslegu breytingum sem leiða af aðild Austurríkis, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar að Evrópusam- bandinu. Athugunin byggir á því að aðildarsamningar þess- ara ríkja verði samþykktir í þjóðaratkvæðagreiðslu og á þjóðþingum landanna. Gangi það ekki eftir hefur það eðli- lega áhrif á ýmsar ályktanir í skýrslunni, einkum að því er varðar framtíð EFTA og stofn- ana EES,“ segir ennfremur í inngangi. Samtök atvinnulífsins studdu einarðlega gerð samn- ingsins um Evrópska efna- hagssvæðið og hafa þar af leið- andi ljallað um þær breytingar sem nú blasa við á starfsum- hverfi íslenskra fyrirtækja og þá meðal annars horft til kosta og galla þess að Islands gerist aðili að Evrópusambandinu. Þetta hefur raunar einnig verið gert á vettvangi stjórnvalda þar sem ríkisstjómin fól stofnun- um Háskóla Islands að gera út- tekt á þessu viðfangsefni. Sam- tök atvinnulífsins hafa unnið að skýrslu um möguleika á tengslum við aðrar þjóðir og hvaða kostir og gallast felast í hverjum þeirra. Útdrátt úr þessum athugunum er finna í þessu riti Vinnuveitendasam- bands íslands, Samtaka iðnað- arins og Verslunarráðs Islands. I fyrsta kafla er gerð grein fyrir þróun og þýðingu utan- ríkisviðskipta og hlutdeild ein- stakra markaðssvæða í út- og innflutningi. I öðmm kafla er fjallað um þýðingu nýrra GATT-samninga og hinnar nýju Alþjóðaviðskiptastofnun- ar, WTO. Þá er sjónum beint að Fríverslunarsamtökum Am- eríkuríkja, NAFTA, og því hvort þar leynist sérstakir möguleikar fyrir Islendinga. Að því búnu tekur við um- fangsmesti hluti skýrslunnar sem ljallar um samskipti Is- lands við Evrópusambandið og kosti og galla aðildar, bæði al- mennt og út frá sértækum sjónarmiðum atvinnuveganna. „Skýrslu samtakanna er ætl- að að vera innlegg í umræður um valkosti og viðhorf í þessu stærsta hagsmunamáli atvinnu- lífs og þjóðar um þessar mund- ir. Hún á ekki að veita einhlít svör en er ætlað að vera gmnd- völlur að efnislegri og stefnu- mótandi umræðu og ákvörðun- um á næstu mánuðum. Mark- mið samtakanna er fyrst og fremst að sjá félagsmönnum sínum og öðmm áhugamönn- um um þess mál fyrir aðgengi- legum og réttum upplýsingum til að örva rökræna umræðu um málið. Mikilvægt er að at- vinnurekendur, stjómmála- menn og raunar þjóðin öll kynni sér valkosti og viðhorf að því er varðar tengsl Islands við aðrar þjóðir og taki afstöðu til þess hvaða leið skuli farin til að hagsmunum Islands sé sem best borgið í bráð og lengd,“ segir að lokum í inn- gangi skýrslu Vinnuveitenda- sambands Islands, Samtaka iðnaðarins og Verslunarráðs íslands um tengsl íslands við umheiminn; áhrif alþjóða- samninga á samkeppnishæfni og lífskjör hér á landi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.