Alþýðublaðið - 25.10.1994, Síða 2

Alþýðublaðið - 25.10.1994, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1994 MÞVfíllRIMm Stofnað 1919 Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Von um réttsýni í Miðausturlöndum Landslag og loftslag í Miðausturlöndum hefur verið að breytast í pól- itískum skilningi einsog allir vita. Á morgun verður til dæmis undir- ritaður í Jórdaníu friðarsamningur Jórdana og ísraela, að viðstöddum Clinton Bandaríkjaforseta. Meiri ánægja ríkir með þennan samning í Ísrael en Jórdaníu þarsem menn telja að þeir hafi ekki fengið það fyr- ir sinn snúð sem efni stóðu til. Þó samningurinn sé vissulega heims- frétt af ánægjulegri sortinni, þá markar hann ekki söguleg tímamót á borð við samning Israela og Palestínuaraba. Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál fyrir botni Miðjarðarhafs að ísraelar og Jórdanar hafa í mörg ár átt samskipti af ýmsu tagi. For- ystumenn Israela og konungur Jórdana hafa átt með sér fundi öðru hverju til að freista þess að koma á „eðlilegum samskiptum" svoköll- uðum. Öðru máli gegnir um ísraela og Palestínuaraba enda þótt einstakir ísraelskir stjómmálamenn hafi - mjög í óþökk forystusveitar, hvort sem hún hefur heitið Likud eða Verkamannaflokkur- hitt Yassir Ara- fat annað veifið. Því er hinn sálræni grunnur að samningi Israela og Palestínuaraba langtum veikari, einsog berlega hefur komið í ljós síð- an hann var gerður. Hvorki Israelar né Palestínuarabar eru í raun reiðubúnir að sættast og skiptir þá ekki ýkja miklu þótt plagg hafi ver- ið undirritað í Washington undir handarjaðri Bandaríkjaforseta. Þetta hefur því miður sýnt sig þá mánuði sem síðan eru liðnir. Vissulega er báðum aðilum vandi á höndum - ijandskapurinn liggur of djúpt til þess að hann verði upprættur með nokkrum pennastrikum. Þó svo heittrúarmönnum íslams hafi vaxið ásmegin í ýmsum Araba- löndum væri óhugsandi að Hamas-samtökin hefðu náð slíkum völd- um og áhrifum ef betur hefði verið að staðið. Það er ekki að undra þótt margir Palestínuarabar telji samninginn hálfgert plat. Það er ekki ýkja mikið að fá í sinn hlut Jeríkóbæ og skika kringum hann - meira að segja með afarkostum einsog þeim, að Ara- fat og öðrum oddvitum heimastjómar væri óheimilt að fara þessa stuttu leið til Jerúsalem, ef þá fýsti að vitja helgra staða múslíma - og svo hinsvegar Gazasvæðið þarsem eymd og fátækt Palestínuaraba er meiri en nokkursstaðar. Palestínuarabar á Gazasvæðinu hafa búið við grimmara hemám og yfirgang ísraelskra hermanna en á Vesturbakk- anum og Jerúsalem, þó ástandið þar verði ekki fegrað á neinn hátt. Því er frjór jarðvegur á Gazasvæðinu fyrir starfsemi samtaka á borð við Hamas. Yassir Arafat sætir æ meiri gagnrýni fyrir máttleysislegar stjómarat- hafnir. Hann hefur ekki sýnt þá kænsku að reyna annað tveggja: Að taka upp viðræður við Hamas-samtökin ellegar ganga milli bols og höfuðs á þeim. Engu er líkara en Arafat haldi að allt falli í ljúfa löð af því Palestínuarabar hafa fengið þessa skika - þó stjóm hans þar sé meiri í orði en á borði. Örlagaþræðimir í hinum flókna pólitíska vefnaði Miðausturlanda em fleiri: Það er alkunna að óopinberar viðræður em milli Sýrlendinga og Israela um Gólanhæðir, og að Israelar hverfi þaðan en fái í staðinn friðarsamning og viðurkenningu á tilvemrétti Israels. Það hefði þótt með ólíkindum fyrir fáum ámm að Israelar léðu máls á að láta Gólan- hæðir af hendi, og þarf naumast annað en líta á landakort til að skilja það. Engum blandast hugur um að Assad Sýrlandsforseti hefur haldið afar klókindalega á sínum spilum, sett rétt út og hæfilega lítið í einu. Og þrátt fyrir gamalgróið hatur er staðreyndin sú, að Israelar bera mesta virðingu fyrir Sýrlendingum af öllum Arabaþjóðum, - þótt sú virðing sé blandin ótta. En kannski skiptir meginmáli að Assad hefur það til að bera sem Arafat skortir: útgeislun. Útgeislun er á endanum það sem sköpum skiptir í öllum mannlegum samskiptum, hversu pólitísk ellegar alþjóðleg sem þau em. Þrátt fyrir að ekki sjái fyrir endann á blóðugum hryðjuverkum verður tæpast aftur snúið í Miðausturlöndum. Pólitískt landslag og loftslag hafa tekið þeim breytingum að binda má vonir við að réttsýnin muni ráða ferð innan margra ára. Rökstólar „Hringl" formannsins Skammt er síðan fréttist, að mið- aldra róttæklingar innan Alþýðu- bandalagsins hefðu stofnað með sér sósíalistafélag sem hefur þann yfir- lýsta tilgang að vera mótvægi við það sem forystumenn þess kalla „hringl" Olafs Ragnars í Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík. Ólafur er sem kunnugt er búsettur í allt öðru kjördæmi, en hefur þó verið að „hringla" í félaginu í Reykjavík. Fyr- ir skömmu náði „hringlið" þeim há- punkti, að hann lét stofna þar sérstakt vinafélag sitt, Framsýn, sem vinnur einkum að því að bola Guðrúnu Hclgadóttur, og helst Svavari Gestssyni líka, útaf þingi. Það líkaði semsagt gömlu sósíal- istunum stórilla, og stofnuðu á móti sérstakt féjag, sem á að vinna gegn „hringli" Ólafs í öðrum kjördæmum en hans eigin. Sumum kann að finnast það nokk- ur tíðindi, þegar stofnað er sérstakt félag til að vinna gegn „hringli" for- manns í eigin flokki. Þeim, sem þekkja til Ölafs, finnst hinsvegar ekkert skrýtið þó reynt sé að hemja „hringlið" í honum. Tilhneiging Ol- afs Ragnars til að „hringla“ með sjálfan sig og aðra hafði að vísu birst löngu áður en hann gekk til liðs við Alþýðubandalagið. Framsóknar- menn minnast þess með mikilli ógleði, þegar hann „hringlaði" hundruðum manna útúr Framsókn, og skildi þá eftir á köldum pólitísk- um klaka, en „hringlaöi" sjáifum sér inn í Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Þau höfðu að vísu aðeins tímabundin not fyrir hann, og sendu hann jafnskjótt inn í Alþýðubanda- lagið. „Hringlað" með sellur Þar birtist „hringl“ félagsfræði- prófessorsins snemma, en fyrir al- vöru byijaði hann að „hringla“ gegn Svavari Gestssyni þegar hann stofn- aði um sig vinafélagið Birtingu. Það leiddi þó ekki til, að birti neitt sér- staklega upp kringum Ólaf í kjör- dæmi Svavars. Þá greip hann til þess ráðs á síðasta ári að „hringla“ um sig nokkrum konúm, sem stofnuðu um hann kvenfélagið Sellumar. Þegar til kom reyndust Sellumar ekki jafn hringlgjamar og sellumar í Ölafi sjálfum, og hefur lítið til þeirra spurst, eftir að upp kom í félaginu hefðbundið „hringl“ með og móti Ólafi Ragnari. Formaðurinn greip þá til þess að „hringla“ svolítið í nokkmm frama- gjömum verkalýðsbroddunt og smellti inn í þann hóp klárum strák- um, sem hafa verið að „hringla“ í bókaútgáfu. Úr því varð semsagt vinafélagið Framsýn. Ólafur Ragnar er orðinn svo sjó- aður „hringlari" að hann gætti þess að bíða með stofnun Framsýnar þangað til Svavar hafði „hringlað" sér til Kína sem fylgdarmaður for- seta borgarstjómar, sem sjálf á það til að verða gersamlega „hringluð" þegar minnst er á Ólaf. Svavar vissi þessvegna ekkert af síðasta „hringli" Ólafs Ragnars fyrr Tillaga Úlfars til bjargar Alþýðubandalaginu er eitursnjöll: Ölaf- ur Ragnar á að hætta að „hringlast“ milli landa. Hann á bara að vera kyrr - í útlöndum! en hann kom heim aftur. Hann lætur hinsvegar ekki „hringla" í sér til ei- lífðar, og lét því þessa örfáu sem enn em sósíalistar í Alþýðubandalaginu stofna sérstakt félag, sem hefur það á stefnuskrá sinni að fá Ólaf til að hætta að „hringla" í Svavari. Þarmeð er Alþýðubandalagið eig- inlega aftur orðið einsog gamli Kommúnistaflokkurinn, sem var byggður upp af örlitlum einingum, sem allar voru að „hringla" gegn „hringlinu“ í Ólafi, sem „hringlar" hinsvegar með stefnuna fram og til baka. Draumfarir 1 öllu þessu „hringli" allra á móti öllum, sem væntanlega er búið að gera fleiri en Guðrúnu Helgadóttur „hringlandi" vitlausa, er þó einn maður sem heldur ró sinni og yfir- vegan. Hann beitir aðferðum díalekt- ískrar efnishyggju til að skilja kjam- ann frá því „hringlandi" hismi sem Alþýðubandalagið er orðið. Þetta er Úlfar Þormóðsson, uppboðshaldari, listrýnir, blaðamaður, rithöfundur, galleríeigandi, fagurkeri - og sérleg- ur krítfker Ólafs Ragnars. Úlfar Þormóðsson lætur aldrei neitt koma sér úr jafnvægi, og skrif- aði einu sinni skáldsögu, þar sem lýst var freudískum draumförum miðaldra stjómmálaforingja á vinstri vængnum, og þar var ekkert verið að „hringla" með staðreyndir lífsins. Stóra ásún í lífi Úlfars Þormóðsson- ar er Alþýðubandalagið, og honum er meinilla við að menn séu að „hringla" með slíkt alvömmál. Nú er honum nóg boðið með stöðugu „hringli“ fonnannsins, og skrifaði um það sérstaka grein í DV í síðustu viku. Þar telur hann mörg dæmi um hringlandahátt Ólafs Ragnars sem að vísu þjóðin þurfti ekki Úlfar Þor- móðsson til að benda sér á. En hann hefur líka komið auga á miklu alvar- legra „hringl“ en það sem birtist í stefnubreylingum formannsins. Það er hið stöðuga „hringl“ á fylgi Al- þýðubandalagsins. Þetta er vont fyrir flokkinn, - seg- ir Úlfar Þormóðsson. Hann er hinsvegar glöggur. Hann hefur tekið eftir því, að formaður AI- þýðubandalagsins er á stöðugu „hringli“ á milli landa. Og, - segir uppboðshaldarinn gamli, þegar Öl- afur Ragnar er erlendis, þá „hring- last“ íylgið upp. Þegar hann er heima „hringlast" það niður. Tillaga hans til bjargar Alþýðubandalaginu er eit- ursnjöll: Ólafur Ragnar á að hætta að „hringlast“ milli landa. Hann á bara að vera kyrr, — í útlöndum! Friður til kjólakaupa Þetta er góð hugmynd. Ekki er úti- lokað að Alþýðubandalagið gæti fengið styrk til að kosta slíka dvöl af ráðstöfunarfé menntamálaráðherra, sem er örlátur ntaður. Gömlu rauð- vfnssósíslistamir gætu þá aftur ein- beitt sér að byltingunni og þyrftu ekki að stofna sérstök félög til að „hringla" gegn „hringlinu" í Ólafi Ragnari og Svavar þyrfti ekki að vera „hringlandi" vitlaust ylir hring- landa formannsins. Meira að segja Guðrún Helgadótt- ir svæfi aftur óttalaus um að henni yrði í þetta skiptið „hringlað" út af þingi. Hún gæti jafnvel í draumunt sínum gælt við að verða forseti þingsins upp á nýtt, og þurfa ekki að óttast neitt „hringl“ nema þá með sjóði þingsins einsog í gamla daga, - ef hún skyldi aftur þurfa lán til að kaupa fleiri og fallegri dress! • Dagatal 25. október Atburðir dagsins 1415 Hinrik V. Bretakóngur vinn- ur frækinn sigur á miklum liðsafla Frakka í Agincourt á Frakklandi. 1556 Karl V. konungur Spánar og keisari heilaga rómverska keisara- dæmisins dregur sig í hlé í klaustur og skiptir rfki sínu millum sonar síns og bróður. 1971 Tævan rekið úr Sameinuðu þjóðunum og Kína tekið inn í staðinn. Afmælisbörn dagsins Johann Strauss yngri austumskt tónskáld, kunnastur fyrir dýrlega valsa, 1825; Georges Bizet franskt tónskáld, frægastur fyrir Carmen, 1838; Pablo Picasso spænskur list- málari, áhrifamesti listamaður aldar- innar. Annálsbrot dagsins I Novembri dó maður úr hixta í Sléttuhlíð, hét Jón. Mælifellsannáll, 1733. Móðgun dagsins Ólafur Friðriksson... talaði illa um bækur Kiljans á Hressingarskál- anum og kvað þær skrifaðar á fær- eysku. Jón Óskar, Hemámsáraskáld. Málsháttur dagsins Einhver drekkur óskilcibikurinn. Lokaorð dagsins Dauðinn hefur aldrei verið hrak- inn burt með ópum. Hinstu orð Mongólaforingjans Tamburlaine. Orð dagsins Margur mkki að mcírm gó, mest þegar skein í heiði, en ég sá hann alclrei þó aftra sínu skeiöi. Jón Þorláksson á Bægisá. Skák dagsins Serbinn Ljubojevic og Englend- ingurinn Miles eiga ýmislegt sam- eiginlegt: Þeir eru snarpir sóknar- skákmenn í fremstu röð en geta hrapað niður plan byrjandans inná milli. Þeir mættust á Ölympíuskák- móti á Möltu 1980 og úr varð mikil flugeldasýning. Ljubojevic hafði hvítt og var að leika drottningunni í dauðann, 28. De5. Drepi svartur er hann mát. Miles fann leið til að gera útum skákina í fáeinum leikjunt. Hvað gerir svartur? 28. ...Dxdll! 29. Kxdl fxg2+ 30. Kd2 Hfd8+ 31. Bd5 Hxd5 og serb- neski sporðdrekinn lagði niður vopn- in.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.