Alþýðublaðið - 25.10.1994, Síða 5

Alþýðublaðið - 25.10.1994, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 hugsa um lærðu konurnar“ Brautrydjendastarf í málefnum barna Guðjón minnti einnig í viðtalinu á það mikla brautryðjendastarf sem Verkakvennafélagið Framsókn vann í upphafi þegar verið var að koma á fót fyrstu bamaheimilum sem starf- rækt voru syðra. Að vísu voru þær ekki fyrstar til stofnsetja bamaheim- ili því konur í Hafnarfirði höfðu þá rekið slíkt heimili á sumrum og enn- fremur höfðu konur í ASV rekið bamaheimili í tvö sumur. Það var Anna Guðmundsdóttir sem árið 1937 hreyfði fyrst við mál- inu á fundi Framsóknar. Þetta varð síðan undanfari bamaheimilisins Vorboðans sem rekið var ámm sam- an af Verkakvennafélaginu Fram- sókn, Þvottakvennafélaginu Freyju og fyrstu árin með ASV. Það var gíf- urleg vinna sem lögð var í þetta starf, þvf afla þurfti fjár til halda þessari starfsemi gangandi án þess að sækja í sjóði félagsins. „Húsþurrkaðan fisk þurfti að pressa með fjrjóti og máttum við bera grjót á fiskhlaðana...Þegar vaskið hófst voru við svo óheppnar veturinn 1915 til 1916 að það gerði 15 stiga frost og fraus þá illa á körunum...Oft fór ég á fætur klukkan 4 að morgni. Það var vegna þess, að ég eldaði fiskinn til hádegisverðar áður en ég fór í vinnuna." Þetta er frásögn einnar félagskonu úr 50 ára afmæiisriti Framsóknar af saltfiskvinnslunni þar sem Framsóknarkonur gegndu lykilhlutverki. Markverðir hlutir í starfsemi félagsins „Y mislegt fleira má nefna úr starf- semi Verkakvennafélagsins sem hlýtur að teljast markvert. Um tíma var starfandi í félaginu sönghópur og leikhóp mynduðu konumar einnig. Það var því blómlegt menningarstarf sem á vissum skeiðum setti mark sitt á félagið. Og við verðum að gæta að því að um leið vom þessar konur fyrst og fremst í kjarabaráttu, ekki bara sinni eigin, heldur aðstoðuðu þær kynsystur sínar víða um land á fyrstu áralugunum við að koma upp verkakvennafélögum og tryggja þannig að réltindi og launakjör verkakvenna um land allt væm virt.“ Þráinn spyr Guðjón st'ðar í viðtal- inu um fortíð, nútíð og framtíð sér- stakra félaga verkakvenna. Guðjón svarar því til að hann sé í gmndvall- aratriðum þeirrar skoðunar að kynin eigi að starfa saman innan sameigin- legra félaga en hinu megi ekki gleyma að verkakvennafélögin hafi gegnt mjög mikilvægu og sögulegu hlutverki sem hvergi nándar nærri sé lokið. „Þau hafa beitt sér fyrir jafn- rétti í launamálum karla og kvenna og þar átti Jóhanna Egilsdóttir ríkan þátt með dugnaði sínum og þraut- seigju. Þau hafa unnið konum þegn- rétt meðal launafólks með fullum réttindum, sem eflaust hefðu verið harðsóttari fyrir konur ef verkalýðs- félög kvenna hefðu ekki verið til.“ Svo mörg vom þau orð. Það er sérstakt við Framsókn að félagið hefúr aðeins haft fimm for- menn frá upphafi: Jónína Jónatans- dóttir var fyrsti formaðurinn og við af henni tók Jóhanna Egilsdóttir. Þar næst var það Jóna Guðjónsdóttir og svo Þórunn Valdimarsdóttir. For- mennsku félagsins nú gegnir Ragna Bergmann sem fyrr segir. • Ströng baráttusaga duglegra atorkukvenna Öll starfssaga Verkakvennafé- lagsins Framsóknar er saga stans- lausrar baráttu duglegra atorku- kvenna. Til bættra kjara var mjakast áfram; skref fyrir skref. Þróunin var ekki hraðari en svo að árið 1924 er kauptilboð atvinnurekenda 90 aurar á tímann frá klukkan 6 til 18,1 króna og 10 aurar frá klukkan 18 til 20 og næturvinna var metin á 1 krónu og 25 aura, það kaup átti þó eftir að lækka. Lítið dæmi um vinnuaðstöðu er frásögn einnar félagskonunnar í 50 ára afmælisriti félagsins: „Húsþurrkaðan fisk þurfti að pressa með gijóti og máttum við bera gijót á ftskhlaðana. Þegar full- þurrt var, hófst pökkun fiskjarins. Fiskinum var ekið á vögnum, fjór- hjóluðum, sem gengu á spori og vom fjórar konur með hvem vagn. Mátti ekki á milli sjá, hvort var erfiðara að ýta vagninum hlöðnum upp í móti af bryggju í fiskhús eða halda aftur af honum fullhlöðnum...Þegar vaskið hófst vom við svo óheppnar veturinn 1915 til 1916 að það gerði 15 stiga frost og fraus þá illa á kömn- um.. .Oft fór ég á fætur klukkan 4 að morgni. Það var vegna þess, að ég eldaði fiskinn til hádegisverðar áður en ég fór í vinnuna. Dóttir mín, sem þá var 14 ára, gætti heimilisins, en ég var hrædd við eldinn, olía og kola- vélar voru ekki hentugar viðfangs fyrir unglinga...Stundum lét ég krakkana koma með þvottinn minn inn í Laugar eða í veg fyrir mig, þeg- ar vinnu lauk.“ Þátttaka í alþingis- og bæjarstjórnarkosningum Verkakvennafélagið Framsókn lét sig þó fleira skipta en kjaramálin ein saman. Félagið tók beinan og óbein- an þátt í stjómmálabaráttunni, bæði fyrir alþingis- og bæjarstjómarkosn- ingar. Enn leitum við í Sögu Bandalags kvenna í Reykjavík 1917 til 1977: „Á 18. fundi félagsins í janúar árið 1916, var samþykkt að halda opin- beran fund fyrir kosningamar, bæði fyrir karla og konur, til þess að reyna ná sem flestum verkakonum inn í fé- lagið og til að ræða bæjarmál og „ag- itera“ fýrir komandi bæjarstjómar- kosningum og verkamannalistanum. Var á þessum fundi kosin undir- búningsnefnd undir bæjarstjómar- kosningamar. Var það fyrsta stjóm- málanefndin sem félagið kaus og vakti það sérstaka athygli að í henni átti engin stjómarkona sæti. Opinberi fundurinn var síðan haldinn í Góðtemplarahúsinu niðri, 24. janúar klukkan 20:45 og var Jón- ína Jónatansdóttir kosin fundarstjóri í einu hljóði. Var Bríet Bjamhéðins- dóttir málsheíjandi og skýrði afstöðu kvenna til kosninga." Framsókn stóð að stofnun Alþýðusambands og -flokks Konur í Reykjavík fengu kosninga- rétt til bæjarstjómar árið 1908. Atta mánuðum eftir stofnun Verkakvenna- félagsins Framsóknar (25. október 1914) fengu konur kosningarétt til Alþingis, þó takinarkaður væri. Árið 1916 stóð Framsókn síðan að stofnun Alþýðusambandsins og Al- þýðuflokksins og í gegnum þær stofnanir fylgdi félagið til dæmis eft- ir kröfu sinni um launajafnrétti og þeim rétti kvenna að fá atvinnubóta- vinnu á kreppuárunum. Þar sem að ASÍ og flokkurinn vom ein skipu- lagsheild fram til 1940/42 sátu ftill- trúar Framsóknar öll þing flokksins. Skrifstofa Framsóknar var í Alþýðu- húsinu í fjöldamörg ár. Tengsl Framsóknar við Alþýðuflokkinn Fyrsti formaður félagsins, Jónína Jónatansdóttir, skipaði annað sæti Alþýðuflokksins við landskjörið árið 1926 og hún sat í bæjarstjóm Reykjavíkur árin 1929 til 1922. Jó- hanna Egijsdóttir, annar formaður félagsins, var einnig um áratuga- skeið og allt til dauðadags einn af virtustu félögum Alþýðuflokksins. Jóhanna var f framboði fyrir flokk- inn í Alþingiskosningunum árin 1931 og 1933 og hún sat einnig í bæjarstjóm fyrir flokkinn 1934 til 1938. Jóna Guðjónsdóttir, þriðji formaður Framsóknar sat einnig íjöl- mörg landsþing ASl og Alþýðu- flokksins. Hún var í framkvæmda- stjóm llokksins, starfaði sem þing- lóðs og sat sem varaborgarfulltrúi ár- in 1950 til 1954. Tengsl Verka- kvennafélagsins Framsóknar og Al- þýðullokksins em sterk enn þann dag í dag, þó á óbeinan hátt séu. Þar má til að ntynda nefna að núverandi formaður félagsins, Ragna Berg- mann, hefur tekið virkan þátt í starf- Heimildir: Molar á víð og dreif í 75 ára af- mælisriti Verkakvennaféiagsins Fram- sóknar, Reykjavík 1989. Grein Margrétar Guðmundsdóttur sagnfræðings i sama riti og viðtal Þráins Hallgrímssonar við Guðjón B. Baldvinsson sömuleiðis. Einn- ig Saga Bandalags kvenna í Reykjavík 1917 til 1977 eftir Sigríði Thorlacius, Reykjavík 1983. í Alþýðuhúsinu: Jóhanna Eg- Tveir fyrrverandi formenn Verkakvennafélagsins Framsóknar á skrifstofu ilsdóttir og Jóna Guðjónsdóttir. ir kaupavinnu, meðal annars til að halda uppi auglýstum töxtum félags- ins, þó að ekki væri mikill árangur af því framtaki. Um skeið var félagið með kartöflugarða fyrir konumar á Skólavörðuholti, líklega á því svæði þar sem nú er Heilsuvemdarstöð borgarinnar. Það var heilmikil starf- semi í kringum þetta, sérstök boðun- amefnd sá um að boða konumar til vinnu í görðunum og bænum var skipt í austur- og vesturbæ, sem myndi nú varla ganga í dag. Þá var snemma bryddað upp á fræðslustarfi í félaginu, bæði á mál- fúndastarfi og ffæðslufundum um ýmis málefni, sem voru á döfinni auk kennslu í hagnýtum greinum íyrir félagskonur. Allt þetta vitnar um mikinn stórhug, sem fylgdi fé- laginu á fyrstu áratugum þess,“ sagði Guðjón í viðtalinu. inu innan flokksins um langt árabil. Sjálfsbjargarviðleitni forystukvenna var annáluð Af öðmm störfum félagsins í gegnum tíðina má nefna að Verka- kvennafélagið Framsókn tók þátt í hátíðahöldum árið 1915 og safnaði fé í Landspítalasjóð, ásamt því að eiga samstarf við önnur verka- kvennafélög. I Bandalag kvenna í Reykjavík gekk félagið árið 1945. Þegar Framsókn varð 75 ára árið 1989 var gefið út veglegt afmælisrit. Þar sagði Guðjón B. Baldvinsson, helsti skrásetjari sögu félagsins og manna ffóðastur um íslenska verka- lýðssögu, í viðtali við Þráinn Hall- grímsson: „Sjálfsbjargarviðleitni forystukvenna Framsóknar var lika annáluð. Minna má á þegar forystu- konur undir stjóm Bríetar Bjamhéð- insdóttur tóku sig til og auglýstu eft-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.