Alþýðublaðið - 16.12.1994, Page 4

Alþýðublaðið - 16.12.1994, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1994 Viti menn O J. Simpson: Svívirti prest og grét einsog barn. Fyrirsögn í DV í gær. Hinsvegar verður að viðurkennast, að þungu fargi hlýtur að vera létt af hverjum þeim ráðherra, sem kemst svo nærri nir- vana að geta sagt: „Ég bara vinn hérna.“ Jónas Kristjánsson i leiðara DV í gær. Ólafur Q. Einarsson menntamáfaráð- herra er hættur að taka afstöðu til beiðna um fjárveitingar og vísar þeim rakleitt til fjárlaganefndar. Hvernig fer maður til dæmis með dýr? Maður sveltir þau ekki þangað til þau gegna. Maður reynir þvert á móti að hæna þau að sér. Kristinn H. Gunnarsson þingmaður, að færa rök fyrir því að ekki eigi að setja samskiptabann á kinversk stjórnvöld þrátt fyrir stórkostleg mannréttinda- brot þar í landi. Morgunpósturinn í gær. Ert þú í vondum málum? Vantar þig pening fyrir jól- in? Gefðu út bók. Nú fer hver að verða síðastur. Hringdu í Kristján Þor- valdsson í síma 31701. Hallgrímur Helgason í Morgunpóstin- um í gær. Tanngarður dreginn úr Háskóla íslands? Fyrirsögn félaga Garra í gær. Sagan er allrar athygli verð og mér fínnst full ástæða til að hvetja for- eldra til að lesa hana og ræða efnið við börn sín. Oddný Árnadóttir, ritdómur um skáld- sögu Hafliða Vilhelmssonar, Heiða fremur sjálfsmorð. DV í gær. Kona klauf í gær 72 ára kirkjugest í herðar niður með öxi vegna þess að hún taldi að hann væri á valdi Satans... Haft er eftir lög- reglunni að við handtökuna hafí konan gefíð til kynna að hún hafi verið að undir- búa verknaðinn hálft annað ár og nú væri henni stórlega létt. Tíminn í gær. íslendingar leggja misjafnlega mikið uppúr norrænu samstarfi. Ymsir halda því fram að það skipti litlu máli og hér sé um að ræða óþarfa sem gjarnan megi hverfa. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þetta snertir nánast alla í samfélaginu. Halldór Ásgrímsson, grein í Morgun- póstinum í gær. Ég er voða mikil konfekt- kerling.“ Salome Þorkelsdóttir forseti Alþingis. Morgunpósturinn í gær. Landsbyggðin og kjördæmamálið Við næstu þingkosningar munu íbúar á Norðurlandi eystra missa einn þingmann til Reykjaness. Þetta gerist þrátt fyrir það, að hver íbúi á Norðurlandi eystra sé einungis hálf- drættingur á við Vestfirðinga þegar kemur að atkvæðavægi. I síðustu kosningum voru kjósendur á bak við þingmann á Norðurlandi eystra 2633, en 1432 á Norðurlandi vestra, 1513 (1096 ef flakkarinn er talinn með) á Vestfjörðum, 1824 á Aust- ijörðum, 1978 á Vesturlandi og 2328 á Suðurlandi. Þetta sýnir betur en flest annað hversu vitlaust núverandi kjör- dæma- og kosn- ingakerfi er. Þrátt fyrir að íbúar á Norðurlandi eystra séu „verst" settir landsbyggð- arfólks þegar kemur að jöfnum kosningarétti, þá skal staða þeirra versna ennþá. Einn af bestu og skynsömustu þingmönnum sem nú sitja Alþingi er Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Þetta segi ég óhikað þrátt fyrir að þing- maðurinn tilheyri heldur vafasömum stjómmálasamtökum. Þegar kemur að breytingum á kjördæmakerfinu og jöfnun kosningaréttar hafa fram- sóknarmenn sérstaklega ófrýnilega sögu sem þeir mega gjarnan skamm- ast sín fyrir. í þessu efni eins og mörgum öðram berþingmaðurinn af öðram framsóknarmönnum. Hann hefur víðsýni til að skilja að núver- andi kjördæmakerfi er arfavitlaust og íbúar Reykjavíkur og Reykjaness era búnir að fá sig fullsadda af ójöfn- um kosningarétti. Ibúar á Norðurlandi eystra og Jó- hannes Geir fá nú heldur betur að kenna á vitleysunni, því líklega mun Jóhannes Geir falla út af þingi vegna fækkunar þingmanna í kjör- dæminu. Jóhannes Geir hefur komist að þeirri niðurstöðu, að út frá hagsmun- um landsbyggðarinnar sé best, að gera landið allt að einu kjördæmi og hefur hann flutt um það tillögu á Al- þingi að sérstök nefnd rannsaki þennan möguleika. Þessi tillaga þingmannsins náði því miður ekki fram að ganga, en mikla athygli vakti að Páll Pétursson var harðasti andstæðingur hennar. Þetta voru auðvitað meðmæli með tillögu Jó- hannesar, enda hefur Páll barist gegn öllum framfaramálum í landinu síð- an hann settist á þing. Frægust er auðvitað herferð hans gegn litasjón- varpi, sem verður sennilega jafnfræg að endemum í sög- unni og krossferð sálufélaga hans fyrr á öldinni gegn sím- anum. Hvers vegna þjónar það hagsmun- um landsbyggðarinnar best, að gera landið að einu kjördæmi? Við allar breytingar á kjördæmakerfinu hing- að til hefur þingmönnum verið íjölg- að, þannig að þingmönnum lands- byggðarinnar fækkaði ekki þó þeim fjölgaði í Reykjavík. Ekki er hægt að fara þessa leið nú. Því er Ijóst, að ef landinu verður skipt upp í kjördæmi mun þingmönnum landsbyggðarinn- ar fækka á kostnað Reykjavíkur og Reykjaness. Þó atkvæðavægið verði ekki jafnað í einu skrefi mun það fyrr en síðar verða gert. Er það æskilegt að mikill meirihluti þingmanna h'ti á það sem hlutverk sitt að gæta hags- muna suðvesturhomsins? Verða ekki hagsmunir landsbyggðarinnar fyrir borð bomir í slíku kerfi? Auð- vitað getum við lítið um það vitað, en besta tryggingin fyrir því að svo verði ekki er að gera landið allt að einu kjördæmi. Hlutverk þingmanna verður þá að gæta hagsmuna allra landsmanna jafnt og því gætu þeir ekki skákað í skjóli kjördæmakerfis. Samfara þessu þarf að færa verk- efni frá ríki til sveitarfélaga þannig að valdið sé nær fólkinu en í dag. Efla þarf sveitarstjóraarstigið og sameina sveitarfélög. Mismunandi kosningaréttur bætir í engu upp fjar- lægð frá miðstöð ríkisvaldsins í Reykjavík, enda er misvægið mjög mismunandi eftir kjördæmum. Ef rösklega er hugsað um málið má álykta út frá núverandi kerfi að íbúar á Norðurlandi eystra séu í betri að- stöðu en íbúar Norðurlands vestra til að hafa áhrif á gang mála á Alþingi og í ráðuneytum. Þetta er auðvitað firra. Núverandi kerfi byggist frekar á atvinnuhagsmunum þingmanna í einstökum kjördæmum en skynsam- legri hugsun. Við þá endurskoðun á núverandi kjördæmakerfi sem nú stendur fyrir dyram er auðvitað skynsamlegast að ganga skrefið til fulls og gera landið allt að einu kjördæmi. Vart er þó við því að búast að Páll Pétursson og fé- lagar láti slíkt gerast. Líklegasta nið- urstaðan era heimskuleg hrossakaup þar sem þingmenn verja eigin þing- sæti. Verði kosningarétturinn ekki jafnaður að fullu, er auðvitað skyn- samlegt að ákveða hvert misvægið á að vera milli landsbyggðar og þétt- býlis og láta síðan jafnt yfir alla íbúa landsbyggðarinnar ganga í þessu efni. Þá myndu íbúar Norðurlands eystra sitja við sama borð og félagar þeirra á Norðurlandi vestra. Er ann- ars nokkuð vit í því að skipta Norð- urlandi upp í tvö kjördæmi? Höfundur er stjórnmálafræðingur og aðstoðarmaður umhverfisráðherra Pallborðið Birgir Hermannsson skrifar ék: i „Jóhannes Geir hefur komist að þeirri niðurstöðu, að út frá hagsmunum landsbyggðarinnar sé best, að gera landið allt að einu kjördæmi og hefur hann flutt um það tillögu á Alþingi að sérstök nefnd rannsaki þennan möguleika. Þessi tillaga þing- mannsins náði því miður ekki fram að ganga, en mikla athygli vakti að Páll Pétursson var harðasti andstæðingur hennar. Þetta voru auðvitað meðmæli með tillögu Jóhannesar, enda hef- ur Páll barist gegn öllum framfaramálum í landinu síðan hann settist á þing.“ Hinumegin Nú stendur yfir í Ráð- húsi Reykjavíkur sýn- ing sem ber heitið Forseti íslands - tákn frelsis og þjóðareiningar. Er hún haldin á vegum Ljós- myndasafns Reykjavíkur. Verður ekki meira sagt frá henni hér, nema að sýning- unni fylgir lítill bæklingur þar sem er fjallað um for- seta lýðveldisins og birtar myndir af þeim.Þessu fylgir Guðrún Ágústsdótt- ir, forseti borgarstjómar, úr hlaði með litlu ávarpi. Á síðunni á móti er birt ást- sælt ljóð Huldu Hver á sér fegra föðurland og hlýtur það að vera vel við hæfi. Hitt vekur athygli að síð- ustu tvær ljóðlínumar era sérstaklega skáletraðar, en þar stendur: „Svo aldrei framar Islands byggð/sé öðrum þjóðum háð.“ I bók- um finnst ekki dæmi um að Hulda hafi viljað skáletra þessar línur sérstaklega, svo líklega verður að draga þá ályktun að þetta séu skilaboð ofan úr Elliðaár- dal, frá þeim Guðrúnu og Svavari... T7~ vennabaráttublaðið J\-Vera er komið út í nýrri og breyttri mynd, enda hefur ný ritstýra tekið við blaðinu í stað Ragn- hildar Vigfúsdóttur sem er í barnsburðarleyfi. Þetta er Sonja B. Jónsdóttir, gamalreynd blaða- og fréttakona, og hefur hún gert ýmsar breytingar, efn- istök virðast fjölbreyttari en áður og útlit hefur tekið stakkaskiptum... Te dagsins Tedrykkja er enn mikið alvöru- mál fyrir Breta (þrátt fyrir að kaffiþrútnir klakadrönglar á ís- landi séu lítt hrifnir af „þessu bragðlausa vatnssulli"), en Tjallarnir drekka hinsvegar ekki mest af þessum vökva. Tímarit- ið Newsweek var svo vinsam- legt, að taka saman lista fyrir Al- þýðublaðið þar sem fram kem- ur hæsta og lægsta meðal- neysla þjóða (meðal- tebolla- fjöldi á hverja manneskju á ári). Listinn er byggður á upplýsing- um frá Alþjóðlega te-ráðinu: MESTA NEYSLA: írland [1.416,8], Bretland [1.148,4], Qu- atar [1.012,01, Tyrkland [941,6], Hong Kong [765,6], íran [765,6], Kúveit [743,6], Sýrland [730,4], Bahrain [620,4], Egyptaland [550,0]. MINNSTA NEYSLA (ísland ekki tekið með frekar en vana- lega); Thailand [4,4], ítah'a [39,6], Tansanía [44,0], Tékkland og Slóvakía [61,6], Belgía og Lúx- emborg [66,0], Austurríki [70,4], Finnland [79,2], Þýskaland [88,0], Frakkland [92,4], Svíþjóð [136,4]. Fimm á förnum vegi Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn? Gísli Gunnarsson 5 ára: Stekkjastaur af því hann gefur svo flottar gjafir. Þorlákur Björnsson 4 ára: Stekkjastaur af því hann gaf mér súkkulaði í skóinn. Kormákur Axelsson 4 ára: Gáttaþefur af því liann gaf mér varðkattarsleikjó. Heiðar Steinn Pálsson 3 ára: Giljagaur af því hann er bestur. Anita Ólafsdóttir 5 ára: Stekkja- staur af því hann er fyrstur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.