Alþýðublaðið - 16.12.1994, Side 6

Alþýðublaðið - 16.12.1994, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 16. DESEMBER Aðalheiður Sigursveinsdóttir er tvítugur Akureyringur með undraverðan feril og frama í Alþýðuflokknum að baki á síðustu mánuðum. Stefán Hrafn Hagalín átti samtal við hana í gær og spurði: Kona, hver ertu? „Ég er vel uppalin stúlka“: Aðalhciður Sigursveinsdóttir er tvítugur Akureyringur sem mikið hcfur lát- ið að sér kveða í Alþýðutlokknum - Jafnaðarmannaflokki Islands - á undan- lornum mánuðum. Ferill hennar þennan stutta tíma í flokknum hefur reynd- ar verið undraverður og framinn ótrúlega skjótur (jafnvel í þessum flokki sem einsog dæmin sanna hefur gjarnan tekið vel og fordómalaust á móti nýliðum). Lítum á feril Aðalheiðar í hnotskurn. Maí 1994: Gengur í flokkinn, boðið 3. sæti á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningar, tekur virkan þátt í kosninga- baráttunni. Maí 1994: Kjörin formaður Fclags ungra jafnaðarmanna á Akur- eyri. Júní 1994: Atkvæðahæst í kjöri til flokksstjórnar á flokksþingi. Nóvember 1994: Valin annar varaformaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Desember 1994: Boðið þriðja sætið á framboðslista flokksins á Norðurlandi eystra til Al- þingis. Framtíðarspá: Með þessu áframhaldi fer hún létt með að velta formanni Alþýðuflokksins úr sessi eftir þrjá mánuði og verður örugglega forsætisráð- herra næsta vor... Að öllu gamni slcpptu er ung kona með slíka mflusteina að báki áhugavert viðtalsefni. Inná ritstjórn skundaði Aðalheiður síðan fyrripart- inn í gær og samtalið hér á eftir fór fram: -Kona, hverertu? „Eg heiti Aðalheiður Sigursveins- dóttir einsog þú fullvel veist og er fæddur og uppalinn Akureyringur, dóttir Eddu Kristjánsdóttir starfs- manns Háskólans á Akureyri og Sig- ursveins Jóhannessonar múrara og fyrrverandi kennara. Ég er örverpið í tjölskyldunni; yngst sex systkina. Eftir nám í Bamaskólanum og Gagg- anum fór ég í Verkmenntaskólann." -Varstu ekki afreksmanneskia í blaki? „Ég var íþróttafrík alla mína bam- æsku. Æfði sund á fimrnta ár og þá tók blakíþróttin við. Ég á svosem enga meiriháttar titla að baki, en náði þó að vera valin í unglingalandsliðið í blaki sextán ára og gegndi þar fyrir- liðastöðunni. Ég spilaði líka með meistaraflokki frá sautján ára aldri.“ -Og hvað svo? „Þetta klassíska: Lagði snjáða blakskóna á hilluna í byrjun árs 1993 og sneri mér að námi við Verk- menntaskólann. Utskrifaðist þaðan í vor af hagfræðibraut. í haust kom ég síðan til borgarinnar og starfaði til að byrja með hjá Morgunblaðinu í af- leysingastöðu á gagnasafninu. Núna vinn ég á Kofa Tómasar frænda; kaffihúsi íþróttabræðranna Dags og Lámsar Sigurðssona. Góðir drengir og mikil ljúfmenni." -Hvenœr gekkstu í Alþýðuflokk- inn? (Hafði það ekki eitthvað með fjölskyldutengsl að gera?) „Ég gekk í flokkinn á vormánuð- um 1994. Það er nú ekki hægt að segja, að Ijölskyldutengsl mín við Alþýðuflokkinn séu mikii. Faðir minn er þó vestfirskur krati og hefur það eflaust haft sitt að segja.“ -Afhverju gekkstu í Alþýðuflokk- inn? „Ég hef alla tíð verið mjög pólitísk í hugsun og velt stjómmálum mikið fyrir mér. Tildrög þess að ég hóf bein afskipti vom þau, að ég flutti fyrir- lestur síðastliðið vor um sögukennslu á Islandi á jafnréttisráðstefnu í Ráð- húsi Reykjavíkur. Vegna ráðstefn- unnar fór ég í nokkur viðtöl hjá fjöl- miðlum. Eftir það má segja að hjólin haft farið að snúast fyrir alvöm: Ég kem heim til Akureyrar og stjórnmálaflokkarnir hafa fljót- lega samband við mig vegna væntanlegra sveitarstjómarkosn- inga. Það var hinsvegar ekki fyrr en mér tóku að berast þessi sím- töl, að ég fór fyrir alvöm að íhuga hvar ég stæði innan flokka- kerfisins.“ -A endanum stökkstu í faðm jafnaðarmanna... „Já, og þeir tóku mér frábær- lega. Valið var ekki tiltakanlega erfitt þarsem ég hef frá fyrstu tíð verið mikill jafnaðarmaður f mér. Alþýðuflokkurinn bauð mér að taka sæti ofarlega á listanum. þriðja til tjórða sæti, en ég hafn- aði því að vel athuguðu máli og kaus heldur að iáta mér nægja, að starfa fyrir fiokkinn í kosninga- slagnum. Annars er svosem ekk- ert meira um þessa spurningu að segja: Afhverju gekk ég í flokk- inn? Ég er vel uppalin stúlka og skil að allir eiga rétt á því, að fá tækifæri til þess að fá sína sneið af lífs- kökunni; óháð stöðu þeirra í þjóðfé- laginu. Það er þetta yndislega ele- nient í jafnaðarstefnunni, að einstak- lingurinn fái notið sín án þess að gera það á kostnað heildarinnar og að heildin fái notið sín án þess að það bitni á einstaklingnum. Slíkar hug- sjónir finnast ekki annarsstaðar en í jafnaðarstefnunni." -Og svo ertu núna komin á kaf í starf Sambands ungra jafnaðar- manna. Hvað ertu helst að brasa þar? „Fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor endurlífgaði öfiugur hópur ungs fólks á Akureyri Félag ungra jafnað- armanna þar í bæ. Ég valdist til for- ystu fyrir þennan skemmtilega hóp. Síðan þá hef ég reynt að fylgjast sem best með innan Sambands ungra jafnaðarmanna. Á síðasta sambands- þingi SUJ, sem haldið var í nóveni- ber, hlaut ég kosningu í fram- kvæmdastjóm sem annar varafor- ntaður og jafnframt alþjóðaritari. Þetta er nýtt embætti innan sant- bandsins sem ég tek þarmeð þátt í að móta. Mjög heillandi og skemmtilegt viðfangsefni sem gaman er að takast á við. Hún er glæsileg æskan í Al- þýðuflokknum í dag.“ -Pú varðst efst í flokksstjórnar- kjöri á síðasta flokksþingi; tiltölu- lega nýgengin í flokkinn og harla óþekkt. Hvernig stóð á þessari kosn- ingu og hvernig varð þér við þegar þú heyrðir úrslitin? „Ungir jafnaðarmenn ákváðu að tilnefna þrjá úr sínum röðum til kosn- ingar í fiokksstjórn. Á fundi unglið- anna á þinginu var ég tilnefnd ásamt átta öðrurn, mjög hæfum einstakling- um. Það var kosið á milli okkar átta og mér til mikillar undrunar varð ég efst í þessu kjöri. Ungliðamir stóðu síðan ekki á liði sínu í kosninga- baráttunni inní flokksstjórnina - það kom berlega í ljós þegar úr- slitin lágu fyrir. Það kom mér þægilega á óvart að ég skyldi hafa hlotið bestu kosninguna og óneitanlega kitlaði það aðeins hégómagirndina. Keppnisskapið sagði til sín. En fyrst fremst sýndu þessi úrslit mér svart á hvítu. að í fyrsta lagi er hlustað á og tekið tillit til unga fólksins innan fiokksins og í öðm lagi virðist ákafiega auðvelt fyrir ungar og ákveðnar konur að koma sér áfram í dag, og það er ekkert annað en gott og blessað. Ég til mig vel að þessu komna; bæði sem fulltrúi ungra jafnað- armanna sem flokkinn erfa fyrr en síðar og líka vegna þess að ég hef gefið hug minn og hjarta í starfið. Ég geri alltaf mitt besta og tel mig hafa náð árangri. Fólk á að njóta slíks hvað sem líður aldri og líftíma í viðkomandi fiokki. Að halda öðm fram em fordómar og afturhaldssemi; hræðslan við allt nýtt og ferskt er seigdrepandi andskoti." -Getur verið að þarna sé uppsafnað árþúsunda samviskubit karlmantta á ferðinni; að nú séu f þeir að bœta fyrir illa meðferð siita á konum ígegnum aldirnar? „Þetta er fulldjúp greining fyrir minn smekk, en jú, sjálfsagt er það hluti af skýringunni á góðu gengi rnínu. Ég á ekki auðvelt með að átta mig á því. Úrslitin sýna allavega jafn- aðarstefnuna í hnotskurn og góðan vilja flokksmanna til að gera betrum- bót á æðri stöðum. Það þarf reglulega að hrista upp í svona stofnunum einsog stjómmálafiokkamir em. Annars er hætt við að stöðnunin verði algjör og fflbeinstum miðaldra stjómmálaleiðtoga af karlkyni verði CJ endanlega innsiglaður. Jafnaðar- menn átta sig á þessum staðreyndum og reyna að brjótast úr þessum viðj- 1 um. Gott mál.“ -Er ríkjandi stjórnmálaáliugi meðal ungs fólks? Er þessi X-kyn- slóð ekki samansúrrað eiginhags- munapakk sem hefur lýst hugsjónir dauðar; kynslóð fólks þar setti hver otarbara sínum eigin tota? „Bentu mér á manneskju sent otar ekki sínum eigin tota og ég skal sýna þér manneskju sem ekki kemst áfram í stjómmálum. Hvenær hafa feimnar homatýpur komist til valda og ef þær komust þangað hvað varð um þær? Því miður er hinsvegar ekki ríkjandi stjómmálaáhugi hjá ungu fólki í dag. Annars er ég orðin hundleið á þessu X-kynsIóðarhjali. Mér skildist nú á viðtali við Sjón urn daginn, að þessi X-kynslóðarskilgreining hjá íslend- inguni væri tómur misskilningur. Ég tek bara undir þau orð skáldsins. Ég 1 held að ástæðan fyrir litlum stjórn- málaáhuga ungs fólks sé núrner eitt sú, að það hefur alist upp við gífur- ^ lega öflugt velferðarkerfi og sífellt aukið upplýsingaflæði og verður stöðugt fyrir ýmiskonar áreiti í hinu daglega lífi. Það er ekki auðvelt að korna auga á verðugar hugsjónir til _ að berjast fyrir, eftir að velferðarstig- ™ ið reis á þetta æðra stig." -Hvað áttu við? „Ég meina, það sem menn berjast fyrst og fremst við núna eru viðgerð- ir á kerfinu; að viðhalda því. Við- gerðapólitík er ekki vænleg til að kveikja^ mikla hugsjónaelda í ungu fólki. Áreitið hefur síðan að mínu mati valdið einskonar doða meðal unga fólksins. Það hljóta vera tak- mörk fyrir því hversu miklum upp- lýsingum ein manneskja getur tekið við án þess að fyllast sinnuleysi. Til viðbótar við allt þetta hefur ungt fólk _ misst trúna á stjómmálamönnum, og ® það er slæmt mál. Það er einn fylgi- kvilla upplýsingaflæðisins. En alla- _ vega, vegna þess doða sent er ríkj- ™ andi, hefur bein þátttaka ungs fólks t'arið mjög minnkandi síðustu ár. Svo er það líka þessi séríslenska nflds- hræðsla sem virðist erfast í gegnum kynslóðir, sem er komin frá stjórnar- ^ tíðDanahérálandi...“ ” -Ertu þá af hálfónýtri kynslóð? „Nei, hún þarf bara að fá að ná átt- um í friði. Mín skoðun er sú, að kyn- slóðin sem er að koma upp núna - þetta fólk sem er í kringum tvítugt - eigi eftir að láta mikið til sín taka í framtfðinni. Hún þarf hinsvegar tfma til þess að fá að melta hlutina ögn lengur. Þetta er raunsæ kynslóð sem tekur sér sinn tíma og kemur til með að rísa sterk- ari upp fyrir vikið.“ -Þú munt sitja í þriðja g sœti á framboðslista Al- ^ þýðuflokksins á Norður- landi eystra við nœstu Al- þingiskosningar. Hvernig ® leggstþað íþig? „Já, það er rétt, að ég hef ákveðið að taka þriðja sætið á listanum fyrir norðan, það verður erfiður róður en von- g andi fengsæll. Mér finnst þetta vera mikill heiður fyr- ir mig og sýnir gífurlegt Jólapakkatttboö Póstsins Umbúðir og burðargjald á aðeins 310 kr. hvert sem er innanlands, óháð þyngd. Jólapakki Póstsins er einn ódýrasti, þægilegasti og öruggasti sendingarmátinn fyrir jólagjafimar í ár. Þú greiðir aðeins 310 kr. fyrir umbúðir og burðargjald, óháð þyngd og það skiptir ekki máli hvert þú sendir pakkann hér innanlands - gjaldið er alltaf það sama. Jólapakkatilboð Póstsins gildir frá 1.-24. desember 1994. Notum íslenskar vörur, veitum íslenskri vinnu brautargengi ÉH samtök mfm IÐNAÐARINS PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin L*TT* Vinningstölur miðvikudaginn: 7.des.1994 Aðaltölur: Í3)(16)@ 35 42 46 J VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n6afe 3 14.665.000 n 5 af 6 ILÆ+bónus 0 1.282.380 IEJ 5af6 7 32.910 lEJ 4 af 6 181 2.020 m 3 af 6 iCfl+bónus 654 240 BONUSTOLUR Heildarupphæð þessa viku: 46.030.330 á Isl.: 2.035.330 nv------- ------------- mjj Uinningur f fórtii Noregs UPPLÝSINGAR, SIMSVARI91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO PYRIRVARA UM PRENTVILLUR

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.