Alþýðublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 7
JÓLABLAÐ 1994
ALÞÝÐUMAÐURINN
7b
Sigbjörn Gunnarsson, þingmaður Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra, skrifar:
Nauðsyn nýsköpunar
Stjómmálin snúast að mínu mati
allt of mikið um dægurmálin. Menn
hafa ekki tekist á við nauðsynlega
forgangsröðun hvorki í stjómmálum
né í stjómun ýmissar starfsemi á
vegum hins opinbera. Við aðra um-
ræðu Ijárlaga nú á dögunum nefndi
ég til dæmis að stjómendur Háskól-
ans yrðu að velta því rækilega fyrir
sér hvort skynsamlegt kynni að vera
að draga úr námsframboði á einu
sviði og efla eitthvað annað nám
frekar. Eg nefndi tannlæknadeildina
í þessu sambandi. Þessi ummæli
urðu ein aðalfrétt fjölmiðla um
kvöldið og daginn eftir. En kjami
málsins birtist ekki í fréttaflutningn-
um. Kjami málsins var sá að nauð-
syn bæri til forgangsröðunar, ekki
tannlæknadeildin sem slík.
Það er skoðun mín að nýsköpun
atvinnuveganna hafí mjög setið á
hakanum í samfélagi okkar. Því
vakti 3. kaflinn í yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar á dögunum sérstaka at-
hygli og ánægju mína. en hann fer
hér á effir:
„77/ þess að treysta enn frekar
undirstöður íslensks atvinnulífs og
skapa fleiri störf mun ríkisstjómin
leggjafram frumvarp um nýsköpun í
atvinnulífinu. Með því verður greitt
fyrir vöruþróun og ntarkaðssókn er-
lendis, meðal annars á EES-svœð-
inu. Aðgerðir þessar munu ná til
allra atvinnugreina. Jafhframt hefur
ríkisstjórnin ákveðið sérstakar að-
gerðir til þess að auka erlendarfjár-
festingar hér á landi.“
Vissulega lætur þessi kafli ekki
mikið yfir sér. Hins vegar ef innihald
þessa texta er hugleitt, þá tel ég að
framtíð okkar sé í því fólgin að þama
takist vel til. Það hefur verið svo allt
of lengi í okkar ágæta landi að allar
okkar aðgerðir hafa stöðugt beinst að
því að viðhalda því sem fyrir er. Ný-
sköpun og framfarir hafa mjög setið
á hakanum. Ef til vill er það svo, að
íslensk þjóð sem lifað hefur í vel-
ferðarsamfélagi hefur verið sátt við
sitt og því lítið skapandi. Síðan hefur
það gerst að samdráttur hefur orðið
vemlegur í fiskveiðum þjóðarinnar
og tekjufall því samfara.
Neydin kennir naktri konu
ad spinna
Þá hefur þjóðin skyndilega vakn-
að upp við vondan draum og áttað
sig á að við höfum ekki nýtt það hrá-
efni sem við höfum úr að vinna
nægilega vel. Við höfunt verið út-
flutningsþjóð fyrir hráefni en allt of
lítið hugað að því að skapa aukin
verðmæti úr því hráefni sem við höf-
um haft yfir að ráða. Gamalt máltæki
segir: „Neyðin kennir naktri konu að
spinna." Ef til vill kann það að vera
svo að sú tímabundna kreppa sem
við emm vonandi að komast út úr
muni kenna okkur að við getum
treyst á að viðhalda því velferðarstigi
sem verið hefur í landinu með því að
vera hráefnisútflutningsþjóð.
Vissulega hefur vel tekist á ýms-
um sviðum iðnaðar og ég tala þá
fyrst og fremst unt iðnað sem tengist
sjávarútvegi á einhvem hátt svo sem
eins og þeirri starfsemi sem Marel
hf. hefur stundað og einnig hefur
ýmsum öðrum iðnaði vaxið ftskur
um hrygg. Þar hefur verið nýsköpun,
þar hefur sú þekking sem þjóðin hef-
ur yftr að búa verið nýtt til þess að
skapa verðmæti.
Meginmarkmið nýsköpunarstefnu
hljóta að vera á þessum nótum:
- í fyrsta lagi að styrkja sam-
keppnisstöðu íslenskra fyrirtækja,
bæði á alþjóðlegum og innlendum
vettvangi og undirbúa þau sérstak-
lega til að nýta vel þau tækifæri sem
þeim bjóðast með aðild íslands að
Evrópska efnahagssvæðinu.
-I öðru lagi að auka skilvirkni
stuðningsaðgerða við nýsköpun,
þróun og markaðssetningu þannig að
þeir ijármunir sem hið opinbera ver
til þessara mála megi nýtast betur en
nú er.
-I þriðja lagi að styðja viðleitni til
nýsköpunarstarfs innan fyrirtækja.
-I fjórða lagi að stuðla að jöfnum
aðgangi atvinnugreina að stuðnings-
aðgerðum til eflingar nýsköpunar-
starfs.
Til þess að hrinda nýsköpunar-
stefnu í framkvæmd verður að
tryggja aukið fé til nýsköpunarverk-
efna. Þvt hafa verið uppi hugmyndir
innan ríkisstjómar að Iðnþróunar-
sjóði verði falið það verkefni að íjár-
magna nýsköpun í íslensku atvinnu-
líft og nafni hans breytt í Nýsköpun-
arsjóð atvinnulífsins. Stefnt skal að
því' að þessar aðgerðir muni ná til
allra atvinnuvega.
Uppi em hugmyndir um að þessi
nýsköpunarsjóður muni veita styrki
til einstakra verkefna. Jafnframt er
gert ráð fyrir að veruleg áhersla verði
lögð á framlög í formi áhættuíjár-
magns. Ahættuíjármagn getur verið
ýmiss konar, til dæmis hlutafé eða
annað framlag til eigin íjár, lán með
skilyrtri endurgreiðsluskyldu, það er
áhættulán eða lán með rétti til að
breyta því í hlutafé. Það er eðlilegt
að ætlast til ríflegrar ávöxtunar í
formi vaxta eða arðs ef árangur verk-
efnis sem fénu er varið til leyfir. En á
sama hátt má búast við að afskrifa
verði framlagið að hluta eða öllu
leyti ef verkefnið skilar ekki tiiætl-
uðum árangri.
Það má hins vegar ekki verða hlut-
verk Nýsköpunarsjóðs að viðhalda
stöðnuðum eða hnignandi atvinnu-
greinum eða fyrirtækjum með
styrkjum eða öðmm framlögum eða
lánum. Þvert á móti er nauðsynlegt
að gera ráð fyrir að hlutverk hans
verði að styðja við bakið á nýjungum
og framþróun í íslensku atvinnulífi.
Finnur Birgisson, formaður Jafnaðarmannafélags Eyjafjarðar, skrifar:
Jón og Gunna og jaðarskatturinn
(Hér segir af því þegar Jón og
Gunna þurftu að auka tekjur sína um
40 þúsund krónur til þess að eiga fyr-
ir 25 þúsund króna útgjöldum vegna
frumburðarins, og þvt' hvernig ijár-
málaráðherrann hagnaðist á bam-
eignum þeirra).
Jón og Gunna voru nýgift, ung og
bamlaus, en með það fyrsta á leið-
inni. Þau bjuggu í eigin blokkaríbúð
og skulduðu þrjá milljónir í húsbréf-
um. Þau þénuðu hvort um sig 60
þúsund á mánuði og afkoman var
þokkaleg, enda bæði ráðdeildarsöm,
og þau gátu leyft sér að eiga gamlan
japanskan smábfl. Heimilisbókhald-
ið fyrir mánuðinn leit svona út:
TEKJUR GJÖLD
Föst laun 120.000
Vaxtabætur 3.488
Staðgreiðsla 2.378
L.sj. og st.fél. 6.000
Afb. og vextir 17.140
Rekstur bíls 20.000
Önnur útgjöld 77.970
Samtals 123.488 123.488
Svo fæddist bamið og útgjöld fjöl-
skyldunnar jukust um 25 þúsund
krónur á mánuði. Á síðari hluta með-
göngunnar hafði Gunna aflað sér
upplýsinga urn bamabætur og þess
háttar. Þær virtust ekki liggja á lausu,
en eftir mörg árangurslaus simtöl
hittir hún loks á fulltrúa á skattstof-
unni, vingjarnlega konu, sem upp-
lýsti hana um að með þeirra tekjur
myndu þau fá 8.875 krónur saman-
lagt í bamabætur og bamabótaauka.
„Þá er þetta einfalt reiknings-
dænti,“ sagði Jón „okkur vantar bara
16.125 króna viðbótartekjur til að
endar nái saman aftur.“
Þótt Gunna hefði óljósan gmn um
að eitthvað vantaði í útreikning Jóns
sagði hún ekki neitt við þessu. í
næsta mánuði vann Jón tíu tíma í eft-
irvinnu til þess að mæta auknunt út-
gjöldum og Gunnar fór að skúra á
endurskoðunarskrifstofu tvisvar í
viku. Tekjumar hækkuðu við þetta
um þá upphæð sem Jón hafði nefnt,
en þegar þau gerðu upp heimilisbók-
haldið kom eftirfarandi í ljós:
TEKJUR GJÖLD
Föst laun 120.000
Eftirv. og skúringar 16.126
Barnabætur 3.200
Barnabótaauki 4.546
Vaxtabætur 2.520
Staðgreiðsla 9.125L.sj. og
st.fél. 6.806
Afb. og vextir 17.140
Rekstur bíls 20.000
Útgj. eins og áður 77.970
Framf.barns 25.000
Samtals 146.392 156.041
Mism. = Hallarekstur 9.649
„Þetta er furðulegur fjandi," varð
Jóni að orði, þegar hann sá þessa út-
komu, og þau fóm að skoða tölurnar
og reikna í sameiningu á eldhúsborð-
inu.
„Hún hefur nú sagt þér eitthvað
vitlaust til, þessi kona á skattstof-
unni, bætumar em þúsund krónum
lægri en hún gaf upp,“ sagði Jón.
,Já, og sjáðu hér,“ sagði Gunna,
„hækkunin á staðgreiðslunni étur
bætumar næstum alveg upp. Þetta
getur ekki átt að vera svona.“
Jón minntist þess nú að frændi
hans, sérvitur arkitekt á miðjum
aldri, hafði heilmikið verið að pæla í
skattamálum og meira segja skrifað
um þau greinar, sem Jón hafði þó
aldrei lesið. Jón fór til hans, sýndi
honum heimilisbókhaldið og spurði
hvort hann botnaði eitthvað í þessu.
„Kæri frændi,“ sagði arkitektinn,
þegar hann hafði gluggað í bókhald-
ið. „Þetta er einfalt mál: Þið haftð
ekki tekið tillit til jaðarskattsins.“
En ég hef ekki verið mkkaður um
nein andskotans jaðarskatt," svaraði
Jón.
„Það er ekki von,“ sagði frændinn,
„en þú hefur samt borgað hann. Þeg-
ar þið hækkuðuð tekjurnar, þá hækk-
aði staðgreiðslan líka. En það gerðist
fleira. Vaxtabætumar og bamabóta-
aukinn lækkuðu, því að þessar bætur
em tekjutengdar. Þessi áhrif santan-
lögð em kölluð jaðarskattur og hann
segir til um það hversu stór hluti
launahækkunarinnar lendir hjá hinu
opinbera með beinum eða óbeinum
hætti. í ykkar tilviki reiknast hann
svona: 41,84% staðgreiðsla + skerð-
ing bamabótaaukans um 6% =
54,84%. Svo má bæta launafrádrætt-
inum til lífeyrissjóðs og stéttarfélags
þegar Jón og Gunna
þurftu að auka tekj-
ur sína um 40 þús-
und krónur til þess
að eiga fyrir 25 þús-
und króna útgjöld-
um vegna frum-
burðarins, og því
hvernig fjármála-
ráðherrann hagnað-
ist á barneignum
þeirra.“
við, en það eru 5%.“
„Þetta er nú ekki fyrir hvítan mann
að skilja," sagði Jón. „Hvað þurfum
við þá eiginlega að hækka tekjurnar
mikið til þess að við getum séð fyrir
unganum?"
Frændinn pikkað nokkrar tölur á
tölvu sina, skrifaði síðan á miða, sem
hann rétti Jóni: 40.152 kr.
Jón horfði um stund á miðann, og
sagði síðan forviða: „En útgjöldin
vegna bamsins em bara 25 þúsund
og við fáum barnabætumar og
bamabótaaukann á móti, „getur það
verið rétt að við þurfum enn að auka
tekjurnar um 24 þúsund?"
„Þér er óhætt að trúa því, frændi
sæll,“ sagði arkitektinn. „Svona er
þetta, því miður.“ Jón kvaddi frænd-
ann, fór og sýndu Gunnu miðann og
reyndi að útskýra fyrir henni það
sem honum hafði verið sagt. Henni
fannst þetta jafn ótrúlegt og Jóni, en
þeim kom saman um að sennilega
vissi frændinn hvað hann söng í
þessum efnum. Næsta mánuð vann
Jón 35 tíma í eftirvinnu og Gunna
fékk vinnu við að skenkja bjór á
kaffihúsi á laugardagskvöldum, auk
skúringanna, og þeim tókst að auka
tekjumar að tilsettu marki. Þegar þau
gerðu mánuðinn upp , kom í ljós að
endar náðu akkúrat saman og bók-
haldið leit svona út:
TEKJUR GJÖLD
Föst laun 120.000
Aukavinnan samt. 40.152
Barnabætur 3.200
Barnabótaauki 2.864
Vaxtabætur 1.078
Staðgreiðsla 19.178
L.sj. og st.fél. 8.008
Afb. og vextir 17.140
Rekstur bíls 20.000
Önnur útgjöld 77.970
Framfærsla barns 25.000
Samtals 167295 167.295
Svo liðu mánuðirnir og bamið óx
og dafnaði. Með því að halda áfram
aukavinnunni tókst Jóni og Gunnu
að láta enda ná saman og þau kvört-
uðu ekki, þótt þau hefðu gjaman vilj-
að hafa meiri tíma til þess að sinna
baminu. Fjármálaráðherrann var líka
mjög ánægður með þau hjónin. því
nú skiluðu þau tólf þúsund krónunt
nettó í kassann á mánuði, í stað þess
að kosta hann 1.100 krónur eins og
áður. Þrátt fyrir að nú þyrfti að
greiða þeim bamabætur hafði ráð-
herrann því hagnast um rúrnar þrett-
án þúsund krónur á ntánuði við það
að bamið kom til sögunnar. Rúntu
ári síðar ól Gunna annað barn, en þá
hafði atvinna dregist rnjög saman í
landinu. Upp úr því fór efnahagur
þeima hraðversnandi, og svo fór að
lokunt að íbúðin var seld á nauðung-
arappboði þegar yngra barnið var
nýorðið tveggja ára ganialt.
Hafa menn lýrir satt að fjárhags-
erfiðleikar þeirra hafi fyrst og fremst
stafað af óeðlilegri skuldasöfnun
heimilisins, en það er önnur saga og
þó?
£i
Húsbíínda,
útbreíddastí sjúkdómtir
meöal húseígenda.
Þama situr pabbi og les eöa glápir á sjónvarpiö.
Hann hefur þegar fyrstu eínkenni húsblindu.
Sjúkdómurinn sljóvgar og gerir karlana kærulausa um
viðhald húsa sinna. Þekkir þú þessi einkenni? Ef svo er þá
ieitaöu stuönings fjölskyldunnar og yftrfariö þaö sem Iaga
þarf. Geriö síöan átak í viöhaldsvinnu. Þaö borgar sig
peningalega og einkenni húsblindunnar hverfa.
Byggingafulltrúinn á Akureyri
Óskum öllum bœjarbúum
gleðilegra \óla
og farsældar á homandi ári
dj
Bœ/arstjom Ahureymr
óskar öí(um bœjarbúam
gteðítegra jóta
og farsœtrtar á komaiuti ári
meðffökk fi/rir samáinnuna
á árinu sem er að tíða
®Baejarstjórn
Akureyrar