Alþýðublaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.12.1994, Blaðsíða 16
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 23. DESEMBER 1994 Al Capone: „Fólk ber ekki virðingu fyrir neinu lengur." Svindl er meginreglan Al Capone 1931 - „Fólk ber ekki virðingu fyrir neinu lengur,“ sagði bófaforinginn frægi A1 Capone í viðtali sem tekið var í Chicago 1931. Kreppan hafði leikið Bandaríkin grátt og meðal almennings í borginni naut Ca- pone nokkurra vinsælda. Ekki að- eins sá hann þyrstum fyrir drykkj- arfóngum, heldur hélt hann úti súpueldhúsum fyrír atvinnulausa og hélt þeim jafnvel veislur. Ca- pone var 32 ára þegar viðtalið fór fram, en stuttu síðar tókst að dæma hann fyrir skattsvik. Hann var settur í fangelsi og mátti þar sæta ofsóknum af hálfu samfanga sinna. Viðtalið var tekið af Cornelius Vanderbilt jr., ungum blaðamanni sem var fæddur til mikilla auðæfa. Þótt mörg ummæli glæpaforingj- ans kunni að koma spánskt fyrir sjónir skrifaði Vanderbilt að sér hefði ekki virst Capone vera að sýnast, líklega hefði honum verið fúlasta alvara með öllu sem hann sagði. Frá því er sagt að svo vel hafi farið á með þeim Capone og Vand- erbilt og samtalið dregist svo á langinn að á endanum hafi lögregl- an hringt til að spyrja hvort Ca- pone hefði nokkuð rænt milljóna- erfingjanum. „Fólk ber ekki virðingu fyrir neinu lengur. Fólk sem ber ekki virðingu fyrir neinu óttast óttann. Því hef ég byggt samtökin mín upp á ótta. Þeir sem vinna með mér óttast ekkert. Þeir sem vinna fyrir mig halda tryggð, ekki bara vegna þess að þeir fá vel borgað, heldur vegna þess að þeir vita hvað verður um þá ef þeir svíkja mig í tryggðum. Núorðið er svindl meginreglan í bandarísku þjóðlífi. Þetta eru lög þar sem engum lögum er hlýtt. Þetta er að grafa undan þjóðinni. Það er hægt að telja heiðarlega löggæslumenn í hverri borg á fingrum sér. Ég gæti tal- ið þá heiðarlegu í Chicago með ann- arri hendi! Dyggðir, virðing, sann- leikur, lög, allt þetta er horfið úr lífi okkar. Við höldum öll að við séum svo klár. Við viljum fá að „komast upp með“ hlutina. Og ef við getum ekki unnið fyrir okkur á heiðarlegan hátt, þá reynum við bara eitthvað annað.“ „Við þurfum að gæta þess að Bandaríkin séu heil, örugg og óspillt. Ef vélamar taka vinnuna frá verka- manninum þarf hann að finna sér eitt- hvað annað að gera. Kannski fer hann aftur að yrkja landið. En við verðum að ala önn fyrir honum á þessum breytingatímum. Við verðum að halda ritum rauðliða frá honum; við verðum að sjá til þess að hann sé and- lega heill. Því hvar á jörðinni sem hann er fæddur er hann nú Banda- ríkjamaður." „Heimilið er mikilvægasti banda- maður okkar.“ hélt Capone áfram. „Þegar allt brjálæðið sem heimurinn er að ganga í gegnum hjaðnar, mun- um við, bandaríska þjóðin, skilja þetta. Þeim mun sterkara sem heimil- islífið er, þeim mun sterkari er þjóðin. Þegar óvinir nálgast strendur okkar snúumst við til vamar. Þegar óvinir ráðast á heimili okkar rekum við þá af höndum okkar. Þeir sem ráðast inn á heimili eiga ekki annað skilið en að láta berhátta sig, tjarga sig og fiðra, öðrum til viðvömnar. A götunni fyrir neðan vom blaða- strákar að hrópa fyrirsagnir. Al, ,.- Browrí* eins og hann kýs að kalla sig, reis upp úr stólnum og gekk út í suð- urenda herbergisins. Hann tók gler- augu út úr skáp, bar þau upp að aug- unum og las hægt úr einu síðdegis- blaðanna: „Pat Roche segist klófesta Capone fljótt." Hann brosti breitt. „Pat er fínn ná- ungi,“ sagði hann, „en honum finnst of gaman að sjá nafnið sitt í blöðun- um.“ Ég hugsaði með mér - „ef Pat hefði einhvem áhuga á að handtaka þig myndi hann gera það í hvelli". Hann nánast svaraði þessari hugs- un; ,Ætli ég sé ekki eins og þú, Herra Vanderbilt. fólki er gjarnara að skamma mig fyrir það sem ég geri ekki en hrósa mér fyrir það sem ég geri.“ „Liðið á blöðunum er alltaf að hamast á mér,“ hélt hann áfram. „Það er eins og ég beri ábyrgð á hverjum einasta glæp sem er framinn í þessu landi. Það mætti halda að ég hefði ótakmörkuð völd og úttroðið veski. Jæja, kannski er eitthvað til í þessu með völdin, en bankabókin mín líður ekki síður fyrir þessa erfiðleikatíma og allt annað. Þú yrðir undrandi að heyra um suma náungana sem ég þarf að sjá fyrir.“ Barafyrir peninga - Brendan Behan 1957 - Aðeins sextán ára var Brendan Behan settur í fangelsi á Englandi eftir að IRA hafði sent hann yfir Irlandshaf með sprengju í tösku. Mörgum árum síðar kom þessi mikli drykkjumaður aftur til Eng- lands, þá orðinn frægt leikrita- skáld, og olli mikilli hneykslun þegar hann kom ölvaður fram í sjónvarpi. Viðtalið var tekið af blaðamanninum Robert Robinson sem fer ekki dult með aðdáun sína á þessum sérstæða og skemmtilega Ljósi punkturinn í vikunni voru stuttir fagnaðarfundir sem ég átti við frægan Dyflinarbúa, leikskáld og stjömu í bresku sjónvarpi, Brendan Behan. Flestir muna kannski eftir viðtali Malcolm Muggeridge þar sem Dyfl- inarhreimur Behans og allnokkrir lítrar af öli stóðu ögn í veginum fyrir því að hann gæti gert sig alveg skilj- anlegan. „Mér finnst það ákaflega dapur- legt,“ sagði Behan þegar við gengum inn á krá og horfðum á tvo menn ganga eftir götunni í harðkúluhött- um, „að Englendingar skuli klæða sig eins og útfararstjórar og að krám- ar skuli loka fjórum sinnum á dag.“ Hann hóf upp raust sína og söng þegar við gengum inn á krána. Hann virtist vera að taka gleði sína. Hann tók í hendina á öllum við- stöddum, tók sér stöðu bak við röð af ölglösum og klingdi glösum þegar við skáluðum fyrir samningi sem hann hafði gert stuttu áður um sýn- ingar á leikritinu The Quare Fellow í West End. „Þú verður að skilja,“ sagði hann, „að ég skrifa aldrei leikrit nema þeg- ar mig vantar aura. Mér er hjartan- lega sama um listina. Ég geri þetta bara fyrir peninga.“ (Nú er rétt að taka fram að þessi frásögn mín gerir Behan þann órétt að stroka út öll blótsyrðin. Behan heldur ekki uppi samræðum án þess að nota blótsyrði sem þyrlast í kring- um hann eins og púðurkerlingar.) „Annars líkar mér vel við Eng- land,“ sagði þessi hugdjarfi Iri sem hefur fengið að kynnast innviðum tugthúsa drottningarinnar. Ég spurði - og aftur var hann far- inn að syngja - hvað hann ætlaði að gera við peningana sem hann fengi fyrir samninginn í West End. „Hvað þá?“ sagði hann einfald- lega. „Ég mun éta þá og drekka þá, eins og ailir aðrir.“ Nú leit hann upp og spurði Stanley Devon (Ijósmyndarann) hvers vegna hann fengi sér ekki að drekka. De- von skýrði frá þvf að hann væri bind- indismaður. „Þá,“ sagði Behan með ákafa trú- boða, „áttu skilið að verða hengdur." Brendan Behan; „Ég geri þetta bara fyrir peninga.' Veit það ekki - Paul Johnson 1992 - Paul Johnson er einhver afkasta- mesti og áhrifamesti sagnfræðing- ur samtímans. Hann er fæddur 1928 og var lengi vinstrimaður og ritstjóri tímaritsins New States- man. Svo tók hann sinnaskiptum og bækur hans, sérstaklega Mod- ern Times, urðu eins konar hluti af guðspjöllum hægrimanna. Ri- chard Nixon sagði einhvern tíma að þetta væri uppáhaldsbókin sín og Dan Quayle hafði hana alltaf í farangri sínum. Margaret Thatc- her hafði Johnson oft með í ráðum. Bandaríski blaðamaðurinn Ri- chard Stengel gerði tilraun til að taka viðtal við Johnson í júní 1992. Arangurinn fer hér á eftir. Viðtalið fór fram á heimili Johnson í Lond- on. Richard Stengel: í bók þinni Nú- timanum fjallar þú um siðferðilega afstæðishyggju og hvemig hún hefur leikið tuttugustu öldina. Hvaða dæmi um slíka afstæðishyggju sérð þú nú í heiminum? Paul Johnson: (Átla sekúndna þögn meðan hann klórar sér í hök- utmi.) Veit það ekki. RS: Hmm...(5/fl sekúndna þögn.) Kannski ekki í sama mæli og þú hef- ur nefnt í bókum þínum, en sérð þú eitthvað, hmm... Johnson: Nei. RS: Nei. (Sex sekúndna þögn.) varla. Paul Johnson: Hmm... hu... Eitt af því sem þú hefur skrifað um er, hmm, hvort lífefnin ráði örlögum manna. Heldur þú - núna þegar við vitum meira um erfðir Georges Clemenceau: „Wilson kom með fjórtán boðorð en guð lét sér nægja tíu." Hamingjan er að láta ekki trufla sig - Georges Clemenceau 1928 - Viðtal sem George Sylvester Vi- ereck átti við franska stjórnmála- manninn og rithöfundinn Georges Clemenceau snerist upp í eins konar andlega skylmingakeppni. Clemenceau var þá 87 ára, með húfuna frægu á höfði, og sagði að blaðamenn hefðu alltaí haft allt rangt eftir sér. Sjálfur hafði hann reyndar verið blaðamaður og mál- gagn hans L’Aurore varið Dreyfus með kjafti og klóm. Viereck svar- aði því til að það sé hlutskipti mik- ilmenna að láta hafa rangt eftir sér, fleygustu setningar mann- kynssögunnar hafi sennilega aldrei verið sagðar. Clemenceau vildi beita Þjóð- verja mikilli hörku eftir heims- styrjöldina fyrri. Hann er sann- spár í viðtalinu þegar hann segir að ef þýsk heimsvaidastefna fái að komast aftur á kreik sé stríð óum- flýjanlegt. Það sé lærdómur stríðs- ins að menn eigi að reyna að forð- ast það að sagan endurtaki sig. Clemenceau var frægur fyrir að vera kaldhæðinn og afdráttarlaus, enda hafði hann viðurnefnið „tígr- isdýrið“. Viðtalið er ágætt dæmi um þessa eiginleika hans. „Ég hatast ekki við neinn. Ég elska engan. Ég ber engan kala til heimsins. En kannski," - það var kaldhæðnistónn í rödd Clemenceaus þegar hann sagði þessi orð, „þykir mér ekkert sérstaklega vænt um hann heldur.“ „Ég er sestur í helgan stein fyrir fullt og allt,“ hélt hann áfram. „Á mínum aldri hafa menn rétt til að gera einungis það sem þeim finnst skemmtilegt. Dvöl minni í París er næstum lokið. Bráðum fer ég aftur til Vendée þar sem ég er hamingjusam- ur.“ „Ætlið þér þá að setjast niður og skrifa minningar?“ „Nei!“ hrópaði hann. „Er yður auðið að finna hamingju þegar þér eruð ekki að vinna?“ „Hamingja! Hvað er hamingja! Einfaldir hlutir vekja mér ánægju. Ég er alsæll að fá að taka þátt í lífinu en standa samt utan við það.“ „Getið þér sagt mér í fáum orðum hvað er fullkomin hamingja?" Clemenceau bifaðist af kulda- hlátri. „Fullkomin hamingja er að láta ekki trufla sig.“ „Hvorir eru háskalegri, draum- lyndir hugsjónamenn eins og Woodrow Wilson eða tækifæris- sinnar eins og Lloyd George?“ „Það fer allt eftir manninum. Sag- an er full af mönnum sem reyndu við hlutverk sem skapsmunir þeirra gerðu þá óhæfa til að leika. Allt hef- ur sinn tfma. Stundum er tímabært að hampa hugsjónum en stundum er heppilegra að vera tækifærissinni.“ „Er það satt að þér hafið einhvern tíma látið þau orð falla að það hafi verið erfitt verk að semja frið sitjandi milli ntanns sem hélt að hann væri Napóleon Bónaparte og manns sem taldi sig vera endurborinn Messías?“ „Það sagði ég víst,“ svaraði Cle- menceau og glotti með sjálfum sér. „Og sögðuð þér líka að Wilson hefði verið þér ofviða vegna þess að hann kom færandi hendi með fjórtán boðorð en Guð almáttugur lét sér nægja tíu?“ Aftur brosti hann af nokkurri sjálfsánægju. Clemenceau hafði dá- læti á fleygum orðum sem eftir hon- um voru höfð. en áður - hmm, að siðgæði sé farið, hu, að víkja fyrir lögmálum líffræð- innar? Johnson: (Tuttugu og sjö sek- úndna þögn og á meðan nýr hann á sér andlitið og hallar aftur augunum.) Veit þaðekki. RS: Allt í lagi... (Hlœrtaugaveikl- unarhlátri.) Em þessar spumingar kannski ekki alveg við þitt hæfi? Johason: (Með loktið augu.) Veit það ekki. RS: (Hvellt.) Heldur þú að efna- hagsstefna Reagans hafi valdið kreppunni í Bandaríkjunum? Johnson: (Hratt.) Varla. RS: Hmm...(Sex sekúndna þögn.) Kannski ekki, en menn eyddu pen- ingum hratt og slógu lán og skulda- byrðin jókst - hafði það ekki einhver áhrif á... Johnson: Varla. RS: Hvað heldur þú að hafi orsak- að kreppuna? Johnson: (Dálítið höstugur.) Veit þaðekki. RS: (Hlœr taugaveiklunqrhlátri.) Johnson: (Hlœr líka.) RS: Hmm...(£//e/u sekúndna þögn.) Eitt af því sem þú hefur talið vera merkilegast við tuttugustu öldina er að trúarbrögð hafa síður en svo horfið. Hvemig skýrirðu það og færðu séð að trúarofstæki valdi ein- hvers staðar skaða þessa dagana? Johnson: (Fimm sekúndna þögn.) Veit það ekki. Þá spurði blaðamaðurinn spurn- ingar um uppgang ofsatrúarmús- lima í íran og Alsír. Við svo búið spratt Paul Johnson á fætur og stökk út úr herberginu. Blaðamað- urinn beið hans í kortér, gekk svo um húsið og fann ekki neinn, hróp- aði án árangurs. Þegar hann fór út var búið að slökkva öll ljós og það sást ekkert merki um mannaferðir. Stengel reyndi að hringja stuttu síðar frá krá í grenndinni, en þá svaraði bara símsvari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.