Alþýðublaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 4 FLOKKSSTARF ALÞÝÐUFLOKKURINN - Jafnaðarmannaflokkur íslands Aukaþing 4.-5. febrúar Aukaþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks (slands - verður haldið á Hótel Loftleiðum í Reykjavík helgina 4. til 5. febrúar næstkomandi. Þingið er opið öllum flokksmönnum, en aðeins þeir sem kjörnir voru fulltrúar á 47. flokksþing Alþýðuflokksins í Suð- urnesjabæ, sumarið 1994, hafa atkvæðisrétt. Dagskrá aukaþingsins verður nánar auglýst síðar. Upplýsingar um þingið eru gefnar á aðalskrifstofum Al- þýðuflokksins, sími 91-29244, myndsendir 91-629155. Framkvæmdastjórnin. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR Aðalfundur 25. janúar Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar. Fundurinn verður í Rósinni - félagsmiðstöð jafnaðar- manna í Reykjavík- og hefst klukkan 20:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. UNGIR JAFNAÐARMENN Kosningaþing 28. janúar Ungir jafnaðarmenn halda kosningaþing laugardaginn 28. janúar næstkomandi. Þingið verður í Alþýðuhúsinu í Hafn- arfirði (við Strandgötu) og er dagskrá þess eftirfarandi: 09:30 Skráning og móttaka þinggagna. 10:00 Setning: Ávarp Jóns Þórs Sturlusonar formanns Ungra jafnaðarmanna. 10:15 Ávörp gesta: Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráð- herra og Petrína Baldursdóttir alþingismaður. 11:15 Skýrsla framkvæmdastjórnar: Baldur Stefánsson kosn- ingastjóri Ungra jafnaðarmanna. 11:30 Kynning á drögum að kosningastefnuskrá: Magnús Árni Magnússon. 11:45 Hádegisverðarhlé. 13:15 Kosningastarf Jafnaðarmanna: Arnór Benónýsson. 14:00 Hópastarf: (a) Stefnuskrá, (b) Skipulag, (c) Veiðar, (d) Út- gáfa og áróður. 16:00 Kaffihlé. 16:30 Niðurstöður hópastarfs. 17:00 Almennar umræður. 18:00 Kosning í embætti (þar á meðal í embætti veislustjóra Ungra jafnaðarmanna). 18:15 Afgreiðsla kosningastefnuskrár. 18:30 Kvöldverðarhlé. 21:00 Jörfagleði Ungra jafnaðarmanna. Skemmtiatriði: Mis- heppnaðir brandarar Ungra jafnaðarmanna, Skelfilegi ráðherrakvartettinn skemmtir (sér); Nató-skyggnulýsingar Gunnars Alexanders; Evrópu(sam)bandið leikur fyrir dansi og kvartettinn „Meir N orð" brillerar á milli atriða. (Þinggjald er 1.000 krónur og innfalið í því er hádegisverð- ur og kaffiveitingar allan daginn. Þeir sem þurfa að ferðast lengra en 150 kílómetra til þingsins þurfa ekki að greiða þinggjald.) Allar nánari upplýsingar gefur Baldur Stefánsson, kosn- ingastjóri Ungra jafnaðarmanna (vinnusími 91-29244, myndsendir 91-629155, tölvupóstfang (E-mail) bald- stef@centrum.is). Framkvæmdastjórnin. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG PATREKSFJARÐAR Aðalfundi frestað Aðalfundi Alþýðuflokksfélags Patreksfjarðar og nágrennis - sem halda átti laugardaginn 4. febrúar í Félagsheimilinu á Patreksfirði - hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Formaður. Ritstjórn Alþýðublaðsins komst nýverið yfir bandarísku dagatalsbókina „The 365 Stupidest Things Ever Said“, sem væntanlega útleggst sem „365 heimskulegustu ummæli allra tíma“. Stefán Hrafn Hagalín fór á hundavaði í gegnum bullið og valdi nokkur snilldarlegustu ummælin til birtingar. Sérstaka athygli vakti að ummælin skiptast að mestu leyti niður á þrjá hópa: stjórnmálamenn, íþróttagarpa og menn- ingarvita (sérstaklega ** kvikmyndagerðar- '' menn). Konungur mismælanna er óumdeilanlega Dan Quayle og hefur verið gerður ódauðlegur sem slíkur. Ég stend Ég hef ferðast þangað sem mað- urinn hefur aldrei stigið hendi. Samuel Goldwyn, bandarískur kvikmyndajöfur. Ef nýja refsilöggjöfin verður samþykkt af fulltrúadeild þings- ins, þá verður dauðarefsing tekin upp á nýjan leik vegna ákveðinna glæpa: að myrða forsetann; að fremja flugrán; að myrða opinberan eftirlitsmann hænsnaræktar. Bandarískt fréttaskeyti. Reykingar eru banvænn ávani. Og ef maður deyr þá hefur maður misst mikilvægan þátt lífsins. Brooke Shields, bandarísk leikkona, um ástæðu þess að einmitt hún væri tilvalin sem talsmaður alríkisherferðar gegn reykingum. Galdurinn? Hann felst í 90% styrkleika og 40% tækni. Johnny Walker, heimsmeistari í sjómanni, um hvað þarf til að verða meistari. Sko, ég held að, það er að segja, þetta hefur stundum verið erfitt. En hérna, sko, ég held að okkur hafi miðað vel áleiðis við að laga það sem úrskeiðis hefur farið. Sko, hérna, - og það er - ég myndi segja að það sé - það sé - það sé virkilega yndislegt að við höfum verið fær um að eyða tals- verðum tíma í samband okkar - sem við erum jú saman í. Edward Kennedy, bandarískur öldunga- deildarþingmaður, svar árið 1977 við spum- ingunni: Hvert er ástand hjónabands þíns nú? Ég hef aldrei þurft að fara í stór- an hnéuppskurð á nokkrum öðr- um hluta iíkama míns. Winston Bennett, bandarískur körfuknattleiksmaður. Ef einhver er saklaus af að fremja glæp, þá liggur sá hinn sami ekki undir grun. Edwin Meese, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, um afhverju Miranda- yfirlýsingin - sem notuð er af lögreglumönn- um til að útskýra réttindi handtekinna - væri orðin óþörf. Þú ættir að heyra hana syngja. Hún er kvenkynsútgáfan af Lenu Horne. Joe Pasternak, bandarískur kvikmyndaframleiðandi. Reyndu ekki að rugla mig í rím- inu með staðreyndum. Eg er af- skaplega lokaður maður. Eari Landgrebe, bandarískur þingmaður og ákafur stuðningsmaður Richard Nixon, um álit á saknæmum samræðum í Watergate- segulbandsupptökunum. Ef ég væri ekki alltaf sítalandi, þá væri ég orðlaus. Chico Kesch, bandarískur ruðningsleikmaður. Ég væri ekkert nema hræsnari, ef ég segði þér sannleikann. Michael Curtiz, bandarískur kvikmyndaleikstjóri, um álit á ákveðnum kvikmyndaframleiðanda. Ég bað yður um að gera annan lengri en hinn, en í staðinn hafið þér gert annan styttri en hinn. Boyle Roche lávarður, breskur stjómmálamaður. Ég er mikill fylgismaður allrar viðleitni til að takmarka kjör- tímabil meðlima bandaríska þingsins, sérstaklcga meðlima fulltrúadeildarinnar og öldunga- deildarinnar. Dan Quayle. Ef þú getur ekki líkt eftir þessum manni, ekki reyna þá að herma eftir honum. Yogi Berra, bandarískur skemmtikraftur. Þið skrifið í sífellu um að þetta séu sprengjuárásir, sprengjuárás- ir, sprengjuárásir. Én þetta eru alls ekki sprengjuárásir, heldur stuðningsaðgerðir flughersins. David öpfer, offursti í bandaríska flughernum - staðsettur í Kambódíu, um skrif fjölmiðla um Víetnam-stríðið. Burtséð frá öllum þessum morðum, þá hefur Washington einhverja lægstu glæpatíðni í öll- um Bandaríkjunum. Marion Barry, borgarstjóri Washington. Þér hafið að hluta til hundrað prósent rétt fyrir yður. Samuel Goldwyn. Einu sinni voru þeir menn. Núna eru þeir landkrabbar. Samtal úr kvikmyndinni Árás krabbaskrýmslanna. Við getum aðeins kennt einni manneskju um atvikið: Hvor öðrum. Barry Beck, bandarískur ishokkýspilari, eftir slagsmál sem hann hóf í bikarúrslitaleik íshokkýmeistarakeppninnar. Auðvitað mun þetta efni verða fjölda manns að aldurstila, en þeir gætu allt eins verið að deyja af einhverjum öðrum orsökum. Othal Brand, meðlimur skordýraeiturseftir- lits Texas, um hið banvæna skordýraeitur chlordan. Menning er nauðsynlegur þáttur lífs okkar, en hún verður að vera full af lífi - og það má ekki vera of mikið af henni. Virgino Gayda, ítalskur stjórnmálamaður á tímum fasista. Það hefur enginn verið útilokaður frá þessum fundi. Við einfaldlega útilokuðum allar konurnar. Nikulás RómanofT, ættmenni Nikulásar II síðasta keisara Rússlands, um afhverju engar konur voru boðaðar til fundar um stofnsetn- ingu Rómanoff-fjölskyldustofnunarinnar. Utflutningurinn felur í sér þumal- skrúfur og nautabroddstafi, full- komlega venjubundin atvinnu- tæki Iögreglunnar. Talsmaður bandaríska viðskiptaráðu- neytisins um reglugerð sem varðaði útflutning ýmissa vara. Ertu eitthvað skyldur Marv bróður þínum? Leon Wood, bandarískur ruðnings- leikmaður, í viðtali við sjónvarpsfréttamann- inn Steve Albert. En þetta er svo miklu meira en stórkostlegt, þetta er algjör meðalmennska! Samuel Goldwyn. Þessi helvítis aumingi og glæpa- maður á skilið að vera sparkaður til dauða af asna - og ég er ein- mitt rétti maðurinn til verksins. Frambjóðandi í Texas til bandaríska þingsins. Símafyrirtækin minna fólk á að nota símtæki sín aðeins í ýtr- ustu neyð til að minnka álagið á línunum svo neyðarsímtöl vegna hjálparstarfsins komist í gegn. - Við komum strax aftur þetta auglýsingahlé og munum þá gefa símhringjanda númer 95 tvo aðgöngumiða á tónleika Phil Collins. Dagskrárgerðarmaður á útvarpsstöð í Los Angeles stuttu eftir stóra jarðskjálftann árið 1990. Ég held að minkar séu aldir til að verða breytt í loðpelsa og ef við gengjum ekki í loðpelsum þá myndu þessi litlu dýr aldrei fæðast. Það hlýtur því að vera betra, að fæðast ekki frekar en að lifa í eitt eða tvö ár og verða síðan breytt í loðpels. Æ, ég veit það ekki. Barbi Benton, bandarísk leikkona og fyrrum Playboy- kanína. Stundin er runnin upp, og nálgast óðfluga. William Field, breskur þingmaður. Ef þið getið ekki þagað, haldið þá kjafti! Gregory RatoíT, bandariskur kvikmynda- leikstjóri, við starfslið sitt. Ég er ekki óákveðinn. Er ég óákveðinn? Jim Scneibel, borgarstjóri St. Paul-borgar í Minnesota. „Réttleg enska á 100 dögum“ Titill austur-asískrar kennslubókar í ensku fyrir byrjendur. Höfum við farið handan við mörk skynsamlegs óheiðarleika? Minnisolað innan CIA; kynnt til sögunnar í meiðyrðaréttarhaldi sem höfðað var á hendur stofnuninni. Ef Lincoln væri á lífi í dag, þá myndi hann velta sér í gröfinni. Gerald Ford, fyrrverandi torseti Bandaríkjanna. Gætuð þið fært ykkur aðeins nær í sundur? Michael Curtiz, við tvær kvikmyndastjörnur. Það eru til menn sem geta talað einsog Nixon og hljómað einsog Nixon. En ég trúi ckki einu sinni á að þessar segulbandsupptökur séu ófalsaðar. Earl Landgrebe, um hvort röddin á Nixon- segulbandsupptökunum gæti hugsanlega ekki verið rödd Nixon. Ósk? Að enda öll þessi dráp í heiminum! Ahugamál? Skotveið- ar og fiskveiðar! Bryan Harvey, bandarískur ruðningsleikmaður. Forsetinn mismælaði sig. Ron Ziegler, blaðafulltrúi Richard Nixon. Ég biðst afsökunar á að hafa logið að ykkur og lofa að gera það aldrei aftur - nema í málum sem þessum. Spiro T. Agnew, varaforseti Richard Nixon, um þá fullyrðingu sína, að hann myndi aldrei fara til Kambódíu. Agnew bar þessa afsökun fram í flugvél á leið til Kambódíu. Helför gyðinga var hroðalegt tímabil í sögu þessarar þjóð- ar...sögu þessarar aldar...Við vorum öll uppi á þessari öld...Ég var ekki uppi á þessari öld. Dan Quayle, um Helför gyðinga. í þeim tilfellum sem fjallað er um sundlaug sendiherrans skal tala um hana sem vatnsgeymslutank, ekki sundlaug. Minnisblað bandaríska utanrikisráðuneytis- ins um sundlaug bandaríska sendiherrans í Laos. Hawai hefur ávallt verið mjög mikil þungamiðja í Kyrrahafinu...Hawai er í Kyrrahafinu...Hawai er eyja sem er hluti af Bandaríkjunum sem er eyja hér. Dan Quayle, í opinberri heimsókn til Hawai. Ég hef ekki svikið neitt loforð, mér einfaldlega snerist hugur. Pierre Rinfret, ríkisstjóraframbjóðandi í New York, um efndir kosningaloforða. An ritskoðunar getur allt farið í hræðilega ringulreið í hugum almennings. William Westmoreland, bandarískur hers- höfðingi, um afhverju ætti að hafa hemil á fjölmiðlum á stríðstímum. Göturnar í Fíladelfíu er öruggar, það er bara fólkið sem gerirjþær hættulegar. Frank Kizzo, fyrrum lögreglustjóri og borgarstjóri Ffladelfíu. Ég ætla ekki að ræða um það sem ég ætla segja...Jafnvel þó ég ræði það ekki, þá ætla ég ekki að ræða það. George Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkj- anna, um samband sitt við fjölmiðla. Heyrðu, ég hef nú alltaf svolítið velt fyrir mér þessum segulbands- tækjum og verið í vafa. En ég er engu að síður helvíti ánægður með að við höfum þau. Richard Nixon, við aðstoðarmann sinn, H.R. Haldeman. Nýi írski fáninn ætti að vera appelsínugulur og grænn og myndi þá í framtíðinni verða þekktur scm Irski þríliturinn. Smith O’Brien, írskur byltingarmaður. Söngleikurinn er hundleiðinlegur frá upphafi til enda. En hann er drekkhlaðinn skemmtileghcitum. Michael Curtiz. Afiiverju geta gyðingar og arabar ekki sest niður og gert útum mál- ið einsog sannkristnir menn? Arthur Baltour, breskur stjórnmálamaður. Þið, fréttamenn, hefðuð átt að birta það sem hann meinti, ekki Ksem hann sagði. aðafulltrúi Richard Daley eldri - borgarstjóra Chicago.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.