Alþýðublaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.06.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n „Það er hvimleitt þegar manni eru gerðar upp skoðanir og þær síðan bombarderaðar í djöfulmóð. Eins og hver maður sér held ég hinu gagnstæða fram: meðan önnur forlög séu að lyppast niður belgist Mál og menning út á alla kanta og ætli allt að gleypa. - Hef ég tekið of mikið upp í mig með því að segja andlegt frelsi í hættu vegna þróunar útgáfumála? Alls ekki." Blekkinga vefur Athygli mín var nýlega vakin á við- tölum í Alþýðublaðinu 1. júm' þar sem tvær alsælar sálir sem eiga að heita keppinautar í daglega lífinu leggjast á eitt um að hnekkja þeim ummælum mínum að bókaútgáfa sé að safnast á örfáar hendur og með því sé andlegu frelsi rithöfunda og þar með lands- manna stefnt í voða. (12%), Öm og Örlygur hf (8%), For- lagið hf (3%), Fyrirtæki ekki í könnun (4%). Samkvæmt þessu er allt í himnalagi í Reykjavík, segja þeir. Það er bara Einar Bragi sem tekur allt of stór upp í sig. En hvað segja þessar tölur um ástandið eins og það er? Nákvæmlega ekki neitt. Öm og Örlygur em úr sög- Pallborðið Ég taldi upp eftir minni í viðtali við Alþýðublaðið tíu forlög sem verið hefðu atkvæðamikil á þeim tíma sem ég hef verið að starfi og öll væm nú horfin eða í þann veginn að geispa golunni (gleymdi þá reyndar í svip sæmdarforlagi Hafsteins Guðmunds- sonar, Þjóðsögu). í viðtali við Mogga 27. maí lét ég svo ummælt: „Það er eiginlega bara eitt útgáfufyrirtæki sem hægt er að tala um að hafi möguleika á að gera stóra hluti og þar á ég við Mál og menningu. Þetta er mjög al- varlegt ástand, ekki aðeins fyrir út- gáfumálin heldur ekki síður íslenska menningu yfirleitt". Þeir Halldór guðmundsson útgáfu- stjóri Máls og menningar og Ólafur Ragnarsson eigandi Vöku-Helgafells og formaður Félags íslenskra bókaút- gefenda reyna að hrekja orð mín með tilvísun í skýrslu Samkeppnisstofnun- ar um skiptingu veltu í íslenskri bóka- útgáfu árið 1993!! Það er leiðinlegt að eiga orðastað við menn sem svara ádeilu á ríkjandi skipan með því að hverfa aftur í veröld sem var og þeir vita að er gjörbreytt. Skrá þeirra um markaðshlutdeildina í hittiðfyrra er þannig: Mál og menning (28%), Vaka-Helgafell hf (21%), Iðunn hf (14%), Almenna bókafélagið hf unni. AB hangir á horriminni þótt það hafi fengið næringu í æð upp á hundr- uð fremur en tugi milljóna, Forlagið er doría Máls og menningar, um Ið- unni er fátt vitað annað en útgáfan hefur orðið fyrir stórum áföllum og glöggir menn myndu tæplega meta hana til jafnmargra fiska nú og 1993. Frá því í hittiðfyrra hefur virðisauka- skattur á bækur orðið þeim forlögum óbærilegur sem veikburða voru íýrir. Af þessu sést að samanburður við árið 1993 er út í hött og þeim kumpánum ósæmandi að beita slíkum blekking- um. En hér þarf að fleiru að hyggja. „Vaka-Helgafell hefur svipaða mark- aðshlutdeild og við“, segir Halldór. Enn grípur hann til markaðshlutdeild- ar til að bregða trúverðugleikablæ yfir hálfsannleik sem er ósannindum verri. Bókaútgáfan Vaka- Helgafell hefur sérstöðu sem gerir allan samanburð við hana marklausan. Þetta er forlag Halldórs Laxness. Á því hvílir sið- ferðisleg og kannski líka samnings- bundin skýlda að hafa endurútgáfur helstu verka Nóbelsskáldsins jafnan á markaði og það virðist útgáfan leitast við að gera. En bókmenntaleg umsvif hennar að öðru leyti eru sáralítil. Árið 1993 gaf hún út tvö ný skáldverk í óbundnu máh (skáldsögu+leikrit sem verið var að sýna í Þjóðleikhúsinu) og enga nýja ljóðabók; árið 1994 eina nýja skáldsögu og enga nýja ljóðabók. Mig grunar fastlega að væri velta for- lagsins af sölu á endurútgefnum bók- um Laxness dregin frá hrapaði mark- aðshlutdeild þess niður úr öllu valdi. Hvers vegna Halldór Guðmundsson kýs að mæla sig við þetta veslings forlag er mér óskiljanlegt. ,Ég tel vandann ekki vera þann að það vanti fleiri bókaforlög. Ef eitt- hvað er þá er offramleiðsla á bókum á íslandi. Um það eru bókaframleiðend- ur sammála. Það er verið að gefa út fleiri titla en markaðurinn ræður við“, segir Ólafur Ragnarsson, nýkjörinn foringi í samtökum útgefenda. Svo mælir forleggjarinn sem gaf út eina nýja skáldsögu 1993 og eina 1994. Hvað hyggst hann gera til að draga úr offramleiðslu sinni á nýjum skáldsög- um? Fækka þeim í enga? Og hvemig ætlar hann sem gaf enga nýja ljóða- bók út á þessum ámm að draga úr of- framleiðslu sinni á þeim? Spyr sá sem ekki veit. Nú er því við að bæta að ég hef aldrei sagt að forlögin væm of fá að tölunni til, heldur að þau forlög vœru offá sem eru einhvers megnug. Já, raunar ekki nema eitt, og í því er háskinn fólginn. Einokunarháskinn. Ég minntist ekki heldur í viðtölunum á metnaðarleysi íslenskra útgefenda þótt ærin ástæða hefði verið til. Blaða- maður Alþýðublaðsins spurði: „Finnst þér þá metnaðarleysi einkenna útgáfu á íslandi?" Spurningunni svaraði ég þannig: ,Ég veit ekki hvað á að segja. Hún er einhvern veginn að lyppast niður. Nú er svo komið að aðeins eitt forlag gnæfir yfir öll hin og er orðið svo fyrirferðarmikið að ég tel það stórhættulegt. Þar á ég við Mál og menningu". Þetta hefur Halldór Guð- mundsson kosið að útleggja svo að ég hafi bmgðið Máli og menningu um metnaðarleysi í útgáfu almennt og sérstaklega þýðingum. Það er hvim- leitt þegar manni em gerðar upp skoð- anir og þær síðan bombarderaðar í djöfulmóð. Eins og hver maður sér held ég hinu gagnstæða fram: meðan önnur forlög séu að lyppast niður belgist Mál og menning út á alla kanta og ætli allt að gleypa. Hef ég tekið of mikið upp í mig með því að segja andlegt írelsi í hættu vegna þróunar útgáfumála? Alls ekki. Hvaða kröfu gerir rithöfundur til and- legs frelsis? Hann vill vera ftjáls að því að velja sér efni að vild og axlar sjálfviljugur þá skyldu á móti að lúta aldrei að lágu. Hann kærir sig ekki um að vinna eftir pöntun frá misvitrum forleggjumm. Én þegar hann hefur í kyrrþey unnið verk sem hann sjálfur valdi og er að bestu manna yfirsýn gott á hann að geta treyst því að sá sem hefur valið sér það hlutverk að annast síðasta verkþáttinn - útgáfu bóka - taki honum fagnandi en ekki með fýlu. Það er hundingsháttur að segja við höfund undir slíkum kring- umstæðum: „Þetta er prýðilegt verk. Ef við gefum það ekki út gerir það enginri*. Neita síðan útgáfu og ætla sér það með af ráðnum hug að verða þess valdandi að höfundur handrits hafi til einskis iðjað. Ég hef sitthvað út á skipulag og rekstur Máls og menningar að setja en minnist ekki á neitt af því í þessum viðtölum annað en það tvennt, að út- gáfan væri orðin ískyggilega fyrir- ferðarmikil og félagsmenn réðu þar engu. Halldór sér ekkert athugavert við að 40 manna sjálfvalinn klúbbur ráði öllu fyrir nærri tuttugu þúsund annarra klúbbfélaga. Kannski væri þjóðinni hollast að Alþing tæki upp þennan háttinn: kallaði sjálft „úr ýms- um áttum“ eftirmenn þeirra sem hverfa af þingi? Það mætti ræða í betra tómi en mál er að linni í bráð. ■ Höfundur er skáid og þýðandi. ýsköpun og skattaleg hvatning eru hugtök sem íslenskum stjórnvöldum hafa löngum reynst þung í skauti. I misheppnaða nýsköpun hefur þannig verið veitt milljörðum að sögn kunnugra og skattaleg hvatning er nokkuð sem lítið er fengist við hér á landi. Rann- sóknaráð og Útflutningsráð boða hinsvegar til fundar um hvortveggja föstudaginn 23. júní og erfrummælandinn langtaðkominn og ekki af lak- ara taginu: doktor John Bell, aðstoðarráðuneytisstjóri og aðalráðgjafi andfætlinganna í áströlsku ríkisstjórninni um vís- inda- og tæknimál. Fundurinn verður í Skála á Hótel Sögu, hefst klukkan 08:15 að morgni og er aðganga öllum heimil og endurgjaldslaus. Doktor Bell mun á fundinum fjalla um reynslu af stefnumótun stjórn- ar sinnar á sviði vísinda, tækni og nýsköpunar. Ástralir búa lík- tog íslendingar við hagkerfi sem grundvallað er á nýtingu náttúruauðlinda og hafa um árabil rekið atvinnustefnu sem miðar að aukinni fjölbreytni, þróun tækniiðnaðar og þjón- ustu. Doktor Bell mun sérstak- lega greina fundarmönnum frá skattalegum leiðum sem færar eru til að hvetja til rannsókna- og þróunarstarfs og nýsköpun- ar í atvinnulífi og þeim áhrifum sem slíkt hefur haft á grunn- gerð ástralsks atvinnulífs. Enn- fremur mun hann segja frá al- mennri reynslu OECD-ríkja á þessu sviði, en hann starfaði í nokkur ár sem skrifstofustjóri Vísinda- og tækninefndar OECD í París. Áhugaverður fundur atarna og væntanlega skyldumæting fyrir framsýna alþingismenn og fjármál- aþenkjandi menn - á borð við Friðrik okkar Sophusson... Annar athyglisverðurfundur er einnig á döfinni en hann fjallar þó um miklum mun sér- hæfðara efni: viðhald og eftirlit lækningatækja. Þannig háttar til að Heilbrigðistæknifélagi ís- lands hefur tekist að fá hingað til lands prófessorinn og dokt- orinn Ing. Otto Anna sem ræða mun efnið miðvikudag- inn 28. júní á Hótel Sögu. Fyrir- lesturinn mun vera sniðinn af þörfum lækna og stjórnenda heilbrigðisstofnana. Fyrir þau ykkar sem ekki kannast við Otto Anna skal það upplýst að hann er stjómandi stórrar heil- brigðis- og sjúkrahúsatækni- stofnunar innan Hannover-há- skólans í Þýskalandi sem ber jafntilkomumikið nafn: Institut fúr Biomedizinische Technik und Krankenhaustechnik der Medizinischen Hochschule Hannover... Vaka-Helgafell - með Ólaf Ragnarsson forstjóra sinn í fararbroddi - stóð nýverið fyr- ir vali félaga í Bókaklúbbi for- lagsiris á mánaðarbók ársins 1994. Kvikmyndatengdar bók- menntir skipuðu fyrsta og þriðja sæti og er það svosem í takti við þróun annarsstaðar á plánetunni. Sigurvegarinn varð þannig Brýrnar í Madisonsýslu eftir Robert James Waller, en samnefnd mynd státar af Clint Eastwood og Meryl Streep í aðalhlutverkum. I öðru sæti lenti / fjötrum eftir Jean P. Sasson sem við vitum ekki til að enn hafi verið gerð kvik- mynd eftir. Afhjúpun eftir Júra- gards-meistarann Michael Crichton varð svo í þriðja sæti, en það var Michael Douglas sem lék aðalhlutverk kynlífsplagaðs undirmanns konunnar Demi Moore í kvik- myndargerð þeirrar bókar... h i n u m e g i n "FnrSide" eftir Gary Larson. „Ó, já - Torfi Rafn... Það er eitt enn við þetta nýja starfþitt, sem ég ætla biðja þig um að vara þig á: Hann Tómas Her- mannsson þarna yfir hjá færibandinu er óneitanlega með fyrirtaks höfuð á herðunum, en það er eins gott fyrir þig að nefna það ekki einu orði við hann!" Hvaða tónlistarmaður situr í öðru sæti breska vinsældalistans? Rétt svar: Björk Guðmundsdóttir Elín Helga Sveinbjörns- dóttir, nemi: Ég hef ekki hugmynd um það - en ætli það sé ekM Björk... Fróði Ársælsson, mis- heppnaður snillingur og áhugamaður um FFH: Björk Guðmundsdóttir. Óskar Þór Óskarsson, myndbandagerðarmaður: Það er Björk Guðmundsdóttir. Sigurjón Örn Ólason, at- vinnuieitari: Björkin. Linda Wessman, sölu- maður: Björk Guðmundsdótt- ir. v i t i m e n n Hin síðari ár hefur orðið svolítil áherslubreyting hjá láglaunaforingj- um á þessu stigi. Þeir draga úr öUum launakröfum og öðru því, sem gæti létt lífsbaráttu verkalýðsins, og fara að stjóma peningamálum þjóðarinn- ar. Verkalýðsforystan fer að röfla um vextina. Það er orðið höfúðhiutverk hennar að halda vöxtunum niðri og viðhalda einhvers konar kreppu- ástandi á peningamarkaði, sem á að koma láglaunafóUdnu svo afskaplega vel. Oddur Ólafsson aöstoöarritstjóri í ágætum Tímapistli á föstudag um hvernig hinir lægstlaunuöu veröa enn fátækari. íslendingar eru að endurskrifa sam- komuiagið um gildi stjómmálanna og atvinnumennimir vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Reyndur maður eins og Einar Oddur gerir þá regins- kyssu að segja upphátt að hann greiði atkvæði gegn sannfæringu sinni af tU- Utssemi við sjávarútvegsráðherra. Siv er á hröðum flótta frá kosningaloforð- unum og Hjálmar fer með ósannindi í ræðustól á þingi þegar hann segist hafa gert fyrirvara við nefndaráUt sjávarútvegsnefndar. Refurinn Össur Skarphéðinsson veit hvað klukkan siær og dundar sér við það þessa dag- ana að velta nýUðunum uppúr tjöm og fiðri til að þeir verði rækilega merktir langt framá kjörtímabiUð. Páll Vilhjálmsson ritstjóri fór mikinn á föstudag í Vikublaösgrein um samkomulag þjóöar og stjórnmálamannanna. Ráðherrann [Þorsteinn Pálsson] hefur fært dýrar fómir á aitari sægreifanna. 43 milljarðar hafa farið í saga og brenna báta svo vinimir gætu fengið kvótann þeirra og hundmð fisk- vinnslufólks ganga atvinnulaus af sömu sök. Nú heimta þeir meiri fóm og trúr sinni köllun að færa þeim meira sem mest eiga vUl hann nú ganga frá smábátaflotanum í eitt skipti fyrir öll og um leið fiskverkun í landi. Þá eykst atvinnuleysið í að verða taUð með tveggja stafa pró- sentutölu og ráðherrann getur haldið áfram að ausa peningum í að saga og brenna báta og sennilega fiskverkun- arstöðvar líka. Hvaða máli skiptir það svo sem ef vinimir hans em ánægðir og geta haldið áfram að kasta verðmætum á glæ. Sigurjón Valdimarsson blaðamaður hlífði hæstvirtum sjávarútvegsráðherra hvergi í DV-kjallara í gær. Villtir og Vefararnir ■ Villtir náðu því miður varla að festa blund við fjögurra klukku- tíma útskriftarathöfn Háskóla ís- lands í Höllinni á laugardaginn. MÍNUSAR: Warsteiner fæst ekki lengur á staðnum, það var bara einn hálfleikur, ræða Sveinbjörns Björnssonar rektors var inni- haldsrýr og ekki mátti fagna við snilldartilþrif einstakra leikmanna sem Villtum voru óneitanlega hugstæðari en aðrir. Plúsar: Þján- ingasvipurinn á deildarforsetum og háskólarektor þarsem þau sátu hreyfinga- og svipbrigðalaus uppá sviði undir ægiskæru og heitu skini.ótal Ijósakastara. Gott á þau fyrir að stytta ekki athöfnina. ■ Veferam/rdunduðu sér við það í góða veðrinu um helgina að spjalla við heimspekinga um viða veröld um siðferðislega til- vistarkreppu íslenskra alþingis- manna. Þetta er nú eitthvað fyrir snillingana: gopher://kasey.u mkc.edu og e-mail-fangið er phil- preprints-admin@phil-pre prints.l.chiba-u.ac.jp.. .TAKE THATI veröld ísaks Frú Martha Washington var tæp- lega sextug að aldri þegar tekið var að kalla hana Lafði Washington í sam- ræmi við tignarstöðu eiginmanns hennar, George. Martha undi sér illa í þessu nýja hlutverki. Hún var ekki víðlesin kona, hafði lítinn áhuga á stjómmálum, gekk illa að halda uppi samræðum og svotil aldrei vom um- mæli höfð eftir henni á opinberum vettvangi. Það var í samræmi við þessa óáran sem Martha ræfillinn skráði í einkabréf sín, að sér „liði helst einsog fanga ríkisins". Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.