Alþýðublaðið - 28.06.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 28.06.1995, Síða 1
Miðvikudagur 28. júní 1995 Stofnað 1919 95. tölublað - 76. árgangur Atli Rúnar Halldórsson með nýju vinnufélögunum, Ómari Valdimars- syni, Guðjóni Arngrímssyni og Val- þóri Hlöðverssyni. ■ Athyglifær nýjan liðsmann Atli Rúnar hættir á útvarpinu Hinn kunni fréttamaður Atli Rúnar Halldórsson hefur sagt upp störfum sínum á fréttastofu Ríkisútvarpsins og ráðið sig í vinnu hjá almannatengsla- og fjölmiðlunarfyrirtækinu Athygli. Fyrirtækið hyggst treysta stöðu sína á markaðinum með samstarfmu við Atla Rúnar. Atli Rúnar Halldórsson er 42 ára gamall. Hann hefur starfað við blaða- mennsku í tæp tuttugu ár, fyrst á Al- þýðublaðinu og Dagblaðinu á árunum 1976 til 1981. Þá fór hann til náms við Blaðamannaskólann í Osló þaðan sem hann lauk prófi árið 1983. Hann hóf störf sem fréttamaður á Ríkisútvarp- inu árið eftir þar sem hann sérhæfði sig í fréttum af stjórnmálum. Atli Rúnar var settur varafréttastjóri Ríkis- útvarpsins-hljóðvarps frá 1988 til 1991. Hann hefur störf hjá Athygli í lok sumars. ■ Unnið að langtíma- fjármögnun fyrir Hvalfjarðargöngin Ljóst innan mánaðar hvenær fram- kvæmdir hefjast „Það er unnið af fullum krafti við að ganga frá langtímafjármögnun fyrir Hvalfjarðargöngin og það ætti að skýrast innan eins mánaðar hvenær hægt verður að hefja framkvæmdir," sagði Gylfi Þórðarson stjórnarfor- maður Spalar hf. í samtali við Alþýðu- blaðið. Gylfi sagði að kostnaðaráætlun við göngin undir Hvalfjörð væri upp á 4,2 milljarða króna. Þar væri um að ræða heildarkostnað með vísitöluhækkun- um og fjármagnskostnaði. „Þetta er fjármagnað af bönkum verktakanna á byggingartíma en að því loknu koma langtímaljármögnun- araðilar að. Bandarískt líftryggingafé- lag verður væntanlega með rúmlega 60% en síðan innlendir fjárfestar. Þar er fyrst og ftemst um að ræða lífeyris- sjóði og svo smávegis hlutafé. Fram- kvæmdir ættu að hefjast innan mánað- ar frá því að skrifað verður undir en þetta eru margir samningar og flókið mál. Við vinnum hins vegar við þetta af krafti og þeir sem koma að þessu hérlendis og erlendis munu ekki taka sumarfrí í júlí,“ sagði Gylfi. Að sögn Gylfa er búið að ganga frá tæknilegum atriðum varðandi fram- kvæmdimar. Verktakar við gangna- gerðina em Skanska, Phil & Sön og Istak. ■ Páll Pétursson ráðherra jafnréttismála tjáði sig ítarlega um jafnréttismál í viðtali við Vinnuna Skoðanir ráðherra í and- stöðu við Jafnréttisráð - segir Ingólfur V. Gíslason starfsmaður Jafnréttis- ráðs. Páll: Konur vinna húsverkin betur, þeim er frem- ur treystandi fyrir umönnun barna og þær eru tengd- ari heimilinu en karlar. „Þetta er auðvitað á allt öðmm nót- um en umræðan almennt í okkar þjóð- félagi og á Norðurlöndunum. Okkar skoðun hér [hjá Jafnréttisráði] er sú að kynin sinni þessum störfum á ólíkan hátt, en ekki að annað sé betra en hitt,“ sagði Ingólfur V. Gíslason, starfsmaður Jafnréttisráðs, um um- mæli Páls Pétursson, félagsmálaráð- herra og ráðherra jafnréttismála, í nýju tölublaði Vinnunnar, málgagns ASÍ. Þar segir Páll að honum finnist að konan vinni húsverk að öðru jöfnu betur en karlinn og að hann treysti konum betur íyrir umönnun bama en karlmönnum. Hann segist telja að konur séu í mörgum tilfellum tengdari heimilinu en karlinn, sem leitar út í vinnuna. „Eiginlega má segja, svo maður sletti nú ensku, að viðbrögðin við orð- um ráðherra þegar hann talar um að konur sé „tengdari'1 heimilunum hafi verið Surprise! Surprise!. Konur hafa verið bundnar inni á heimilunum ára- tugum saman. Skoðanir ráðherra em því allt aðrar en þær sem unnið er eftir inni á þessari skrifstofu," sagði Ingólf- ur V. Gíslason. Siá umfiöllun á baksíðu. Viðræður um nýjan meirihluta í Hafnarfirði Bæjarfulltrúar Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði hófu í gær viðræður við sjálfstæðismennina og bæjarfulltrúana Jóhann Gunnar Bergþórsson og Ellert Borgar Þotvaldsson um myndun nýs meiri- hluta í bæjarstjórn. Fyrsti fundurinn stóð stutt yfir. Stefnt er að myndun nýs meirihluta fyrir lok vik- unnar. Frá viðræðufundinum í gærdag. Frá vinstri: Ómar Smári Ármanns- son, Jóhann Gunnar Bergþórsson, Ingvar Viktorsson, Ellert Borgar Þorvaldsson, Valgerður M. Guð- mundsdóttir, Árni Hjörleifsson og Tryggvi Harðarson. A-mynd: E.ÓI. Ingvar Viktorsson spáir í pólitískar veðurhorfur dagsins. A-mynd: E.ÓI. ■ 150 árfrá endurreisn Alþingis Þingmenn standa fyrir opnu húsi Á laugardaginn eru liðin 150 ár frá fyrsta fundi hins endur- reista Alþingis. Af því tilefni verður Alþingishúsið opið al- menningi frá klukkan 12:00 til 16:00. Þingmenn munu taka á móti gestum, svara fyrirspurn- um og veita innsýn í störf þingsins. Auk þess sem gestir geta rætt við alþingismenn, forseta þingsins og ráðherra gefst tækifæri til að ganga um þing- húsið og kynna sér sögu þess og ýmissa muna sem til sýnis eru. Á veggspjöldum verða upplýsingar um þingið og margþætt störf þess og nýjum kynningarbæklingi verður dreift til gesta. Veitingastofa þingsins verður öllum opin. Á hálftíma fresti eru áætlað- ar gönguferðir undir ieiðsögn starfsmanna þingsins um Al- þingisgarðinn og svokallaðan Alþingisreit. Greint verður frá starfsemi Alþingis í nálægum húsum og nýhafnar endurbæt- ur á byggingum í eigu Alþingis við Kirkjustræti kynntar. Það var hinn 8. mars 1843 að Kristján konungur VIII gaf út tilskipun um endurreisn Al- þingis. Hið nýja þing skyldi skipað 20 þjóðkjörnum fulltrú- um og sex konungskjörnum. Þingið kom saman tii fyrsta fundar 1. júlí 1845 og voru fundir haldnir í nýreistu lat- ■nuskólahúsi í Reykjavík. ■ Erlendar landbúnaðarvörur í Bónus í næstu viku Kalkúnalæri og kjúklingaréttir - munu standa neytendum til boða. Gífurlegar álögur hamla innflutningi á grænmeti. „Það er dýrt að prófa innflutning á þessum vörum því við verðum að taka dálítið magn til að ná hagstæðu verði. En það er ljóst að við munum flytja inn kalkúnalæri og erum að skoða ýmsa kjúklingarétti sem ekki eru til hér. Þá er innflutningur á grænmeti í athugun en tollamir á því eru ótrúlega háir,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Bónus, í samtali við Alþýðublaðið. Hinn 1. júlí taka ný tollalög gildi í framhaldi af aðild okkar að GATT- samningnum. Með gildistöku lag- anna verður heimilt að flytja inn ýmsar landbúnaðarvörur en vegna tolla og magntolla sem ríkið leggur á þennan innflutning er ljóst að innflutta varan verður ekki samkeppnisfær í verði nema í undatekningartilfellum. „Við höfum áhuga á að reyna inn- flutning á kjötmeti en mig grunar að erfitt verði að fá heilbrigðisstimpil á hrátt kjöt. Hins vegar eru ýmsir kjúklingaréttir nokkuð spennandi og einnig erum við að velta fyrir okkur innflutningi á grænmeti. En það fer ekki milli mála að þar er erfitt um vik vegna þess hve gjöld ríkisins eru há. Ég get nefnt ísberg en þar er jöfnunartollurinn eitt hundrað krón- ur á kíló. Þetta er vara sem kostar 116 krónur út úr búð í dag og sýnir vel hvað grænmetið verður hátollað. En við munum sem sagt reyna inn- flutning og eitthvað verðum við komnir með í búðirnar í næstu viku,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannes- son.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.