Alþýðublaðið - 28.06.1995, Qupperneq 8
MHWBLMl
Miðvikudagur 28. júní 1995
95. tölublað - 76. árgangur
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
■ Hvers vegna sinna konur oftar og betur heimilisstörfunum en karlar eins og Páll Pétursson heldur fram í ný-
útkominni Vinnul MargrétElísabet Ólafsdóttir leitaði svara við því hjá þremur karlmönnum - og einni konu
Slæm kjör kvenna
Karlmenn kenna konum um,
konan bendir á karlinn.
Jafnréttismál hafa verið í brennidepli dægurmálaum-
ræðunnar að undanfömu, ekki að ástæðulausu. Mörg-
um þykir við eiga langt í land, eins og glöggt kom fram í viðtölum í
tilefni 80 ára afmælis kosningaréttar kvenna sem birtust í Alþýðublað-
inu 22. júní. Svipaðan tón er að finna í skoðunum viðmælanda blaðs-
ins að þessu sinni, en við fengum þá til að láta í ljós viðbrögð við um-
mælum sem höfð eru eftir Páli Péturssyni félagsmálaráðherra í nýút-
komnu blaði Alþýðusambands Islands, Vinnunni. Þar segir Páll að
honum finnist að konan vinni húsverk að öðm jöfnu betur en karlinn
og að hann treysti honum betur fyrir umönnun bama en karlmönnum.
Hann segist telja að konur séu í mörgum tilfellum tengdari heimilinu
en karlinn, sem leitar út í vinnuna.
h ndrun kar a
■ Sigurður Snævarr
hagfræðingur
Karlar gera húsverkin
einfaldiega öðruvísi
Sigurður Snævarr hagfræðingur
situr í karlanefnd Jafnréttisráðs. Hann
sagðist ekki vilja munnhöggvast við
ráðherra, en langaði að beina athygl-
inni að ummælum „sænskrar hefðar-
frúar", sem hann sá viðtal við í sjón-
varpinu fyrir skömmu, og honum
fmnst að gangi þvert á skoðanir ráð-
herrans. „Mér fannst hún segja mjög
athyglisverða hluti, er hún kom inn á
stress kvenna. Hún vill meina að kon-
ur stressist við að koma heim á meðan
karlamir afstressast. Þetta segir hún að
eigi líka við í sumarleyftnu, ekki síst
ef þær eru með ung börn, á meðan
feður ungra barna afstressast. Þetta
bendir til þess að konur vilji halda í
alla þræði. Þær halda að þær geri hús-
verkin betur en karlarnir, en stað-
reyndin er sú að þeir gera þau einfald-
lega öðruvísi. Ef konur leyfðu körlun-
um að gera húsverkin eins og þeir
vilja gera þau, þá væru þær eflaust
komnar lengra í jafnréttisbaráttunni."
■ Kolfinna Baldvinsdóttir
fréttamaöur
Þrifin fengu að víkja
fyrir þingæfingum
„Hann Páll Pétursson veit að æf-
ingin skapar meistarann. Hann er bú-
inn að æfa sig lengi í þingmennsku og
fékk ráðherrastöðu út á flokksholl-
ustukvótann. Páll hefur því fengið lít-
ið tækifæri til að æfa sig í heimilis-
haldi og látið konu sína um að þrífa
upp eftir sig skítinn, þrátt fyrir að hún
sé í 100% vinnu. Og æfingin hefur
gert hana að meistara. Það er kannski
ástæðan fyrir því að konur hafa ekki
tækifæri til að sækja meira í yfirvinnu.
Páll á þessar skoðanir sameiginlegar
með mörgum, meðal annars Davíð
Oddssyni, sem lét þau orða falla í
ræðu að konur gerðu þetta betur. Með
þessum ummælum lýsir Páll yfir
ábyrgðarleysi sínu og leti. Og ef þetta
er skoðun ríkisstjómarinnar þá flyt ég
ífekar úr landi.
Það gerist í æ ríkara mæli að karl-
menn lýsi því yfir hvar þeim finnst að
konur ættu að halds sig, en það er alls
ekki á þeirra valdi. Konur og karlar
eiga að fá að vera þar sem þau vilja.
En oft kemur skylda og ábyrgð í veg
fyrir að löngun fái að ráða.
En ekki frekar en aðrir bændur ætti
Páll að vera að koma f veg fyrir nú-
tímalega þróun á Islandi."
Þér finnst ekki vegið að karlmönn-
um?
„Það er hægt að líta á þetta frá
tveimur sjónarhomum. Af því Páll er
karl, talar hann um sitt kyn og því ég
tala auðvitað um mitt. Þetta em per-
sónuleg skoðanaskipti á milli okkar
Páls.“
■ Ingólfur V. Gíslason
starfsmaður Jafnréttisráðs
„Surprise! Surprise!"
„Þetta er auðvitað á allt öðmm nót-
um en umræðan almennt í okkar þjóð-
félagi og á Norðurlöndunum. Okkar
skoðun hér (hjá Jafnréttisráði) er sú að
kynin sinni þessum störfum á ólíkan
hátt, en ekki að annað sé betra en hítt.
Mig langar til að minnast á frétt
sem ég sá í Rtkissjónvarpinu fyrir
tveimur eða þremur dögum, þar sem
rætt var við konu sem rannsakað hefur
mæður í fríi. Niðurstaða hennar var sú
að sumarleyfi þeirra nýttist þeim ekki
Páll Pétursson Ennþá lendir meirihluti heimilisstarf-
anna víðast hvar á konunni. Á því eru bæði góðar og
slæmar hliðar. Ég held til dæmis að konan vinni hús-
verk að öðru jöfnu betur en karlinn. Ég treysti konum
betur til að annast börn en körlum og ég held að kon-
an sé með einhverjum hætti tengdari heimilinu held-
ur en karlinn í mörgum tilfellum. Karlar sækja til
dæmis meira í eftirvinnu.
sem skildi. Hún mæltist til þess að
konur slökuðu á völdum sínum og létu
karlana taka yfir. Það er jafnréttismál
að karlar fái að koma inn á heimilin,
en á eigin forsendum.
Ég vil líka benda á nýlega doktors-
ritgerð Sigrúnar Júlíusdóttur, Den
kapable familien, um rannsóknir
hennar á fjölskyldunni. Þar kemur
fram að 75% karla telja sig ekki eiga
nægilegan tíma með bömunum sínum.
Það er skýrt með mikilli yfirvinnu
þeirra, þannig að sóknin í eftirvinnu
sem Páll vill skýra sem flótta frá
heimilunum, fær ekki staðist. Karlam-
ir vinna einfaldlega mikla yfirvinnu af
því launakjörin í landinu em þannig
að dagvinnulaun nægja fjölskyldunum
engan veginn. Og af því karlinn hefur
yfirleitt hærri tekjur, þá lendir yfir-
vinnan á honum.
Þetta kom líka fram í skýrslu um
launakjör sem gefin var út fyrir kosn-
A-mynd: E.ÓI.
ingar, þar sem mismunurinn á launum
kynjanna kom berlega í ljós. Þar kom
fram það viðhorf karlmanna að þeir
vildu gjaman eyða meiri tíma inni á
heimilunum."
Það þarfþá að bœta kjör kvenna á
vinnumarkaðnum svo karlamir geti
eytt meiri tíma með fjölskyldunni?
„Að sjálfsögðu em kjör kvenna ein
stærsta hindrunin þess að karlar fari
inn á heimilin. Þau missa svo miklar
tekjur ef karlinn hættir að vinna. Það
nægir að taka fæðingarorlofið sem
d&mi. Konur fá 50 til 60 þúsund í or-
lofstekjur, sem er kannski svipað því
sem þær hafa í laun og þess vegna
breytir það litlu fyrir þær að vera
heima. Hins vegar myndi karlmann
sem hefur kannski um og yfir 100
þúsund krónur í mánaðartekjur muna
um það og þar af leiðandi má segja að
hann hafi ekki möguleika á að vera
heima.“
I Víkingahátíðin í Hafnarfirði
Gert ráð fyrir að götum verði lokað
Aðstandendur Vfkingahátíðarinnar í
Hafnarfirði reikna með því að ekki
færri en 600 manns sæki hátíðina frá
öðrum löndum en íslandi. Stærstur
hluti erlendu gestanna tekur beinan
þátt í hátíðinni með uppákomum ým-
isskonar og sýningum frá morgni til
kvölds, og mun hann halda til í tjöld-
um á Víðistaðatúninu í Hafnarfirði.
Hátíðarhaldarar hafa fengið vilyrði
fyrir því að nokkrum götum nálægt
túninu verði lokað, að sögn Lilju
Hilmarsdóttur starfsmanns hjá Upp-
lýsingskrifstofu ferðamála í Hafnar-
firði, meðan hátíðin stendur yfir.
Samkvæmt upplýsingum frá Agli
Bjarnasyni yfirlögregluþjóni í Hafn-
arfirði verður götum lokað „svo íbú-
amir verði fyrir sem minnstu ónæði af
umferð." En hann bætir því við að
ekkert sé ákveðið ennþá, „þetta fer allt
eftir því hve aðsóknin að hátíðinni
verður mikil". Egill sagði jafnífamt að
aðeins stæði til að loka götum á milli
klukkan 13:00 og 18:00, og leyfa að-
eins íbúum aðgang á þeim tíma, eins
og þeim hefur verið skýrt frá í kynn-
ingarbréf. Það mun þó duga skammt
ef aðsókn verður veruleg því Lilja
segir að dagskráin eigi að hefjast
klukkan tíu á morgnana og henni eigi
ekki að ljúka fyrr en komið er fram á
kvöld.
Hátíðin fer ekki aðeins fram á Víði-
staðatúninu heldur einnig í Norræna
húsinu og í Víðistaðaskóla, þar sem
haldnar verða sýningar og ráðstefhur.
Víkingahátíðin verður sett á Þingvöll-
um fimmtudaginn 6. júlí í viðurvist
Vigdísar Finnbogadóttur forseta, og
stendur yfir fram á sunnudaginn 9.
júlí. Hátíðin er haldin að frumkvæði
ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar.
Myndlistarmaðurinn Magnus
Krogh Andersen er meðai þeirra er-
lendu gesta sem setja afgerandi
svip sinn á Víkingahátíðina í Hafn-
arfirði. Ljósmyndari Alþýðublaðs-
ins gekk fram á Andersen í gær við
vinnu sína við víkingapöbbinn
Fjörukrána. í baksýn má sjá hinn
umdeilda turn sem byggður var á
krána fyrir skemmstu. Setning vík-
ingahátíðarinnar fer fram á Þing-
völlum hinn 6. júlí. a -mynd: E.ÓI.
Þetta er því ekki spuming um nátt-
úrulega hcefileika?
„Það er út í hött að tala um slíkt.
Eiginlega má segja, svo maður sletti
nú ensku, að viðbrögðin við orðum
ráðherra þegar hann talar um að konur
sé „tengdari“ heimilunum hafi verið
Surprise! Surprise!. Konur hafa verið
bundnar inni á heimilunum áratugum
saman. Skoðanir ráðherra eru því allt
aðrar en þær sem unnið er eftir inni á
þessari skrifstofu."
■ Sigurður Svavarsson
formaður karlanefndar
Jafnréttisráðs
Ráðherrann opinberar
íhaldsemi sína
„Ráðherrann bendir auðvitað sann-
leikanum samkvæmt á það ófremdar-
ástand sem ríkir í jafnréttismálum og
þá í sambandi við launastefhuna, sem
byggir á fhaldsemi og hefð,“ segir
Sigurður Svavarsson, formaður
karlanefndar Jafnréttisráðs, og vitnar í
viðtalið þar sem Páll segist telja að
fólk eigi að hafa sömu laun fyrir sömu
vinnu og sömu tækifæri án tillits til
kynferðis.
„En í þessari klausu um heimilis-
störfin verður hann hins vegar vand-
ræðalegur og mikill fulltrúi íhalds og
hefða. Hann bendir á þá staðreynd að
heimilisstörfin eru í höndum kvenna
og einnig er það rétt sem hann segir að
karlar sæki í eftirvinnu. En þar á milli
kemur hann ffam með viðhorf sem eru
á mómð af hefðinni. Ég vona bara að
Siv Friðleifsdóttir og fleiri nái að
vega upp á móti þessum viðhorfum."
Þérfinnst ekki sem vegið sé að karl-
mönnum?
„Ég er algerlega ósammála honum,
en orðalagið er þannig að það er ekki
auðvelt að festa fingur á því. Hann
segir til dæmis að konan vinni hús-
verkin bemr en bætir svo við ég held.
Hann er dregur jafnóðum úr því sem
hann segir. Ég tel eins og alltaf þegar
verið er með svona alhæfingar að það
sé jafnréttismálum til lítils framdráttar.
Hins vegar er það ekki mitt að setja
ofan í við ráðherrann. En það er vand-
ræðalegt af honum að benda á réttlæt-
ismálin en opinbera um leið sjálfan sig
með því að endurspegla íhaldssöm og
hefðbundin viðhorf til vinnu og
launa.“
Hvaða breytingar þurfa að verða
svo ná megi jafnrétti karla og kvenna?
„Forgangsatriðið er að breyta við-
horfum þeirra sem ráða í stjómmála-
og atvinnulífi. Án viðhorfsbreytinga
þar verður haldið áffam að hlaða undir
hefðina. En það er engin patent lausn
á þessu. Sjálfur hef ég ekki trú á því
að stjómmálamenn sem prívat og per-
sónulega hafa þau viðhorf sem þama
birtast geri mikið til þess að breyta
þessu.“ ■
Bankamenn
samþykkja
Félagsmenn í Sambandi ís-
lenskra bankamanna samþykktu
nýgcrðan kjarasamning í allsherj-
aratkvæðagreiðslu. Atkvæði féllu
þannig að 66,32% greiddu at-
kvæði með samningunum en
33,68% voru á móti.