Alþýðublaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 29. júní 1995 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk 96. tölublað - 76. árgangur ■ Þjóðleikhúsið Kardemommubærinn á fjalirnar í fimmta sinn Róbert Arnfinnsson í þriðja sinn í hlutverki Ijúf- mennisins Bastíans bæj- arfógeta. Samlestur er hafinn í Þjóðleikhús- inu á einu vinsælasta bamaíeikriti allra tíma, Kardemommubœnum, eftir Thorbjörn Egner. Þetta er hvorki meira né minna en r frmmta sinn sem leikritið er tekið til sýninga hjá Þjóð- leikhúsinu, og þykir við hæfi að sýna þetta skemmtilega leikrit með jöfnu millibili, svo hver kynslóð bama fái tækifæri til að sjá verkið að minnsta kosti einu sinni. Leikendur í Kardem- ommubænum eru hátt á þriðja tug talsins og má nefna Róbert Arnfinns- son, sem nú leikur ljúfmennið Bastían bæjarfógeta í þriðja sinn, Sigurð Sig- urjónsson, Orn Árnason, Pálma Gestsson, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, Hjálmar Hjálmarsson, Kristján Franklín Magnús, Hinrik Ólafsson og Magnús Ragnarsson. Auk þeirra.i takaJþátt í leiknum fjöldi bama, ung- linga og hljóðfæraleikara. Kardem- ommubærinn hefur alls verið sýndur 233 sinnum og áhorfendur verið 128.900. Leikritið var fyrst sett upp árið 1960, þá 1965, 1974 og síðast 1984. Margir af kunnustu leikurum lands- ins taka þátt í uppsetningu Þjóð- leikhússins á Kardemommubæn- um. ■ Þríeyki í Nýlistasafninu Hreyfðar kvrralrfsmyndir, olíumálverk og kassar Opnuð verður sýning á verkum þrig- gja listamanna í Nýlistasafninu á laug- ardaginn. Didda Hjartardóttir Lea- man kemur með verk ftá Bretlandi, en hún hefur verið búsett í London ffá þvi hún lauk námi frá Slade School of Fine Art árið 1989. Didda, eins og hún kýs að kalla sig, útskrifaðist úr nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Islands ár- ið 1987, en hefur samt alltaf fengist við að mála. „Við vomm öll að mála í ný- listadeildinni á þessum tíma,“ segir Didda án þess að geta útskýrt af hveiju. Hún málar í olíu og segir myndimar „á mörkum þess að vera abstrakt og fígúratífar". Bætir svo við að þær séu ekki natúralískar. „Þær tengjast allar hreyfingu, birtu og formum." Didda sýndi srðast á íslandi fyrir tveimur ár- umTþá í Galleríi 11 “Ég veit ekki hvað ég á að segja um það hvort þessar myndir séu mjög ólíkar því sem ég sýndi þá. Þetta er alltaf það sama þótt auðvitað hafi orðið breytingar. En breytingamar em hægfara. Það mætti kannski helst segja að ég máli meira abstrakt. En ég er ekki aðeins með mál- verk, því um helmingur verkanna á sýningunni em teikningar." Didda hefur h'tið sýnt í London, seg- ist ekki hafa haft tíma til að kanna möguleikana á slíku, búin að vera önn- um kafin við bamauppeldi. „En það fer að koma að því að ég hafi tíma,“ segir hún. Didda sýnir í forsal og gryfju safns- ins, en á öðrum stað í húsinu, í setustof- unni, verður önnur ung myndlistakona ALÞÝÐUFLOKKURINN - JAFNAÐARMANNAFLOKKUR ÍSLANDS Sumarferð 1995 Sumarferð Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - verður farin laugardaginn 1. júlí. Að þessu sinni verður farið í Viðey og í sjóstangveiði um sundin blá. Dagskráin verður í stórum dráttum þessi: Klukkan 13:00 - Brottförfrá Sundahöfn með Maríusúðinni til Viðeyjar. - Griliað á staðnum undir vökulum augum Jónasar Þórs kjötmeistara. - Gos og nammi handa börnunum. - Gönguferð um Viðey í fylgd leiðsögumanns. -Leikir, uppákomur og skemmtiatriði. - Þeir sem óska ekki eftir að taka þátt í sjóstangveiðinni geta sleppt henni og farið heim með Maríusúðinni þegar þeim hentar. Klukkan 19:00 - Vélbáturinn Andrea leggst að bryggju í Viðey og tekur þá sem vilja í sjóstangveiði. - Veiðin matreidd um borð eftir kúnstarinnar reglum og borðuð með bestu lyst. - Söngur og gleði meðan siglt er um sundin. - Verði verður haldið í lágmarki og má reikna með 1.000 krónum fyrir þá sem aðeins fara í Viðey, en 4.500 krónum fyrir þá sem fara að auki í sjóstangveiðina. Matur er innifalinn. Skráning og nánari upplýsingar eru í höndum Kolbrúnu Högnadóttur á skrifstofum Alþýðuflokksins í síma 552-9244. - Mikilvægt er að þeir sem ætla í sjóstangveiðina skrái sig sem fyrst. Látið ykkur ekki vanta! Sumarferðir Alþýðuflokksins eru rómaðar fyrir rífandi stemmningu, frábæra skemmtun og góðan félagsskap. Takið alla fjölskylduna með! Málarinn Didda Hjartardóttír Leaman og Ijósmynda- og vídeólistamaður- inn Þorbjörg Þorvaldsdóttir sýna abstrakt olíumálverk og hreyfðar kyrra- lífsmyndir á sýningu í Nýlistasafninu. A-mVnd:E.ói. með verk. Þorbjörg Þorvaldsdóttir lauk námi frá MHI nokkuð á eftir Diddu, eða árið 1993. Hún hélt þá llka af landi brott, til Parísar, þar sem hún stundar framhaldsnám í einum best metna listaskóla landsins, Ecole nation- al supérieur d’art í útborginni Cergy Pontoise. Verk Þorbjargar eru gjörólík þeim sem Didda sýnir, enda pensill og strigi langt undan. Þorbjörg sýnir ljós- myndir og myndband. Ljósmyndimar eru kyiTalífsmyndir af hversdagslegum hlutum, en á vídeóinu setur hún þetta sama kyrralíf á hreyfingu. Peter Schmidt er af allt annarri kyn- slóð en konumar. Hann fæddist í Berlín árið 1931, en flúði með fjölskyldu sinni til Bretlands í stríðinu þar sem hann bjó upp ffá því. Hann kom fyrst til Islands árið 1978 í boði gallerísins við Suður- götu 7 og sýndi þar aftur ári síðar. Hann dvaldi hér í mánuð í hvort skipti og málaði þá þær myndir sem nú verða til sýnis í Nýlistasafhinu. Peter Schmidt lést af hjartaáfalh árið 1980. Það var Eggerti Péturssyni að þakka að Peter kom hingað fýrst og er það hann sem setur upp sýninguna í Nýlistasafninu. Þetta eru vatnslita- myndir af íslensku landslagi, tærar, bjartar og fínlegar. Eggert segir þær á allt öðram nótum en það sem Peter hafði fengist við fram að því og í al- gerri andstöðu við ysinn og þysinn í kringum hann. „Kannski var þetta ein- hver uppreisn, en róleg uppreisn því Peter var afar rólyndur maður.“ Á ferli sínum starfaði hann meðal annars með tónlistarmanninum Brian Eno og unnu þeir saman verkið Oblique Strategies, „spjöld með áletruðum setningum sem hægt er að fara eftir þegar maður lendir í vandræðum," segir Eggert. Það verk verður ekki á sýningunni þótt þar verði ýmislegt fleira en málverk svo sem kassar með bókum og bréfum lista- mannsins. Hægt verður að skoða þessa sýningu í Nýlistasafninu alla daga ffá klukkan 14 til 18 ffam til 23. júh. ■ Gullkistunni að ljúl$a Myndlist, Astarsaga úr fjöllunum og tónleikar Nú era síðustu forvöð að skreppa upp að Laugarvatni og skoða mynd- listarsýningamar á listahátíðinni Gull- kistunni, því hátíðinni lýkur á sunnu- daginn. En það verður eftir fleiru að sækjast en myndlist á Gullkistunni um helgina, þó reyndar sé yfrið nóg af henni. Tveir leikhópar hafa boðað komu sína upp á Laugarvatn auk þess sem haldnir verða einir tónleikar. Sýnt verður barnaleikritið Ástar- saga úr fjöllunum, sem unnið er upp úr sögu- Guðrúnar Helgadóttur. Leikgerðin er eftir Stefán Sturlu Sig- urjónsson sem jafnframt er leikstjóri. Leikarar era tveir, þau Aida Arnar- dóttir og Pétur Eggerz sem einnig samdi söngtexta. Tónlistin er hinsveg- ar eftir Björn Viðarsson. Leikritið segir ffá tröllskessunni Flumbru, stóra ástinni hennar og tröllastrákunum þeirra. Um leið fjallar leikritið um sögu landsins og leyndardómana sem það býr yfir. Leikið verður sýnt í íþróttasal Héraðsskólans, sunnudaginn 2. júb' klukkan 14:00. Tónleikamir verða einnig haldnir í íþróttasalnum, en þeir fara fram laug- ardaginn 1. júlí klukkan 17:00. Það era þær Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzósópransöngkona og Jórunn Viðar píanóleikari sem spila. Á efnis- skránni eru Sígaunaljóð eftir Dvorak, spænsk sönglög, Tondillas eftir Gran- ados, íslensk sönglög og óperaaríur. Svava Kristín lauk söngkennara- prófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1992 og hefur sungið með Kór Langholtskirkju, Kór íslensku óper- unnar og Pólýfónkómum. Núna syng- ur hún með Hljómkórnum og Kam- merkór Langholtskirkju, en hún hefur einnig komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri. Hún starfar sem söngkennari í Reykjavík og á Laugar- vatni. Jórann Viðar lærði í Tónlistar- skóla Reykjavíkur áður en hún fór í framhaldsnám til Berlínar, Bandaríkj- anna og Vínarborgar. Hún hefur hald- ið fjölda tónleika og leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands. Jór- unn fæst auk þess við tónsmíðar en þekktust er hún eflaust af útsetningum sínum á þulum og þjóðlögum. Sápa tvö; sex við sama borð verður sýnt á þremur sýningum, 29. og 30. júní og 1. júlí ldukkan 21:00 í Hús- mæðraskólanum. ■ Dagskrá afmælishátíðar Seyðisfjörður 1 OOára Fimmtudagur 29. júní Kl. 17:30 Opnun listsýninga. Kl. 20:00 Leiksýning - Aldamótaelexír eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Miðaverð kr. 1.500. Föstudagur 30. júní Kl. 13:00 Iþrótta- og leikjadagskrá fyrir böm og unglinga (sjá auglýsingu). Kl. 15:00 Móttaka Vigdísar Finnbogadótt- ur, forseta fslands, við minnismerki Otto Wathne. Skólalúðrasveit Seyðisfjarðar: stjóm- andi Einar Bragi Bragason. KI. 16:00 Setningarhátíð á Miðbæjartorgi: Ávarp forseta bæjarstjómar Ambjargar Sveins- dóttur. Kirkjukór Seyðisfjarðar syngur „Seyðis- fjörður", lag Steins Stefánssonar við texta Karls Finnbogasonar, stjórnandi María Gaskell. Ávarp forseta fslands Vigdísar Finnbogadóttur. Afhjúpað listaverkið „Utlínur" eftir Kristján Guðmundsson. „Seyðissyrpa" blásarakvintett Steinholts flytur, útseming og stjómandi: Einar Bragi Bragason. Bamakór Seyðisfjarðar syng- ur, stjórnandi: Aðalheiður Borgþórsdóttir. Ávörp gesta. Kórar og fleira tónhstarfólk leiða fiöldasönginn „Seyðisfjörður" lag Jóns Þórar- inssonar við texta Erlendar Sigmundssonar. Kl. 20:00 Hátíðarsýning Leikfélags Seyðis- fjarðar, Aldamótaelexír eftir Kristi'nu og Ið- unni Steinsdætur. Leikstjóri Ingibjörg Bjöms- dóttir. Aðgangseyrir kr. 1.500. Kl. 22:00 Unglingadansleikur í Risa-tjald- inu: Djammhópurinn og Morð. Ekkert aldurs- takmaik. Aðgangseyrir kr. 500. Kl. 23:00 Stórdansleikur í Herðubrcið: Hljómsveitin Einsdæmi. Einsdæmi 73 og Lóla koma ffam. Vínveitingar- aldurstakmark 18 ár. Aðgangseyrir kr. 1.300. Laugardagur 1. júlí Kl. 10:00 Gönguferðir innanbæjar með leið- sögn. Mæting við Herðubreið. Kl. 11:00 Gróðursetning með skóræktarfélagi Seyðisfjarðar (sjá auglýsingu). Kl. 12:00 Skotið úr fallbyssu við bæjarskrif- stofúr Hafnargötu 44. Kl. 12:00 íþrótta- og leikjadagskrá fyrir böm og unglinga (sjá auglýsingu). Kl. 13:30 Forseti fslands kvaddur við minn- isvarða Otto Wathne. Kl. 14:00 Skemmtidagskrá á Miðbæjar- torgi: „Hlustaðu". Guðný Pála Rögnvaldsdóttir syngur. „Rúmlega t\'öfaldur“ syngja, stjómandi Maria Gaskell. Fjöllistamaðurinn The Mighty Gareth skemmtir. Söngflokkurinn Þokkabót flytur afmæliskveðjur. „Vor við Seyðisfjörð" ViUtjálmur Ólafsson flytur lag Sigurðar Sig- urðssonar frá Sunnuholti við texta Þórannar Sigurðardóttur. „Út úr þokunni" skemmta. Fallhlífastökk og fljúgandi trúður. Kl. 17:00 Tónleikar í Seyðisfjarðarkirkju. Kristrún H. bjömsdóttir þverflauta og Peter Málé píanó. Aðangseyrir kr. 1000, 12. ára og yngri kr. 200. Kl. 17:30 Magnús Ver. Sterkasti ihaður heims á Miðbæjartorgi. Kl. 20:30 „Syngdu mig heim“. Tónleikar með Söngflokknum Þokkabót í Herðubreið. Að- gangseyrir kr. 1000. Kl. 21:30 Dansleikur í Risatjaldi. Djamm- hópurinn TWEETY. Ekkert aldurstakmark og fri'tt inn tU kl. 23. Kl. 23 er aldurstakmark, fædd ’81 ogeldri. Aðgangseyrir kr. 1500. Kl. 23:00 Stórdansleikur í Herðubreið. Hljómsveitin Einsdæmi. Stemma og Heitar pylsur koma fram. Vfnveitingar - aldurstak- mark 18 ár. Aðgangseyrir kr. 1500. Sunnudagur 2. júlí Kl. 10:00 Gönguferðir innanbæjar með leið- sögn. Mæting við Herðubreið. Kl. 11:00 Hátíðarmessa í Seyðisfjarðar- kirkju. Prestur Sr. Kristján Róbertsson, orgel- leikari Maria Gaskell, Snælandskórinn syngur. Kl. 12:00 íþrótta- og lcikjadagskrá fyrir böm og unglinga (sjá auglýsingar). Kl. 14:00 Skemmtidagskrá á Miðbæjar- torgi: Snælandskórinn syngur. Skólalúðrasveit Seyðisfjarðar, stjómandi Einar Bragi Bragason. Fjöllistamaðurinn The Mighty Gareth skemmt- ir. „Rúmlega tvöfaldur" syngja. Stjómandi Maria Gaskell. „Út úr þokunni" skemmta. „Söknuður“ Helga Kolbeinsdóttir og Djamm- hópurinn. „Vor við Seyðisfjörð" Vilhjálmur Ólafsson syngur. Kl. 16:00 Leiksýning. Aldamótaelexír eftir Ið- unni og Kristínu Steinsdætur. Miðaverð kr. 1500. Kl. 17:30 Magnús Ver. Sterkasti maður heims á Miðbæjartorgi. Kl. 18:00 Útigrill við Herðubreið með Óskari Finnssyni á Argentína Steikhús. Léttar uppá- komur. Verð kr. 1.500. Opið hús í Herðubreið með uppákomum tónlistarmanna og fleiri. Kl. 22:00 Stutt kveðjudagskrá á Miðbæjar- torgi. Kl. 22:30 Opið hús í Herðubreið fram á nótt Aðgangur ókeypis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.