Alþýðublaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 m e n n i n c ■ Niðjatalið sem varð að ættarbók Vitleysa að brageyrað hafi kalið afþjóðinni - segir Indriði Gíslason, höfundur Skógargerðisbókar, í samtali við Sæmund Guðvinsson. „Það fannst heilmikið af bréfum, dagbókum og ritgerðum þeirra Skóg- argerðissystkina. Ég rakst líka á hand- skrifað blað sem hafði verið gefið út hér í sveitinni rétt eftir aldamót og þar hafði þetta fólk verið að skrifa. Upp- haflega stóð til að gefa út niðjatal en síðan ákveðið að láta talsvert af þess- um fróðleik fylgja með og því er bók- in með öðru sniði en venjulegt niðja- tal,“ sagði Indriði Gíslason, prófessor frá Skógargerði í Fellum, í spjalli við Alþýðublaðið. Indriði ritstýrði og er aðalhöfundur að Skógargerðisbók sem kom út á dögunum. I bókinni segir frá því að Helgi Indriðason og Ólöf Margrét Helgadóttir hófu búskap í Skógargerði vorið 1882. Raktir eru ýmsir þættir úr sögu þeirra hjóna og jafnframt sögð deili á forfeðrum þeirra og afkomendum. „Við höfum haldið ættarmót reglulega á fimm ára ffesti og þar kviknaði sú hugmynd að gera venjulegt niðjatal. Svo þegar ég fór að skoða öll þessi gögn sem til eru um þetta fólk breyttist þetta smám saman í nokkuð óvenjulega ættarbók. Það eru afi minn og amma sem frá er talið og ætli afkomendur þeirra séu ekki orðnir um 350 talsins. Það hafa margir lagt hönd á plóginn við gerð þessarar bókar og Ornólfur Thors- son var aðstoðar- maður minn við verkið," sagði Indriði. Hann sagði mikið til af bréfa- og skjalasöfnum frá Skógar- gerðissystkin- um, barna þeirra Helga og Ólafar. Eru þau söfn sum í einka- eigu en önnur varðveitt á Hér- aðsskjalasafni Austfirðinga á Egilsstöðum Það efni allt væri nóg til að fylla nokkrar bækur. „Ég er að vona að þetta Gísli, Margrét, Þórhallur og Guðrún Helgabörn (1910). sé brot af samtímasögu, sérstaklega síðasta hluta nítjándu aldar og fram á tuttugustu öld og þá ekki síst menn- ingarleg saga. Svo er allur þessi kveð- skapur sem er líka í bókinni. Allt þetta fólk hefur verið yrkjandi alveg ffá 18. öld og til dagsins í dag. Þetta er að vísu mismerkilegur kveðskap- ur en samt allgott sýnishom af alþýðukveðskap eins ' ann var og er enn. held að það sé bara vitleysa að brageyrað hafi ka- lið af þjóðinni, illa vega ekki af þessari ætt,“ sagði Indriði G í s 1 a s o n . Skógargerðis- bók er 416 blaðsíður með heimildaskrá og nafnaskrá. Ritnefnd skip- uðu Anna Jó- hannesdóttir, Helgi Hallgríms- son, Indriði Gísla- son, Margrét Indr- iðadóttir, Olöf Þór- hallsdóttir. Utgefandi er Þjóðsaga. Gamli bærinn i Skógargerði. (Björn Helgason teiknaði eftir mynd Rík- harðs Jónssonar og sögn þeirra sem mundu bæinn.) Ólöf og Helgi í Skógargerði. Fullorðinsfræðslan lætur nú fara vel um sig í endurbættu húsnæði við Gerðuberg - enda komin með nágranna við hæfi. ■ „Verslunarhúsið" við Gerðuberg umbreytist í „Félags- og fræðsluhúsið" Fullorðinsfræðslan, Leiknir og félagsmála- ráðuneytið í sambúð Kennsla Fullorðinsfræðslunnar fer nú fram í nýju húsnæði á III. hæð í „Verslunarhúsinu" Gerðubergi 1 þar- sem útvarpsstöðin FM 95,7 og Bjór- höllin voru áður til húsa - gegnt Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Húseignin er að taka verulegum stakkaskiptum og er til dæmis fþrótta- félagið Leiknir að koma þar félags- heimili, skrifstofum og miðstöð íþróttaskóla á fót. Félagsmálaráðu- neytið er einnig meðal nýrra íbúa hússins, en ráðuneytið er að innrétta glæsilegt húsnæði á neðstu hæð þar- sem fötluðum og einhverfum bömum verður sinnt af myndarskap. Það má því með sanni segja að „Verslunarhúsið" við Gerðuberg sé um þessar mundir að breytast smátt og smátt yfir í „Félags- og fræðslu- húsið“ þarsem verslunarhlutverkið verður æ fyrirferðarminna. Af sumarönn Fullorðinsíræðslunnar er það annars að frétta, að hún stendur nú sem hæst og þau námskeið sem boðið er uppá innihalda prófáfanga í framhaldsskóla (fimmta árið í röð) og síðan stolt skólans: tungumálanám- skeið þarsem byggt er á svokallaðri móðurmálstækni. Bókin um neytendur og umhverfi Hver og einn verður að leggja sitt af mörkum - segir Garðar Guðjónsson höfundur Grænu bókarinnar um neytendur og um- hverfi í samtali við Guðrúnu Vilmundardóttur. Neytendasamtökin, Norræna félagið og grænu fjölskyldurnar gefa bókina út. „1990-91 var norrænt um- hverfisár. Norræna félagið ann- aðist framkvæmdir á því fyrir Norðurlandaráð. Eitt af því sem var gert í tilefni umhverfisársins var að nokkrar fjölskyldur tóku þátt í verkefni sem fólst í því að þær sveigðu heimilishaldið skipulega að þörfum umhverfis- ins og skráðu hjá sér hvemig gekk. Neytendasamtökin hafa litið þannig á að umhverfismál séu óijúfanlegur hluti neytenda- mála; ein af sjö lágmarkskröf- um neytenda er um viðunandi umhverfi, og í því felst eðlilega krafa en um leið ábyrgð,“ sagði Garðar Guðjónsson í samtali við Alþýðublaðið. „Þetta kom þannig til að ég var ritstjóri Neytendablaðsins þegar sú hug- mynd kom upp að Islendingar ættu skilið að fá handbók um umhverfisvænt heimilishald. Sambærilegar bækur eru til á öllum Norðurlöndunum. Ég hef einmitt stuðst við sænskar hand- bækur, grænu fjölskyldurnar alla þessa bíla, heldur notum við þá alveg ótrúlega mikið. Bflar em dæmi um þátt í okkar neyslu sem af hlýst rnengun á öllum stigum; hráefhisnotkimin við framleiðsluna, flutningur á tilbúnum bflum, efnin sem við notum við að halda þeim við, loft og hávaðamengun þegar við nomm þá og svo enn þegar bflhræjum er fargað. I bókinni er fjallað um sorp með tvenn- um hætti, annars vegar sem hættulegan úrgang, hins vegar sem hráefni. Hættulegu efnun- um getur fólk á höfuðborgar- svæðinu skilað til förgunar, hráefhið má endurvinna. I bók- inni er sérstakur kafli um safn- hauga fyrir lífrænan úrgang, sem fólk getur komið upp í garðinum heima hjá sér og haft gagn og gaman af.“ En lífrœnn úrgangur er ekki hœttulegur, af hverju má ekki setja hann ítunnuna? „Hann er ekki hættulegur, en ef við tökum mark á erlendum hafa miðlað sinni þekkingu og Garðar Guðjónsson: Þetta er bók sem ég myndi hafa tölum getur þessi úrgangur ver- reynslu og umhverfisnefnd með matreiðslubókunum í eldhúsinu. A-mynd: e.ói. 20-25% af þyngd þess sorps Norræna félagsins hefur einnig lagt hönd á plóg.“ Hyetjum erbókin œtluð? „Ég lít á þetta sem hagnýtt leið- beiningarit fyrir allan almenning sem hefur áhuga á að taka tillit til um- hverfisins. Með hjálp þessa rits er hægt að gera nokkrar einfaldar breyt- ingar á lífsháttum sem verða um- hverfinu til góða, án þess að slá af kröfum um lífsgæði. Þetta er ekki spuming um að henda öllu frá sér til að fara upp í sveit og rækta grænmeti. Ritið fjallar ekki um hvað yfirvöld eiga að gera til að bæta umhverfismál, heldur hvemig hver og einn getur lagt sitt af mörkum til að bæta umhverfis- málin á fslandi. Ekkert sem er ráðlagt í þessari bók ætti að vera meðalJóni um megn. Það er hægt að fletta upp í bókinni án þess að hafa lesið hana spjaldanna á milli, þetta er bók sem ég myndi hafa með matreiðslubókun- um í eldhúsinu." Hvernig hafa yfirvöld staðið sig í umhverfisvernd? „Það em ekki ýkja mörg ár síðan íslendingar fóm að beina sjónum sín- um að umhverfismálum, og ég held ekki að nógu margir geri sér grein fyrir hvað við stöndum okkur illa í þessum efnum. Með tilkomu Sorpu rættist jú aðeins úr meðferð sorps hér, en betur má ef duga skal. Skolpmál em öll í ólagi. Endurvinnsla á sorpi, sem við tölum um sem hráefni, er mjög skammt á veg komin, en er þó komin af stað og ber að fagna því. Of fáir gera sér grein fyrir að það eru ekki aðeins gosdrykkjaumbúðir sem má skila til endurvinnslu.“ Markmiðið er sjálfbœr neysla, Itvað merkir það hugtak? , J>að er byggt á hugtakinu Sjálfbær þróun, sem er skilgreind sem svo að þróun geti haldið áfram og velferð haldist án þess að möguleikar síðari kynslóða til þess sama skerðist. Við megum ekki ganga þannig á auðlindir jarðar að síðari kynslóðir líði fyrir það. Við snúum þessari hugmynd yfir á neysluna. Markmiðið er að okkar neysluvenjur gangi ekki svo á gæði jarðarinnar að afkomendur okkar geti ekki notið sambærilegra lífsgæða og við. Það sem við þurfurn að gera til að ná þessu markmiði er að endurvinna, endurnota og kannski helst að nota minna.“ Hver eru helstu atriði bókar- innar? „Það er talað um samgöngumál, sem eru mikilvægur þáttur umhverfis- mála. Notkun einkabfla, til dæmis á höfuðborgarsvæðinu, jaðrar við geggjun. Bflaeign er alveg með ólík- indum, og ekki nóg með að við eigum sem farið er með á haugana Það er fáránleg sóun að flytja þessi þyngsh á milli staða þegar maður get- ur sjálfur endurunnið hráefnið heima.“ Bókin er svo glansandi og jm, er hún ekki prentuð á endurunninn pappír? „Þetta er örugglega að hluta til endurunninn pappír. En það sem mestu máli skiptir er að hann hefur Norræna umhverfismerkið. Það merki er eitt af fáum viðurkenndum um- hverfismerkjum í okkar heimshluta og til að öðlast það merki þarf að upp- fylla ströng skilyrði. Merkið gerir kröfur á öllum vinnslustigum, tekur á ferlinu frá vöggu til grafar og allir eiga þess kost að sækja um opinber umhverfismerki. Það er einmitt um það talað í bókinni að fólk eigi að forðast heimatilbúin umhverfismerki, sem oft eru sett á vörur í auglýsinga- skyni Það er ekki nóg að taka eitt eit ureíhi úr málningu til þess að hún sé umhverfisvæn; þó hún sé kannski vænni en dósin í næstu hillu. Það er dálítið kostulegt að nota orðið „grœntí „Jú, þeir sem vilja misskilja það eiga hægt um vik. En ég held að orðið hafi öðlast sess í málinu, og þegar það er notað í samhengi skilja allir við hvað er átt.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.