Alþýðublaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 24.08.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ó r n m á I Bakvið sjónarrönd I huga margra svokallaðra „vinstri manna" er fortíðin orðin að „tabú" - það hvílir yfir henni bannhelgi. Þannig fær fortíðin framhaldslíf sem eins konar pólitísk þroskahefting. Meinsemdir af þessu tagi hafa þá áráttu að búa um sig og sýkja jafnvel heilbrigða vefi í kringum sig. Við Svavar Gestsson höfum eign- ast sameiginlegt áhugamál: jafnað- arstefnuna hér og nú - og í framtíð- inni. Við ætlum að ræða þetta sam- eiginlega áhugamál okkar á fundi hjá Alþýðubandalaginu í Reykjavík núna á mánudagskvöldið, 28. ágúsL Ég vil nota tækifærið og hvetja alla þá, sem hafa áhuga á umræðuefn- inu, að mæta. Háborðið | Við Svavar eigum reyndar sitthvað fleira sameiginlegt, ef að er gáð. Við getum talist samtímamenn í íslenskri pólitík, þótt Svavar sé yngri sem svar- ar rúmlega einni menntaskólakynslóð. Við höfum báðir haft ódrepandi áhuga á stjómmálum frá blautu bamsbeini. Mér hefur löngum fundist að hjart- sláttur landsbyggðaruppeldis (ögn rómantískt viðhorf til tilvemnnar) hafi sett mark sitt á báða. Og við urðum báðir marxistar/kommúnistar á mót- unarskeiði. Ég gerði það dæmi upp á námsárunum (um og upp úr 1960). Svavar er að þessu núna, rúmlega 30 ámm síðar. Til marks um það er nýútkomin bók Svavars (Sjónarrönd; jafnaðar- slefiian - viðhorf.; Iðunn 1995 - verð krónur 1480,-). Sumum kann að finn- ast félagi Svavar vera á seinni skipun- um að segja skilið við löngu úrelt for- rit og afla sér nýs hugbúnaðar. Sumir kynnu að ganga svo langt að segja að það væra allra seinustu forvöð, í ljósi þess að 21. öldin er reyndar þegar gengin í garð. Ég er ekki sammála því. Svo lengi lærir sem lifn. Það er aldrei of seint í lífinu að viðurkenna mistök og reyna að bæta fyrir þau. Það er ævinlega virðingarvert. Það er að segja ef hugur íylgir máli og meint sinnaskipti em ekki eintóm sýndar- mennska eða þau hyggindi sem í hag koma; að skipta litum eftir umhverf- inu. Þessi pistill er ekki ritdómur um bók Svavars. Hún verðskuldar þó ítar- legri umfjöllun sem vonandi verður. komið í verk. Það sem fyrir mér vakir er að vekja athygli á bókinni og hvetja áhugasamt fólk um vegsemd og vanda jafnaðarstefnunnar til þess að kynna sér hana. Og jafhframt að spinna örlít- inn sögulegan inngang að umræðuefn- inu. Hvers vegna hneigðust ungir menn uppi á íslandi að marxisma/kommún- isma svo seint sem eftir miðja öldina? Mátti ekki öllum ljóst vera þá þegar að marxismi var úrelt hugmyndagóss frá 19. öld? Að hann hafði ekki neitt forsagnargildi um þjóðfélagsþróun, sem mark væri takandi á? Og að Sovétríkin (þjóðfélagsfyrirmynd og sameiningartákn kommúnista) voru hervætt alræðisríki, hættulegt heims- friðnum, þar sem lýðræði og mann- réttindi vom fótum troðin? Em ein- hverjar sérstakar skýringar á því að hver kynslóðin á fætur annarri uppi á fslandi virtist alast upp í þessum hjá- ffæðum, bæði lesblind á samtíðina og forhert í afneitun á staðreyndum? Sá sem leitar svara við þessum spurningum í kveri félaga Svavars kemur að tómum kofanum. Þar er ekkert uppgjör að finna við ranghug- myndir fortíðarinnar, né heldur vikið að hinum skelfilegu afleiðingum þeirra í fómarkostnaði mannslífa og óhamingju. Svavar víkur þessum beiska kaleik frá sér með einföldum hætti. Hann segir einfaldlega: Ég er ekki sagn- fræðingur. Það verða aðrir að skrifa þessa sögu. Ég er hins vegar að reyna að skrifa „vegahandbók", nýtt forrit fyrir21. öldina. Þetta vekur upp ýmsar óþægilegar spumingar sem ekki verður með góðu móti vikist undan að svara. Hvers vegna er jafnaðarstefnan svona mikil- væg fyrir 21. öldina fyrst Svavar sjálf- ur, samstarfsmenn hans og forverar hafa verið af fáu jafnuppteknir á 20. öldinni og að vara við og beijast gegn jafnaðarstefnunni sem svikum og und- anbrögðum frá hugsjón sósíalismans? Og að svo miklu leyti sem gefið er í skyn, en þó tæplega fullyrt, að íslensk- ir kommúnistar, sósíalistar, Alþýðu- bandalagsmenn, hafi innst inni ævin- lega verið lýðræðisjafnaðarmenn, þá er það tilraun til svo hrikalegrar sögu- fölsunar, að það eitt gæti orðið ævi- starf sagnfræðinga að hrekja í mörg- umbindum. Ég hef sannfærst um það æ meir af pólitískri reynslu að einhver mikil- vægasti eiginleiki forystumanns í stjómmálum sé andlegt hugrekki; að stjómmálamaðurinn sé reiðubúinn að ganga gegn vanahugsun og þrýstingi hagsmunahópa, sé hann sannfærður um að vanahugsunin leiði menn á villigötur. Þetta er spuming um trú- verðugleika og traust. Ég held að fátt sé eins mikilvægt í pólitík þegar til lengdar lætur, ef stjómmálastarf á að bera árangur. Hvemig er hægt að ætl- ast til þess að menn beri traust til „vegahandbókar“ stjómmálahreyfing- ar og stjómmálamanna, sem vitað er að hafa farið villur vegar í heila öld? Allir stjómmálamenn em í þeim skiln- ingi „sagnfræðingar" að þeir bera ábyrgð á eigin verkum og árangri og mistökum þeirra stjómmálahreyfmga, sem þeir hafa tekið þátt í eða jafnvel veitt forystu. Nálykt dauðra hug- mynda getur að lokum orðið svo sterk að ekki verði vært þeim sem lífsanda dregur. Þá þarf að rífa alla glugga upp á gátt; svæla óværuna út - hleypa fersku andrúmslofti inn. Þetta er að lokum spuming um and- legt hugrekki og um heilindi í stjóm- málastarfi. Hitt er rétt að þetta á ekki bara við um gamla kommúnista. Þetta á við um allar stjómmálahreyfmgar, trúarbragðahópa og flesta einstak- linga, sem lifa lífinu lifandi. Margir lesa söguna fyrst og fremst sem þró- unarferli hugmynda frá fæðingu, vexti, hnignun og að lokum dauða ef þær verða stöðnun vanahugsunar að bráð. Þetta á ekkert síður við um lýð- ræðisjafnaðarmenn og flokka þeirra en aðra. Byggingarmeistarar velferð- arríkisins hafa á undanfömum ámm staðið frammi fyrir nýjum spumingum sem krefjast heiðarlegra svara. Það er hins vegar aðalsmerki alþjóðahreyf- ingar jafnaðarmanna að hún hefur hingað til aldrei staðnað í kreddu. Jafnaðarmenn hafa haft andlegt hug- rekki til að endurmeta hugmyndaarf- inn á öld hraðfara breytinga og ekki hikað við að henda því fyrir borð sem fánýtt hefur reynst, en lagað það sem lífvænlegt er að breytilegum kröfúm. Þetta er viðfangsefni allra jafnaðar- manna á okkar dögum. Em einhverjar skýringar á því að dólgamarxismi millistríðsáranna og forstokkun Sovéttrúboðsins var svona miklu lífseigari á íslandi en á nálægum pólitískum breiddargráðum, annars staðar en í 3ja heiminum? Það er vissulega verðugt verkefni fyrir sagnfræðinga að leita svara við þessari spumingu. Það er reyndar al- veg bráðnauðsynlegt að einhver taki þetta verkefni að sér, bæði að því er varðar sögu pólitískra hugmynda og menningarlegan hugmyndaheim og vitund Islendinga. I huga margra svokallaðra „vinstri manna“ er fortíð- in orðin að „tabú“ - það hvílir yfir henni bannhelgi. Þannig fær fortíðin framhaldslíf sem eins konar pólitísk þroskahefting. Meinsemdiraf þessu tagi hafa þá áráttu að búaum sig og sýkja jafnvel heilbrigða vefi í kringum sig. Ég held að skýringanna sé að leita sumpart í sérstæðri sögulegri reynslu þjóðarinnar sem nýlenduþjóðar fram á þessa öld, í sfðbúinni iðnþróun, van- burðugri borgarmenningu og einangr- un. Þó em þessar skýringar ekki ein- hlítar. Kannski eins konar menningar- leg slysni eigi lfka hlut að máli? Við stofnun lýðveldisins undir lok seinni heimsstyijaldarinnar lýstu leið- togar þess yfir ævarandi hlutleysi vopnlausrar smáþjóðar. Ríkjandi hug- myndafræði þorra íslendinga byggði á þjóðernishyggju sem meðal annars nærðist á andúð á „gömlu nýlendu- veldunurrí'. Þegar forystumenn hins unga lýðveldis stóðu andspænis stað- reyndum kalda stríðsins reyndi á þessa hugmyndafræði. Staðreyndin var sú að lýðræðisííki Evrópu og Ameríku stóðu frammi fyrir hemaðarógn hins vígvædda alræðisríkis í austri. Menn urðu að taka afstöðu til þess hvort lýð- ræðisríkin ættu að koma sér upp sam- eiginlegu varnar- og öryggiskerfi gagnvart þessari hættu. ísland var hemaðarlega mikilvægt sem eins kon- ar holdgervingur Atlantshafstengsla lýðræðisríkjanna. Við urðum að taka afstöðu. En vinstra megin við þessa pólitísku jarðsprangu hins unga lýð- veldis stóð önnur fylking sem var alin upp í allt öðmm hugmyndaheimi. í þeirra augum vom Sovétríkin fram- farasinnað afl, reyndar þjóðfélagsfyr- irmynd og framtíðarvon. Það var af og frá að ísland tengdist vamarbandalagi sem skilgreindi framtíðarvonina sem ógnvald. Hugmyndafræðin boðaði samstöðu með Sovétríkjunum. í hinni praktísku pólitík dagsins var sett frarn lágmarkskrafan um hlutleysi, studd rökum þjóðemishyggju hinnar vopn- lausu smáþjóðar, sem hafði sterka skírskotun til fjölmennra hópa langt fyrir utan yfirlýsta áhangendur Sovét- trúboðsins. Þessi hugmyndafræðilega nagla- súpa var síðan framreidd á lystugari máta með því að höfuðskáld og and- legir leiðtogar í röðum listamanna og skálda gáfu þessari hreyfingu yfir- bragð þjóðlegrar reisnar, sem sótti styrk sinn í söguleg gildi sjálfstæðis- baráttunnar. En hvernig má það vera að jafn- ósamstæðar og haldlitlar hugmyndir eins og Sovéttrú í bland við þjóðemis- sinnaða fortíðarrómantík náði þeim ítökum í huga íslenskra menntamanna að þykja róttæk eða jafnvel framúr- stefnuleg „vegahandbók"? Jarðvegur- inn var fyrir hendi, mótaður af sögu- legum aðstæðum þjóðarinnar. En eins og ég sagði er sú skýring trúlega ekki einhlít. Það þarf meira til að ljá slfkum hjáfræðum ljóma og aðdráttarafl sem blæs áhangendum í bijóst sjálfstrausti, fómarlund og jafhvel eldmóði. Þetta hefur verið hið menningar- sögulega hlutverk höfúðskálds þjóðar- innar á þessari öld, Halldórs Kiljan Laxness. Hann laðaði sjö sinnum fleiri sálir að þessum málstað en verið hefði á færi nokkurs flokksapparats eða hversdagsstjómmálamanna. Útmálun skáldsins á atvinnurekendum sem skoffínum (Pétur þríhross) eða þýlyndum landráðamönnum (Búi Árland) voru steinar f þá hleðslu. Táknmyndir hans af Sölku Völku, Bjarti í Sumarhúsum, Ólafi Kárasyni og Snæfnði íslandssól sem fulltrúum þjóðfrelsisbaráttu og óforgengilegra menningarverðmæta gaf hreyfingunni andlegt sjálfstraust og lífskraft, sem hefúr haft mótandi áhrif á margar kyn- slóðir. Eftir því sem forsendumar hafa brostið hver af annani hafa hugmynd- irnar seytlað neðanjarðar í vitund hinna snortnu og lifað þar sjálfstæðu Kfi - án tengsla við vemleikann. Ætli skýringanna á því að epigón- um kreppukommanna hefur reynst fyrirmunað að horfast í augu við hmn hugmyndaarfsins sé ekki að leita ein- hvers staðar þama? Að mönnum hafi vaxið verkið í augum eða það hafi snert of djúpar tilfinningar? Að ítök hugmyndaarfsins hafi reynst of sterk eða að andlegur styrkur eftirkomend- anna of veikburða til þess að þeir gæm risið upp og rifið glugga musterisins upp á gátt - til að gefa lífsanda loft? ■ Höfundur er formaður Alþýöuflokksins - Jafnaðarmannáflokks ísland'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.