Alþýðublaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.09.1995, Blaðsíða 1
■ Stjórnarflokkarnir samþykkja fjögurra milljarða fjárlagahalla og fimm milljarða niðurskurð ríkisútgjalda. - Jón Kristjánsson formaður fjárlaganefndar segir að mest þurfi að spara í heilbrigðismálum Kúvending kemur ekki til greina - í meðförum þingsins á fjár- lagatillögunum, segir Jón. , J>að er tiltölulega góð samstaða um þessar fjárlagatillögur. Auðvitað hafa menn misjafnar áherslur innan flokk- anna en það gekk vonum framar að afgreiða tillögumar í þingflokkunum. Ég mun leggja áherslu á að menn haldi sig við þessa útgjaldaramma í meðförum þingsins en hreyfi þá eitt- hvað til innan þeirra ef mönnum sýn- ist svo. Það kemur engin kúvending til greina,“ sagði Jón Kristjánsson, alþingismaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, í samtali við Alþýðublaðið. Þingflokkar stjómarflokkanna hafa samþykkt fjárlagatillögur rikisstjórn- arinnar. Þar er gert ráð fyrir að útgjöld nemi 123 milljörðum en tekjur 119 milljörðum, sem þýðir fjögurra millj- arða króna halla á fjárlög- um næsta árs. „f júní tóku ráðherrarnir saman út- gjaldahorfur og nýjar óskir um útgjöld. Utgjaldahorfur Jón: Misjafnar á næsta ári að áherslur innan öllu óbreyttu fiokkanna um vom 128 millj- fjárlögin. arðar og óskir um ný útgjöld námu górum milljörð- um. Það em því í rauninni fimm millj- arða útgjöld sem þarf að skera niður ásamt því að frysta allar óskir um ný útgjöld uppá fjóra milljarða. Þetta kemur við öll ráðuneytin en upphæð- imar misháar. Heilbrigðisráðuneytið er með langmesta þungann því út- gjöldin þar em um 40% allra útgjalda. A þessu ári em það milli 46 og 47 milljarðar af 120 milljarða heildarút- gjöldum. Menntamálin em síðan um 20% útgjalda," sagði Jón. Formaður fjárlaganefndar hefur áhyggjur af vaxtabyrði ríkissjóðs: „Vaxtagjöldin nema orðið 12 millj- örðum og þetta er stærð sem menn hafa ekki mikið vald á miðað við að reka ríkissjóð með halla og þeirri auknu skuldasöfhun sem því fylgir. Ef sarna þróunin verður næstu fjögur ár verða vextimir komnir í 18 milljarða og þá fer jafn mikið í vaxtagreiðslur eins og til allra menntamála í land- inu.“ Jón Kristjánsson vildi ekki ræða um einstaka spamaðarliði í fjárlagatil- lögunum. En í ljósi útgjaldaþunga heilbrigðisráðuneytis er ljóst að þar þarf að taka til hendi við niðurskurð. Hins vegar er ýmist rætt um þriggja milljarða spamað í því ráðuneyti eða að það fái þriggja milljarða hækkun. Um þetta atriði sagði Jón: „Hvoru tveggja er kannski rétt. Útgjöld til heilbrigðismála aukast milli ára um meira en tvo milljarða. Það er vegna kjarasamninga og innbyggðrar aukn- ingar í bóta- og tryggingakerfinu. En ef ekkert hefði verið að gert hefðu út- gjöldin aukist enn meira eða um fimrn til sex milljarða. Heilbrigðisráðherra þarf því að stöðva eða fresta útgjöld- um upp á tæpa þijá milljarða. Það sést á þessum tölum hvað það er mikil sjálfvirk aukning á útgjöldum í heil- brigðis- og tryggingakerfinu." ■ Góðir gestir á aðalfundi kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum sem haldið verður að Núpi í Dýrafirði Stefnan mörkuð og kynnin efld - segir Krístfn Jóhanna Bjömsdóttir, formaður kjördæmisráðs. „Á kjördæmisþinginu verða venjulega aðalfundarstörf,“ sagði Kristín Jóhanna Björns- dóttir, forntaður kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, en aðalfundur ráðsins verður haldinn að Núpi í Dýrafirði aðra helgi. „Við munum fara yfir Dagblaðið tvítugt Dagblaðið kom út í fyrsta sinn 8. september 1975 og DV heldur upp á afmælið með margvíslegum hætti næstu daga. Lesendum blaðsins er boðið til afmælishátíðar í Perlunni á morgun milli klukkan 14:00 og 18:00. Þar verður boðið upp á veit- ingar og fjölbreytta dagskrá og starf- semi DV kynnt. f september og október mun DV ferðast um landið til að fagna 20 ára afmæli Dagblaðs- ins með lesendum sínum til sjávar og sveita. fundarályktanir sem voru gerðar á síðasta flokksþingi í septem- berbyrjun í fyrra, og það eru uppi hugmyndir um að efla kynni flokksmanna á Vestfjörð- um. Eins og gengur á kjördæm- isþingum erum við að koma sam- an til þess að marka stefnu í starfinu, ákveða hvað við viljum •‘-“ggja áherslu á og kynnast og tengja okkur saman.“ Að sögn Kristínar Jóhönnu verður Sighvatur Björgvinsson gestur á þinginu og ætlar hann að tala um tímann frá kosning- um og hvernig það hefur gengið. „Vonandi kemur Össur Skarp- héðinsson einnig.“ En hvernig finnst Vestfirðing- um að vera komnir í stjórnar- andstöðu? „Það er engin reynsla komin á það hvernig er að vera í stjórnarandstöðu en um það verður rætt á þinginu; hvernig við eigum að búa okkur undir að vera í stjórnarandstöðu og hvernig við getum byggt upp markvisst flokksstarf.“ Vantrú á framtíðina ýtir undir landflótta - var fyrir- sögn baksíðuviðtals við Jón Baldvin Hannibalsson í Alþýðubladi gær- dagsins. Við skulum vona að félögunum sem bátinn prýða verði þessi varnaðarorð formannsins minnisstæð (því vafalaust sáu þau blaðið). Megi þau áfram horfa vonaraugum út til sjóndeildarhringsins og þess sem framtíðin geymir í skauti sér. A-mynd: E.ÓI. ■ Hvernig líður Bjama P. Magnússyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Alþýðuflokksins, í Sjálfstæðisflokknum? Ég er krati eftir sem áður - segir Bjarni og viðurkennir að hann sé mjög ósáttur við utan- ríkismálin og verulega óhress með stefnuna í landbúnaðar- málum. „Mikil ósköp. Ég er mjög ósáttur við þann tón sem sleginn er í utanrík- ismálum í Sjálfstæðisflokknum eins og til dæmis í GATT-málinu. Mér finnst afskaplega erfitt að fá það til að ganga upp að sjálfstæðisbarátta þjóð- arinnar hafi snúist um eitthvað annað en frelsi í verslun," sagði Bjarni P. Magnússon, sveitarstjóri Reykhóla- hrepps, í samtali við Alþýðublaðið. Bjami sagði sig úr Alþýðuflokkn- um fyrir nær tveimur árum en þar hafði hann lengi gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum - meðal annars verið borgarfulltrúi flokksins um árabil. Hann gekk í Sjálfstæðisflokkinn og taldi að sjónarmið sín í Evrópumálum ættu meiri hljómgrunn þar en í Al- þýðuflokkn- um, en Bjarni er eindreginn Evrópusinni. f ljósi þess sem síðan hefur gerst var Bjami spurður hvort hann hafi ekki farið úr öskunni í eldinn. „Það er dá- lítið til f því. En ég var nú aldeilis búitm að tala fyr- ir daufum eyrnm innan Alþýðuflokks- ins í mörg ár. Svo vom svona hrær- ingar í Sjálfstæðisflokknum og ég taldi nokkuð víst að þar yrðu breyting- ar. En ég er ekki frá því að ég eigi mér ekki marga stuðningsmenn þar. Hvað sem þessu líður þá er ég krati eftir sem áður og var ekki einhver sem sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri stærsti krataflokkur landsins." Hvemig líst þér á stefnu flokksins í landbúnaðarmálum ? „Ég er verulega óhress með hana. Það er alltaf verið að reyna að snið- ganga eina kerfið sem dugar en það er markaðskerfið. Það er alltaf verið að reyna að finna nýjar reglur. Hér í minni sveit em 45 prósent af vinnuafl- inu bændur og flestir þeirra em sauð- fjárbændur. Samkvæmt tillögum um breytingar á búvömsamningnum sýn- ist mér að það verði þijú bú hér sem fá þessar stóm bætur, það er að segja 12 prósentin. Það þýðir þá nálægt 100 ærgildum en miðað við aldursregluna og uppkauparegluna sýnist mér við vera að tapa 500-700 ærgildum. Það er verið að flytja atvinnuna úr þessu sauðfjárræktarhéraði eitthvað annað. Þetta er sama helv... kvótastýringin og í fiskveiðunum. Það em einhveijir fyrir sunnan að leika sér að því að segja að það eigi að vera bóndi þama en ekki þama og ekkert spáð í að það er hagstæðast að rækta sauðfé hér. En þrátt fyrir þetta er ég að mörgu leyti ánægður með mína menn og held að þeir séu að gera góða hluti í efnahags- málum," sagði Bjami P. Magnússon. Bjarni: Á mér ekki marga stuðnings- menn í Sjálfstæðis- flokknum. ■ Bókmenntahátíð 10. til 16. september Sæluvika Bókmenntaunnendur ættu að eiga sæla viku dagana 10. til 16. september þegar bókmenntahátíð verður haldin í Reykjavík. Einkunnarorð þessarar hátíð- ar em „skáldskapur og sannfræði". Meðal þekktra erlendra gesta má nefna Bandaríkjamanninn William Styron, höfúnd Sophie’s Choice, Bret- ann eftirtektarverða Martin Amis, hina 1andflótta T a s 1 i m u Nasrin og Norðmanninn Jostein Gaar- der, sem sleg- ið hefur ræki- lega í gegn með aðgengi- legri bók sinni um sögu heim- spekinnar, Veröld Soffíu. Ásamt erlendu þátttakendun- um munu ís- lenskir rithöfundar lesa úr verkum sín- um og taka þátt í umræðum. Islenskir og erlendir fræðimenn munu einnig setja svip á dagskrána, ásamt rithöfúndunum, flytja fyrirlestia og taka þátt í pallborð- sumræðum. Meðal þess forvitnilega má nefna að Martin Amis spjallar um verk sín við Einar Kárason, Jostein Gaarder og Páll Skúlason ræða um heimspeki og William Styron spjallar við Thor Vii- hjálmsson um verk sín. Fyrirlestur Tas- limu Nasrin í Norræna húsinu mun vafalaust vekja mikla athygli en hann nefnist „Islamic fundamentalism". Nasrin er þrjátíu og þriggja ára rithöf- undur og læknir firá Bangladesh og sætti ofsóknum í heimalandi sínu fyrir gagn- rýni á karliembulega túlkun á Kóranin- um. Hún neyddist til að flýja Iand í fyrra og er nú búsett í Svíþjóð. Einnig er rétt að vekja athygli á ffam- lagi rithöfúndarins Patricks Chamois- eau, en hann mun flytja fyrirlestur um Kreólamenningu á Martinikk, en þaðan er hann ættaður. Höfundurinn er þekktur fyrir djörf efnistök og stíl og hlaut hin eftirsóttu frönsku Concourtverðlaun fyr- ir skáldsögu sína Texaco. Upplestrarkvöld verður í Norræna húsinu á sunnudagskvöldið en síðan í Þjóðleikhúskjallaranum á hveiju kvöldi þar tíl hátíðinni lýkur. Þar munu erlendir og íslenskir rithöfundar lesa úr verkum sínum. Þá daga sem hátíðin stendur yfir koma út fjórar bækur eftir gesti hátíðar- innar. Ein þeirra er eftír Cees Nootebo- om, einn þekktastí rithöfúndur Hollend- inga, en nýjasta bók hans Sagan sem hér fer á eftir,hefur verið þýdd á yfir tuttugu tungumál og kemur nú út í íslenskri þýðingu Kristínar Waage. Höfundur- inn hlaut Evrópsku bókmenntaverðlaun- in 1993 fyrir þetta verk sitt. Islenskir bókmenntaunnendur geta lesið í íslenskri þýðingu verðlaunaskáld- söguna Göngulag tímans eftir þýska rit- höfundinn Sten Nadolny. Bókin hefur farið sigurför um heiminn undanfarinn áratug og Qallar um enskan landkönnuð á 19. öld John Franklin. Einnig kemur á markað úrval af smá- sögum eftir norska rithöfundinn Kjell Askildsen, Síðustu minnisblöð Tómasar F. fyrir almenningssjónir. Norskir gagn- rýnendur veittu höfundinum verðlaun fýrir þessa bók. Síðast en ekki sfst skal nefna Skömm- ina, hina frægu skáldsögu Taslimu Nasrin, sem kemur út í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Ritdómur um þá bók mun birtast í Alþýðublaðinu í næstu viku. Meðan á bókmenntahátíðinni stend- ur, og nokkuð lengur, eða ffá 10. sept- ember til 1. október, verður í anddyri Norræna hússins sýning á bókakápum effir átján íslenska listamenn undir yfir- skriftínni Uppáhalds kápan mín. Þess skal einnig getíð að í bókasafni Nonræna hússins verður nokkurs konar myndbanda-bar þar sem gestum gefst kostur á að horfa á rnyndir um einstaka rithöfunda og annað efni sem tengist bókmenntum. Bókmenntaunnendur hafa því til nokkurs að hlakka og er ástæða til að hvetja þá til að fjölmenna á hátíðina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.