Alþýðublaðið - 24.10.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 24.10.1995, Síða 1
■ Sjávarútvegsráðuneytið hefur enn ekki gengið frá neinum samningum við Grænlendinga varðandi nefnd um verndun djúpkarfastofnsins á Reykjaneshrygg Margra ára vanræksla ráðuneytisins -segir Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins „Sannleikurinn er sá að sjávarút- vegsráðuneytið hefði fyrir löngu átt að einbeita sér að því að ná sam- komulagi við Grænlendinga varð- andi nefnd um kvótabindingu og verndun djúpkarfastofnsins fyrir utan Reykjaneshrygg. Viðbárurnar hafa árum saman alltaf verið þær sömu; að það sé verið að leita eftir samningum, en sannleikurinn er sá að það hefur verið gert með hang- andi hendi og án þess að því hafi verið fylgt eftir af myndugleik,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins í viðtali við Alþýðublaðið. „Það hefði styrkt stöðu okkar stórlega gagnvart Rússum og Norð- mönnum í Barentshafi að hafa slíka nefnd íslands og Grænlands. Þegar við gerum, samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna, kröfu til að- ildar að svæðisstjóminni á Barents- hafi en Norðmenn segja nei, þá hefði á móti komið að við hefðum verið með svæðisstjórnina yfir Reykjaneshrygg sem varðar bæði hagsmuni Rússa og Norðmanna. Þarna hefði átt að reyna að ná samningum um gagnkvæma aðild og útfærslu á fiskverndarstefnu. Þetta er ekki hægt meðan engin nefnd er fyrir hendi og stofnarnir eru ekki kvótabundnir. Það verður að flokkast undir vanrækslu af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins að hafa ekki náð slíkum samningum fyrir löngu,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson. - Sjá viðtal á blaðsíðum 4-5 Matthías Johannessen skáld og ritstjóri. Ný bók eftir Matthías Ný bók er væntanleg á markaðinn eftir Matthías Johannessen rit- stjóra. Bókin heitir Hvíldarlaus ferð inn í drauminn og hefur að geyma 22 smásögur og stutta þætti. Það er Hörpuútgáfan á Akranesi sem gefur bókina út og segir útgáfustjórinn að um sé að ræða ljóðrænan skáldskap, hnittnar frásagnir og ógleymanlegar mannlýsingar. Bókavarðan stækkar Bragi Kristjónsson kaupmaður í Bókavörðunni, stærstu fornbóka- búð landsins, lét fara vel um sig í gær þegar Ijósmyndari blaðsins leit við í nýjum húsakynnum verslunar- innar að Vesturgötu 17. í Bóka- vörðunni eru ekki bara gamlar og nýjar bækur á boðstólum, heldur er hægt að gera þar kjarakaup á gömlum húsmunum. Bragi var að lesa Alþýðublaðið frá 6. nóvember 1925 - en þá var heilt blað lagt undir Eldvígsluna, bréf meistara Þórbergs til Kristjáns Albertssonar. A-mynd; E.ÓI. Saga og bók- menntir Vínarborgar í boði austurríska menntamálaráðu- neytisins og í samvinnu við Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands mun austum'ski félagsfræðingurinn dr. Lisa Fischer halda kynningaríyrirlest- ur um Vínarborg. Hér er um að ræða sögulegt og bókmenntaiegt yfirlit yftr Vínarborg á 20. öld með sérstakri áherslu á borgina um síðustu aldamót. Fjallað verður um þekkt atriði í sögu borgarinnar en einnig brugðið ljósi á atriði sem sjaldnar er fjallað um. Hald- inn verður fyrirlestur á þýsku í dag, þriðjudaginn 24. október, í hátíðarsal Háskóla Islands í aðalbyggingu, klukk- an 20:15, og verður hann endurtekinn á ensku, miðvikudaginn 25. október, á sama stað og sama tíma. Allir eru vel- komnir og er aðgangur ókeypis. ■ 20 ár frá kvennafrídegi Launamunur kynjanna sá sami og fyrir 20 árum - segir Steinunn V. Óskarsdóttir borgarfulltrúi. Fjölbreytt dagskrá í íslensku óperunni. Tuttugu ára afmæli Kvennafrídags- ins verður minnst í Islensku ópemnni í kvöld. Steinunn V. Óskarsdóttir borgarfulltrúi átti sæti í undirbúnings- nefnd sem sá um tilhögun afmælis- dagskrárinnar. Alþýðublaðið forvitn- aðist um dagskrána og leitaði álits Steinunnar á því hvaða árangur hefði náðst á þessum tuttugu árum. „Við vildum reyna að minnast þess- ara tímamóta á einhvem hátt og við boðuðum konur úr öllum stjómmála- flokkum, Kvenréttindafélaginu, Kven- félagasambandinu og verkalýðshreyf- ingunni á okkar fund,“ sagði Steinunn. „Auðvitað veltum við því fyrir okkur hvort ástæða væri til að endurtaka kvennaverkfallið fyrir tuttugu ámm. Við féllum frá þeirri hugmynd og and- inn í þjóðfélaginu er þannig að ég held að það hafi verið rétt ákvörðun. I stað- inn ætlum við að vera með hátíðar- og baráttufund í Ópemnni. Rauði þráður- inn er að minnast baráttufundarins fyr- ir tuttugu árum og reyna að höndla þann anda sem þá sveif yfir. Hátíðin hefst klukkan hálf níu með því að Kvennakór Reykjavíkur, ásamt sex- tett, syngur eitt lag. Síðan kemur atriði sem ekki er hægt að luta uppi hvað er, en það mun koma mjög á óvart. Það er aðalatriði dagskrárinnar." Viltu ekki gefa örlitla visbendingu? „Þetta verður sögulegt ágrip í létt- um dúr, flutt af m'u ungum leikkonum. Inn í það atriði kemur sönghópurinn Áfram stelpur. Þegar þessu er lokið mun Ingibjörg Sólrún flytja einu ræðu kvöldsins. Síðan verður hátíð- inni slitið formlega, en við ætlum síð- an að hittast niður í Hlaðvarpa." Hvemig finnst þe'r jafnréttisbarátt- unni hafa miðað á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá Kvennafrídeginum? „Þegar við vomm að vinna að þess- ari dagskrá þá skoðuðum við gamlar heimildir frá 1975. Síðan þá hafa kon- ur að mörgu leyti öðlast lagalegt jafn- rétti. Hinn lagalegi gmndvöllur hefur verið tryggður og hugarfar hefur óneitanlega breyst. Það þykir til dæm- is ekki sjálfsagt að konur hafi lægri laun en karlar. Það er hins vegar stað- reynd að launamálin bmnnu á konum árið 1975 og brenna á konum 1995. Tuttugu ámm seinna er launamunur- inn í prósentum nákvæmlega sá sami. Þetta er sláandi. Á tuttugu ámm hefur ekkert breyst í launamálum kynjanna. Ekki neitt. Árið 1995 er launamunur- inn sá sami og hann var 1975. En í sögulegu samhengi hafa lagaleg réttindi verið tryggð og hugarfarið hefur breyst. Fólk afgreiðir ekki lengur jafnréttismál með því að fussa og sveia.“ Steinunn V. Óskarsdóttir: „Árið 1995 er launamunurinn sá sami og hann var 1975". ■ Ensk þýðing á öllum íslendinga sögum og þáttum langt komin 30 erlendir fræðimenn vinna að verkinu Jóhann Sigurðsson for- leggjari hjá Leifi Eiríkssyni: Höfum fengið góð viðbrögð erlendis frá. „Þetta á sér nokkurra ára aðdrag- anda en nú hefur verið unnið að þessu af miklum krafti í tæplega þrjú ár. Erlendir sérfræðingar telja að þetta sé eitt stærsta samræmda þýðingarverkefni sem nokkm sinni hefur verið ráðist í,“ segir Jóhann Sigurðsson útgefandi í Bókaútgáf- unni Leifur Eiríksson. Nú em um 30 fræðimenn frá mörgum löndum að leggja síðustu hönd á þýðingu á öll- um Islendinga sögum og þáttum á enska tungu, og mun verkið koma út í ftmm bindum næsta vor. Þá verður gefin út úrvalsbók með völdum sög- um og einstakar sögur verða gefnar út í pappírskiljum. Ritstjóri verksins er Viðar Hreinsson mag.art en ritnefndin er skipuð dr. Kenevu Kunz þýðanda, dr. Robert Cook prófessor við Há- skóla íslands, dr. Terry Gunnell kennara við Menntaskólann í Hamrahlíð og Bemard J. Scudder aðalþýðanda forsetaembættisins. Þýðendur eru hvorki fleiri né færri en 29 talsins og skarta lang- flestir doktorstitli. Þeir em prófess- orar og háskólakennarar, yfirleitt á sviði íslenskra fræða, í Kanada, Bandaríkjunum, Englandi, Dan- mörku, Þýskalandi, Ástralíu og ís- landi. Tölvutæknin er nýtt til hins ítrasta, og hafa þýðendur samráð sín á milli á Intemetinu. Mikil áhersla er lögð á samræmingu texta, þrátt lyrir að margir komi að þýðingu sagn- anna. Jóhann segir að góðar líkur séu á því að þetta ævintýri gangi upp. Á sínum tíma var bókasöfnum í Bandaríkjunum sent bréf þarsem lýst var áformum um útgáfuna. „Við fengum góð viðbrögð frá bókasöfn- unurn og greinilegt að margir voru til í að eyða peningum í þetta - enda eru íslendinga sögurnar merkasta framlag Evrópu til heimsbókmennta miðalda," segir Jóhann. Sjá blaðsíðu 6 Rannveig Guðmundsdóttir Þóra Arnórsdóttir Leiðarinn um jafnréttismálin um Margréti um örþreytt afmælisbarn og sameiningarmálin Gunnhildur Jónatansdóttir um konur fyrr og nú

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.