Alþýðublaðið - 24.10.1995, Síða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1995, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 ó r n m á I Þorsteinn: Skilur hann ekki um hvað málin snúast? ■ Undarleg vinnubrögð Þorsteins Páls- sonar sjávarútvegsráðherra Vildi banna Smugu- veiðar og klúðraði Flæmska hattinum Þegar skoðað er hvemig Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur haldið á hafréttarmálum fyrir hönd Is- lands undanfarin ár kemur ýmislegt í ljós sem veldur undrun. Þegar litið er á málin í heild vaknar sú spurning hvort hann skilji við hvetja er að eiga og um hvað málin snúast. A sínum tíma hafði Þorsteinn Páls- son uppi áform um að banna íslensk- um útgerðarmönnum að hefja veiðar í Smugunni. Það var hins vegar komið í veg fyrir að honum tækist þau áform. Smuguveiðarnar hafa nú skilað yfir sex' milljörðum króna í þjóðarbúið. Fyrir skömmu var allt í einu skýrt frá því að fulltrúi sjávarútvegsráðu- neytisins hefði ekki haft rænu á að mótmæla skyndiákvörðun innan NAFO um að taka upp svokallaða sóknarstýringu við rækjuveiðar á Flæmska hattinum, sem er utan kan- adísku lögsögunnar. Allt það mál þyk- ir hið undarlegasta eins og fram hefur komið í fréttum. Meðal annars hafa engar rannsóknir farið fram á þessu svæði sem sýna með ótvíræðum hætti að þar sé um ofveiði að ræða. Rækju- veiðar hafa ekki verið stundaðar nema í þijú ár á Flæmska hattinum. Veiðar á togtíma eru þar þrefaldar miðað við það sem er til dæmis á Dorhnbanka þar sem stofnar eru að styrkjast. Það var skyndilega tekin sú ákvörð- un að taka upp sóknarstýringu á Flæmska hattinum, eða banndaga- kerfi, án þess að líta neitt á vélarafl eða stærð skipa ellegar veiðarfæra. Það er því samdóma álit manna að þetta sé engin fiskvemdaraðgerð held- ur sé líklegast að með þessu hafi risa- skipin fengið sérstakan forgang á þessum miðum. Enda hafi það raunar verið tilgangur þeirra sem lögðu fram tillöguna. Islendingar voru komnir með næst mestu veiðireynsluna á Flæmska hattinum, næstir á eftir Norðmönnum. Nú er þessu öllu teflt í tvísýnu, meðal annars vegna þess að sjávarútvegsráðuneytið hafði ekki sent fúlltrúa á fund vísindanefndarinnar og fulltrúinn sem sótti fund NAFO virtist ekkert vita hvað var á seyði og var óundirbúinn. Þetta eru þó ekki einu dæmin um undarleg viðbrögð sjávarútvegsráð- herra í hafréttarmálum. Menn muna eftir málinu sem upp kom þegar kan- adíski sjávarútvegsráðherra, Brian Toby hafði fyrirvaralaust gert samn- ing við Norðmenn um að fallast al- gjörlega á tilkall Norðmanna til yfir- ráða yfir Svalbarðasvæðinu og afsala Kanada öllum réttindum á því svæði í staðinn fyrir stuðning Norðmanna í deilum Kanada og ESB. Þetta þótti dæmalaus framkoma Kanadamanna í garð íslendinga. Þetta var gert án nokkurs samráðs og hafði bein áhrif á deilur Islendinga og Norðmanna út af fiskverndarsvæðinu við Svalbarða. Þetta þótti flestum vera brot á öllum venjulegum samstarfsreglum. Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráð- herra þótti þetta hins vegar hið besta mál. Þegar íslenska ríkisstjómin ákvað að mótmæla þessari framkomu To- byns og óskaði eftir því við kanadísk stjómvöld að þau staðfestu ekki þenn- an samning, þá gerðist það á lokastigi þeirra viðræðna að Kanadamenn vitn- uðu í íslenska sjávarútvegsráðneytið og sögðu að það þyrfti ekkert að taka tillit til þessara krafna íslendinga því þær væm einkamál fyrrverandi utan- ríkisráðherra! Þetta er talið nánast einsdæmi um það hvernig fagráðu- neyti heldur á íslenskum hagsmunum í stóm alþjóðlegu ágreiningsmáli. Margir telja að sjávarútvegsráðu- neytið skilji ekki sem fagráðuneyti um hvað málin snúast og hafi ekki áttað sig á að Island er ekki bara strandríki heldur hafi einnig hagsmuna að gæta að því er varðar veiðiheimildir á út- hafinu. Er þar ekki síst bent á Smugu- veiðarnar og rækjuveiðarnar á Flæmska hattinum. Ráðuneytið hefur verið þögult sem gröfin um fiskvemd- arsvæðið við Svalbarða og sjálftöku- rétt Norðmanna þar. Það hefur ekki tryggt samstöðu með Grænlendingum og komið á sameiginlegri fiskveiði- nefnd og kvótabindingu á djúpkarfa- miðunum. f samningum um Síldar- smuguna var sem sjávarútvegsráðu- neytið væri á úti á þekju við undirbún- ing málsins. Enda varð niðurstaða málsins eftir fyrstu lotu sú að íslend- ingar og Færeyingar urðu bara að þiggja það sem að þeim var rétt af hálfu Norðmanna. ■ Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins varar ster við Norðmenn og Rússa um skammtímaveiðiheimildir í Smugunni „Norðmenn re bundna útþens - á Norður-Atlantshafi og hafa verið að leggja þar undir sig milljóna fermílnasvæði - í umræðum um fyrstu skýrslu Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um utanríkismál á Alþingi síðast liðinn fimmtudag voru hafréttarmál og samn- ingar við Norðmenn og Rússa mjög á dagskrá. Jón Baldvin Hannibaísson formaður Alþýðuflokksins varaði sterk- lega við því að hrapað yrði að samning- um við Norðmenn og Rússa um skammtímaveiðiheimildir í Smugunni ef í staðinn kæmi að íslendingar féllust á kröfur Norðmanna um að afsala sér samningsbundnum réttindum, bæði samkvæmt Svalbarðasamningnum og hinum nýja alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um flökkustofna. Auk þess lýsti hann því svo, að sér virtist samn- ingamir komnir í talsvert annan farveg en þeir hefðu verið í tíð fyrri ríkisstjóm- ar. í framhaldi af þessum umræðum ræddi Alþýðublaðið við Jón Baldvin Hannibalsson um hafréttarmál og þá sérstaklega samninga við Norðmenn og Rússa. Hann var fyrst spurður hvaða skilmálar það væru sem Norðmenn hefðu sett fýrir samningum. Smugan er úthaf ,,Þau skilyrði em mörg og Norðmenn hafa ekkert legið á því í opinberri um- ræðu, meðal annars á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Fyrsta skilyrðið er að íslendingar fái veiðiheimildir á Barentshafi eingöngu í Smugunni, eða, ef þeir fengju veiðiheimildir annars staðar, þá yrðu þær skertar. Því er til að svara að Smugan er eftir sem áður úthaf og hvorki Norðmenn eða Rússar hafa neinar heimildir til að úthluta veiði- heimildum í Smugunni. Ýmsir kynnu að halda að þeir fengju þann rétt þegar alþjóðasamningur Sameinuðu þjóðanna tekur gildi, sem hann hefur ekki gert. En meira að segja það er ekki nákvæmlega rétt því þeir verða að semja við aðrar þjóðir um svæðisstjóm og það er þessi nýja svæðisstjórn sem á að úthluta veiðiheimildum. Annað skilyrði sem Norðmenn hafa hreyft varðar einmitt þetta, nefnilega að íslendingar falli frá öllum kröfum um aðild að svæðisstjóm á Barentshafi en viðurkenni þess í stað rússnesk- norsku nefndina sem svæðisstjóm yfir öllu Bar- entshafi innan ramma samnings Sam- einuðu þjóðanna," sagði Jón Baldvin. Sjálftaka Norðmanna Hvert er þitt álit á þessum skilmálum Norðmanna? „Um þetta er það að segja, að við fs- lendingar mótmæltum þvf formlega á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að til greina kæmi að norsk-rússneska nefhdin yrði viðurkennd sem svæðisstjóm innan ramma nýja samningsins. Því til viðbót- ar tókst íslendingum, þrátt fyrir harða andstöðu Norðmanna, að koma inn í samninginn svonefndu „íslenskú ákvæði." Efnislega er það á þá leið, að taka beri sérstakt tillit til strandríkja sem em með yfirgnæfandi hætti háðar nýtingu sjávarauðlinda. Með öðram orðum; ríki sem þannig háttar til um, en þau era fá fyrir utan Island, eiga í krafti þess sterk- ari stöðu til þess að vera viðurkenndir aðilar að svæðisstjóm samningsins. Ef íslendingar ætla að falla frá þessu og viðurkenna rússnesk-norsku nefndina eru þeir að söðla um frá þeirri stefnu sem áður var rekin. Þetta er reyndar stórmál vegna þess að Islendingar og Grænlendingar ættu fyrir löngu að hafa sett krók á móti bragði með því að koma á íslensk-græn- lenskri nefnd yfir hafsvæðinu utan lög- sögu þeirra á Reykjaneshrygg. Þriðja skilyrðið sem Norðmenn hafa sett er að Islendingar falli frá fyrirvörum sínum og gagnrýni á sjálftöku Norð- manna þegar þeir árið 1977 lýstu yfir 200 mílna fiskvemdarsvæði í kringum Svalbarða. Þar er komið að grandvallar- atriði og nýmælið í tíð fyrri rfldsstjómar var auðvitað sú ákvörðun að íslendingar gerðust aðilar að Svalbarðasamningn- um, þar sem þeir hafa lýst því yfir að þeir áskilji sér rétt til málshöfðunar útaf sjálftöku Norðmanna, sem við höfum lýst yfir að sé ekki í samræmi við þjóð- arrétt, ef ekki náist samningar um aðild íslands sem Svalbarðasamningsríkis að stjómun og nýtingu auðlinda á þessu svæði. Fjórða skilyrðið af hálfu Norðmanna varðar þetta sama mál, það er að segja að íslendingar falli frá yfirlýstum áformum um að skjóta þessum lagalega eða þjóðréttarlegu ágreiningsmálum til alþjóðadómstólsins í Haag ef að samn- ingaleiðinni er hafnað," sagði Jón Bald- vin. Semja verður um heildarlausn f umræðunum á Alþingi varaði Jón Baldvin sérstaklega við því að gengið yrði að þessum skilyrðum Norðmanna. Halldór Ásgrímsson svaraði því til, að þetta væra ekki viðræður við Norðmenn eina, heldur þríhliða viðræður milli ís- lendinga, Norðmanna og Rússa. Jón Baldvin sagðist þá skilja þetta svar utan- ríkisráðherra á þann veg að ekki kæmi til álita að ganga að einhveijum sérstök- um skilmálum Norðmanna í þríhliða- viðræðum þar sem fleiri kæmu að en Norðmenn, en skýrari svör fengust ekki af hálfú utanríkisráðherra. Vegna jæssa var Jón Baldvin spurður hvort samn- ingaviðræðumar væru núna í öðrum far- vegi en meðan hann gengdi embætti utanrfldsráðherra í tíð fýrri ríkisstjómar. ,J tilefni af þessu er ástæða til að rifja upp eftirfarandi: Strax í upphafi Smugu- veiða lýsti fyrrverandi ríkisstjóm því yf- ir að hún væri reiðubúin til samninga. En þeir samningar vora settir í þann far- veg að við vildum fyrst og ffemst heild- arlausn varðandi ágreiningsefni um nýt- ingu auðlinda og fiskverndarstefnu á Atlantshafssvæðinu öllu. Það ætti sem sagt að taka öll mál upp á borðið; Smuguveiðar, veiðiréttindi í Barents- hafi, síldarhafið, úthafsveiðar utan lög- sögu íslendinga og Grænlendinga fyrir utan Reykjaneshrygg, veiðar á íslensk- grænlenska rækjustofninum og meira að segja hvalveiðar. Kjarninn í þessari hugsun var sá að það dygði ekki að leysa eitt ágreiningsmál út frá skamm- tímahagsmunum en sitja uppi með önn- ur og stærri. í málflutningi um þessi at- riði rakst nú hvað á annars horn en markmiðið hlyti að vera að ná heildar- samkomulagi um að setja niður deilur og að ná lausn sem væri byggð á ein- hvers konar grundvallarreglum. Það gerist að sjálfsögðu ekki ef að Smugan ein útaf fyrir sig er tekin út úr og farið að semja um veiðiheimildir fyrir Islend- inga í Smugunni gegn því að þeir afsali sér rétti sem þeir hafa samkvæmt al- þjóðasamningum og þjóðarrétti á mörg- um öðram sviðum. Ef svona er haldið á málum er enn verið að söðla um frá því sem var yfirlýst stefna fyrri rfldsstjórnar. Þetta boðar þá stefnubreytingu sem ekki hefur verið sýnt fram á að sé Islandi í hag,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Vanræksla sjávarútvegsráðu- neytis Næst barst talið að þeim þætti þessa máls, sem er enn brýnni í framhaldi af samningi Sameinuðu þjóðanna um deili- og flökkustofna, en það er spum- ingin um samstarf íslendinga og Græn- lendinga varðandi kvótabindingu og vemdun djúpkarfastofnanna. „Norðmenn hafa að undanfömu haft uppi þau orð að íslendingar væra fiski- þjófar vegna þess að þeir væra að veiða, þótt á opnu úthafi væri, þorsk sem gengi inn og út úr þeirra lögsögu og þeir hefðu byggt upp á undanförnum áram. Sam- anburðurinn við úthafskarfaveiðamar fyrir utan Reykjaneshrygg er sá að hér er um að ræða stofna sem að hluta til ganga inn og út úr grænlenskri og ís- lenskri lögsögu. Að undanfömu hafa vísindamenn tali að þama væri um of- veiði að ræða og stórkostleg hætta á vaxandi ofveiði. Samanburðinum slepp- ir hins vegar við það að íslendmgar og Grænlendingar hafa ekki komið upp sameiginlegri fiskveiðinefnd og þeir hafa ekki kvótabundið þessa stofna. Þetta er gríðarleg veila í samningsstöðu íslands. Sannleikurinn er sá að fyrir löngu hefði sjávarútvegsráðuneytið átt að ein- beita sér að því að ná slfloi samkomu- lagi við Grænlendinga og við í fram- haldi af því að setja upp slíka nefnd. Það hefði líka styrkt stöðu okkar stórlega gagnvart Rússum og Norðmönnum í Barentshafi. Þegar við gerum, sam- kvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna, kröfu til aðildar að svæðisstjóminni á Barentshafi en Norðmenn segja nei, þá hefði á móti komið að við hefðum verið með svæðisstjómina yfir Reykjanes- hrygg sem varðar hagsmuni bæði Rússa og Norðmanna. Þama hefði átt að reyna að ná samn- ingum um gagnkvæma aðild og út- færslu á fiskvemdarsteftiu. Þetta er ekki hægt meðan engin nefnd er fyrir hendi og stofhamir era ekki kvótabundnir. Það verður að flokkast undir vanrækslu af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins að hafa ekki náð slíkum samningum fyrir lcngu. Viðbárumar hafa áram saman alltaf ver- ið hinar sömu; að það sé verið að leita eftir samningum, en sannleikurinn er sá að það hefur verið gert með hangandi hendi og án þess að því hafi verið fylgt eftir af mynduglcik," sagði Jón Baldvin. Norsk útþenslustefna í umræðunum á Alþingi kom það skýrt fram hjá Jóni Baldvini að hann væri ekki að gagnrýna íslensk stjóm- völd fyrir að leita eftir samningum og ekki heldur fyrir að birta ekki upplýs- ingar um einstök samningsatriði eins og til dæmis hvað væri verið að togast á um í tonnum veiðiheimilda. En Jón Baldvin segir að því fari fjarri að það sé bara verið að semja við Rússa og Norð- menn um Smuguna. Málið sé miklu stærra en það. „Ef menn líta á kort af hinu víðáttu- mikla Norður-Atlantshafi sjá menn fljótlega, að á undanförnum áratugum hafa Norðmenn kerfisbundið verið að reka og fylgja fram norskri útþenslu- stefnu. Þeir hafa verið að leggja undir sig milljóna fermflnasvæði á Norður- Atlantshafinu hægt og rólega sam- kvæmt fyrirframgerðri áætlun,“ sagði Jón Baldvin. „Sem dæmi má nefna að um 1930 gerðu þeir kröfu til yfirráða yfir austur- strönd Grænlands. Ekki vegna þess að það eitt væri fnarkmiðið og er þó talið að þar sé eftir miklum náttúraauðlindum að slægjast, góðmálmum og jarðefnum, heldur voru þeir þar með að leggja drög að tilkalli yfir hafsvæðunum. Þeir fylgdu þessu svo hart eftir gagnvart Dönum að þeir fóra með málið fyrir al- þjóðadómstólinn í Haag og töpuðu því. Næsta mál af hálfu Norðmanna var að kasta eign sinni á Jan Mayen, sem þeim tókst. En sögulega séð og samkvæmt grandvallarreglum um búsetu og nytjar þá er tilkall þeirra til yfirráða á Jan May- en ekki neitt og sögulega séð sennilega minna en íslendinga. Það verður hins vegar að segjast eins og er að íslenskir stjómmálamenn hafa reynst svo nærsýnir á íslenska hags- muni, að þeir hafa ekki gáð að sér. Sjón- deildarhringurinn hefur verið of þröng- ur, skammtímahugsunin of rfkjandi, þannig að þeir töpuðu einfaldlega því máli, þrátt íyrir dæmi sem oft er vitnað

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.