Alþýðublaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.10.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTOBER 1995 a r f u r i n n Deiliskipulag aogb hluta Borgahverfis Skipulag og skilmálar fyrir íbúðabyggð a og b hluta Borgarhverfis í Grafarvogi, verða til kynningar á Borgar- skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 1. hæð, frá kl. 8.30 til 16.15, alla virka daga frá 23. október til 20. nóvember 1995. Útboð F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í 1. áfanga á endurbótum og breytingum á leikskólanum Ásborg. Verkið felst í breytingum og end- urbótum á 372 m2 húsnæði. Útboðsgögn eru afhent á skrfistofu vorri, að Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 2. nóv- ember 1995, kl. 15.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Útboð F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboð- um í gangstéttarhellur. Verkið nefnist: Gangstéttarhellur 1995 Helstu magntölur eru: 40x40x5 sm u.þ.b. 3.000 stk. 40x40x6 sm u.þ.b. 28.000 stk. Síðasti skiladagur er 1. júlí 1996. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 2. nóvbember 1995, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 |j| Utboð F.h. byggingadeildar borgarverkfræðing er óskað eftir tilboðum í 1. áfanga á frágangi utanhúss við Keilusalinn í Öskjuhlíð. Verkið felst í að steypa stoðveggi, lagningu drenlagna og jarðvinnu. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 2. nóv- ember 1995, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Alþýðublaðið -þótt þú þurfir að stela því Vinningstölur laugardaginn: 21. okt. 1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 5af5 0 4.203.353 PH +4af5 1 731.010 4af 5 94 7.690 EJ 3af 5 2.686 620 Aöaltölur: T)fl0 16 22 37 BÓNUSTALA: Heildarupphæft þessa viku: kr. 7.322.543 uPPLYsrNGAFCSfWSVART568T5'TrFDA"GRÆNT jNR 800 6511 TEXTAVARP 453 BIRT MEO FYRIR- VARA UM PRENTVILLUR Landvinningar Jóhann Sigurðsson og Friðþjófur Eyjólfsson fara yfir enskar þýðingar sem nú berast frá erlendum fræðimönnum. ■ Bókaútgáfan Leifur Eiríksson gefur út allar Islendinga sögurnar á ensku ,í samræmdri þýðingu 30 fræðimanna „Though I treated him worst I loved him best" Hrafn Jökulsson ræðir við Jóhann Sigurðsson útgefanda um mikið og metnaðarfullt verk sem nú er langt komið. „Þetta á sér nokkurra ára aðdrag- anda en nú hefur verið unnið að þessu af miklum krafti í tæplega þtjú ár. Er- lendir sérfræðingar telja að þetta sé eitt stærsta samræmda þýðingarverk- efni sem nokkru sinni hefur verið ráð- ist í,“ segir Jóhann Sigurðsson útgef- andi í Bókaútgáfunni Leifur Eiríksson. Auk Jóhanns standa að útgáfunni þeir Friðþjófur Eyjólfsson og Sigurður Viðar Sigmundsson. Þeir fengu til liðs við sig mikið einvalalið fræði- manna í mörgum löndum og réðust í verkefni sem er f meira lagi metnaðar- fullt: ensk þýðing og útgáfa á öllum Islendinga sögum og þáttum. Verkið er nú vel á veg komið og útlit íýrir að það komi út í fimm bindum næsta vor. Þá verður ennfremur gefm út bók með úrvalssögum og einstakar sögur gefn- ar út í pappírskiljum. Þýðingarstörf á Interneti Ritstjóri þessa mikla verks er Viðar Hreinsson mag.art en ritnefndin er skipuð dr. Kenevu Kunz þýðanda, dr. Robert Cook prófessor við Háskóla Islands, dr. Terry Gunnell kennara við Menntaskólann í Hamrahlíð og Bernard J._ Scudder aðalþýðanda forsetaembættisins. Þýðendur eru hvorki fleiri né færri en 29 talsins og skarta langflestir doktorstitli. Þeir eru prófessorar og háskólakennarar, yfirleitt á sviði ís- lenskra fræða, í Kanada, Bandaríkjun- um, Englandi, Danmörku, Þýskalandi, Ástrah'u og íslandi. Jóhann Sigurðsson segir að mikil áhersla sé lögð á samræmingu þýð- Utboð inga og í því skyni er nútíma tölvu- tækni nýtt til hins ítrasta: „Gagna- gmnnur var settur upp á Intemetinu og á honum em listar með orðum sem þýðing er samræmd á, til dæmis varð- andi nöfn, ömefni og viðumefni auk sértæks orðaforða um skip, húsaskip- an, tíma, stjórnskipan, lagamál og þessháttar. Með tölvutengslum er þannig hægt að koma boðum til þýð- enda og þeir geta líka lagt sitt til mál- anna.“ Jóhann segir enga hættu á því að heildaryfirbragð verksins gjaldi þess hve margir þýðendur komi að verkinu. Þýðingamar em settar í tvöfaldan yfir- lestur og munu um 15 fræðimenn lesa þær yfir. Fyrst lesa íslenskir fræði- menn þýðingamar og bera þær saman við frumtextann til að tryggja ná- kvæmni og samræmi og síðan munu enskumælandi menn tryggja að text- inn skili sér á Ijósu og læsilegu máli. Að sögn Jóhanns er mikil áhersla lögð á að endanlegur texti verði aðgengi- legur fyrir venjulega erlenda lesendur, þótt í engu sé slakað á kröfum um fræðimennsku og vandvirkni. Dr. Robert Kellogg, víðkunnur bandarískur bókmenntafræðingur, rit- ar ítarlegan inngang að útgáfunni. Mikið af ítarefni fylgir til þess að skýra nánar þann menningarheim sem sögumar em sprottnar úr, kort myndir, töflur og útskýringar. Góð viðbrögð eriendra bókasafna „Einhverjir hafa spurt hvað við værurn eiginlega að grauta í sjálfum menningararfmum," segir Jóhann og lætur að því liggja að sumir telji að aðeins útvaldir megi fást við þjóðar- gersemamar. „Við höfum frá upphaft unnið þetta verk í mjög nánu samstarfi við Stofnun Sigurðar Nordals og sér- fræðinga hjá Árnastofnun.“ Þá má geta þess að útgáfan hefur hlotið styrki frá Alþingi, forsetaembættinu, Norræna menningarsjóðnum, Vísinda- sjóði, Flugleiðum og Búnaðarbankan- um. Ekki veitir af. Eitthvað hlýtur það að kosta að hafa 30 sérfræðinga í vinnu og gefa síðan út fimm binda verk sem þarf að markaðssetja í út- löndum. „Jú, auðvitað er þetta nijög dýrt,“ segir Jóhann en vill ekki nefna neinar tölur. Ljóst er þó, að tilkostnað- ur nemur einhverjum tugum milljóna. Jóhann og félagar hans em þó sam- mála um að góðar líkur séu á því að þetta ævintýri gangi upp. Á sínum tíma sendu þeir bókasöfnum í Banda- ríkjunum bréf þarsem lýst var áform- um um útgáfuna, og hlutu mjög já- kvæðar undirtektir. „Við fengum góð viðbrögð frá bókasöfnunum og greinilegt að margir vom til í að eyða peningum í þetta - enda em Islendinga sögumar merkasta framlag Evrópu til heimsbókmennta núðalda," segir Jóhann. Síbúin frægð Gunnars og félaga Jóhann og félagar hans ætla að gera hetjur Islendinga sagna frægar í út- löndum. Miðað við þann kraft og út- sjónarsemi sem að baki útgáfunni býr er ekki ósennilegt að garpar og kven- hetjur Islendinga sagna eigi mikla landvinninga í vændum. Fyrirlestra- og kynningarherferð í bandarískum háskólum er á döfinni, og ekki að vita nema Gunnar á Hlíðarenda, Grettir, Egill, Hallgerður og félagar öðlist síð- búna frægð. Og það verður nógu fróð- legt að sjá þjóðarauð íslendinga í nýj- um, enskum búningi. Fyrirsögn þess- arar greinar er þýðing á fleygum orð- unt Guðrúnar Osvífursdóttur: Þeim var ég verst er ég unni mest. En hver skyldi vera eftirlætissaga Jóhanns? „Grettis saga. Þar sá ég fýrir mér hetjuímynd sem ég hreifst af, þótt ég væri aldrei sáttur við það hvemig fór. En ég las Grettis sögu oftast og hugsaði mest um hana.“ Efalaust mun hinn ódæli Grettir Ás- mundarson eignast marga nýja aðdá- endur á næstunni. Þökk sé Leifi Ei- ríkssyni. F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í lóðaframkvæmdir vegna sameiningar lóða leikskólanna Rofaborgar og Selásborgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudaginn 27. októ- ber 1995, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.