Alþýðublaðið - 24.10.1995, Side 7

Alþýðublaðið - 24.10.1995, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 ALÞÝÐUBLADIÐ 7 ■ 20 ár frá Kvennafrídegi Hvað segja konur um árangurinn og framtíðina? í dag 24 októberfagna íslenskar konurtuttugu ára afmæli Kvennafrídagsins. Af því tilefni hafði Alþýðublaðið samband við fimm konur og lagði fyrir þær spurningarnar: „Hvar hefur náðst árangur frá Kvennafrídegi, hvar þarf að ná árangri og hversu langt á jafnrétti í land? Salome Þorkelsdóttir 68 ára Vantar hugar- farsbreytingu ráðamanna Það er ljóst að margt hefur breyst í jafnréttismálum á þessum 20 árum. Þó að þróunin hafi verið hægfara miðar í rétta átt. Viðhorfin til þess að konur hafi sama rétt og karlar til að njóta hæfi- leika sinna og áhuga til menntunar hafa breyst. Jafnrétti er meira nú en áður var á milli karla og kvenna (feðra og mæðra) inni á heimilinu. Foreldrar hjálpast að við uppeldi og heimilis- störf þegar áhugi beggja lýtur að störf- um utan heimiiis, og eru bæði fyrir- vinnur heimilisins. Metnaður kvenna til að láta að sér kveða í ábyrgðarstöðum eða á vett- vangi þjóðmálanna hefur breyst. Kon- um hefur fjölgað umtalsvert bæði á Alþingi og í sveitarstjómum á þessum 20 árum. Þær sækja nú fram og vilja vera metnar á jafnræðisgrundvelli. Enn skortir þó mikið á að svo sé. Það vantar almenna hugarfarsbreytingu ráðamanna, sérstaklega karla, sem enn - meðvitað eða ómeðvitað - líta svo á að heimilisstörf og bamauppeldi séu fyrst og fremst aðalstarf konunnar á heimilinu, þær séu ekki fyrirvinnur. Launamisrétti í reynd er enn við lýði, þrátt fyrir að lögin segi annað. Á meðan ráðamenn líta ekki á konur sem fyrirvinnur heimilanna til jafns við karla verður það ekki upprætt. Það er veigamesta verkefnið að leysa. Það hefur verið sagt að viðhorfm til hinna ýmsu þátta í þjóðfélaginu komi inn í þjóðarvitundina með móður- mjólkinni. Sé það rétt getum við átt von á því að böm sem hafa alist upp við jafnrétti milli foreldra, jafnt við störf og uppeldi á heimilinu og utan heimilis, ha’fi breytt viðhorf frá því sem var fyrir 20 ámm. Það taki því að minnsta kosti eitt kynslóðabil að breyta viðhorfum þjóðarvitundarinnar. Hildur Kjartansdóttir 59 ára Þarfað ná til annarra kvenna en mennta- kvenna Mér finnst árangur hafa náðst í ein- hveijum mæli vegna þess að á þessum ámm sem liðin em frá kvennafrídegi hefur orðið mikil umræða um jafhrétt- ismál og kvennabaráttu, sem var ekki áður. Rauðsokkurnar höfðu reyndar látið til sín taka en náðu ekki nema til þröngs hóps kvenna og á vissan hátt fóm þær yfir mörkin. Árangur hefur helst náðst hjá konum sem hafa tölu- verða menntun. Þær hafa lfka verið mjög meðvitaðar um þessi mál og fylgt þeim eftir með ráðstefnum og umræðum. Aðrar konur, sem hafa ekki sérmenntun, hafa ekki skipst sér nægilega af kvennabaráttunni, og það er stundum eins og þeim finnist að hún komi sér ekki við. Það er kannski djarft að halda þessu fram en ég hef stundum heyrt þetta. Það þarf að ná til þeirra kvenna sem hafa litla eða enga sérmenntun, en vinna þau nauðsynlegu störf í þjóðfé- laginu sem því miður em minnst met- in. Þessar konur hafa orðið útundan í umræðunni. Þó að kynin eigi að nafninu til að hafa sömu laun fyrir sömu vinnu þá vitum við að svo er ekki í reynd. Því þarf að breyta. Jafnrétti á langt í land. Það er kannski ekki eðlilegt hvað við höfum náð litlu á þessum ámm. En ég held sámt að okkur miði áfram að hægt og bítandi. Það þarf auðvitað að breyta hugarfari, bæði kvenna og karla. Ekki bara karla. En það þarf vitanlega að virkja karlmennina í þessari umræðu. Og yngri konur finnst mér ekki vera nógu meðvitaðar og það er mjög slæmt. Birna Þórðardóttir 46 ára Sitjum enn í supu sektar- kenndar Jafnréttisbaráttan færði einstaka konum, frelsisþrá og lét eftir sig vitn- eskjuna um frelsið. I orði ríkir launajafnrétti, á borði eykst launamunur karla og kvenna. í orði ríkir jafnrétti til náms, á borði fækkar konum í framhaldsnámi. I orði skal ábyrgð deilt, á borði sitj- um við enn í súpu sektarkenndar. Frelsi kvenna er mælikvarði á frelsi almennt í þjóðfélaginu. Síðustu árin hefur launabilið milli karla og kvenna aukist og helst í hendur við aukinn mun á milli ríkra og fátækra. Þegar kreppir að efnahagslega sést best hve sorglega lítið hefur miðað félagslega og pólitískt. I atvinnuleysi fjúka kon- umar fyrstar. Aukið atvinnuleysi helst í hendur við upphafna fjögurra veggja heimilisdýrkun. Aukinn launamunur helst í hendur við endurholdgun hinn- ar stöðluðu kvenímyndar. Aukið mis- rétti helst í hendur við sjálfhverfa na- flaskoðun. Þú ert í lagi á vinnumark- aðnum hæfilega ung, hæfilega falleg, hæfilega ófötluð, þar með talið hæfi- lega bamlaus. Það vantar róttæka kvennahreyf- ingu sem neitar stöðnuðu ástandi, sem neitar skömmtuðum molum. Misréttið minnkar ekki við það að ein og ein kona komist í valdastól, stóllinn breyt- ist ekki við það. Mergurinn málsins er sá að þjóðfélagsramminn sjálfur er óréttlátur - það er bæði vitlaust stokk- að og gefið þegar stærstur hluti stokksins er ffátekinn fyrir útvalda og kemur aldrei til skiptanna. Kvennabaráttan, eins og önnur frelsisbarátta er endalaus, að því leyt- inu að réttindin em aldrei tryggð að ei- lífu. Gunnhildur Jónatansdóttir 9 ára Ekki komið fullt réttlæti Mér finnst ástandið ekki vera rétt- látt. Fyrir mörgum öldum vom menn líka að kúga konur til dæmis í Babyl- on, þá máttu þær ekki eiga eignir. Svo hafa konur alltaf fengið minni laun en karlar fyrir sömu vinnu. Þetta er miklu skárra núna, en það er samt ekki komið fullt réttlæti. Það er ekki sanngjamt að það séu m'u karl- ar og ein kona í ríkisstjóm. Það ættu að vera firnm karlar og fimm konur. Þó að kona sé forseti Islands þá ræður forsætisráðherrann. Hann er eiginlega valdamestur á fslandi. Það em fleiri karlar en konur í flestum störfum þar sem á að stjórna. Þess vegna finnst körlum að þeir ráði yfir konum og þess vegna fá konur miklu lægri laun. Það væri hægt að breyta þessu ef karl- arnir myndu samþykkja að konur mættu líka ráða. Ég er engin spákerling og veit ekki hvemig ástandið verður í framtíðinni. Það gæti breyst en ég er samt ekki viss. Hólmfríður Sveinsdóttir 28 ára Þarfað eyða launamis- muninum Það hefur margt breyst til hins betra í jafnréttismálum á síðustu tveimur áratugum. f dag er jafn algengt að konur gangi menntaveginn og karlar. Konum hefur fjölgað í áhrifastöðum á vinnumarkaðinum, þær em sýnilegri og láta meira til sín taka á allflestum sviðum samfélagsins. Hvað stjómmál- in varðar hefur konum íjölgað í sveit- arstjórnum og vissulega hefur þeim fjölgað á Alþingi þó að enn sé þar langt í land. Þótt ýmislegt hafi áunnist í jafnrétt- ismálum er enn langt í land. Því má heldur ekki gleyma að sá árangur sem þegar hefur náðst er að miklu leyti því að þakka að konur hafa aflað sér sömu menntunar og karlar og því er ekki eins auðvelt að ganga ffam hjá þeim í dag og áður var. Til þess að jafnrétti milli kynjanna geti orðið sem mest þarf að eyða launamismuninum. Verkalýðshreyfingin þarf að taka kröftuglega á því að jafna laun kynj- anna og ríkisvaldið á að sýna fordæmi hvað það varðar. Við megum heldur ekki gleyma að það er ýmislegt sem karlar fara á mis við kynferðis síns vegna og ber þar hæst að þeir eiga ekki þann sjálfsagða rét sem fæðingar- orlofið er. Það er því brýnt að jafna rétt foreldra til fæðingarorlofs. Auk þess sem það gefur feðrum kost á að vera meira með börnum sínum þá mun það einnig auka möguleika kvenna á vinnumarkaði. Við Islendingar búum við góð jafh- réttislög en það er ekki nóg þvf það þarf að framfylgja þessum ágætu lög- um og þar höfum við ekki staðið okk- ur nógu vel. Til þess að jafnrétti geti orðið sem mest þarf að koma til hug- arfarsbreying hjá þjóðinni. Hún verður þó ekki til úr engu heldur þarf að inn- ræta hana í þjóðfélagið og þar eiga stjómvöld að koma til. Það er stað- reynd að konur sækjast ekki eins eftir því að komast í áhrifastöður og karlar. Það að tala um x marga karla á móti x mörgum konum í hinum og þessum stöðum segir því ekki alla söguna. Það verður alltaf ákveðinn hópur kvenna sem vill vinna innan veggja heimilis- ins. Það er gott og vel, en það þarf að viðurkenna þá vinnu til jafns á við aðra vinnu. Einnig þarf að búa svo um hnútana að þær konur sem hafa metn- að á almenna vinnumarkaðinum, stjómmnálum eða hvar sem er hafi þar sömu möguleika og karlar. Jafnrétti em mannréttindi - ekki forréttindi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.