Alþýðublaðið - 27.10.1995, Side 3
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐK)
3
s k o ð a n i r
Dæmisaga úr SaltaraQum f
Cfim/liim r' n (>♦ nA V T l—r' OTI minot llrw r' r» m i rr\mi n A raunn oA 1 ri»- rr r\ r' r\»-
„Stundum er sagt að SIF hafi misst
einokunaraðstöðu sína en ég vil held-
ur orða það svo að SÍF hafi losnað við
einkaleyfið. Það er engu fyrirtæki
hollt að hafa einokunaraðstöðu og SIF
starfar nú á miklu heilbrigðari og eðli-
legri grunni en áður.“
Hvur er sá sem talar af þvílíku
æðruleysi um að hafa misst einokun-
ina sína? Sá heitir Gunnar Öm Krist-
jánsson og er framkvæmdastjóri al-
menningshlutafélagsins SIF h.f. Og
hann lætur þessi karlmannlegu orð
falla í viðtali við „Saltarann" sem er
fréttablað Sölusambands íslenskra
fiskframleiðenda hf.
Háborðið
Jón
wk * *- 't S Baldvin
& Hannibalsson
WiL skrifar
Öðmvísi mér áður brá, hugsaði ég
með mér, þegar ég las þessi vísdóms-
orð í Saltaranum. Eða eru menn nú
Iöngu búnir að gleyma neyðarópinu,
sem barst með skerandi hátíðni Dag-
bjarts stjómarformanns, í hvert sinn
sem gamla einokunarfélagið SÍF kom
saman á umliðnum ámm? Þar var að-
eins eitt mál á dagskrá: Að vara við
skelfilegum afleiðingum þess, að
einkaleyft SÍF til útflutnings á saltfiski
yrði afnumið.
Og það vom ekki spömð stóm orð-
in. Afnám þessa göfuga einokunarfé-
lags þýddi að saltfiskframleiðendur
myndu keppast við að undirbjóða hver
annan til þess að koma afurðúm sínum
á markað. Verð til framleiðenda
myndi hríðfalla. Saltfiskífamleiðendur
um land allt myndu fara á hausinn.
Fjöldaatvinnuleysi væri fyrirsjáanlegt
í sjávarplássunum. Norðmenn myndu
hlaupa í skarðið og leggja undir sig
saltfiskmarkaði íslendinga.
Yfirlýsingar Jóns Baldvins um að
hann stefndi að afnámi einokunar í
þessari grein lýstu því þjóðhættulegu
hugarfari sem jaðraði við landráð.
Þegar allt annað þraut var vitnað í
sjálfan Ólaf Thors, guðföður Sjálf-
stæðisflokksins. Honum vom eignuð
ummæli á þá leið, að samkeppni væri
að vísu góð í innflutningi, af því að
hún væri góð fyrir neytendur - en þar
af leiði að hún væri fráleit fyrir fram-
leiðendur og útflytjendur, sem þá yrðu
að sætta sig við markaðsverð. Ég hef
að vísu aldrei séð það svart á hvítu að
Ólafur hafi sett fram þessa kenningu.
En hún var eignuð honum engu að
síður af áhangendum hans, sem lýstu
honum sem fyrirmynd þjóðhollra
stjómvitringa.
Reynslunni ríkari
Undirritaður verður að vísu að játa
að neyðaróp Dagbjarts stjórnarfor-
manns og hið tvöfalda siðferði Magn-
úsar Gunnarssonar, þáverandi fram-
kvæmdastjóra SÍF, hrein ekki mikið á
mig. Ég hélt mínu striki. Einokunin
var hins vegar svo gamalgróin að hún
var fyrir löngu orðin að trúarbrögðum
forystumanna í greininni og reyndar
víðar í atvinnulífi Islendinga. Þess
vegna var farið varlega af stað. Öðm
hvoru voru veittar undanþágur frá
einokunni til þess að bjarga fyrirtækj-
um, sem vom að reyna að bjarga sér
frá hmni. Einstaklingum sem sýndu
öll merki þess að þeir kynnu að sjá
fótum sínum forráð var veitt leyfi í til-
raunaskyni til að sýna hvers þeir væm
megnugir. Loks var einokunin afnum-
in að því er varðaði Ameríkumarkaði,
bæði í Bandaríkjunum og Mið- og
Suður-Ameríku. Síðan var tilkynnt
með góðum fyrirvara að einokunin
yrði að lokum afnumin með öllu.
Framleiðendum mátti ljóst vera að
þeir yrðu að nota tímann eins vel og
þeir gætu til að laga sig að breyttum
aðstæðum, - það er nútímalegum við-
skiptaháttum.
Og nú em menn reynslunni ríkari.
Hvort reyndust þeir nú sannspárri, þeir
sem máluðu skrattann á vegginn og
fullyrtu að greinin legðist af um leið
og einokunin? Eða hinir, sem sögðu
að kostir samkeppninnar myndu sann-
ast í þessari útflutningsgrein eins og
öðmm og það væri því ekkert að óttast
- nema óttann við breytingamar?
Við skulum láta framkvæmdastjóra
almenningshlutafélagsins SÍF hf.
svara þessum spumingum. Hann segir
að SÍF sé nú almenningshlutafélag
með um 700 hluthafa. Hluthafarnir
ætlast til þess að íyrirtækið skili þeim
arði. Hlutabréf Í SIF em til sölu á opn-
um markaði. SIF hefur skilað góðri
ávöxtun á eigið fé þrátt fyrir þær
miklu breytingar sem fyrirtækið hefur
gengið í gegnum. Gengi bréfanna hef-
ur hækkað frá janúar 1994 úr 0,6 í
1,85.
„SÍF er nú rekið eftir lögmálum
markaðarins. Við emm í fullri sam-
keppni við aðra útflytjendur um þær
vörur, sem framleiðendur hafa að
bjóða, og við þuríúm að standa okkur
í þeirri samkeppni. Framtíð okkar
byggist á því að framleiðendur finni
hvöt hjá sér að skipta við okkur.
Framleiðendur velja nú þann útflytj-
anda sem veitir besta þjónustu og skil-
ar bestri afkomu. Þetta val er gagn-
kvæmt. SÍF getur ef því er að skipta
hafnað því að taka framleiðanda í við-
skipti.“
Framkvæmdastjórinn segist vera
mjög sáttur við markaðshlutdeild SÍF í
saltfiskútflutningi frá Islandi. Hlutur
SÍF hefur farið vaxandi í samkeppn-
inni og hefur nú um 60% markaðs-
hlutdeild. Reyndar er SÍF enn í dag
stærsta fyrirtæki í heimsverslun með
saltfisk og tengdar afurðir. Söluskrif-
stofur og dótturfyrirtæki í markaðs-
löndunum hafa skilað SIF mikilli
þekkingu á mörkuðum og gert félag-
inu kleift að koma fljótt og vel til móts
við þarfir viðskiptavina.
EES malar gull
Vegna minnkandi fiskafla í kjölfar
kvótaskerðingar hefur SIF lagt aukna
áherslu á kaup á saltfiski frá öðrum
löndum. SIF hefur stofnað dótturfyrir-
tæki í Noregi í því skyni. Niðurstaðan
er sú að þrátt fyrir að magnið í útflutn-
ingnum hefur minnkað hefur afkoman
batnað. Það er vegna þess, segir fram-
kvæmdastjórinn, að við hugsum nú
meira um framlegð og gæði heldur en
magn.
Hann hefði einnig mátt láta þess
getið að með EES-samningnum náðist
loksins niðurfelling á tollum á Evr-
ópumörkuðum sem gerbreytti við-
skiptakjörum greinarinnar. Hitt er rétt
sem framkvæmdastjórinn segir að það
þurfti að breyta hugsunarhættinum
innan fyrirtækisins. „Það gilda ekki
„Öðruvísi mér áður brá, hugsaði ég með mér,
þegar ég las þessi vísdómsorð í Saltaranum.
Eða eru menn nú löngu búnir að gleyma neyð-
arópinu, sem barst með skerandi hátíðni Dag-
bjarts stjórnarformanns, í hvert sinn sem
gamla einokunarfélagið SÍF kom saman á
umliðnum árum? Þar var aðeins eitt mál á
dagskrá: Að vara við skelfilegum afleiðingum
þess, að einkaleyfi SÍF til útflutnings á
saltfiski yrði afnumið."
sömu starfsaðferðir í fyrirtæki sem
hefur einkaleyfi og í fyrirtæki sem
starfar í harðri samkeppni. Við höfum
breytt áherslum í sölustarfinu og
leggjum nú allt kapp á að skila sem
mestri framlegð en ekki að selja sem
flest tonn. Til þess að standast sam-
keppni þurfum við að draga úr kostn-
aði. Okkur tókst að lækka kostnaðinn
um 18% milli áranna 1993 og 1994“.
Framkvæmdastjórinn segir að ís-
lendingar hafi verið langt á eftir öðr-
um þjóðum í að tryggja stöðu sína á
erlendum mörkuðum. Hann rekur
mörg dæmi um jákvæða reynslu af
rekstri dótturfyrirtækja SIF erlendis,
sérstaklega Nord Morue í Frakklandi.
Það veltir nú um 3,5 milljörðum króna
en kostaði á sínum trma fjárfestingu
upp á um 200 milljónir króna.
Með því að eiga sjálfir í fyrirtækj-
um til úrvinnslu og sölu á heildsölu-
eða smásölumörkuðum erum við að
eignast hlutdeild í starfsemi þar sem
arðsemin er mest. Þessi hagnaður,
segir framkvæmdastjórinn, skilar sér
heim og er skattlagður hér á landi - en
ekki í Frakklandi. Við flytjum virðis-
aukann heim og hann skilar sér í ís-
lenskt atvinnuh'f.
Ekkert lært
Þessi dæmisaga um afnám einokun-
ar og ágæti samkeppni - líka í útflutn-
ingi - ætti að vera okkur öllum lær-
dómsrík. Alþýðuflokkurinn er sá
stjómmálaflokkur á íslandi sem ein-
arðlegast hefur barist gegn ríkisforsjá
og einokun á undanförnum árurn.
Opnun íslensks þjóðfélags eftir stríð
má rekja til þeirra hugmynda sem
Gylfi Þ. Gíslason, íyrrverandi formað-
ur flokksins, beitti sér fyrir að að
hrinda í framkvæmd í upphafi Við-
reisnar, í samstarfi við ýmsa góða
menn. Frumkvæðið að því kom til
dæmis ekki frá forystu Sjálfstæðis-
flokksins.
Síðastliðin átta ár hefur Alþýðu-
flokkurinn kerfisbundið beitt sér fyrir
róttækum breytingum á íslensku þjóð-
félagi í átt frá einokun og fákeppni,
ríkisforsjá og skömmtunarkerfi.
Stærsta dæmið um þetta er EES-
samningurinn sem beintengdi íslenskt
atvinnulíf við innri markað Evrópu og
innleiddi sömu samkeppnisreglur hér
heima og þar gilda. Það er vafalaust
stærsta breyting sem orðið hefur á ís-
lensku efnahagslífi á seinustu áratug-
um. Nú er sýnt að andstæðingar þess-
ara breytinga munu aldrei ná því að
færa klukkuna til baka. í framhaldi af
EES-samningnum beitti Alþýðuflokk-
urinn sér fyrir nýrri samkeppnislög-
gjöf.
Alþýðuflokkurinn beitti sér einnig
íyrir nýrri löggjöf um fjánnagnsmark-
aðinn utan bankakerfisins sem hefur
leitt af sér stóraukna samkeppni á fjár-
magnsmarkaði. Alþýðuflokkurinn
beitti sér fyrir nýrri löggjöf um frelsi
fjármagnsflutninga milli landa. Þar
með er stigið stórt skref til að afnema
einokun og fákeppni á heimamarkaði
og beita samkeppni til að ná niður
vöxtum og fjármagnskostnaði hér á
landi. Framsóknarmenn hafa nú það
hlutverk að framfylgja þessari stefnu
okkar jafnaðarmanna.
Eitt seinasta vígi gamla einokunar-
kerfisins á íslandi er landbúnaðarkerf-
ið. Núverandi ríkisstjóm hefur slegið
skjaldborg um það. Framkvæmdin á
GATT samningnum og hinn nýi bú-
vörusamningur sýna það í verki.
Það er útrúlegt en satt, en forystu-
menn tveggja stærstu stjórnmála-
flokka þjóðarinnar, Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokksins, hafa enn, undir
lok 20. aldarimiar, enn ekkert lært af
dæmisögunni um afnám einokunar á
lífsins saltfiski.
Höfundur er formaöur Alþýðuflokksins -
Jafnaðarmannaflokks íslands og fyrrver-
andi utanríkisráðherra
f i m m
förnum vegi
Hefur þú lesið eitthvað eftir Halldór Laxness?
Karl Davíðsson nemi: Nei,
ekki neitt.
Haraldur G. Asmundsson
nemi: Jú, eitthvað en man
ekki hvað bókin heitir.
Úlfar Gunnarsson nemi: Halla Sif Guðlaugsdóttir Sveinborg Gunnarsdóttir
Nei, ég á það eftir. nemi: Já, ég hef gluggað í fs- nemi: Nei, en það er í bígerð.
landsklukkuna.
JÓN ÓSKAR
v i t i m e n n
Cr
Það er botnlaus niðurlæging fyrir
Rússland að forseti landsins skuli
vera róni, sem veltist blindfullur
um heiminn, útblásinn og þrútinn
af langvinnum ólifnaði.
Jónas Kristjánsson í leiðara DV.
Þetta er makalaus þjóð sem hefur
veri ófrísk eftir Dani öldum saman
án þess að fæða neitt af eigin
rammleik. Eiginmaðurinn kom
með nýtt molakaffi, var henni sam-
mála, lagði orð í belg og sagði:
Þjóðin fékk iéttasótt smástund
meðan Kaninn var hérna
Guðbergur Bergsson í DV.
Það var ekki stafkrókur um það í
mínum ráðningarsamningum að ég
afsalaði mér málfrelsi. Og mig
varðar ekkert um það hvað öðmm
finnst um mínar skoðanir.
Sverrir Hermannsson bankastjóri
í Helgarpóstinum.
Þannig verður því ekki haldið fram
um smásögur Súsönnu Svavars-
dóttur að þær stefni að endi sínum
- heldur stefna þær ófeimnar í
þessi þrjú göt líkamans sem haldið
er í forminu með hringvöðvum og
ekki síður að þeim háæruverðuga
staut sem rúmast hreint svo ágæt-
lega í fyrrgreindum götum.
Ritdómur um smásagnasafn
Súsönnu Svavarsdóttur í Tímanum.
Þrátt fyrir mikla áherslu
á öryggismál eru þau að mestu
leyti ósýnileg.
Hefur þaö ekki alltaf veriö svo? Úr frásögn
Tímans af opnun nýbyggingar á Litla-Hrauni.
fréttaskot úr fortfð
Söngvar
jafnaðarmanna
er lítil bók, sem hver einasti Alþýðu-
flokksmaður verður að eiga. í henni
eru fáein kvæði, sem hver einasti al-
þýðumaður verður að kunna, ekki eitt
þeirra, heldur öll. Þeir aurar og sá
tími, sem fer til að kaupa hana og lesa
og læra, ber ávöxt, ekki þrefaldan,
ekki tífaldan, heldur hundraðfaldan.
Bókin kostar 50 aura og fæst í .
Sveinabókbandinu, á afgreiðslu Al-
þýðublaðsins, í Verkamannaskýhnu
og á fundum verklýðsfélaganna.
Alþýðublaðið,
24. nóvember 1923.