Alþýðublaðið - 27.10.1995, Page 8
Föstudagur 27. október 1995
164. tölublað - 76. árgangur
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
■ Borgarspítali
Nýr prófessor
Forseti fslands hefur skipað doktor
Gunnar Sigurðsson yfirlækni á lyf-
lækningadeild Borgarspítalans í per-
sónubundið prófessorsembætti við
læknadeild Háskóla fslands. Staðan er
veitt að fengnum tillögum læknadeild-
ar og háskólaráðs. Hin nýja staða pró-
fessors við lyflækningadeildina byggir
á reglum Háskólans um framgang dó-
senta að uppfylltum ströngum kröfum
háskóladeildar.
Prófessor Gunnar Sigurðsson er
fæddur í Hafnarfirði 1942. Hann lauk
kandidatsprófi í læknisfræði við Há-
skóla íslands 1968 og doktorsprófi ffá
Lundúnarháskóla 1975. Hann stund-
aði síðan rannsóknir við Kalifomíuhá-
skóla í tvö ár og fjölluðu rannsóknir
hans aðallega um orsakir hækkaðrar
blóðfitu. Gunnar hefur starfað sem
sérfræðingur hér á landi ffá 1977, yfrr-
læknir við Borgarspítalann frá 1982
og dósent í efnaskiptasjúkdómum við
Háskóla íslands frá 1980. Eiginkona
hans er Sigríður Einarsdóttir píanó-
kennari og eiga þau þtjú böm.
■ Fundur með
Austin Mitchell
Sjónvarpsstjarna
gegn ESB
Á sameiginlegum hádegisverðarfundi
Samtaka um vestræna samvinnu og
Varðbergs á laugardaginn flytur Austin
Mitchell þingmaður breska Verka-
mannaflokksins erindi. Mitchell er einn
af þekktustu þingmönnum Verka-
mannaflokksins og eindreginn andstæð-
ingur aðildar Breta að ESB. í erindi sínu
mun Mitchell fjalla um evrópska örygg-
is- og stjórnmálaþróun og stöðuna í
breskum stjómmálum í kjölfar flokks-
þinga Verkamanna- og íhaldsflokksins.
Mitchell var fyrst kjörinn á þing fyrir
Grimsby árið 1977, en fram að þeim
tíma hafði hann meðal annars verið lekt-
or í stjómmálafræði við Dunedin há-
skólann á Nýja Sjálandi. Austin Mitc-
hell er ekki síður þekktur sem sjón-
varpsmaður en þingmaður. Hann var á
sínum tíma sjónvarpsfréttamaður fyrir
Yorkshire Television á Bretlandi og hef-
ur auk þess starfað fyrir BBC sjónvarp-
ið. Þá er Mitchell annar tveggja stjóm-
enda viðtalsþáttarins Target á SKY
sjónvarpsstöðinni eins og margir íslend-
ingar þekkja. Fundurinn með Austin
Mitchell verður í Grillinu á Hótel Sögu
klukkan 12 á morgun, laugardag. Hann
er opinn öllu áhugafólki um öryggis-,
utanríkis- og Evrópumál.
Snorri Orn Snorrason, Sverrir Guðjónsson og Guðrún Óskarsdóttir, félagar í Musica Antiqua, sem verða með tónleika á sunnudag og mánudag.
■ Tónlistfyrri tíma
Tónlistardagar
Musica Antiqua
Guðjónsson kontratenór, Guð- sembal og Snorri Örn Snorra-
rún Óskarsdóttir sem leikur á son sem leikur á lútu.
■ Alþjóða líftryggingafélagið
Býður sjúkdómatryggingu
Norðurljós er yfirskrift tónlist-
ardaga sem tónlistarhópurinn
Musica Antiqua hleypir af stokk-
unum í samvinnu við Ríkisút-
varpið, þar sem lögð er áhersla á
tónlist frá miðöldum til klassíska
tímans. Stefnt er að því að Norð-
urljós verði árviss viðburður á
þessum árstíma, en tilgangurinn
er meðal annars sá að gefa unn-
endum tónlistar tækifæri til að
kynnast enn frekar tónlist fyrri
tíma.
Á sunnudaginn 29. október kl.
17.00 verða tónleikar í Krists-
kirkju í Landakoti. Um flutning
sjá Camilla Söderberg sem leik-
ur á blokkflautu, Elín Guð-
mundsdóttir og Guðrún Ósk-
arsdóttir sem leika á sembal,
Sigurður Halldórsson sem leik-
ur á barokkselló og Páll Hannes-
son sem leikur á kontrabassa. Á
efnisskrá eru verk eftir tónskáld-
in Hotteterre, Philidor, Tele-
mann, Scarlatti og Roman.
Mánudaginn 30. október kl.
20.30 verða tónleikar í Þjóð-
minjasafninu. Þar verður flutt
megin hlutinn af þeirri efnisskrá
sem flutt var í Drottningarholm
óperunni í Stokkhólmi í sumar, í
boði hinnar heimsþekktu sópran-
söngkonu Elisabetar Sö-
derström. í tilefni af 300 ára
dánarafmæli Henry Purcell
verður þessu höfuðtónskáldi
Breta gerð góð skil, auk þess
sem efnisskráin samanstendur af
enskri, franskri og ítalskri endur-
reisn. Flytjendur eru Sverrir
Alþjóða líftiyggingafélagið býður nú
nýja tegund persónutrygginga sem hefur
hlotið nafnið sjúkdómatrygging. Hún
greiðir bætur til þess sem er tryggður
við greiningu á ýmsum alvarlegum
sjúkdómum eða þurfa að fara í miklar
aðgerðir. Meðal þeirra sjúkdóma sem
tryggingin nær til eru hjartaáfall, hjarta-
skurðaðgerð, kransæðastífla, kransæða-
uppskurður, krabbamein, heilaáfall og
nýmabilun. Innifalið í tryggingunni án
aukagjalds er trygging fyrir böm á aldr-
inum 3-18 ára og eru þau tryggð fyrir
sömu sjúkdómum og aðgerðum og for-
eldrar jjeirra. Iðgjöld fyrir þá sem ekki
reykja eru lægri en reykingafólks. Sé líf-
trygging innifalin er hægt að velja hvort
sjúkdómatrygging greiði helming eða
fullar líftryggingarbætur vegna sjúk-
dóma eða aðgerða. Sjúkdómatryggingu
er ætlað að styðja þá sem greinast með
alvarlega sjúkdóma eða þurfa að fara í
alvarlegar aðgerðir. Með slíkri trygg-
ingu er hægt að bæta tekjumissi um
lengri eða skemmri tíma og þann aukna
kostnað sem fylgir alvarlegum sjúk-
dómum. Bætumar nýtast að fullu því
þær em greiddar út í einu lagi og em
undanþegnar tekjuskatti.
■ Heimdellingar vilja lækka ríkisútgjöld um 25 milljarða - Fella á niður vaxtabætur,
barnabætur, húsaleigubætur, laun presta, sjómannaafslátt og framlög til landbúnaðar
Unga fólkið mínir
bestu bandamenn
- segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra en hefur ekki lesið tillögur Heimdellinga.
Heimdallur telur unnt að skera ríkis-
útgjöld um 25 milljarða króna með því
að fella niður vafasöm útgjöld á borð
við vaxtabætur, bamabætur, laun til
presta og ríkissáttasemjara, framlag til
Ferðamálaráðs og Siglingamálastofhun-
ar. Heimdellingar hafa sent ráðhermm
og þingmönnum lista yfir útgjöld sem
mega missa sín ásamt áletmðu strok-
leðri.
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
hafði ekki séð þessar tillögur þegar
blaðið ræddi við hann í gær. Hann sagði
að hins vegar væri það fastur hður þegar
Qárlög kæmu fram að enginn gleddist
yfir því að reynt væri að ná jafhvægi í
ríkisbúskapnum, jafnvel þótt vaxta-
greiðslur ríkissjóðs væm orðnar hærri
en allur stofnkostnaður og viðhald ríkis-
ins. Mjög fáir virtust vinir ríkissjóðs í
raun þegar fjárlagafrumvarpið kæmi
fram. En unga fólkið viitist helst hafa
skilning á því að ef við eyddum um efhi
fram í dag rýrði það lífskjör þeirra sem á
efúr kæmu. „Unga fólkið í Sjálfstæðis-
flokknum era bestu bandamenn mínir í
þeirri baráttu sem við stöndum í,“ sagði
fjármálaráðherra.
Á lista Heimdallar yfir útgjaldaliði
sem orka tvímælis og mættu því missa
sig er meðal annars að finna eftirfarandi
liði og spamaðartölur í milljónum króna
innan sviga: Iðntæknistofnun íslands
(95), Orkustofnun(206), Biskup íslands
(521), Byggingasjóður verkamanna
(400), Húsaleigubætur (200), ríkissátta-
semjari (22), Jafnréttisráð (24), Jöfnun-
arsjóður sveitarfélaga (2.111), Byggða-
stofnun (210), Norræna ráðherranefndin
(105), Lýðveldissjóður (100), bamabæt-
ur (3.350) og vaxtabætur (3.350).
Heimdallur segir að Ferðamálaráð sé
„svipað nátttröll og stofnanir landbún-
aðarins" en útgjöld til ráðsins em 115
milljónir. Útgjöld til Siglingamálastofn-
unar em á listanum en þau nema liðlega
79 milljónum.
Um útgjöld menntamálaráðuneytisins
segir Heimdallur: „Ekki er sett spum-
ingamerki við útgjöld til skóla nema
Háskóla íslands en nýlega kom í ljós að
HÍ er svo vel efnum búinn að hann getur
kastað 10 milljónum í félag sem berst
gegn hagsmunum skattgreiðenda." Á
lista Heimdallar er að fmna þessa liði
ásamt upphæðum: Stúdentaráð HÍ (10),
Rannsóknarstofnun uppeldis- og
menntamála (33), Rannsóknarráð ríkis-
ins (41), Tæknisjóður (200), Listasjóður
(130), Húsfriðunarsjóður (10), List-
skreyúngasjóður (4), Kvikmyndasjóður
(92), Listir ffamlög (202), ýmis íþrótta-
mál (72).
Þá er kostnaður við sendiráð í Peking
(49) á listanum og Þróunarsamvinnu-
stofnun (153). í landbúnaðarráðuneyú er
víða borið niður. Til dæmis: Rannsókn-
arstofnun landbúnaðarins (130), Veiði-
málastofnun (35), Yfirdýralæknir (103),
Hagþjónusta landbúnaðarins (13),
Landgræðsla ríkisins (199), Skógrækt
ríkisins (157), greiðslur vegna mjólkur-
framleiðslu (2.611) greiðslur vegna
sauðfjárræktar (2.510), Bændasamtökin
(201), Framleiðnisjóður landbúnaðarins
(200), Náttúmvemdarráð (55).
Að lokum má nefha að á lista Heim-
dellinga er skattaafsláttur sjómanna sem
nemur 1.600 milljónum króna. „Hvers
vegna eiga sjómenn að búa við sérstakar
skattareglur frekar en þingmenn?" spyr
Heimdallur.