Alþýðublaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 8
* * \\mVFIU7 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Þriðjudagur 23. janúar 1996 MÐUBIM9 12. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Vestur á Seltjarnarnesi verður ellefu manna heimili leyst upp innan tíðar. Hrafn Jökulsson heimsótti Bjarg í gær og spjallaði við heimilismenn Ætli þeir raði okkur ekki á deildirnar inná Kleppi Vestur á Seltjamamesi, þarsem heitir Bjarg við Skólabraut, er vistlegt ellefu manna heimili. Einn hefur búið þar í 25 ár, annar í 23. Meðaldvalartími er tólf ár. Allir heimilismenn, að einum und- anskildum, em með geðklofa. Hjálp- ræðisherinn hefur rekið Bjarg í 28 ár, eða síðan samningur var gerður milli hersins og Kleppspitala í maí 1968. Ríkisspítalar greiða 5300 króna dag- gjald með hveijum sjúklingi, en Hjálp- ræðisherinn leggur til húsnæði. Til- kostnaður ríkisins vegna heimilis- manna á Bjargi er langtum lægri en til dæmis á geðdeildum Ríkisspítalana. Það kom þessvegna einsog þmma úr heiðskím lofti þegar tilkynnt var að samningi við Hjálpræðisherinn yrði sagt upp. Heimilismenn á Bjargi þurfa að fá einhversstaðar inni og þannig er ekki verið að spara krónu, reyndar þvert á móti. Alþýðublaðsmenn fóm í heimsókn að Bjargi í gær. Rannveig Höskuldsdóttir forstöðukona sýndi okkur heimilið og kynnti okkur fyrir heimilismönnum. • Magnús hefur búið á Bjargi í níu ár. Hann er ekki ósvipaður Jesú í gömlu Biblíusögunum: góðlegt yfirbragð, al- skegg, axlarsítt hár. Herbergið er lítið en snyrtilegt. Rúm, stóll, skápur, hljómborð og bókahillur. Ég renni aug- um yfir kilina: heildarsafn Þórbergs, þjóðsögur, fslandssaga, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson, Einar Benediktsson, Bólu-Hjálmar, Þorgils gjallandi. Hver er svo eftirlætishöfundurinn? spyrég. Bólu-Hjálmar, segir Magnús. Og Ól- afur Jóhann Sigurðsson. Við spjöllum saman um bækur og tónlist, og Magnús segir mér að hann eigi sex hljóðfæri. Hann er samt hóg- værðin uppmáluð og vill ekki gera mikið úr kunnáttu sinni. Ég spyr hvað honum finnist um yfir- vofandi lokun Bjargs. „Hvað geta þeir gert við okkur? Ætli þeir raði okkur ekki á deildimar inná Kleppi. Ég hef verið á Kleppi. Ef ég fer þangað verð ég að geyma mest af bók- unum mínum útí bæ. Og ég fæ ekki að leika á hljóðfærin mín þar,“ segir Magnús. Hann horfir á bækumar og hljóðfærin einsog gamla vini sína. Það er líka beinh'nis óhagkvæmt að leysa heimilið upp, segir hann. Vistun annarsstaðar kostar meira. Og hann langar lítið að búa einhversstaðar einn í herbergi. Treystir sér eiginlega ekki til þess. Hann kann tölfræðina utanað: hvað það kostar að reka Bjarg og hvað það myndi kosta ef vistmennimir yrðu fluttir á geðdeildir á Kleppi eða Land- spítala. „Kannski gætu sumir búið einir, ég veit það ekki. Hérna fær maður að borða. Hér er öryggi.“ Hann segir að sumir heimilismanna hafi fengið áhyggjur þegar þeir heyrðu í útvarpinu að niðurskurðarhnífnum væri beint að heimili þeirra. Samt er greinilegt að hann trúir því ekki að innan tíðar verði þetta vinalega heimili á Seltjamamesi lagt niður, og heimilisfólkinu ráðstafað í allar áttir. „Vonandi skrifar þú eitt- hvað um hvað það er gott að búa héma,“ segir hann þegar við kveðj- umst. • Rögnvaldur er „dekurbarnið" á Bjargi, segir Rannveig forstöðukona mér. Hann er yngstur heimilismanna, 28 ára, og hefur búið á Bjargi í sex ár. „Manstu hvemig þú varst þegar þú komst fyrst,“ segir Rannveig. „Talaðir ekki við neinn. Nema sjálfan þig. Og gast ekki einu sinni farið útí sjoppu.“ Rögnvaldur man eftir því. Það var þá. Nú stundar hann nám í Námsflokk- um Reykjavíkur, á góðri leið með að klára grunnskólapróf; tekur þátt í íþróttum og fór tvisvar til útlanda á síð- asta ári. Hann segir mér að við séum skyldir; annaðhvort í fjórða eða fimmta lið. Að austan. Það kemur uppúr dúm- um að Bubbi Morthens, Davíð Odds- son og Ingibjörg Sólrún em líka skyld honum. Rögnvaldur fylgist grannt með ættfræðidálki DV. Hann er steinhættur að tala bara við sjálfan sig. Hann veit hinsvegar ekki hvað framtíðin ber í skauti sér og vill sem minnst um það tala. • Á efstu hæð hitti ég Ingólf. Hann er tekinn að reskjast og hefur búið í 25 ár á Bjargi. Rannveig segir að hann sé aðmírállinn á staðnum. Bækur á ýms- um tungumálum þekja heilan vegg. Ingólfur segir mér að herbergisfélagi hans hafi átt flestar bækumar, en hann er dáinn. „Aðmírállinn" var menntaskóla- kennari og Rannveig segir að hann gæti vel kennt hinum háu herrum sem ætla að leggja niður Bjarg undirstöðu- atriði í stærðfræði. „Eru þeir búnir að segja upp samn- ingnum?" segir Ingólfur. ,Já,“ segir Rannveig. „Þeir em búnir að því.“ „Þá verður að gera annan samning," segir Ingólfur. Rannveig er ekki viss um að málið sé svo einfalt. Ingólfur má ekki til þess hugsa að Bjargi verði lokað. „Ég á peninga í banka. Ég get hjálpað ykkur. Átta inilljónir. Það má ekki loka heimilinu." Hann liggur fyrir í hálfrökkvuðu her- berginu þegar við kveðjumst. Hann er sallarólegur. Handviss urn að nýr samningur verði gerður. Ella er hann reiðubúinn að leggja spariféð sitt af mörkum. • Hallbjöm er síðasti viðmælandi okk- ar. Hann er 67 ára og hefur búið á Bjargi í 28 ár. I herberginu em tvö rúm. „Hallbjöm hefur lengi búið í tveggja manna herbergi og þegar félagi hans dó héldum við að hann myndi nú nota tækifærið og fá að vera einn í her- bergi,“ segir Rannveig. „Aldeilis ekki. Hann vill ekki vera einn.“ „Ég er myrkfælinn," segir hann. „Ég er hræddur við drauga." Hallbjöm er áhyggjufullur yfir ffam- tíð heimilisins. Hans bíður væntanlega vist á elliheimili eða geðdeild. Hann fór einu sinni á elliheimili en staldraði ekki lengi við. „Mér leiðist gamalt fólk,“ segir hann. Talið beinist að málverkum sem prýða veggina, og uppúr dúmum kem- ur að Hallbjöm fæst bæði við myndlist og skáldskap. Hann kveðst hafa gefið út átta litlar ljóðabækur. Nei, hann á því miður engin eintök. Hann segist hafa farið á fombókasölu og gefið það sem eftir var. „Mér gekk svo illa að selja þetta,“ segir hann. Flest skáld kannast við vandamálið. 0 Rannveig lóðsar okkur um húsið. I einu herbergi er ofurlítill dýragarður. Hamstur hamast í hlaupahjóli og tveir páfagaukar sitja stóískir á rökstólum. Á vegg í öðm herbergi hangir handskrif- uð yfirlýsing. Hún er svona: „Ég hef aldrei viljandi verið vondur við neinn nema sjálfan mig.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.