Alþýðublaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
e n n i n
I Sálmar og Ijóð Sigurbjörns biskups
Skáldið í mér
er ekki svo fyr-
irferðarmikið
-segir Sigurbjörn Einarsson í samtali við Alþýðublaðið.
„Ekki hafði mér dottið í hug að
þetta kæmi út á bók,“ segir Sigur-
björn. „Það er að frumkvæði annarra
manna en mín, að öllu leyti.“
Friðrikskapella hefur gefið út
bókina Sálmar og Ijóð Sigurbjörns
biskups í tilefni 85 ára afmælis herra
Sigurbjörns Einarssonar þann 30.
júní. f bókinni eru 87 sálmar, þýddir
Þriðjudagstónleikar
Hin árlega tónleikaröð í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar er hafin. Er
þetta áttunda sumarið sem efnt er til
tónleika á þriðjudagskvöldum í safn-
inu á Laugarnesi. Næsta þriðjudag
klukkan 20:30 munu Hlíf Sigurjóns-
dóttir fiðluleikari og kanadíski pí-
anóleikarinn David Tutt halda tón-
leika. Á efnisskrá eru Sónatína í G-
dúr ópus 100 eftir Dvorak og tvær
sónötur eftir Beethoven: Vorsónatan
og Kreutzersónatan.
I fjörutíu daga
Myndlistarkonan Þorgerður Sigurð-
ardóttir hefur gefið út ljóðabókina /
jjörutíu daga. I bókinni eru 32 ljóð
og fjórar litmyndir, unnin á sumri og
hausti 1994. í fréttatilkynningu segir
að tilurð verksins sé skilnaður eftir
28 ára hjónaband og að ljóðin lýsi
reiði, sársauka, von og ást.
og frumortir, auk ljóðaþýðinga.
„Eg geri mér ekki háar hugmyndir
um þetta,“ segir Sigurbjörn, „þetta
eru söngtextar, eingöngu trúarljóð.
Þó að ég kunni að hafa borið við að
gera vísu og vísu mér eða öðrum til
gamans, þá er ekkert af sliku þama.
Þetta er trúarlegur kveðskapur, ætl-
aður til söngs. Nokkrir sálmanna
hafa áður komið út á bók: í Sálma-
bókinni frá 1972 og einnig í Sálma-
bókarviðbæti, en auk þess er þó
nokkuð margt sem ekki hefur bjrst
áður, bæði frumsamið og þýtt. Þar á
meðal er ljóðaflokkur eftir sænska
skáldið Hjalmar Gullberg. Hann hef
ég haldið uppá frá því ég var ungur
maður. En mér datt aldrei í hug að
þýða ljóð hans fyrr en ég var kom-
inn á efri ár. Ljóðin í þeim flokki
eru helst afþreyingarsýsl, einsog ég
segi sjálfur, en hitt er flest gert eftir
beiðni organista og tónlistarmanna.
Mikill meirihluti af því sem þarna
er, er þannig til orðið, að tónlistar-
menn hafa viljað fá texta við ákveð-
in lög.
Það er lítið sem ég sýsla við ljóða-
þýðingar og ekki orð á því gerandi í
sjálfu sér. Það sem er í þessu kveri
er að mestum hluta orðið til að ann-
arra manna beiðni. Skáldið í mér er
ekki svo fyrirferðarmikið að það
hafi krafist útrásar að verulegu
marki.“
Kortlagning hvers-
dagslífsins
Á laugardaginn opnar Anna Líndal
myndlistarsýningu í Sjónarhóli, Hverf-
isgötu 12. Á sýningunni, sem ber yfir-
skriftina Kortlagning hversdagslífsins,
verða ljósmyndir og innsetningar. Sýn-
ingin er opin frá klukkan 14 til 18 alla
daga nema mánudaga, og stendur til
21. júlí.
Kvennasögusafn
íslands flytur í
Þjóðarbókhlöðu
Fyrir nokkru var undirritaður samning-
ur um flutning Kvennasögusafnsins í
Landsbókasafn íslands - Háskólabóka-
safn. Doktor Anna Sigurðardóttir
stofnaði Kvennasögusafn Islands 1.
janúar 1975, í félagi við Elsu Miu Ein-
arsdóttur og Svanlaugu Baldursdótt-
ur. Safnið hefur alla tíð verið á heimili
Önnu við Hjarðarhaga, en Anna lést í
janúar. Kjarni Kvennasögusafnsins
mun standa útaf fýrir sig í herbergi sem
honum er ætlaður í Þjóðarbókhlöðu, en
flestum bókum safnsins og tímaritum
verður skipað með öðrum efniskosti
Landsbókasafns. Næstu mánuðir verða
notaðir til að flytja Kvennasögusafhið
og koma því fyrir, en ætlunin er að
opna safnið formlega 5. desember, á af-
mælisdegi Önnu Sigurðardóttur.
Söfnin á Suður-
ströndinni
Undir forysm Byggða- og náttúrusafns
Ámesinga, hafa fimm söfn á Eyrar-
bakka, Stokkseyri og Selfossi tekið
höndum saman um að kynna starfsemi
sína sameiginlega sem söjnin á Suður-
ströndinni. Þetta eru Húsið og Sjó-
minjasafnið á Eyrarbakka, Þuríðarbúð
á Stokkseyri, Rjómabúið á Baugsstöð-
um og Listasafn Ámesinga á Selfossi.
Ekki hafði mér dottið í hug að
þetta kæmi út á bók," segir Sigur-
björn, en í nýrri bók er að finna
frumort og þýdda sálma, auk Ijóða-
þýðinga eftir hann.
■ Hjalti Rögnvaldsson
Ljóðalestur á ís-
lenskum krám
Eins og Alþýðublaðið greindi frá á
dögunum er Hjalti Rögnvaldsson
staddur á landinu. Hann er að lesa inn
á hljóðsnældur fyrir Blindrafélagið og
er núna að byija á 4. bindi í ævisögu
Áma Þórarinssonar sem heitir Á Snæ-
fellsnesi. Hjalti ákvað í samráði við
Reykvískan vert að standa fyrir ljóða-
lestri á Café Oliver við Ingólfsstræti á
þriðjudagskvöldum. „Jú, þakka þér
fyrir. Þetta var ágætt,“ sagði Hjalti að-
spurður um viðtökumar. „Það leggst
vel í mig að lesa ljóð á íslenskum
krám. Og meðal annarra orða þá má
Hjalti Rögnvaldsson: Það leggst vel
í mig að lesa Ijóð á íslenskum
krám.
koma því á framfæri að við höfum
flutt dagskránna framar í kvöldið.
Núna hefst lesturinn klukkan 21:00 í
stað klukkan 22:00 áður.“
Hjalti er sem sagt með ljóðabækur
við hönd nú um stundir og er að fara
yfir ljóð Stefáns Harðar Grímssonar.
„Síðastliðið þriðjudagskvöld las ég úr
bókunum Svartálfadans og Hliðin á
sléttunni. Eftir tæpa viku þá lýk ég
lestrinum með ljóðum úr þremur síð-
ustu bókum Stefáns Harðar hvar af sú
síðasta fékk íslensku bókmenntaverð-
launin: Yfir heiðan morgun. Eftir það
skiptum við um skáld. Við eigum eftir
að halda tveggja manna ráðstefnu um
það hvað tekur við.“
■ Sumarsýning Norræna hússins
Frumsmíðar að hljóðfærum
- sem aldrei hafa verið til
Á laugardaginn opnar í Norræna
húsinu sýning á leirlistaverkum Eddu
Jónsdóttur og Koggu. Þær hafa unnið
öll verkin á sýningunni í sameiningu
og auk þess hefur Guðni Franzson
samið tónverk sem flutt er"á leirverk
sýningarinnar.
„Við erum búnar að vera að vinna
að þessum verkum í eitt og hálft ár,“
sagði Edda í samtali við Alþýðublað-
ið. Edda er málari og grafíklistamaður
en Kogga leirkerasmiður, en þær hafa
unnið öll verkin á sýningunni í sam-
einingu. @Meginmál = „Upphaflega
meiningin með samvinnunni vur sú að
Kogga mótaði verkin og ég skreytti,“
sagði Edda. „En úr varð að við ákváð-
um að gera alla hluti sameiginlega
undir einu nafni. Samvinnan hefur
ekki gengið alveg átakalaust; það er
heilmikill skóli fyrir listamenn að
vinna svona náið saman. Það er ekki
hægt að taka ákvarðanir upp á sitt
einsdæmi, heldur þarf að leggja allt í
dóm.
Edda Jónsdóttir og Kogga: Samvinnan hefur ekki gengið alveg átaka-
laust.
Auk þessa fengum við til samstarfs
við okkur tónsmiðinn Guðna Franz-
son, sem samdi tónverk sem flutt er á
leirverk á sýningunni. Leirverk sem
eru hljóðfæri. Eða réttara sagt frum-
smíðar að hljóðfærum sem aldrei hafa
verið til.“
Sýningin er opin daglega frá klukk-
an 13 til 19 og henni lýkur sunnudag-
inn 11. ágúst.
Vinningar í Jónsmessuhappdrætti Sjálfsbjargar
Útdráttur 30. júní 1996
Bifreið, VW Golf 1800, station.
Verðmæti kr. 1.720.000.-
2200
Apollo tjaldvagn frá Camplet.
Verðmæti kr. 402.000.-
23807 43954 51772 71196 71959
Ferð að eigin vali með Samvinnuferðum Landsýn.
Verðmæti kr. 150.000,-
206 7240 37397 49099 62011 67520
3481 13978 43324 57240 66670 68849
4043 17504 44124 59466 67195 73084
5309 17921
Vöruúttekt í Kringlunni.
Verðmæti kr. 20.000,-
117 12533 26171 39967 54050 63747
804 12885 26722 40384 54334 63816
1089 12946 26750 40764 54840 64666
1257 13206 27476 40885 55580 64981
1595 13433 28181 41064 55676 65875
1831 13471 28328 42118 56005 66179
2378 13851 28744 43273 57117 66590
2490 14799 29452 44293 57298 67000
2677 15026 29547 44827 57587 67144
3654 15706 29699 45242 58351 67803
3719 15988 30147 46377 58484 68085
4465 16008 30183 46532 58513 68289
5205 16028 30907 47146 58881 68447
5571 17049 31293 47478 59156 68564
6549 17985 31422 47513 59679 69751
6790 19259 32437 48327 60429 70723
7751 19547 33613 48366 60433 71868
8580 19788 34924 49421 60557 71903
8865 20383 35685 49526 60632 71947
8927 21325 36760 49618 60763 72261
9167 21605 36970 49867 61127 72778
9496 22357 37002 49885 61827 72996
9541 22414 37209 50636 61880 73074
9830 23444 38387 50894 62317 74001
10039 23448 38708 52329 62369 74265
10735 23788 39372 53019 63088
11850 23953 39404 53330 63566
12463 24304 39925 53688 63677 /Mi..
Þökkum veittan stuðning
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra,
Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12,
105 Reykjavík, sími 552-9133