Alþýðublaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ra e n n i i n sJ Þrír biskupar: Sigurbjörn Einarsson, Pétur Sigurgeirsson og Ólafur Skúlason. ■ Dr. Hjalti Hugason skrifar athyglisverða grein í nýjasta Kirkjuritiö og hvetur kirkjunnar menn til að ræða hvaða kost- um arftaki Olafs Skúlasonar þurfi að búa yfir. Hjalti segir ekki tímabært að nefna nöfn eða hefja kosningabaráttu, mikilvæg- ast sé að skilgreina hvernig biskup þurfi til að gegna embætt- inu. Alþýðublaðið tók dr. Hjalta á orðinu, sló á þráðinn til nokk- urra presta og spurði: þurfum við? „Biskup á að vera óaðfinnanlegur, einkvæntur, bindindissamur, hóglátur, háttprúður, gestris- inn, góður fræðari. Ekki drykkfelldur, ekki ofsa- fenginn, heldur gæfur, ekki deilugjarn, ekki fé- gjarn. Hann á að vera maður sem veitir góða forstöðu heimili sínu og heldur börnum sínum í hlýðni með allri siðprýði." - I. Tímóteusarbréf, 3. kapítuli, 2.-4. vers Séra Davíð Baldursson prófastur á Eskifirði í fylgd með Kristi Ég vil s vara með orðum Sigur- bjöms Einarssonar biskups. Hann sagði eitt sinn að höfuðkrafan sem ætti - að gera til biskups væri sú að hann fylgdi Kristi. Séra Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum Alhliða hæfileikamaður Mér finnst að biskup þurfi að vera alhliða hæfileikamaður. Andans mað- ur. Hann þarf fyrst og fremst að vera leiðtogi kirkjunnar og einnig andlegur leiðtogi þjóðarinnar. Þess vegna þarf hann að hafa bæði góða guðfræði- þekkingu og reynslu ásamt góðri þekkingu á íslenskri menningu. Séra Guðjón Skarphéðinsson á Staðastað Biskupar skipta sáralitlu máli Ég hef svosem ekki aðrar hug- myndir um það en þær sem koma fram í Tímóteusarbréfmu: „Það orð er satt, að sækist einhver eftir biskupsstarfi, þá gimist hann fag- urt hlutverk. Biskup á að vera óað- fmnanlegur, einkvæntur, bindindis- samur, hóglátur, háttprúður, gestris- inn, góður fræðari. Ekki drykkfelldur, ekki ofsafenginn, heldur gæfur, ekki deilugjam, ekki fégjam. Hann á að vera maður sem veitir góða forstöðu heimili sínu og heldur bömum sínum í hlýðni með allri siðprýði.“ Svo er rétt að minna á orð Páls: „Hvemig má sá sem ekki hefur vit á að veita heimili sínu forstöðu veita söfnuði Guðs umsjón? Hann á ekki að vera nýr í trúnni til þess að hann of- metnist ekki og verði ekki fyrir sama dómi og djöfullinn. Hann á ltka að hafa góðan orðstír hjá þeim sem standa fyrir utan til þess að hann verði eigi fyrir álasi og lendi í tálsnöm djöf- ulsins.“ Svona á biskupinn að vera. Að öðm leyti er ég ósköp lítið fyrir biskupa. Ég held að þeir skipti sáralitlu máli. Þeir em bara prestar eins og við hinir. Séra Solveig Lára Guðmunds- dóttir á Seltjarnarnesi Á að skapa nýjar leiðir Mér finnst biskup fyrst og fremst þurfa að vera hugmyndarikur. Hann þarf að geta skapað nýjar leiðir til þess að kirkjan geti orðið, eins og hún var, hluti af lífi fólks. Biskup þarf líka að vera sálusorgari prestanna, þannig að þar finni prestamir að þeir eigi athvarf í erfiðum störfum sínum. Séra Björn Jónsson á Akranesi Maður margra góðra eiginleika Biskup þarf að vera gæddur mörg- um góðum eiginleikum. Hann þarf að vera gæddur kristilegri auðmýkt, skilningsríkur, víðsýnn, hjartahlýr. Gæddur sterkum persónuleika og stjómsamur án þess þó að aðrir verði þess varir. Höndlaður af Kristi, lifandi í trúnni á hann. Hann á að vera sálu- sorgari prestanna og annars kirkju- starfsfólks. Hann á að leiðbeina þeim af fóðurlegri umhyggju og kærleika. Traustur og vel lærður guðfræðingur þarf hann að vera. Prédikari sem hlustað er á og tekið mark á og eftir þeim boðskap farið sem hann flytur. Fordæmi um góða biskupa: Gissur Einarsson, Guðbrandur Þorláksson, Brynjólfur Sveinsson, Jón Vídalín, Pétur Pétursson, Sigurbjöm Einarsson. Séra Egill Hallgrímsson á Skagaströnd Á að endurspegla boðskapinn í lífi sínu Hann þarf að vera andlegur leiðtogi og vel gmndvallaður í kenningum kirkjunnar. Það er ákaflega mikilvægt að hann endurspegli boðskapinn, bæði í persónu sinni og lífi. Ég vil fá ein- stakling sem er biskup allra, en ekki bara fárra útvalinna. Það verður að vera biskup sem ætlar að efla hina eig- inlegu biskupsþjónustu í landinu. En það verður ekki gert nema biskup beiti sér fyrir því að efla hlutverk og virkni vígslubiskupa. ■ ■ Þriðja hefti Tímarits Máls og menningar 1996 er ný- komið út sneisafullt af fróðlegu efni. Kolbrún Berg- þórsdóttiruádl tali af ritstjóranum Friðriki Rafnssyni Draumatímaritið er vitrænt og stríðið Síflan þú tókst við ritstjóm Tíma- rits mdls og menningar hefur þafl fengið á sig evrópskan bke, efnisvalið er ekki eins rígbundið við menningarlíf á íslandi og áður. Mér finnst mikilvægt að menning- artímarit eins og Tímarit Máls og menningar hleypi inn á síður sínar þeim menningarstraumum sem leika um Evrópu. ísland er ekki lengur ein- anguð eyja og sú staðreynd endur- speglast að sjálfsögðu í efnisvali tíma- ritsins. Ég hef gert samninga við evr- ópsk tímarit og þá aðallega frönsk og spænsk. Eitt af þessum tímaritum er franska tímaritið L’Attelier du Roman sem hefur birt greinar úr TMM. I vet- ur birtist í tímariti á Spáni grein eftir Svein Einarsson og mónólógur eftir Hrafnhildi Hagalín sem áður höfðu birst í TMM. I framhaldi þessa sam- starfs mun TMM birta spænskar greinar. En þótt samvinnan hafi verið mest við Frakkland og Spán þá ein- skorðast hún ekki við þau lönd, nú er ég til dæmis að vinna að því að treysta böndin við Skandinavíu og á von á efni þaðan. ritstjóra Morgunblaðsins, en ég held að flestir sem eru undir miðjum aldri eigi erfitt með að hugsa í þessu munstri. Fyrir bókmenntaáhugafólk er þetta áhugavert viðtal við skáldið Matthías þar sem rætt er um líf hans, skáldskap og sjónarmið. Nýjasta heft- ið hefur vakið feikna athygli vegna viðtalsins, en fleira má nefna til dæm- is grein Páls Valssonar um Jónas Hall- grímsson þar sem hann varpar nýju ljósi á þjóðskáldið. Svo ber Halldór Guðmundsson saman Laxness og Hamsun, pólitískar skoðanir þeirra og skáldsagnaskrif. I nýjasta heftinu er einnig splunku- ný grein eftir Milan Kundera. Hver er forsaga þess að hún barst þér svo skjótt? Þetta er formáli að bók um breska málarann Francis Bacon sem kom út í Frakklandi í júní síðastliðnum. En um það leyti var opnuð yfirlitssýning á verkum Bacon í Pompidou safninu í París. í samningi Kundera og útgef- andans er klásúla þess efnis að ekki megi þýða formálann á önnur tungu- mál fyrr en eftir nokkur ár. En af því Meðan fólk hefur löngun til að hugsa um hlutina í samhengi þá verður þörf fyrir menningartimarit, segir Friðrik Rafnsson sem ritstýrt hefur Tímariti máls og menningar síðustu þrjú árin. Nú virðist TMM vera að þróast í að verða alhliða menningartímarit. Þar ber mun meira á greinum um tónlist, heimspeki og myndlist en áður var. Það er mjög áhugavert að fylgjast með menningarlífinu núna miðað við það sem var fyrir kannski tuttugu ár- um síðan. Það virðist vera miklu meira samband milli listgreina en var. Auðvitað er hryggsúlan í TMM bók- menntir og skáldskapur, en raunvem- leikinn í kringum okkur ber vott um að skilrúmin og hólfin milli listgreina hafa þynnst mjög mikið eða jafnvel horfið alveg. Mér finnst eðlilegt að tímaritið endurspegli þessa staðreynd. Auðvitað vonar maður líka að með þessum áherslum rati tímaritið til fleiri lesenda. Tímarit Máls og menningar er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á því sem er að gerast í lista- og menn- ingarlífi samtímans. Meðan fólk hefur löngun til að hugsa um hlutina í sam- hengi þá verður þörf fyrir menningar- tímarit. Einhver franskur ritstjóri sagði eitt sinn að menningartímarit væru bráð- nauðsynleg lýðræðinu og andlegu lífi þjóða því þau fylltu upp í tómarúmið milli yfirborðsmennsku skyndifjöl- miðla og gettó háskólastofunnar þar sem er farið hyldjúpt en kannski of te- orískt og þurrlega ofan í hlutina. Tímarit eins og TMM á að vera hvort tveggja í senn aðgengilegt og skemmtilegt, en einnig vitrænt og helst svolítið stríðið. Að mínu mati hefur draumatímaritið skothelt inni- hald en um leið ofurlítið kæruleysis- legt yfirbragð. í nýjasta hefti tímaritsins er langt og ítarlegt viðtal við Matthías Jó- hannessen. Fyrir ekki ýkja mörgum árum hefði verið útilokað að viðtal við Matthías hefði ratað inn í TMM. Er með þessu viðtali verið að innsigla fullar sœttir í kalda stríði bókmennta- heimsins? Sjálfsagt sjá einhverjir þessi skila- boð í viðtali við Matthías Jóhannessen Kundera er mjög hlýtt til Islands sendi hann okkur formálann með þeim skilaboðum að Island væri á sérsamn- ingi hjá sér og þess vegna hefði hann fengið leyfi til að svindla ögn á samn- ingnum. Nú kemur í þinn hlut að velja og hafna efhi í tímaritið. Hvaða viðmiðun hefurðu þar til hliðsjónar? Innsent efni er æði mikið og þá sér- staklega ljóð. Það verður að segjast eins og er að obbinn af ljóðunum er endursendur. Meginkröfumar sem við Ingibjörg Haraldsdóttir aðstoðarrit- stjóri gerum til greina er að þær séu læsilegar, aðgengilegar og þokkalega skrifaðar, helst mjög vel. Við viljum ekki þurrar fræðigreinar. En annars byggist valið á smekk okkar sem ber- um ábyrgð á tímaritinu, og við verð- um að axla þá ábyrgð. Arlega skrifa um tvö hundruð höfundar í tímaritið og ég vona að þar sé um að ræða þver- snið af því sem er hugsað og skáldað í samtímanum Verður þú eins og ritstjórar venju- lega mjög glaður þegar svör berast við greinum og stefiiir t harðar ritdeil- ur? Já, þá verð ég óskaplega glaður. Það er líka efni sem lesendur gleðjast yfir. Það er búin að vera ágætis rit- deila milli Þorgeirs Þorgeirsonar og Geirlaugs Magnússonar og £ nýjasta heftinu svarar Einar Bragi Þorgeiri. Það er ýmislegt annað í uppsiglingu þannig að ég get lofað mönnum að það verður haldið áfram að munn- höggvast í tímaritinu á næstunni. Nú ertu vœntanlega farinn að leggja drög að nœsta hefti. Hvað verður þar að finna ? Þar verður meðal annars viðtal við Sigfús Bjartmarsson skáld sem Krist- ján B. Jónasson og Eiríkur Guð- mundsson taka og Atli Harðarson heimspekingur ritar heilmikla grein um Platon og stjórnmálahugmyndir hans. Eigum við ekki bara að láta hitt koma í Ijós. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.