Alþýðublaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐtt) I b æ E U r FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 1996 ■ Mál og menning hefur gefið út hina frægu skáld- sögu Denis Diderot Jakob forlagasinni og meist- ari hans. Þýðandinn, Friðrik Rafnsson, fjallar hér um höfundinn og verk hans. „Villimannleg veisla - unaðsleg veisla" Jakob forlagasinni og meistari hans er líklega þekktasta gamansaga ífanskra bókmennta frá 18. öld, að Birtingi Voltaires frátöldum. Sag- an kom fyrst út í heild á bók í septembermánuði 1796, tólf árum eftir að höfundurinn varð bráð- kvaddur yfir gómsætum eftirrétti á heimili sínu í París. Nú eru því liðin tvö hundruð ár frá því sagan kom fyrst á prent. Diderot lifði það þó að fá viðbrögð við sög- unni. Hann las upp drög að henni fyrir vini sína í París haustið 1771 og birti hana síðan á árunum 1778 til 1780 sem framhaldssögu í tímaritinu Corréspondance littéraire, riti sem ritstýrt var af Grimm vini Diderots og gefið var út handskrifað í tuttugu eintökum og dreift til tignarmanna í Evrópu, einkum í þýsku furstadæmunum. Þar lásu skáldjöfrar á borð við Schiller og Goethe söguna sér til mikillar skemmtunar og þeir áttu sinn þátt í því að hún glataðist ekki, því á þessum tíma var loft svo lævi blandið í Frakklandi að hættulegt var að birta djarfa sögu þar, auk þess sem prentarar vom undir ströngu eftirliti. Fræg em orð Goethes um söguna þegar hann í bréfi til vinar síns þakkaði Guði fyrir að hafa enn heilsu til að „háma í sig slík veisluföng í einu lagi á sex klukkustundum" og kallaði söguna „villimann- lega veislu, unaðslega veislu". Og Friedrich von Schiller heillaðist svo af sögumii að hann þýddi á þýsku kaflann um frú Pommeray og birti árið 1785 í tímariti sem hann hafði þá nýlega stofnað og nefndist Die Rheinische Thalia. Diderot lét ritara sinn yfirleitt gera að minnsta kosti þijár uppskriftir af verkum sínum. Vitað er um tvö handrit af Jakobi forlagasinna og meist- ara hans. Annað er handrit sem hann eftirlét heittelskaðri dóttur sinni, frú Vandeul. Dóttirin ætlaði að koma handritinu á prent eftir lát föður síns og fór þess vegna nokkuð höndum um það og „lagfærði" ýmislegt sem henni fannst föður sínum ekki sæmandi. Hitt handritið er hluti af safni handrita Diderots sem dóttir hans sendi Katrínu miklu Rússakeisarynju, velgjörðarkonu Diderots, í þakkarskyni fyrir allt sem hún hafði gert fyrir föður hennar. Það handrit, sem fræði- menn kalla Leningradhandritið, er uppskrift sög- unnar í heild með leiðréttingum og athugasemd- um frá hendi höfundar, en hann virðist hafa verið að snurfusa söguna fram í andlátið. Þótt ýmsir samtímamenn Diderots, þar á með- al Goethe og Schiller, þættust hafa himin hönd- um tekið þegar þeir lásu Jakob forlagasinna og meistara hans hefur sögunni ekki alltaf verið hampað. Diderot hefur ætíð átt sér nokkum hóp tryggra málsvara, en þó má segja að verk hans hafi að mestu verið sniðgengin á nítjándu öld, einkum eftir að rómantíkin tók að móta lista- og menningarlíf í Frakklandi. Heimspeki þessa létt- úðarfulla trúleysingja var flestum 19. aldar mönnum framandi, skrif hans um myndlist komu mönnum spánskt fyrir sjónir, leikrit hans þóttu gamaldags og þunglamaleg og sögur hans of djarfar og losaralegar (Jakob forlagasinni, Laus- málgu skartgripimir) eða fullar af hneykslanlegri gagnrýni á kristni og kirkju (Nunnan). Hluti verka hans var á námskrá einnar virtustu menntastofnunar Frakka L’École Normale Supérieure, á fyrri hluta mtjándu aldar, en á síð- ari hluta hennar tókst áhrifamiklum háskóla- LANASJOÐUR ISLENSKRA NÁMSMANNA <%E VEKJA ATHYGLI NÁMSMANNA Á EFTIRFARANDI ATRIÐUM: i'jÍMSÓKNIR UM LÁN Samkvæmt úthlutunarreglum LÍN verða umsóknir að hafa borist fyrir: 1. desember veana láns á vormisseri 1997. 1. mars vegna náms sem hefst eftir 1. apríl 1997. Umsókn sem berst eftir tilskyldan umsóknarfrest tekur gildi 4 vikum eftir að hún berst sjóðnum. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur 1996-97 fást í afgreiðslu LÍN, hjá náms- mannasamtökunum, lánshæfum skólum og í útibúum banka og sparisjóða. Auk þess er hægt að nálgast úthlutunarreglurnar á internetinu, slóðin er http:/ /www.itn.is/lin/ C^u KJUAÆTLUN Aður en náms- og lánsfjáráætlun er gerð þarf námsmaður að gera grein fyrir áætluðum tekjum á árinu 1996. Áður en námslán er afgreitt við lok haustannar þarf hann að staðfesta að tekjuupplýsingar séu réttar. Vandið frágang tekju- áætlunarinnar og athugið að ef tekjur samkvæmt lokatekjuáætlun reynast stórlega vanáætlaðar áskilur sjóðurinn sér rétt til að gjaldfella alla veitta aðstoð á námsárinu. (tpffiílSI SMENN I LEIGUHUSNÆÐI Einhleypir námsmenn sem búa í leiguhúsnæði, barnlaus hjón eða sambýlisfólk, verða að sýna fram á eðlilegar leigugreiðslur með því að leggja fram greiðsluseðil (RSK 2.02) til LÍN í feþrúar 1997. LÍN sendir seðilinn síðan til skattyfirvalda. SKRIFSTOFA LÁNASJÓÐSINS Skrifstofa Lánasjóðsins að Laugavegi 77 er opin alla virka daga frá kl. 09:15-15:00. Símanúmer sjóðsins er 560 40 00. Starfsmenn lánadeildar veita upplýsingar og ráðgjöf í síma alla virka daga frá kl. 09:15-12:00. Ennfremur eru þeir til viðtals fyrir námsmenn á íslandi á fimmtudögum frá kl. 11:00—15:00. Denis Diderot. Hann eyddi meginþorra ævinnar i vinnu við Alfræðibókina frönsku sem var brautryðjendaverk, og skrifaði skáldsögur sínar í hjáverkum. Skáldverk hans þykja bæði frumleg og einkar skemmtileg. kennara og gagnrýnanda að nafni Brunetiere að koma verkum hans út úr kennsluskrá háskólans og þar með út úr franska menntakerfmu um ára- tuga skeið. Árið 1930 blés Jean Thomas hins vegar líft í áhuga manna á verkum Diderots með bók sem nefnist Húmanismi Diderots. Næsti áfanginn á leið Diderots til nútímans er bók sem kom út árið 1951 og hefur að geyma skrá yftr öll bréf hans og áður óbirt verk sem verið höfðu í eigu dóttur hans og síðar afkomenda hennar, Vandeulfjöl- skyldunnar, en ljölskyldan hafði skömmu áður afhent franska þjóðskjalasafninu þessi handrit til varðveislu. Ritgerðir Diderots og bréf verða þar með að- gengileg almenningi og fræðimönnum og gátu menn farið að endurmeta hlut hans sem heim- spekings og ritstjóra Alfræðibókarinnar. Þessi verk hans eru kennd, endurútgefín og um þau fjallað í ræðu og riti um allan hinn vestræna heim. En minna fór fyrir leikritum hans og sög- um lengi framan af. Sögumar vöktu þó vaxandi athygli og smám saman áttuðu menn sig á því hversu vel sögur hans, einkum meistaraverkið Jakob forlagasinni og meistari hans, hafa staðist tímans tönn og þykja falla vel að skynjun nú- tímamannsins. Sagan hefur nokkrum sinnum verið kvikmynduð að hluta eða £ heild. Meðal annars gerðu kvikmyndaleikstjórinn Robert Bresson og skáldið Jean Cocteau kvikmynd sem byggð er á sögunni um frú Pommeraye, Les Dames du Bois de Boulogne, árið 1945 og telst hún nú til sígildra kvikmynda í Frakklandi. Þar er kafli úr bókinni felldur nánast óbreyttur inn í umhverfi fimrnta áratugarins. Auk þess hafa að minnsta kosti tvær sjónvarpsþáttaraðir verið gerðar eftir bókinni. Einnig eru til nokkrar leik- gerðir af sögunni, meðal annars tilbrigði tékk- nesk/franska skáldsagnahöfundarins Milans Kundera, Jakob og meistarinn, sem er nútímalegt tilbrigði við sögu Diderots. Leikritið var sýnt hér hjá Stúdentaleikhúsinu í ársbyijun 1984, en allt það ár var þess minnst veglega að tvö hundruð ár voru liðin frá andláti höfundarins. Diderot er því eitt af stórmennum franskrar menningarsögu. Hann er hluti af heimspekingaþríeykinu, Dider- ot, Voltaire, Rousseau, sem lögðu grunninn að Upplýsingunni í Evrópu á 18. öld. Hann var rit- stjóri og aðaldriffjöður Alfræðibókarinnar frönsku sem var brautryðjendaverk, enda var það ákveðin bylting að raða fróðleik um alla skapaða hluti niður í hlutlausa stafrófsröð, en ekki sam- kvæmt gildismati kirkju eða kóngs. Og nú er Di- derot talinn einn merkasti hugsuður og skáld- sagnahöfundur 18. aldar í Evrópu. Diderot eyddi lunganum úr ævi sinni og ómældri orku í vinnuna við Alfræðibókina, hún var hans lifibrauð og metnaðarmál um árabil, en nú hefur hún íyrst og fremst sögulegt gildi. Jak- ob forlagasinni og meistari hans, sem hann skrif- aði í hjáverkum sér til gamans allt fram í andlát- ið, heldur hinsvegar enn álfam að koma mönn- um á óvart, tvö hundruð árum eftir að hún kom fyrst út í heild. Mynd úr útgáfu frá árinu 1884 á Jabobi for- lagasinna og meistara hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.