Alþýðublaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 b æ k u r ■ Böðvar Guðmundsson hefur hlotið mikið lof fyrir Híbýli vindanna og Lífsins tré, bækur sínar um lífsbaráttu íslendinga í Vesturheimi. Kolbrún Bergþórsdóttirs\ó á þráðinn til Böðv- ars í Kaupmannahöfn þar sem hann er búsettur Flestir listamenn sam- sama sig afglapanum Böðvar: Ég var mjög pólitískur framan af minni ævi og þá fannst mér að pólitískir andstæðingar hlytu að vera fólk sem hefði sýnileg horn og hala. Sú íslenska skáldsaga sem einna mest lof hefur hlotið þetta árið er Lífs- ins tré eftir Böðvar Guðmundsson. Bókin er framhald af Híbýlum vind- anna sem kom út í fyrra og var til- neftid til íslensku bókmenntaverðlaun- anna. Lífsins tré tekur Híbýlum vind- anna jafnvel fram og því kemur ekki á óvart að hún skuli vera tilnefnd til bókmenntaverðlaunanna þetta árið. En skiptir tilnefningin höfúndinn máli? ,Já, auðvitað skiptir hún máli,“ seg- ir Böðvar Guðmundsson. ,,Það er auð- vitað gott að einhverjir áliti þessar bækur meðal fimm bestu bóka ársins. Gagmýni og viðtökur skipta máli fyrir rithöfúnda og það á jafnt við um nei- kvæða dóma sem jákvæða." Böðvar, sem á þijú ár í sextugt, er að margra dómi kominn í ffemstu röð íslenskra samtímarithöfunda með þessu verki. En leiðin til þeirrar viður- kenningar hefur verið löng eins og hann viðurkennir sjálfur: „Sem ungan mann dreymdi mig um að verða leikritahöfundur og ég eyddi löngum tíma ævi minnar í að skrifa leikrit. Árangurinn var ekki annar en sá að öll atvinnuleikhús Islands höfn- uðu þeim. A sama tíma leitaðist ég við að vera nýtur þjóðfélagsþegn og sá mér farborða með kennslu. Skrif mín stundaði ég því í frístundum. Það eru níu ár síðan ég sneri mér alfarið að skrifum. Það er sjálfsagt til fólk sem getur hvort tveggja, sinnt fullu starfi og skrifað góðar bækur, en það fólk er miklu fremra mér að andlegu atgervi. Það var ekki fyrr en ég varð atvinnu- rithöfundur sem ég gerði eitthvað sem skiptir fólk máli.“ Og hvernig tilfinning er það að skapa listaverk sem skiptirfólk máli? „Þá getur maður dáið rólegri en annars." Það er mikil hlýja t þessari bók. Þér þykir greinilega mjög vœnt um per- sónur þínar. „Veistu, mér þykir vænt um fólk. Ég var mjög pólitískur framan af minni ævi og þá fannst mér að pólit- ískir andstæðingar hlytu að vera fólk sem hefði sýnileg hom og hala. Þetta viðhorf hefur elst af mér mjög ræki- lega. Ég er hættur að líta svo á að heiminum sé skipt í pólitískar and- stæður." Það gerir þig líklega að betri lista- manni? „Ég held það. Það gerir mig alla- vega að betri manni.“ Þú hlýtur að hafa sest niður eftir út- komufyrra bindis og velt þvífyrir þér hvað betur mœttifara íþvíseinna? „Nei, það gerði ég reyndar ekki. Ég var nokkuð viss um hvemig ég vildi hafa þetta verk. Hins vegar bar ég seinna bindið undir fleira fólk en fyrra bindið, og það held ég að sé alltaf af hinu góða. Rithöfundar vinna kannski alltof mikið einir og láta ekki reyna á verkin með því að sýna þau öðmm og hlusta á ráðleggingar þeirra." Ég spurði þessarar spurningar vegna þess að mérfinnst Lífsins tré betri bók en Híbýli vindanna, en mér finnst líka að fyrri hluti bókarinnar Lífsins tré sé áhrifameiri en sá seinni. Mér finnst eftir að Ólafur fíólín deyr að þá skipti um tóntegund t bókinni. Hún verður ekki eins dramatísk. „Það skiptir um tón f öllu lífi Vestur Islendinganna þegar landnemarnir deyja. Nýja kynslóðin er annarrar gerðar. Lífið var því fólki á ýmsan hátt þægilegra." Sögumaður bókarinnar er söngvari og tónlistin fœr mikið rými í þessari bók. „Ég hef mikið yndi af tónlist, hún er mitt hálfa líf. En þar sem þú minnist á söngvarann þá hef ég séð í fleiri en einum dómi að þar er talað um sögu- manninn sem heimsfrægan söngvara, en það hlutverk ætlaði ég honum ekki. Það em til þúsundir manna eins og hann sem geta sungið hlutverk hér og þar í óperum, en þeir þurfa ekki að vera heimsfrægir." Hvaða persónu í þessari sögu þykir þér vœnst um? „Ætli sú persóna sem eigi mesta hluttekningu manns bæði í lífinu og bókmenntunum sé hæfileikaríka per- sónan sem aðstæður hamla að fái not- ið sín. Ég hef líka alltaf mikla samúð með afglapanum. Flestir listamenn samsama sig afglapanum." Ég las einhvers staðar að þú ætlað- ir að taka saman bréf Vestur-íslend- inga en mig langar til að vita hvort þú œtlar þér ekki að byrja á nýrri skáld- sögu. Jú, það myndi ég gjaman vilja. En mér finnst að ég þurfi að gefa út þessi bréf til að geta dáið rólegur. Þá finnst mér ég hafa uppfyllt til fullnustu skyldu mína við Vestur- Islendinga." STAÐA BANKASTJÓRA Með vísan til 29. greinar laga um viðskiptabanka og sparisjóði auglýsir bankaráð Landsbanka íslands lausa til umsóknar stöðu bankastjóra við Landsbankann. Samkvæmt lögunum er bankastjóm ríkisviðskiptabanka skipuð þremur bankastjórum. Ef um er að ræða stöðu bankastjóra, sem ekki er laus vegna ákvæða laga um starfslok opinberra starfsmanna, þá er heimilt að endurráða þann sem þegar gegnir starfinu. Hámarks ráðningartími er fimm ár. Umsóknir skulu sendar til formanns bankaráðs Landsbanka íslands, Austurstræti 11, 155 Reykjavík, fyrir 27. desember 1996. Umsóknir, þar sem óskað er nafnleyndar, verða ekki teknar til greina. LANDSBANKI ÍSLANDS. Samkeppni um útílistaverk í Garðabæ SYNING í tilefni þess að í ár eru 20 ár liðin síðan Garðabær fékk kaupstaðarréttindi, efiidi bæjarstjóm Garðabæjar til samkeppni um gerð útilistaverks. Samkeppninni er nú lokið og tóku þátt í henni myndlistar- mennimir, Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Hallsteinn Sigurðsson, Jóhanna Þórðardóttir og Þórir Barðdal. Bæjarstjóm og menningarmálanefnd Garðabæjar efiia nú til sýningar á tillögum keppenda. Sýningin verður haldin, dagana 30. nóvember til 12. desem- ber n.k. í yfirbyggðum miðbæ Garðabæjar, gengið inn um austurenda göngugötu. Sýningin er opin á verslunartíma og er öllum heimill ókeypis aðgangur. NÝ SAGNFRÆÐIRIT Veglegar bækur fyrir alla áhugamerm um þjóðleg fræði og sögu þjóðarinnar. ÁLFTANESS SAGA Anna Ólafsdóttir Björnsson SAGA NJARÐVÍKUR Kristján Sveinsson ÞJÓÐSAGA HE\M\Rt.Oll.LEIESS0N pósrrsAG^ PÓSTSAGA ÍSLANDS 1776-1873 Heimir Þorleifsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.