Alþýðublaðið - 31.12.1996, Page 9

Alþýðublaðið - 31.12.1996, Page 9
ÁRAMÓT 1996 _________________________________ALÞÝÐUBLAÐtÐ__________________________________________________________9 a n n á II '96 Æsilegasta mál ársins Vi skal ha' filmen! 1. október „Þegar við Bryndís fórum á klósettið ýttu tveir lífverðir hurðinni skyndilega upp og heimtuðu að fá að sjá í veskin okkar. Þeir voru tveir og alveg rosalega ákveðnir og sögðu á dönsku: Vi skal ha' filmen!" Þetta sagði Hrafn- hildur Arnardóttir um viðureign sína við lífverði danska krónprinsins, Friðriks, sem staldraði við í Reykjavík nokkra haustdaga. Einar Ólason Ijósmyndari Alþýðublaðsins myndaði hinn vörpulega verðandi konung á spjalli við íslenska prinsessu á Kaffi Reykjavík, en Friðrik brást hinn versti við og heimtaði filmuna. Okkar maður er ekki vanur að láta sinn hlut, harðneitaði kröfu prinsins en laumaði filmunni til tveggja vinkvenna sinna. Lífverðir Friðriks voru hinsveg- ar með á nótunum og eltu því stúlkurnar inná klósettið. Þeim tókst þó ekki að koma höndum yfir filmuna og Al- þýðublaðið gat birt myndskreytta frásögn af öllu ævintýrinu. En sögunni var ekki lokið: Danska Extrabladet keypti mynd Einars og sagði frá afrekum Friðriks í Reykjavík. Skömmu síðar fréttist frá Danaveldi að kærastan væri búin að segja krónprinsinum upp - en það verður þó varla skrrfað á syndaregistur Alþýðublaðsins. Eða hvað? ingum. Ástþór Magnússon auglýsti langmest og fékk langfæst atkvæði. Ólafur Ragnar auglýsti einna minnst en uppsker mest. Ef frambjóðendurnir hefðu nú vitað þetta aðeins fyrr... 25. júlí Hann langar afskaplega mikið til að hafa gert alla hluti, hefur ekki gert þá, en hefur brennandi áhuga þannig að hann á hugsanlega eftir að gera þá. Hann er silkiróni. Hann getur ekki ökiabrotið sig einsog hver önnur fylli- bytta heldur þarf hann að gera það í Washington og skrifa um það heila grein. Allt hans líf er mikið mál. En hann er góður strákur. Didda um Hallgrím Helgason. 26. júlí I gamla daga þegar maður kom út á land spurði maður eftir þorpsidjótinu, en það voru menn sem sátu á háum tröppum við húsgafla og göptu uppí umferðina, voru eitthvað vangefnir og sérkennilegir. Þorpsidjótamir eru horfnir úr þorpinu - en komnir á aug- lýsingastofumar. Indriði G. Þorsteinsson. Ágúst 7. ágúst Það em margir sem hafa skorað á mig að halda sýningu. Konan mín og margir fleiri. Fjöllistamaðurinn Þorsteinn Eggertsson sýndi myndir sínar í Eden. 7. ágúst Krakkamir fóm að tala um Ómar Ragnar Grímsson og Ólaf Grím Ragn- arsson og héldu sig kunna nöfh þess- ara frægu bindindismanna. Úr fréttatilkynningu umdæmisstúku númer 1 á Suðurlandi, sem hafði umsjón með bindindis- mótinu í Galtalæk. Þangað mætti nýi forsetinn og gerði stormandi lukku. 8. ágúst Nei, ég ætla ekki einu sinni að lesa Moggann. Þetta er bara eitt af því sem algjörlega klárt. Við miðum okkur ekki við Moggann og í reynd kemur hann okkur ekki við. 24. apríl Ágæta ritstjóm. í síðustu viku birtist í blaði ykkar skoðanakönnun á eiginleikum þing- nianna sem gerð var meðal frétta- manna. Engum þurfti að koma á óvart að Jón Baldvin Hannibalsson væri álitinn mælskasti þingmaðurinn því maðurinn er klárlega flugmælsk- ur auk þess að vera vel gefinn, sem hjálpar nú alltaf ffekar en hitt. Hinsvegar er ég ósáttur við þá ein- kunn sem fréttamenn voru sagðir gefa félaga mínum ffá Vestfjörðum, Kristni Gunnarssyni, en þeir völdu hann leiðinlegasta þingmanninn sam- kvæmt frásögn blaðsins. Þetta, að mínu mati, ranga mat fféttamanna á þessum ágæta þingmanni, Kristni Gunnarssyni, hefur orðið mér tilefni vangaveltna um hvort fréttamenn hafi almennt yfirsýn á það sem fram fer í þinginu, svo út í hött er þetta mat á Kristni að mínum dómi. Til að taka upp hanskann fyrir Kristin þá get ég sagt blaðinu að Kristinn lítur á störfin í þingsal með mikilli alvöru 8. ágúst Stundin færist nær, og heimsmyndin einsog hún blasir við er að líða undir lok. Kjell Gelnard, Vottur Jehóva, í tilefni landsmóts safnaðarins. 9. ágúst Fyrsta fylleríið er ein mikilvægasta saga hvers einstaklings. Þetta er ferð með fyrirheiti: seiðandi myrkur heim- ur sem býður upp á alít sem góðum sögum fylgir; áflog, ástir, hrekki og heimkomu reynsluxmi ríkari. Guðmundur Andri Thorsson að lokinni Verslun- armannahelgi. Fjárfesting ársins Listasafnið kaupir sýningu Hallgríms í heilu lagi 27. ágúst „Þetta er án efa skynsamleg- asta fjárfesting ríkisins á þessu ári,“ sagði Hallgrímur Helgason myndlist- armaður og rithöfundur, en Listasafn fslands hefur keypt sýningu hans, „Tales of GRIM“ í Gallerí Sævars Karls. „Að vísu hafði ég þegar selt fjórar myndir á sýningunni en þeir sem þær keyptu verða að bíta í það súra epli að fá þær ekki inn í stofu heldur berja þær augum í listasafni allra landsmanna," sagði listamaður- inn. Hallgrímur sagðist skilja mjög vel að Listasafnið hefði haft augastað á þessari sýningu. Hann vildi ekki gefa upp kaupverðið, sagðist hafa gefið góðan afslátt af sannri hugsjón og þjóðarást og það sem runnið hefði í eigin vasa væri virði góðs málverks eftir Gunnar Dal. og sýnir oftast, þegar hann tekur til máls, meiri ábyrgð í afstöðu til ágreiningsmála en flestir aðrir þing- menn stjómarandstöðu. Telur hann vafalítið að „flugeldasýningar" eigi heima á flesmm örðum stöðum en f þingsal. Utan þingfundar getur Krist- inn verið mjög gamansamur og léttur í lund og virðist eiga létt með að sjá hinar spaugilegu hliðar tilverunnar. Auðvitað er það svo, að svo margt er sinnið sem skinnið og misjafn sá mælikvarði sem menn leggja til grundvallar þegar metið er hvort menn séu leiðinlegir eða ekki. Sjálfúr hef ég htla þolinmæði gagnvart þeim sem taka sjálfa sig of hátíðlega og eiga erfitt með bros, en það get ég vottað að Kristinn Gunnarsson á ekki erfitt unt bros. Ef Kristinn Gunnars- son er með réttu leiðinlegasti maður þingsins - mikið rosalega hljóta þá hinir að vera skemmtilegir. Með kveðju, Gunnlaugur Sigmundsson þingmaður Framsóknar á Vestfjörð- um. 14. ágúst Blessaður vertu, dagskráin er með svo léttu yfirbragði að jafnvel fúllyndum forsætisráðherra gæti stokkið bros. Hjalti Rögnvaldsson segir frá Ijóðalestri, en hann var iðinn við þann kola í sumar. 15. ágúst Hvílíkur dagur, ó, hvílíkur dagur. Sól- in teygði varir sínar innum svefnher- bergisgluggann og smellti kossi á vangann á mér löngu áður en hún vakti nokkum annan. Þetta var minn dagur. Dagurinn minn. Eg leit á Búbbu... Upphaf Bessastaðabókanna sem áttu - vægast sagt - eftir að vekja umtal og deilur. 16. ágúst Hann var bara viðræðugóður, karlinn, og skemmtilegur. Davíð Þór Jónsson, einn umsækjenda um stöðu dagskrárstjóra Rásar 2, eftir viðtal við Heimi Steinsson. 20. ágúst Ef tillögur Þorsteins Pálssonar sjávar- útvegsráðherra hefðu náð fram að ganga, hefðum við getað veitt um sex- þúsund tonn af rækju á Flæmingja- grunni á þessu ári. Við erum núna búnir að veiða 14 þúsund tonn og gera má ráð fyrir að veiðamar nái allt að 20 þúsund tonnum. Tillögur Þorsteins hefðu getað kostað fjóra milljarða króna. Snorri Snorrason útgerðarmaður á Dalvík um hinn rándýra sjávarútvegsráðherra. 21. ágúst Mér var eitt sinn boðið til Ameríku því menn þar trúðu ekki þessum áhorfstölum sem ég var að ná, ein- hverju sinni fór ég uppí 70 prósent. Þar hitti ég til dæmis David Letterman sem hélt að ég væri að gera grín að sér. Hann sagðist hafa verið fullur í heila viku þegar hann náði 12 prósent- um einhvemtíma. Hemmiiii Gunn. 21. ágúst Innra starf flokksins er ekki gott. Jafn- vel þó menn sýni einhvem lit þá er slegið á puttana á þeim. Ég er ekki bú- inn að starfa lengi í flokknum, eða frá 1976, en ég er búinn að horfa uppá fjöldann allan af aftökum inn í flokkn- um. Magnús Hafsteinsson, þá formaður Alþýðu- flokksfélags Hafnarfjarðar, var í hópi fjölmargra sem sögðu innra starf í Alþýöuflokknum lítið sem ekkert. 23. ágúst Það er hefð í Alþýðuflokknum að kvarta sáran yfir litlu félagslífi með fárra ára miliibili. Oft og tíðum eink- um frá þeim sem em ekki mjög fé- lagslyndir. Menn sakna náttúrlega fé- lagsvistar og dans. Jón Baldvin Hannibalsson svarar gagnrýni um doða í innra starfi Alþýðuflokksins. 27. ágúst Heldurðu að það sé ekki munur að stýra bæjarstjóm og hafa engan minni- hluta? Þetta er náttúrlega nýtt. Einn hreinn meirihluti. Nú vinnum við bara einsog dýrin í Hálsaskógi: Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. Það fer vel á því í Blómabænum. Gísli Páll Pálsson forseti bæjarstjórnar í Hvera- gerði eftir að sú sérkennilega staða kom upp að allir bæjarfulltrúarnir sjö mynduðu meirihluta saman. 29. ágúst Ég hef heyrt ávæning af því að frétta- stofan Bylgjan hafi verið að búa til fréttir um yfirvofandi afsögn mína. Jón Baldvin Hannibalsson. 30. ágúst Ég held að Sjóvá tryggi ekki fyrir svona atriðum. Kannski Vátrygginga- félagið, ég veit það ekki. Er ekki til eitthvað sem heitir Líftryggingafélag- ið Andvaka? Það væri best... En ein- sog venjulega höldum við ró okkar og höfði. Það er stíll Morgunblaðsins. Matthías Johannessen í upphafi „Dularfulla Morgunblaösmálsins". Enn er ekki komið á hreint hver skrifaði hvað um hvern í Hafnarfirði - þótt Mogginn hafi snúið sér bæði til Rannsókn- arlögreglunnar og Ríkissaksóknara. 30. ágúst Síðan hvenær varð ljóðið svo heilagt? Þegar það dó? Er Ijóðið dautt? Miðað við helgislepjuna sem lekur úr tækinu klukkan 18:45 era dánar- og jarðar- fregnimar sem fylgja bara með allra hressasta móti. Hallgrímur Helgason grillar Njörð P. Njarðvík. 30. ágúst Þar eigast þeir einir við sem ég hirði ekki hveijir drepast. Guðmundur Andri Thorsson að svara spurningu um hvort tímabært sé að Jón Baldvin láti af for- mennsku í Alþýðuflokknum. 30. ágúst Ég trúi því ekki að hann sé að hætta nema það sé eitthvað plott þar á bak- við. Hann er stórpóhtíkus í eðli sínu og glaðbeittur maður, og það er synd og skömrn ef hann verður ekki lengur í pólitík. Indriði G. Þorsteinsson að svara sömu spurn- ingu. 30. ágúst Megas er nútíma Shakespeare. Sigrún Sól leikkona. September 4. september Þarsem dregur nú óðum að lyktum míns pólitíska ferils þá hef ég í vax- andi mæli uppgötvað að ég á erindi í ríkari mæli við fortíðina en framtíðina, þannig að ég hef ef til vill ekki gefið gaum sem skyldi að þróun síðustu daga og veit þar af leiðandi ekki hvað blaðamaðurinn er að tala um. Össur Skarphéðinsson, aðspurður um væntan- lega sameiningu þingflokka Alþýðuflokksins og Þjóðvaka. 4. september Lögmenn eru bijálaðir útaf þessu. Hæstaréttarlögmaður sem var óhress með að ekki átti að bjóða lögmönnum að vera við vígslu nýja hæstaréttarhússins. 5. september Þetta er fyrsta skrefið á lengri leið. Þetta er ekki neimi lokaáfangi. Jón Baldvin um sameiningu þingflokka Alþýðu- flokks og Þjóðvaka. 5. september Deildarráðið gat auðvitað ekki gefið sér betri afmælisgjöf en gera mig að prófessor! Hannes Hólmsteinn Gissurarson hlaut einróma stuðning í embætti prófessors við félagsvísinda- deild um svipaö leyti og deildin fagnaði 20 ára afmæli. Stefán Jón Hafstein, ögn digurbarkalegur, þeg- ar hann tók við ritstjórn Dags-Tímans. Vottord ársins Gamansemi Krist- ins Gunnarssonar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.